Morgunblaðið - 22.06.2015, Side 23
auka lífsgæði íbúa heimilisins. Einn-
ig hlaut hann hvatningarverðlaun
skólanefndar Kópavogsbæjar fyrir
verkefnið Listsköpun á yngsta stigi
fyrir uppsetningu söngleikja í tón-
menntakennslu í Snælandsskóla.
Áhugamál
Áhugamál Hannesar snúast fyrst
og fremst um tónlist, ferðalög og úti-
vist. „Ég hef mjög gaman af að
hlusta á góða tónlist og fara á tón-
leika. Ég hef einnig ferðast nokkuð
um Evrópu og víðar. Jafnframt
heillar náttúra Íslands og var ganga
okkar hjóna á Laugaveginum í sól og
blíðu mikil upplifun og stefnum við á
fleiri ferðir um hálendið á næstu ár-
um. Síðast en ekki síst dreymir mig
um að komast meira til að stunda
golf nú þegar vonandi mörg góð ár
eru fram undan. Afmælisdeginum
verður svo varið í svissneskri sveita-
sælu.“
Fjölskylda
Eiginkona Hannesar er Eyrún
Jónatansdóttir, f. 5.10. 1966 á Eyrar-
bakka, félagsráðgjafi hjá Reykjavík-
urborg. Foreldrar Eyrúnar eru Jón-
atan Jónsson, f. 3.12. 1921, d. 28.3.
2006, og Sigrún Ingjaldsdóttir, f.
10.11. 1932, sem býr í Kópavogi.
Fyrri eiginkona Hannesar er séra
Agnes M. Sigurðardóttir, f. 19.10.
1954, biskup Íslands.
Börn Hannesar og Agnesar eru
Sigurður, f. 28.7. 1980, stærðfræð-
ingur og kona hans er Gunnhildur
Ásta Guðmundsdóttir, f. 30.6. 1978,
viðskiptafræðingur. Þau búa í
Reykjavík; Margrét, f. 27.8. 1986 í
Reykjavík, BA í hagfræði og söng-
kona, búsett í Reykjavík; Baldur, f.
31.5. 1988 í Reykjavík, nemi í sál-
fræði, og sambýliskona hans er Þór-
unn Sigurbjörg Berg, f. 3.8. 1985 frá
Patreksfirði, hjúkrunarfræðingur og
sonur þeirra er Hannes Freyr Berg,
f. 29.12. 2010. Þau búa í Reykjavík.
Dætur Eyrúnar eru Karen Arn-
arsdóttir, f. 16.5. 1989 í Reykjavík,
viðskiptafræðingur og Eva Rún Arn-
arsdóttir, f. 28.7.1996 í Reykjavík,
nemi við Verzlunarskóla Íslands.
Systkini Hannesar eru Davíð
Baldursson, f. 10.3. 1949, prófastur
búsettur á Eskifirði; Elínborg Bald-
ursdóttir, f. 28.9. 1950, búsett í
Bandaríkjunum, og Guðmundur F.
Baldursson, f. 22.1. 1952, bygginga-
tæknifræðingur í Hveragerði.
Foreldrar Hannesar eru Baldur
Guðmundsson, f. 26.4. 1924, d. 19.3.
1994, stýrimaður og Margrét Þur-
íður Friðriksdóttir, f. 14.3. 1920, d.
27. 12. 2013, lengst af póstfulltrúi.
Þau bjuggu í Keflavík.
Nafnar Hannes ásamt sonarsyni sín-
um, Hannesi Frey Berg Baldurssyni.
Úr frændgarði Hannesar Baldurssonar
Hannes
Baldursson
Ingigerður Ingibjörg Helgadóttir
húsfreyja
Þorlákur Friðrik Oddsson
b. í Giljárseli í Torfu-
lækjarhr., A-Hún.
Elínborg Kristín Þorláksdóttir
húsfreyja á Eskifirði
Friðrik Árnason
verkam. og hreppstj. á Eskifirði
Margrét Friðriksdóttir
póstfulltrúi í Keflavík
Guðný Sigurðardóttir
húsfreyja á Eskifirði
Árni Halldórsson
útgerðarm. á Eskifirði
Guðmunda Friðbjörg Jónsdóttir
húsfreyja
Friðrik Júlíus Erlendsson
bóndi í Kelduhverfi
Herborg Friðriksdóttir
húsfr. á Syðra-Lóni á Langanesi
Guðmundur Vilhjálmsson
b., kaupf.stj. og oddviti á Syðra-Lóni
Baldur Guðmundsson
stýrimaður í Keflavík
Sigríður Davíðsdóttir
húsfreyja á Ytri-Brekkum
Vilhjálmur Guðmundsson
b. á Ytri-Brekkum á Langanesi
Helgi Seljan
fv. alþingism.
