Fréttablaðið


Fréttablaðið - 15.07.2015, Qupperneq 8

Fréttablaðið - 15.07.2015, Qupperneq 8
15. júlí 2015 MIÐVIKUDAGUR| FRÉTTIR | 8 ÍRAN Íranar komust að samkomu- lagi í gær við kjarnorkuveldi heimsins, Bandaríkin, Bretland, Frakkland, Kína og Rússland, auk Þýskalands og Evrópusam- bandsins, um kjarnorkumál í Íran. Samningaviðræður höfðu staðið yfir frá árinu 2006. Síðasta lota viðræðna hefur staðið yfir í Vín- arborg í Austurríki frá 2. júlí. Samkvæmt samningnum verð- ur viðskiptabanni við Íran aflétt og íranskar eignir upp á millj- arða dollara verða affrystar. Þar að auki verður banni á siglingum og flugi til landsins aflétt. Banni á sölu vopna til Íran verður þá einn- ig aflétt en ekki fyrr en eftir um fimm ár. Íranar hafa á móti lofað að framleiða ekki kjarnorkuvopn en lengi hefur verið talið að þeir hyggist koma sér upp kjarnorku- vopnum. Íranar hafa þó alla tíð haldið því fram að kjarnorku- tilraunir þjóðarinnar séu ekki í hernaðarlegum tilgangi. Til að tryggja að samningnum verði fylgt eftir fá eftirlitsmenn Sameinuðu þjóðanna aðgang að írönskum herstöðvum. Íranar munu þó þurfa að veita samþykki sitt fyrir hverri og einni heimsókn. „Samningurinn er ekki full- kominn fyrir neinn en hann er besti mögulegi samningur sem við gátum náð,“ sagði Mohamm- ad Javad Zarif, utanríkisráðherra Írans, við blaðamenn í gær. „Þessi ramadanmánuður hefur fært okkur góðar fregnir og góðan samning. Í dag erum við á mikil- vægum þáttaskilum í þróun lands- ins okkar. Þáttaskilum sem kóróna áralangt samningaferli við heims- valdaríkin,“ sagði Hassan Rouh- ani, forseti Írans, í gær. Rouhani sagði enn fremur að viðskipta- bannið hefði ekki haft áhrif á íranska ríkið en það hefði þó haft slæm áhrif á líf íranskra borgara og það væri ekki í lagi. „Samningurinn virkar á báða bóga. Með því að virða ákvæði hans er hægt að taka niður van- traustsmúrinn milli þjóðanna. Stein fyrir stein,“ sagði Rouhani enn fremur. „Þetta er samkomulag sem getur opnað nýjan kafla í alþjóða- samskiptum,“ sagði Federica Mogh erini, utanríkismálastjóri Evrópusambandsins. Hún bætti því við að samningurinn gæfi heiminum öllum von. Samningurinn vekur hins vegar ekki jafnmikla lukku meðal allra. Benjamin Netanyahu, forsætisráð- herra Ísraels, kallaði samninginn í gær söguleg mistök. „Íranar munu fá hundruð milljarða Bandaríkja- dala, sem mun gera þeim kleift að knýja hryðjuverkavél sína áfram um Mið-Austurlönd og á heims- vísu,“ sagði forsætisráðherrann. „Þessi samningur mætir öllum okkar kröfum. Öllum leið- um Írana að kjarnorkuvopnum hefur verið lokað,“ sagði Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, um samninginn. „Ég mun beita neitunarvaldi á hverja þá löggjöf sem kemur í veg fyrir að samn- ingurinn taki gildi,“ sagði forset- inn, en bandaríkjaþing, þar sem repúblikanar stjórna í báðum deildum, eiga eftir að taka samn- inginn fyrir. Þannig ætlar Obama að tryggja að samningurinn muni standa, sama hvað. thorgnyr@frettabladid.is Nýi samningurinn ýmist kallaður söguleg mistök eða besta lausnin Samningar náðust um kjarnorkumál Írans. Íranar lofa að framleiða aldrei kjarnorkuvopn. Á móti mun viðskiptabanni á Íran vera aflétt í áföngum. Ísraelsmenn kalla samninginn mistök. Íranar kalla hann bestu mögulegu lausn. Eftirlitsmenn SÞ munu hafa eftirlit í Íran. SAMKOMULAG Sögulegt samkomulag náðist í gær um kjarnorkumál Írana eftir margra ára samningaviðræður þeirra við voldugustu ríki heimsins. NORDICPHOTOS/AFP Íranar munu fá hundruð milljarða Bandaríkja- dala, sem mun gera þeim kleift að knýja hryðju- verkavél sína áfram. Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels. Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is Kletthálsi Reykjavík Reykjanesbæ Fyrir pallinn og stéttina Made by Lavor • 160 bar Max • 8,5 lítrar/mín. • 2500W • Pallabursti • 8 metra slanga • Turbo stútur • Slanga fyrir stíflulosun • Þvottabursti Lavor háþrýstidæla STM 160 27.990 ODEN EÐAL OLÍA á palla. Hágæða Silikonalkyd efni. 3 l. 4.390 Mako penslasett 590 Bio Kleen pallahreinsir 895 5 lítrar kr. 3.295 Landora tréolía 2.690Meister fúgubursti með krók #4360430 2.590 (með auka vírbursta) Ábendingahnappinn má finna á www.barnaheill.is STJÖRNUFRÆÐI Stjörnufræðing- ar og áhugamenn víðs vegar um heiminn fögnuðu í gær er geim- farið New Horizons flaug fram hjá dvergreikistjörnunni Plútó, síðasta ókannaða hnetti sólkerf- is okkar. Farið bandaríska skaust fram hjá Plútó á meira en 45.000 kílómetra hraða á klukkustund. „Í dag ættum við að vera ótrú- lega stolt,“ sagði Charlie Bolden, framkvæmdastjóri Geimferða- stofnunar Bandaríkjanna, NASA, við blaðamenn í gær. New Horizons hefur það verk- efni að taka fjölda af myndum af Plútó auk fylgitungla hans, Karoni, Styx, Nix, Hýdru og Kerberosi og er von á fyrstu myndum af yfirborði Plútós annað kvöld. „Ástæða þess að það tekur þetta langan tíma er náttúru- lega að þetta er óskaplega langt í burtu og „netsambandið“ milli geimfarsins og jarðar ef svo má segja er ekki mjög hratt,“ sagði Sævar Helgi Bragason, formaður Stjörnuskoðunarfélags Seltjarn- arness. „Þetta markar upphaf rann- sókna á þessu svæði í sólkerfinu og svo aftur endann, þar sem þá verðum við búin að rannsaka öll helstu svæði sólkerfisins og allar upprunalegu níu reikistjörnurn- ar.“ Næst mun New Horizons halda áfram ferð sinni út í geim og fljúga fram hjá öðrum hnetti í Kuipers-beltinu sem hýsir Plútó. - þea Mikil ánægja ríkti jafnt meðal stjörnufræðinga og áhugamanna þegar flogið var fram hjá Plútó í gær: Myndir frá síðasta ókannaða hnettinum PLÚTÓ Allar upprunalegu reikistjörn- urnar níu hafa verið kannaðar. MYND/NASA NÁTTÚRA „Þau koma hérna stundum, börnin, þegar ég er að gefa þeim og fá að klappa og gefa með,“ segir Ágúst Gíslason á Steinstúni við Norðurfjörð. Sonur hans er með búskap á jörðinni og er með um þrjú hundruð fjár. Fjórir heimalningar eru á bænum sem börn og ferðamenn hafa gaman af. „Ferðafélagið er með aðstöðu hérna rétt hjá og ferðamennirnir hafa gaman af þessu.“ Heimalningarnir eru afar hændir að mannfólkinu, sérstaklega þegar það er matur á boðstólum. „Þeir koma alltaf þegar maður kallar,“ segir Ágúst. - srs Börnin í Norðurfirði fá að klappa og gefa heimalningunum: Koma alltaf þegar maður kallar HÆNDIR AÐ MANNFÓLKINU Ferðamenn hafa gaman af heimalningunum á Stein- stúni. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN ÖRFRÉTT Fjölgar í flota Samskipa Samskip hafa bætt við fjórða skipinu, Skaftafelli, í vöruflutninga milli Íslands og meginlands Evrópu. Fyrir eru Arnarfell, Helgafell og Hoffell á siglingaleiðinni. SVONA ERUM VIÐ 19.970 nem-endur voru á háskólastigi árið 2013. Árið 2007 voru þeir 16.851 og hefur þeim fjölgað jafnt og þétt. HEILBRIGÐISMÁL Matvælastofn- un (MAST) varar við fæðubót- arefninu Arnold Iron Dream. Dínítrófenól (DNP) greindist við reglubundið eftirlit með vörunni í Bretlandi en notkun DNP í fæðubótarefni er bönnuð. Ekki þarf nema lítið magn af DNP til að eituráhrif komi fram. Efnið er ekki tilgreint í inni- haldslýsingu vörunnar. MAST segist ekki vita til þess að efnið hafi verið flutt til lands- ins en biður þá sem kaupa fæðu- bótarefni á netinu að hafa var- ann á. - ih Inniheldur ólöglegt efni: MAST varar við Draumi Arnolds BÖNNUÐ VARA Draumur Arnolds ku vera hættulegur. MYND/MATVÆLASTOFNUN 0 3 -1 2 -2 0 1 5 2 2 :5 9 F B 0 4 8 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 7 5 2 -6 3 2 C 1 7 5 2 -6 1 F 0 1 7 5 2 -6 0 B 4 1 7 5 2 -5 F 7 8 2 8 0 X 4 0 0 5 A F B 0 4 8 s _ 1 4 _ 7 _ 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.