Fréttablaðið - 15.07.2015, Page 14
15. júlí 2015 MIÐVIKUDAGURSKOÐUN
HALLDÓR
FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is ÞRÓUNARSTJÓRI: Tinni Sveinsson tinni@365.is HELGARBLAÐ: Erla Björg Gunnarsdóttir erla@frettabladid.is MENNING: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is
LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚTLITSHÖNNUN: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir FORSTJÓRI: Sævar Freyr
Þráinsson ÚTGEFANDI OG AÐALRITSTJÓRI: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRAR:
Andri Ólafsson andri@365.is, Hrund Þórsdóttir hrund@stod2.is, Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is.
Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er
hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í
stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871
FRÁ DEGI
TIL DAGS
Kolbeinn
Óttarsson Proppé
kolbeinn@frettabladid.is
Fréttaveita Vísis gerði fésbókarstöðu-
færslu mína um Gunnar Nelson að
umtalsefni sl. mánudag í grein sem nefnd-
ist Klerkur líkir bardaga Gunnars Nel-
sons við klám. Mig langar að fylgja þessu
máli örstutt eftir.
Við megum vera stolt af Gunnari Nel-
son. Hann ber með sér allt sem góðan
íþróttamann prýðir; hógværð og háttvísi,
ögun og einbeitni. Persóna hans sýnir að
sönn íþrótt varðar fyrst sigur iðkandans
yfir sjálfum sér. Allt annað kemur á eftir.
Sá sem keppir gerir það auk þess alltaf í
samanburði við aðra hvort heldur keppt er
í hraða, hittni, fimi, líkamlegri yfirbugun
eða hverju öðru.
Fegurðinni fórnað
Séra Friðrik sem stofnaði Val lagði
áherslu á það við sína drengi að láta ekki
kappið bera fegurðina ofurliði og hefur
það orðið mörgum að leiðarljósi.
Ég hef nú horft á allmarga UFC-bar-
daga og þar þykir mér fegurðinni fórnað
fyrir kappið. Þá er ég ekki að segja að
iðkun fjölbragðaglímu hljóti alltaf að fela
í sér ljótleika eða að starf Mjölnis og ann-
arra félaga sem kenna fólki glímutök sé
rangt. Ég held raunar að bardagaíþróttir
séu mikilvægar og gott fyrir allt fólk að
iðka þær. Mér þykir þessi tiltekna íþrótta-
keppni eins og hún birtist almenningi í
fjölmiðlum þó ekki bera með sér þá feg-
urð sem ég tel að eigi að fylgja íþróttum.
Ljótleikinn í þessu er sá að í stað þess að
leggja andstæðinginn með glímubrögðum
er hann afmennskaður með höggum og
spörkum svo bein jafnvel brotna og menn
berjast og verjast í blóði sínu uns annar
liggur við þröskuld örkumlunar á meðan
áhorfendaskarinn fagnar.
Klámgildið
Þar er komin tengingin við klámið sem
jafnframt mun vera eitt vinsælasta net-
efni okkar nútíma. Klám er lýsing á kyn-
ferðislegu samneyti þar sem fegurðin er
ofurliði borin. Ég velti því s.s. fyrir mér
hvort vinsældir UFC-keppninnar standi
í samhengi við klámgildi hennar í þeim
skilningi að á sama hátt og klám rænir
kynferðisleg samskipti fegurð sinni ræni
UFC-keppnin íþróttina sinni fegurð. Eftir
stendur greddan og kappið, hvort tveggja
gott og gilt en ófullnægjandi eitt og sér.
Gunnar Nelson, fegurðin og kappið
SAMFÉLAGSMÁL
Bjarni Karlsson,
prestur við
sálgæslu stofuna
Haf
➜ Séra Friðrik sem stofnaði Val
lagði áherslu á það við sína drengi
að láta ekki kappið bera fegurðina
ofurliði og hefur það orðið mörgum
að leiðarljósi.
Hagsýn Harðardóttir
Pistill Eyglóar Harðardóttur, félags-
og húsnæðismálaráðherra, hefur
farið sem eldur í sinu um vefheima. Í
pistlinum hvetur hún ungt fólk til að
sýna hagsýni og ráðdeild í fjármálum
og tekur dæmi af vinafólki sínu. „Ég
átti að vísu vini sem settu alltaf 10
til 20 prósent af launum sínum um
hver mánaðamót inn á bankabók
áður en nokkuð annað var borgað,
sama reikning og fermingargjafirnar
fóru inn á nokkrum árum fyrr, sem
fóru hægar í gegnum háskóla-
námið til að þurfa ekki að taka
námslán, bjuggu lengur heima
til að geta sparað fyrir húsnæði
eða tóku strætó í vinnuna til að
geta borgað hraðar niður íbúða-
lánið,“ skrifar ráðherrann á
bloggsvæði sínu.
Unga fólkið mætir afgangi
Því miður hefur ríkisstjórnin sýnt
dáðleysi við að veita ungu fólki
svigrúm til að leggja fyrir. Leiðrétting
húsnæðisskulda hefur helst hagnast
þeim sem þegar hafa komið undir sig
fótunum auk þess sem leiðréttingin
hefur drifið upp fasteignaverð sem
gerir ungu fólki enn erfiðara fyrir. Þar
að auki eru atvinnuhorfur ungs fólks
sem er að feta fyrstu skref eftir nám
takmarkaðar sem endurspeglast til
dæmis í skorti á samningsvilja ríkis-
ins við BHM og Félag íslenskra
hjúkrunarfræðinga og almennt
bagalegum launum sérmennt-
aðra starfsmanna líkt og nýleg
úttekt Hagstofunnar hefur
leitt í ljós. Þá ríkir frum-
skógarlögmálið enn á
leigumarkaði.