Þóroddur Helgason
fræðslustj. í Fjarðabyggð
Kristinn Friðriksson
frystih.stj. í Stykkishólmi
Friðrik Kristinsson
stj. Karlakórs Rvíkur
Þorlákur Friðriksson
b. á Skorrast. í Norðfirði
Ágúst Ármann
Þorláksson organisti
í Neskaupstað
Þorvaldur Friðriksson
sjóm. og verkam. á Eskifirði
Ellert Borgar
Þorvaldsson fv.
skólastj.
Helgi G. Þorláksson
kaupmaður á Eskifirði
Árni Helgason
í Stykkishólmi
Árni Vilhjálmsson
læknir á Vopnafirði
Anna Guðmundsdóttir
húsfr. á Þingeyri og í Rvík
Kári
Eiríksson
listmálari
ÍSLENDINGAR 23
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. JÚNÍ 2015
Björn Sigfússon fæddist áTjörn á Vatnsnesi, V-Hún.22. júní 1849. Foreldrar hans
voru Sigfús Jónsson, f. 12.10. 1813,
d. 9.3. 1876, prestur þar, af Reykja-
hlíðarætt, og k.h. Sigríður Oddný
Björnsdóttir Blöndal, f. 15.10. 1824,
d. 23.1. 1889, húsfreyja, dóttir
Björns Blöndals alþingismanns og
sýslumanns í Hvammi í Vatnsdal.
Björn var bróðir Magnúsar Th. S.
Blöndahls alþingismanns.
Ungur nam Björn smíðar og
dvaldist hann í Skotlandi, Noregi og
Danmörku 1873-1874 og vann fyrir
sér við smíðar. Hann stundaði þær
ýmist eða verslunarstörf til 1881 hér
heima. Hann var fyrirvinna hjá móð-
ur sinni í Grímstungu 1881-1882 og
síðan bóndi á Hofi í Vatnsdal 1882-
1886, í Grímstungu 1886-1899 og á
Kornsá 1899-1925, en þar átti Björn
heima til æviloka.
Björn var fyrirhyggjumaður og
framkvæmdasamur og hafði á hendi
trúnaðarstörf héraðsbúa. Hann var
hreppstjóri Áshrepps og umboðs-
maður Þingeyraklausturs frá 1910.
Hann gegndi einnig um skeið sýslu-
mannsstörfum í Húnavatnssýslu og
var einnig oddviti, sýslunefndar-
maður og amtsráðsmaður.
Björn var alþingismaður Hún-
vetninga 1892-1900 og 1908-1911
fyrir Sjálfstæðisflokkinn eldri. Af
þingmálum var hann kunnastur fyr-
ir afskipti af sjósamgöngum. Hann
kom tvisvar með tillögu fyrir alda-
mótin 1900 um að landið leigði
sjóstrandferðaskip og var tillagan
samþykkt í seinna skiptið. Menntun
kvenna og frjálsræði var honum
einnig hugleikið og á 8. áratugnum
beitti hann sér fyrir stofnun kvenna-
skólasjóðs í Húnaþingi.
Eiginkona Björns var Ingunn
Jónsdóttir, f. 30.7. 1855, d. 7.8. 1947,
rithöfundur og húsfreyja á Kornsá.
Foreldrar hennar voru Jón Jónsson,
hreppstjóri og bóndi á Melum í
Hrútafirði,og k.h. Sigurlaug Jóns-
dóttir. Börn Björns og Ingunnar:
Guðrún Anna, f. 1884, Runólfur, f.
1887, Sigurlaug, f. 1888, Jón Sigfús,
f. 1892, og Sigríður, f. 1897.
Björn Sigfússon lést 11. október
1932.
