Fréttablaðið - 15.07.2015, Blaðsíða 30
| 6 15. júlí 2015 | miðvikudagur
Hin hliðin Nýsköpunarfyrirtæki þjóna lykilhlut-verki í hagkerfinu vegna framlags
þeirra til tækniframfara og nýrrar
þekkingar. Vöxtur slíkra fyrirtækja
er forsenda þess að við Íslending-
ar getum skotið fleiri stoðum undir
útflutning okkar og aukið framleiðslu-
getu landsins á komandi árum.
Undanfarinn áratug hafa
orðið töluverðar breyting-
ar á stuðningsumhverfi
frumkvöðla hér á landi.
Það urðu vissulega til
nokkur öflug fyrirtæki,
en frumkvöðlar unnu
hver í sínu lagi og lítið
var um skipulagða við-
burði. Háskólarnir buðu
upp á námskeið til-
einkað nýsköpun og
stofnun fyrir-
tækja en það
skorti vettvang
til stuðnings og eftirfylgni fyrir þær
hugmyndir sem þar spruttu upp. Upp-
lýsingar um það hvernig frumkvöðlar
skyldu bera sig að í upphafi voru jafn-
framt ekki nægilega aðgengilegar.
Almennt séð var lítil þekking á
nýsköpun og frumkvöðlastarfsemi í
þjóðfélaginu og henni ekki gert hátt
undir höfði. Frumkvöðlar voru jafnvel
álitnir hálfgerðir sérvitringar. Nýút-
skrifaðir nemendur háskólanna horfðu
til fjármálageirans og annarra stór-
fyrirtækja sem fyrsta kost fyrir fram-
tíðarstarf, en sprotafyrirtæki voru
ekki á ratsjánni.
Með aukinni umfjöllun um árang-
ur íslenskra fyrirtækja á borð við
CCP, QuizUp, Meniga, Datamarket,
GreenQloud og Marorku hafa orðið til
sífellt fleiri fyrirmyndir innan sprota-
samfélagsins. Alþjóðleg stórfyrir-
tæki eins og Apple, Google, Facebook
og Spotify sem notið hafa mikillar
velgengni og gjarnan eru flokkuð sem
fyrirmyndar sprotafyrirtæki hafa
einnig áhrif á viðhorf og ímynd frum-
kvöðla. Að stofna eigið fyrirtæki er nú
viðurkenndur og ekki síður eftirsókn-
arverður valkostur.
Árlega eru haldnir yfir 300 við-
burðir í tengslum við frumkvöðlastarf
á Íslandi og framboð sérsniðinnar
vinnuaðstöðu fyrir frumkvöðla hefur
aldrei verið betra. Með hugsjón lykil-
aðila innan sprotasenunnar; reyndra
frumkvöðla, fjárfesta og annarra sér-
fræðinga, ásamt stuðningi háskóla-
samfélagsins og hins opinbera, hefur
orðið til öflugt frumkvöðlasamfélag á
Íslandi á síðustu árum.
Ein meginástæða þess árangurs
sem náðst hefur er að mínu mati sú
ríka áhersla sem lögð hefur verið á að
horfa til erlendra fyrirmynda varð-
andi áherslur og val verkefna. Með
viðskiptahröðlum og öðrum alþjóðleg-
um samstarfsverkefnum hefur orðið
til ný reynsla og þekking auk tengsla
sem hafa orðið til þess að við höfum
öðlast færni til að geta svarað betur
þörfum frumkvöðla á seinni stigum,
þ.e. við undirbúning fyrir fjármögnun
og sókn á erlenda markaði.
Mikilvægt er því að markvisst sé
unnið að því að koma framúrskarandi
sprotafyrirtækjum á framfæri og
þau verði fengin til að deila reynslu
sinni til að hvetja aðra frumkvöðla og
hugmyndasmiði til dáða. Það er ekki
síður mikilvægt að þær reynslusögur
nái út fyrir landsteinana til að vekja
athygli á áhugaverðum fjárfestingar-
kostum á Íslandi. Gott samstarf við
fremstu sprotasamfélög heims skiptir
meginmáli til að tryggja að við séum
í takt við tímann. Með virkum alþjóð-
legum tengslum skapast raunveruleg
tækifæri til verðmætasköpunar fyrir
íslenskt samfélag.
Að stofna eigið fyrirtæki er nú eftirsóknarverður kostur
Salóme Guðmundsdóttir,
framkvæmdastjóri
Klak Innovit
Bastilludagurinn haldinn hátíðlegur
Í HÁTÍÐARSKAPI Þjóðhátíðardagur Frakklands, Bastilludagurinn, var haldinn hátíðlegur í gær. Á þeim degi er áhlaupsins á
Bastilluna í Frönsku byltingunni 14. júlí 1789 minnst. Bastilludagurinn var gerður að þjóðhátíðardegi árið 1880. Franskir dátar
voru á meðal þeirra sem héldu daginn hátíðlegan. NORDICPHOTOS/AFP
Þ
að eru mikil lífsgæði sem fylgja því að nota stöðug-
an gjaldmiðil sem heldur verðgildi sínu. Það eru líka
lífsgæði að geta ferðast til 19 landa og notað þenn-
an sama gjaldmiðil í þeirri vissu að alls staðar er
verðgildi hans það sama. Í þessu felst líka fyrirsjá-
anleiki. Og þegar við skipuleggjum fjármál okkar
skiptir fyrirsjáanleiki miklu máli.
