Morgunblaðið - 22.06.2015, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 22.06.2015, Qupperneq 22
22 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. JÚNÍ 2015 Ætli ég grilli ekki með fjölskyldunni,“ segir Stefán GunnarSigurðsson, frístundaleiðbeinandi í Þróttheimum og nemi ítómstunda- og félagsmálafræði við Háskóla Íslands, en hann fagnar tuttugu og tveggja ára afmæli sínu í dag. Stefán Gunnar er fæddur og uppalinn í Skerjafirði og býr þar enn. Hann stundaði nám við Melaskóla, svo Hagaskóla, þar næst Kvenna- skólanum og nú við Háskóla Íslands, en skólarnir eru allir í nánasta nágrenni við Skerjafjörð. Hann segir uppvaxtarárin í Skerjafirði hafa verið „alveg yndisleg“. Stefán Gunnar hefur mikla reynslu af vinnu með börnum og ung- lingum, en áður en hóf störf í Þróttheimum var hann leiðbeinandi á leikjanámskeiði fyrir einhverf börn og starfaði hjá Jafningja- fræðslunni. Hann kveðst stefna á frekara nám og reynslu á því sviði. „Áhugamál mín eru að hlusta á góða tónlist og horfa á bíómyndir, fótbolti og íþróttir almennt,“ segir Stefán Gunnar og bætir við að hon- um líði best í góðra vina hópi. Hann æfði fótbolta hjá KR sem barn og unglingur og spilaði á trommur á árum áður. Þegar hann er spurður um fjölskylduhagi svarar hann: „Það stend- ur allt á núllpúnkti,“ og vísar þá til þess að hann sé einhleypur og barnlaus. brynja@mbl.is Afmælisbarnið Stefán Gunnar ætlar að grilla með fjölskyldunni. Fjölskylduhagirnir eru á núllpunkti Stefán Gunnar Sigurðsson er 22 ára í dag H annes Baldursson fæddist í Reykjavík 22. júní 1955 og ólst upp í bítlabænum Keflavík. „Þar var líf- ið við bryggjuna. Veiddur var fiskur á færi eða beðið eftir bátunum sem streymdu af hafi með aflann. Faðir minn var þá stýrimaður á Bergvík en síðar á Hamravík og oft urðum við samferða heim. Ég fór eitt sumar í sveit að Eskifjarðarseli í Eskifirði. Þar bjuggu systkinin Páll og Berg- þóra Pálsbörn, en Bergþóra skrifaði barnabækur og var hagmælt. Þar kynntist ég búskaparháttum er sleg- ið var og snúið með vél, en annað var unnið á höndum. Það var mjög lær- dómsríkur tími og ég vann mikið þótt ungur væri. Seinna átti ég eftir að sjá hvernig tæknin hafði þróast í landbúnaðinum er ég bjó á Hvann- eyri. Ég kynntist sumarbúðastarfi KFUM í Vatnaskógi sem byggðist mikið á leikjum og siglt var á vatn- inu. Upplagið var í anda séra Frið- riks Friðrikssonar og ákaflega lær- dómsríkt.“ Náms- og starfsferill „Ég gekk í Barnaskóla Keflavíkur og fyrsti kennari minn var Björg Sigurðardóttir, sem í minningunni var sérlega ljúf manneskja og góður kennari.“ Tónlistin hefur verið Hannesi hugleikin og stundaði hann nám við Tónlistarskóla Reykjavíkur á ár- unum 1974 til 1978. Hannes lauk stúdentsprófi frá tónlistarbraut Menntaskólans í Hamrahlíð árið 1982 og B-ed prófi frá tónmennta- deild KÍ árið 1985. Hann starfaði sem tónmenntakennari í grunn- skólum og sem skólastjóri við Anda- kílsskóla á Hvanneyri 1989-94. Þá var hann meðal annars skólastjóri við Tónlistarskóla Bolungarvíkur 1995-97. Síðasta áratuginn hefur Hannes starfað sem tónmennta- kennari við Snælandsskóla í Kópa- vogi. Jafnhliða kennslu hefur hann starfað víða sem organisti, á Hvann- eyri og í Lundarreykjadal, við Hóls- kirkju í Bolungarvík, Lindakirkju í Kópavogi og Eskifjarðarkirkju, en síðast við Þorlákssókn og Strand- arkirkju í Selvogi. Þá hefur Hannes stjórnað mörgum kórum og einnig harmonikusveitum. Hann lauk org- anistaprófi frá Tónskóla Þjóðkirkj- unnar árið 2009 og diplómanámi í hagnýtri margmiðlun við Borgar- holtsskóla vorið 2015. Hannes hefur hlotið viðurkenn- ingu frá Kópavogsdeild Rauða krossins vegna þátttöku í verkefninu Söngvinir í Sunnuhlíð, sem byggðist á vikulegum flutningi tónlistar til að Hannes Baldursson kennari – 60 ára Hjónin Hannes og Eyrún við brúðkaup Sigurðar, sonar Hannesar, og Gunnhildar 2012. Starfar sem organisti jafnhliða kennslu Reykjavík Sigurjón Egill Jónsson fædd- ist 1. janúar 2015 kl. 0.00. Hann vó 4.322 g og var 52 cm lang- ur. Foreldrar hans eru Stefanía Björg Jónsdóttir og Jón Egill Jónsson. Nýr borgari Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson,Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Vandaðir og vottaðir ofnar Ofnlokasett í úrvali NJÓTTU ÞESS AÐ GERA BAÐHERBERGIÐ AÐ VERULEIKA FINGERS 70x120 cm • Ryðfrítt stál JAVA 50x120 cm • Ryðfrítt stál COMB 50x120 cm • Ryðfrítt stál Handklæðaofnar í miklu úrvali þar sem gæði ráða ríkjum á góðu verði. Vagnhöfða 11 - 110 Reykjavík - 577 5177 - www.ofnasmidja.is Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.