Samstaða með stóru S-i
Ari Trausti Guðmundsson, jarðfræð-
ingur og áhugamaður um þjóðmál,
reit grein í Fréttablaðið í gær þar
sem hann viðrar gamalgróna hug-
mynd um sameiningu vinstri manna.
„Flokkarnir fjórir hafa engu að tapa
í þessum efnum. Það á að ræða stofn-
un Samstöðu,“ skrifar Ari og veltir
upp hugmyndinni um samstöðu með
stóru S-i. Til er stjórnmálaflokkur sem
heitir Samstaða. Sá flokkur bauð að
vísu ekki fram í síðustu kosningum
vegna skorts á samstöðu en á þeim
tíma var formaður flokksins Birgir
Örn Guðjónsson, betur þekktur
sem Biggi lögga. Hið nýja samein-
ingarafl þyrfti að fá nafnið að láni
og það er jafnvel spurning
hvort Biggi fylgdi með.
stefanrafn@frettabladid.is
N
okkur umræða hefur kviknað um lánakerfi það sem
við bjóðum þeim upp á sem leggja langskólanám
fyrir sig. Svo virðist sem sú staðreynd að fólk er
misduglegt að greiða af lánum sínum hafi vakið
framkvæmdastjóra Lánasjóðs íslenskra námsmanna
(LÍN) og sjálfan ráðherra menntamála til umhugsunar um hvort
kerfið sem við búum við sé hið rétta. Hvort spurningarnar sem
kviknuðu eru þær réttu, er svo önnur saga.
„Viljum við setja aldurstak-
mörk á hvenær þú getur fengið
lán? Átt þú að geta fengið lán
eftir sextugt?“ spyr Hrafnhildur
Ásta Þorvaldsdóttir, fram-
kvæmdastjóri LÍN, í Frétta-
blaðinu í gær. Hún tekur það þó
skýrt fram að það sé stjórnvalda
að ákveða hvernig brugðist sé
við, hún sé aðeins að hvetja til umræðunnar.
Og stjórnvöld, í formi Illuga Gunnarssonar menntamálaráð-
herra, tjáðu sig einnig um málið. „Það er styrkjakerfi fólgið í
íslenska námslánakerfinu en það er engin stefnumótun á bak við
það hvernig þeim styrkjum er úthlutað eða til hverra þeir renna,“
sagði Illugi í Fréttablaðinu í gær.
Umræðan er þörf og tilefni hennar, sú staðreynd að afskriftir
LÍN jukust úr 2,8 milljörðum árið 2013 í 7,6 milljarða króna 2014,
er ærið. Það er áhyggjuefni af hverju námsfólk stendur svo illa
að það getur ekki greitt af lánum sínum.
Hugmyndin á bak við námslán er sú að fólk sem kýs að fara í
lengra nám verði að hafa einhverja framfærslu af því að á meðan
á námi stendur er það ekki í stöðu til að vinna sér inn tekjur. Víða
úti í heimi er ekki um lán að ræða, heldur styrki. Hér á landi
höfum við þetta lán og krefjum lántakendur um að gera þau upp
að fullu – reyndar út fyrir gröf og dauða eins og dæmin sanna.
Árið 1992 var ákveðið að hætta að greiða námslán út fyrir-
fram. Davíð Oddsson var forsætisráðherra í ríkisstjórn Sjálf-
stæðis- og Alþýðuflokks, Ólafur G. Einarsson menntamála-
ráðherra, Gunnar I. Birgisson formaður stjórnar LÍN. Allt
sjálfstæðismenn. Rökin voru ekki síst þau að allt of margir lifðu
á lánunum en sinntu ekki náminu.
Þessi ákvörðun þýddi að námsfólk þurfti að leita á náðir bank-
anna og fá yfirdrátt til að lifa af á meðan það stundaði námið
sem var forsenda námslánanna. Á skólaárinu 2013-2014 námu
útlán LÍN um 15,7 milljörðum króna. Ef við gefum okkur það að
námsmenn hafi þurft að sækja þá upphæð til bankanna á hefð-
bundnum yfirdráttarvöxtum þá er sú upphæð sem námsmenn
greiða bönkunum í kringum 1,8 milljarðar króna. Vissulega er
þetta ónákvæmt reikningsdæmi og þarf að taka tillit til lengdar
lánatímans, en á móti kemur að námsmenn taka flestir lán í
nokkur ár. Þetta gefur í það minnsta grófa mynd af dæminu.
Og er það ekki stór hluti vandans? Að bönkunum hafi á silfur-
fati verið færður ágóði af því að lána námsfólki fyrir framfærslu
þess? Námsfólki sem, eins og nýverið kom fram, nýtur langskóla-
námsins lítið í launahækkunum, en veglega í skuldaaukningu.
Bankar fá milljarða frá námsfólki á hverju ári:
Námsfólk er ekki
uppspretta auðs
0
3
-1
2
-2
0
1
5
2
2
:5
9
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
3
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
7
5
1
-7
1
3
C
1
7
5
1
-7
0
0
0
1
7
5
1
-6
E
C
4
1
7
5
1
-6
D
8
8
2
8
0
X
4
0
0
2
B
F
B
0
4
8
s
_
1
4
_
7
_
2
0
1
5
C
M
Y
K