Merkir íslendingar
Björn
Sigfússon
95 ára
Þórunn Sigurfinnsdóttir
90 ára
Ólafía Jónsdóttir
Rannveig Þorsteinsdóttir
Sigþóra Jónsdóttir
Þuríður Þorsteinsdóttir
85 ára
Auður Lárusdóttir
Magna Júlíana Oddsdóttir
Stefán Þórisson
80 ára
Vilhjálmur Jónasson
75 ára
Ágústa Guðbjartsdóttir
Einar Pálsson
Guðrún Aradóttir
Gústav Sófusson
Heimir Kristinsson
María Frímannsdóttir
70 ára
Auðunn H. Ágústsson
Ásta Björk Jónsdóttir
Birgir Alfreð Eggertsson
Guðbjörg Tómasdóttir
Guðfinna Sigmundsdóttir
Hersteinn Brynjólfsson
Jóhann Jóhannsson
Kristján Axelsson
Óskar Harðarson
Sveinn Þorsteinsson
Vitor Machado Barradas
60 ára
Aðalbjörg Jónsdóttir
Ágústa Björnsdóttir
Ágúst Böðvarsson
Erlendur Magnús
Guðjónsson
Jónína Þorsteinsdóttir
Ólafur Guðmundsson
Ólafur Ingólfsson
Róberta Gunnþórsdóttir
Róbert Gústafsson
50 ára
Guðjón Steingrímur
Birgisson
Guðmundur Gunnar
Hallgrímsson
Harpa Lind
Guðbrandsdóttir
Lýður B.
Skarphéðinsson
Magnús Þórarinn Öfjörð
40 ára
Andrzej Borucki
Guðbjörg Björnsdóttir
Guðbjörg Helgadóttir
Guðný Valborg
Benediktsdóttir
Guðrún Ýr
Bjarnadóttir
Gunnlaugur Hjörtur
Gunnlaugsson
Hafrún Arnþórsdóttir
Hilmar Ægir Ólafsson
Krystyna Pinkowicz
Pétur Róbert
Sigurðsson
Richard Josef Thurlow
Valtýr Sævarsson
30 ára
Aron Jarl Arnarson
Guðríður Sunna
Erlingsdóttir
Halldóra Gyða Guðnadóttir
Johanis Adrian Borrero
Arcieri
Þóra Björk Eiríksdóttir
Til hamingju með daginn
40 ára Guðbjörg er frá
Tunguhlíð í Lýtings-
staðahr. en býr á Sauðár-
króki. Hún er deildarstj.
starfsbrautar FNV.
Maki: Jakob Einarsson, f.
1963, flutningabílstjóri.
Börn: Hrafnhildur Ósk, f.
2004 og Sæmundur Ingi,
f. 2011. Fóstursonur: Einar
Hans, f. 1980.
Foreldrar: Valgarð B.
Guðmundsson, f. 1936,
og Rut Valdimarsdóttir, f.
1940, bús. á Sauðárkróki.
Guðbjörg Ósk
Valgarðsdóttir
40 ára Margrét er Hafn-
firðingur en býr í Kópa-
vogi. Hún rekur Enduro
Adventure og er nemi í
ferðamálafræði við HÍ.
Maki: Kristbjörn B. Ein-
arsson, f. 1976, rekur
Enduro og er vélamaður.
Börn: Sigríður Katla, f.
2008 og stjúpdóttir: Ólöf
Jóna, f. 2002.
Foreldrar: Sævar Sigur-
hansson, f. 1954, og Arn-
þrúður Björnsdóttir, f.
1958.
Margrét
Sævarsdóttir
40 ára Valborg er frá
Akranesi en býr í Kópa-
vogi og er leikskólakenn-
ari í Fífusölum.
Maki: Einar Þórarinsson,
f. 1976, forstöðumaður
hjá Advania.
Börn: Aron, f. 2000, og
Birgir Daði, f. 2005.
Foreldrar: Ragnar Gunn-
þórsson, f. 1953, bús. á
Akureyri, og Sigurlína Val-
geirsdóttir, f. 1955,
sjúkraliði og er bús. á
Akranesi.
Valborg
Ragnarsdóttir
Smiðjuvegi 68-72, Rvk Hjallahrauni 4, Hfj Fitjabraut 12, Njarðvík Eyrarvegi 33, Selfossi Barðinn, Skútuvogi 2
Við tökum að okkur: Peruskipti, rafgeymaþjónustu,
bremsuviðgerðir, stýrisenda, spindilkúlur, kerti,
kertaþræði, hjólalegur, fjöðrunarbúnað, viftureimar,
hjólastillingar og margt fleira.
LAGFÆRUM
BÍLINN
VIÐ
www.solning.is