Eldri Grikkir sem ég ræddi við í Aþenu þegar ég var þar í
síðustu viku sögðust hugsa til þess með hryllingi að fara aftur
í drökmuna. Fara aftur í ástand þar sem bölvað basl og óvissa
fylgdi því að skipuleggja ferðalög til útlanda. Bæði vegna þess
að það var erfi tt að fá gjaldeyri og einnig vegna óvissunnar um
hversu mikils virði drakman var gagnvart viðkomandi mynt
þegar komið var á áfangastað.
Reynsla síðustu vikna kennir okkur þó
að stöðugleikinn og fyrirsjáanleikinn sem
fylgir evrunni er dýru verði keyptur. Sam-
komulagið sem gert var í Brussel aðfara-
nótt mánudags er niðurlæging fyrir Grikki
en um er að ræða víðtækasta inngrip í
fjárhagslegt fullveldi ríkis í sögu evrópsks
samstarfs á 20. og 21. öld.
Milton Friedman heitinn, Nóbelsverð-
launahafi í hagfræði, varaði við því í grein
árið 1997 að myntsamstarfi ð um evruna
myndi leiða til pólitískrar sundrungar (e.
political disunity) í Evrópu og þannig fara
þvert gegn tilgangi sínum. Friedman benti
á að notkun sama gjaldmiðils hentaði vel
í öllum fylkjum Bandaríkjanna þar sem
íbúarnir töluðu sama tungumál og höfðu
sömu siði og venjur og hreyfanleiki vinnu-
afl s væri mikill. Hreyfanleiki vinnuafl s er
miklu minni í Evrópu þar sem íbúar ólíkra þjóðríkja tala ólík
tungumál, hafa ólíka siði og venjur og eru mun hliðhollari eigin
landi en innri markaðnum og hugmyndinni um „sameinaða
Evrópu“.
Spádómur Friedmans virðist hafa ræst. Tímabilið frá stofnun
Kola- og stálbandalagsins, forvera ESB, árið 1957 og til dagsins
í dag er lengsta friðartímabil í sögu álfunnar. Þessum friði er
nú ógnað vegna ólgunnar á evrusvæðinu, einkum í suðurhluta
Evrópu. Samkomulagið við Grikki sýnir að þegar á hólminn er
komið ristir pólitísk samstaða á evrusvæðinu afar grunnt.
Lærdómurinn af vanda evrusvæðisins, sérstaklega Grikk-
lands, vekur upp áleitnar spurningar um framtíð Íslendinga
í gjaldmiðils- og peningamálum. Í krónunni felst innbyggður
ójöfnuður þar sem almenningur ber byrðarnar af gengisfell-
ingum en nýtur hagsbóta í formi einhvers konar brauðmola-
kenningar (e. tricle-down economics) vegna bættrar stöðu hag-
kerfi sins þegar útfl utningsgreinarnar blómstra. Þetta er það
sem gerðist á Íslandi eftir hrunið þegar mikilvægar útfl utnings-
greinar náðu kröftugri viðspyrnu eftir gengisfellingu. Lær-
dómur síðustu ára er aftur á móti sá að evran sé ekki fýsileg-
ur kostur. Ég á erfi tt með að sjá að meirihluti Íslendinga muni
nokkurn tímann sætta sig við jafn víðtækt inngrip í fjárhags-
legt fullveldi íslenska ríkisins og evrusamstarfi ð felur í sér og
atburðir síðustu vikna eru til vitnis um.
Eitt mikilvægasta verkefni íslenska löggjafans er að skapa
umgjörð undir krónuna til að sporna gegn þessum ójöfnuði með
hagstjórnartækjum. Vonandi munu lög um opinber fjármál – og
þjóðhagsvarúðartæki Seðlabankans eftir afnám hafta ná þessu
markmiði. Ella mun almenningur áfram taka á sig stærstu
höggin sem fylgja óstöðugleika krónunnar. Það er gjaldið sem
við greiðum fyrir sjálfstæða peningastefnu.
Þegar á hólminn er komið ristir pólitísk samstaða á evrusvæðinu grunnt.
Spádómur
Friedmans rættist
Eldri Grikkir
sögðust hugsa
til þess með
hryllingi að fara
aftur í drök-
muna.
Markaðshornið
Þorbjörn Þórðarson
thorbjorn@stod2.is
Flestir Íslendingar hafa ferðast
með lestum erlendis og margir alið
með sér þann draum að einn góðan
veðurdag verði þessum skemmti-
lega ferðamáta komið á hér á Fróni.
