Fréttablaðið - 15.07.2015, Side 23
Kynningarblað Trespass - ný útivistarverslun,
græn hreyfing er best, hvernig á að velja gönguskó.
„Eins og einhver sagði þá geturðu
svindlað á f lestöllu í útivist nema
skónum. Það er ekkert verra til en að
ganga langar vegalengdir og vera að
drepast í löppunum. Ég gekk á sínum
tíma á Hvannadalshnjúk í skóm sem
ég hafði átt lengi en voru ekkert sér-
stakir og þegar ég kom niður var ég
með fjólubláar neglur á báðum stóru-
tánum eftir að renna fram skóna á
leiðinni niður.“ Hann segist leita eftir
ýmsum eiginleikum þegar kemur að
gönguskóm. „Skórnir þurfa að vera
sterkir og endingargóðir og halda vel
við ökklann og það þarf að vera hægt
að nota þá í öllum aðstæðum. Þeir
þurfa að vera nógu stórir og rúmir en
samt þéttir og halda vel utan um fót-
inn, þurfa að halda vatni og lofta.“ Það
er því mikilvægt að vanda valið enda
segir Pétur það alþekkta staðreynd á
fjöllum að „… þú mátt spara í f lestu
öðru en það má ekki spara í skón-
um. Og af því þeir eru mjög dýrir og
meiriháttar fjárfesting þá skiptir máli
að velja vel því maður vill eiga skó
sem endast. Þegar maður er búinn að
finna út hvaða skór henta manni best,
þá endurnýjar maður þá bara. Ég á
skó núna síðan 2011 sem er hægt að
endurnýja sólann á og ég er kominn
í gegn einu sinni og er langt kominn
með sóla tvö. En meðan yfirbygging-
in heldur sér er þetta í lagi.“ En skipt-
ir sokkabúnaður máli? Pétur segir svo
hiklaust vera. „Ég er yfirleitt í tvenn-
um sokkum, þunnum undir og göngu-
sokkum yfir. Ég er gjarn á að fá hæl-
særi og við því er langbest að vera allt-
af með tvö lög svo núningurinn verði
á milli sokkanna en ekki milli sokks
og fótar.“ Hann hefur eina ráðleggingu
til þeirra sem hyggjast leggja stund á
gönguferðir á Íslandi. „Þegar gengið er
á Íslandi verður að gera ráð fyrir því að
veðrið breytist. Það er ekkert til sem
heitir vont veður, bara lélegur klæðn-
aður. Í réttum fatnaði er hægt að ganga
í næstum hvaða veðri sem er.“
Hægt að svindla á
öllu – nema skónum
Pétur Eggerz, Möguleikhússtjóri og leiðsögumaður, gengur í öllum veðrum. Hann veit
sem er að góðir gönguskór eru það mikilvægasta þegar farið er á fjöll.
Skórnir eru það allra mikilvægasta í gönguferðum og geta skipt sköpum um
hversu ánægjuleg gönguferðin er. Það borgar sig því að velja vel, að mati Péturs.
Pétur Eggerz tók áskorun Ferðafélagsins um
52 tinda á jafnmörgum vikum og ánetjaðist
þannig gönguferðum.
GÖNGUSKÓR
MIÐVIKUDAGUR 15. JÚLÍ 2015
&ÚTIVISTARFATNAÐUR
Skórnir þurfa að
vera sterkir og
endingargóðir og halda vel
við ökklann og það þarf að
vera hægt að nota þá í öllum
aðstæðum. Þeir þurfa að
vera nógu stórir og rúmir
en samt þéttir og halda vel
utan um fótinn
0
3
-1
2
-2
0
1
5
2
2
:5
9
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
3
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
7
5
1
-7
1
3
C
1
7
5
1
-7
0
0
0
1
7
5
1
-6
E
C
4
1
7
5
1
-6
D
8
8
2
8
0
X
4
0
0
2
B
F
B
0
4
8
s
_
1
4
_
7
_
2
0
1
5
C
M
Y
K