Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.2009, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.2009, Side 4
föstudagur 9. janúar 20094 Fréttir Sandkorn n Einhverjir velta fyrir sér hvar Bjarni Harðarson, fyrrverandi alþingismaður, finni fótum sínum festu eftir að hann sagði sig úr Framsóknarflokknum. Ekki er útilokað að hann gangi til liðs við Sturlu Jóns- son vöru- bílstjóra og fari fram fyrir flokk hans. Áhugaverð- ara er þó hvað Guðni Ágústsson, fyrrverandi formað- ur Framsóknarflokksins, hyggst fyrir. Trúlegt þykir að þeir fóst- bræður, hann og Bjarni, stilli kúrsinn sameiginlega. n Það eru fleiri sem þurfa að finna sér farveg. Eylandið Krist- inn H. Gunnarsson er enn þingmaður Frjálslynda flokks- ins þótt hann mæti ekki á þing- flokksfundi og sé á móti eigin flokki í flest- um mál- um. Ekki er ótrúlegt að hann horfi til vinstri- grænna eða Samfylking- ar. Vandinn er hins veg- ar sá að Kristinn rekst svo illa í flokki að óvíst er að neinn taki við honum. n Annars er það svo með Frjálslynda flokkinn að þar eru menn orðnir vanir því að þing- flokkurinn taki breytingum. Á síðasta kjörtímabili yfirgaf einn þingmaður flokkinn á meðan tveir bættust við raðir þeirra. Nýliðarnir í flokknum voru auðvitað Kristinn H. Gunnars- son sem nú kann að vera á för- um og Valdimar Leó Birgisson en Gunnar Örlygsson fór. n Allt er á útopnu í Sjálfstæðis- flokknum að smala á lands- fundinn eftir rúma viku. Evr- ópusinnar eru á fjalli að leita að sínu liði rétt eins og andstæð- ingar ESB. Davíð Oddsson seðla- banka- stjóri og Styrmir Gunn- arsson, fyrrver- andi rit- stjóri, eru foringjar uppreisnarmanna gegn Geir Haarde formanni sem opnað hefur á möguleika á aðild að ESB. Víst er að stefnir í sögu- legasta landsfund allra tíma hjá sjöllum sem fram að þessu hafa verið í senn prúðir og foringja- hollir. LITLIR KARLAR Á LÆKJARBAKKA kristján hreinsson skáld skrifar. „Einu sinni var líka til Vinur litla mannsins...“ Um daginn minntist ég, í pistli mín-um, lítillega á læknamistök og sneiddi þá viljandi hjá dýrum dýralæknamistökum litla dýra- læknisins. En slík mistök verða einkum á vegi okkar ef menn eru settir til embætta án tillits til hæfileika – þeir fá einfaldlega hlutverk vegna þess að þeir eiga flokksskír- teini eða geta hengt sig á ættarsnagann. Litli dýralæknirinn týndist í umræðunni og litli dýralæknirinn mun áfram týnast – jafnvel þótt hann hafi sett litla lögmanninn, son litla bankastjórans, í eitt lítið embætti. Síðustu árin höfum við alltaf verið með litla karla í umræðunni. Hver man ekki eft- ir: Litla Landsímamanninum, litla BYKO- manninum, litla Landsbankamanninum, litla bankastjóranum og öllum hinum litlu skinnunum sem allt litla, vonda, grímu- klædda fólkið er alltaf að hrekkja. Og nú síð- ast varð frægur, í eina litla klukkustund, litli blaðamaðurinn. Einu sinni var líka til Vinur litla mannsins (með stórum staf) – maðurinn sem klauf Sjálfstæðisflokkinn. Svo var annar vinur litla mannsins – náungi sem stofnaði Goldfinger og vildi leyfa djarfan dans í skjóli myrkurs. Í sakleysi var eitt sinn sungið um litla trommuleikarann, litla hljóðfæraleikar- ann, litlu Gunnu og litla Jón, litla andarung- ann og Lilla, litla klifurmús. En í dag hljóm- ar söngurinn um litla bankastjórann, litla forsætisráðherrann, alla litlu þrjótana, litlu útrásarvíkingana og alla litlu leiðtoga litlu stjórnmálaflokkanna sem bættu öllum litlu milljónunum í sjóði flokka sinna á meðan litla þjóðin fékk lítinn lúr í litlu húsunum sínum. Og litlu þingmennirnir eru svo litlir í sér að þeir fara í frí og hafa lítið sem ekkert um málin að segja. Og í dag þjáist litla fólkið í litlu húsunum – þetta fólk hefur í dag úr litlu að moða vegna þess að litlu yfirvöldin höfðu lítið sem ekk- ert eftirlit með litlu körlunum á lækjarbakk- anum. Já, við erum að tala um litlu karlana sem fóru burt með allar litlu milljónirnar. Já, við erum að tala um litlu milljónirnar