Allt frá árinu 1894 hafa stjórnmála-
menn rætt slíkar hugmyndir af
fullri alvöru. Upphaflega var rætt
um járnbraut frá Reykjavík aust-
ur í Rangárvallasýslu og norður
til Akureyrar en í seinni tíð hefur
einkum verið rætt um hraðlest til
Keflavíkurflugvallar sem og spor-
vagna (léttlestir) og jafnvel neð-
anjarðarlest á höfuðborgarsvæð-
inu. Hingað til hafa þó allar slíkar
hugmyndir gufað upp þegar kaldir
kostnaðarútreikningar hafa tekið
við af rómantísku tyllidagaskvaldri
pólitíkusa. Spurningin ,,Hvað kost-
ar þetta og hver á að borga?“ verð-
ur ekki umflúin í þessu efni frekar
en öðru.
Hingað til höfum við Íslending-
ar því þurft að láta lestina í Fjöl-
skyldu- og húsdýragarðinum duga
og nú síðast Hafnarlestina sem hóf
akstur við Reykjavíkurhöfn fyrir
nokkrum dögum. Óhætt er að mæla
með þessum skemmtilegu lestum
þótt báðar séu á hjólum.
Arðbært verkefni?
Um síðustu aldamót var skrifuð
skýrsla um lagningu járnbrautar
til Keflavíkurflugvallar og rekstur
hraðlestar þar á milli. Niðurstaðan
var sú að rekstur hraðlestarinnar
gæti orðið arðbær, þ.e.a.s. ef ekki
væri gert ráð fyrir fjárfestingar-
kostnaði, sem var á þávirði metinn
22-30 milljarðar króna. Vonuðust
aðstandendur hugmyndarinnar til
þess að ríkið (skattgreiðendur)
myndi greiða fjárfestingu verkefn-
isins. Sú hugmynd hlaut sem betur
fer ekki undirtektir hjá þáverandi
fjármálaráðherra.
Ýmsir töldu rekstrarhæfi slíkr-
ar lestar ofmetið í skýrslunni. Var
m.a. bent á að í henni væri reiknað
með því að um leið og lestin hæfi
starfsemi, myndu flugfarþegar nán-
ast hætta að ferðast með rútum út á
Keflavíkurflugvöll. Slíkt er óraun-
hæft þar sem flugrútan stendur
afar vel að vígi í samkeppni við
aðra ferðamáta. Ekki síst vegna
þess að hún ekur flugfarþegum
alla leið heim á hótel og sækir þá
þangað áður en haldið er út á flug-
völl að nýju.
Nú hefur rykið verið dustað
af hraðlestinni til Keflavíkur og
samkvæmt nýjum útreikningum
aðstandenda hugmyndarinnar er
verkefnið metið arðbært. Ólíkt því
sem talið var fyrir fimmtán árum
er ekki talin þörf á stuðningi frá
hinu opinbera svo það verði að
veruleika, hvorki varðandi rekstur
né fjárfestingu. Hafa ákveðnar for-
sendur í dæminu vissulega breyst
á sl. fimmtán árum og t.a.m. hefur
fjöldi erlendra ferðamanna ríflega
þrefaldast á tímabilinu. Reiknað
er með að kostnaður við verkefnið
verði rúmlega eitt hundrað millj-
arðar króna.
Of snemmt er að segja til um
hvernig ganga muni að afla fjár til
verkefnisins á almennum markaði
en það er að sjálfsögðu raunhæfasti
mælikvarðinn á hvort verkefnið sé
arðbært eða ekki. Mörg dæmi eru
um það erlendis að kostnaður við
slík hraðlestarverkefni hafi farið
langt fram úr áætlunum og almenn-
ingur verið látinn gjalda fyrir það
dýru verði. Slíkt má ekki gerast hér.
Reynslan sýnir að slík stórverkefni
eru áhættusöm og því er mikilvægt
að hið opinbera komi ekki á neinn
hátt að fjármögnun þess.
Sjálfsagt er að óska aðstandend-
um hugmyndarinnar góðs gengis,
svo fremi að verkefnið sé fjármagn-
að á heilbrigðum markaðsforsend-
um en ekki pilsfaldakapítalisma þar
sem allri áhættu er velt yfir á skatt-
greiðendur.
Skattgreiðendur eiga ekki að
borga hraðlest til Kefl avíkur
Skoðun
Kjartan Magnússon
borgarfulltrúi
0
3
-1
2
-2
0
1
5
2
2
:5
9
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
7
5
2
-D
4
B
C
1
7
5
2
-D
3
8
0
1
7
5
2
-D
2
4
4
1
7
5
2
-D
1
0
8
2
8
0
X
4
0
0
6
B
F
B
0
4
8
s
_
1
4
_
7
_
2
0
1
5
C
M
Y
K