sem litlu börnin okkar og litlu barnabörnin þeirra þurfa að borga. Setning ein, svo sönn og flott var sögð af reyndum þjófi: – Að stela það er stundum gott ef stolið er í hófi. Skáldið Skrifar Nauðgun á þrettán ára stúlku á hóteli á höfuðborgarsvæðinu 9. desember er tekin að skýrast. Tveir menn af pólskum uppruna eru grunaðir í málinu. Annar var sextán ára kærasti fórnarlambsins en hinn afi hans sem staddur var hér á landi í heimsókn frá Bandaríkjunum þar sem hann býr. Engir framsalssamningar eru milli Banda- ríkjanna og Íslands. áreitti kærustu barnabarns síns Pólskur karlmaður búsettur í Bandaríkjunum er grunaður um aðild að kynferðisbrotamáli sem upp kom í Reykjavík 9. desember síðastliðinn. Stúlkan sem varð fyr- ir árásinni er þrettán ára gömul en maðurinn er afi kærasta henn- ar. Eins og DV greindi frá í síðasta mánuði var stúlkunni nauðgað á ónefndu hóteli í upphafi desember. Nú hefur DV staðfestar heimild- ir fyrir því að hinir grunuðu í mál- inu eru kærasti stúlkunnar og afi hans sem var staddur hér á landi í heimsókn. Áður hafði DV greint frá því að um föður drengsins væri að ræða en svo reyndist ekki vera. Þeir eru báðir pólskir. Afinn er búsettur í Bandaríkjunum og fór af landi brott áður en málið komst upp. Bar áfengi í unglingana Búið er að ræða við stúlkuna um atburðinn og að sögn Björgvins Björgvinssonar, yfirmanns kyn- ferðisbrotadeildar lögreglunnar, er nokkuð ljóst hvað gerðist og málið að mestu leyti skýrt. Samkvæmt heimildum DV kom afinn hingað til lands í heimsókn, en hann á skyldmenni hér á landi, þar á meðal drenginn sem einnig hefur stöðu grunaðs í málinu. Sá er um 16 ára gamall. Drengurinn, sem sendur var hingað til lands af móð- ur sinni frá Bandaríkjunum, hef- ur þvælst í félagskerfinu og átt erf- itt uppdráttar. Þegar afi hans kom hingað til lands gisti hann á hóteli og drengurinn fluttist þangað inn á meðan á dvöl hans stóð. Síðasta kvöldið áður en afinn átti að fljúga úr landi bauð hann drengnum og stúlkunni upp á hótelherbergi sitt og bar hann áfengi í unglingana í talsverðu magni. Átti bókað far heim daginn eftir Aðfaranótt þriðjudagsins 9. desem- ber átti atvikið sér stað. Ljóst er að drengurinn mátti ekki hafa kyn- ferðislegt samneyti við stúlkuna út af aldri hennar og er því sak- hæfur. Afinn mun sömuleiðis hafa áreitt hana kynferðislega um nótt- ina. Hann átti bókað flug snemma morguns 9. desember og var því á bak og burt þegar málið komst upp. Lögreglan veit hver hann er. Engir framsalssamningar Að sögn Björgvins eru engir fram- salssamningar milli Bandaríkj- anna og Íslands. „Maðurinn á hins vegar skyldfólk hér á landi þannig að það er ekki útilokað að hann komi hingað aftur,“ segir Björgvin. „Við höldum rannsókn málsins áfram og reynum að beita þeim úrræðum sem við höfum í þessu,“ bætir Björgvin við. Tekið verður á því að drengurinn hafði samneyti við svo unga stúlku og reynt verður að varpa betra ljósi á það hvernig afinn áreitti hana. Að sögn Björgvins er aðkoma afans ekki orðin nógu skýr en hann býst við að það skýrist. Ljóst er þó að hann hafi haft í frammi kynferð- islegt athæfi við stúlkuna á með- an hún var undir miklum áhrifum áfengis. Sigurður MikaEl jónSSon blaðamaður skrifar: mikael@dv.is Síðasta kvöldið áður en afinn átti að fljúga úr landi bauð hann drengnum og stúlkunni upp á hótelherbergi sitt og bar hann áfengi í ungling- ana í talsverðu magni. Fórnarlamb stúlkunni, sem fædd er árið 1995, var nauðgað á hóteli á höfuðborgarsvæðinu í byrjun desember. gerendurnir voru kærasti hennar og afi hans. Mynd dV. Myndin tEngiSt EFni Fréttar Ekki MEð BEinuM hætti. ljótt mál Lögreglan heldur rannsókn sinni áfram. afinn var farinn til Bandaríkjanna þegar málið kom á borð lögreglunnar. Engir framsalssamningar eru milli Bandaríkjanna og Íslands. Lögreglan útilokar ekki að hann komi aftur til landsins þar sem hann á skyldmenni hér.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.