Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.2009, Page 36

Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.2009, Page 36
föstudagur 9. janúar 200936 Helgarblað HIN HLIÐIN Hef gaman af prakkarastrikum Nafn og aldur? „Daníel Auðunsson og er fæddur 1982.“ Atvinna? „Ég gegni sérfræðistöðu í Álverinu í Straumsvík.“ Hjúskaparstaða? „Frjáls.“ Fjöldi barna? „Núll.“ Hefur þú átt gæludýr? „Elsa, hinn kæri fjölskylduhundur, er mér efst í huga annars áttum við systkinin ein- hverja hamstra forðum daga.“ Hvaða tónleika fórst þú á síðast? „Ég fór á frábæra tónleika með Svavari Knúti og Árstíðum í Fríkirkjunni.“ Hefur þú komist í kast við lögin? „Ekkert stórvægilegt. Á nokkrar upp- safnaðar hraðasektir og svo hef ég ótrúlega gaman af því að keppast við stöðumælaverði.“ Hver er uppáhaldsflíkin þín og af hverju? „Rennda íþróttapeysan mín stendur alltaf fyrir sínu annars eru flíkur ekki í miklu uppáhaldi hjá mér.“ Hefur þú farið í megrun? „Ef ég hef lítinn tíma þá stundum sleppi ég því að borða. Það er það næsta sem ég hef komist því að vera í megrun.“ Hefur þú tekið þátt í skipulögðum mótmælum? „Ég hef verið mjög lélegur við að mótmæla. Einu skipt- in sem ég mæti niður á Austurvöll þessa dagana er þegar ég á leið þar framhjá fyrir tilviljun.“ Trúir þú á framhaldslíf? „Nei.“ Hvaða lag skammast þú þín mest fyrir að hafa haldið upp á? „Veit nú ekki hvort ég eigi að skammast mín fyrir það en Total eclipse of the heart með Bonnie Tyler stendur alltaf fyrir sínu.“ Hvaða lag kveikir í þér? „Helplessy Hoping með Crosby, Stills & Nash er best.“ Til hvers hlakkar þú núna? „Spila með Kuroi á útgáfutónleikum bandsins á Grand Rokk á laugar- dag. Það skemmtilega band Retro Stefson verður þar Kuroi til halds og trausts.“ Hvaða mynd getur þú horft á aftur og aftur? „Good Will Hunting hefur alltaf verið í miklu uppáhaldi hjá mér. Get ekki sagt að ég sé aðdáandi Matts Damon og Bens Affleck en ég kynntist tónlistarmanninum Elliott Smith í gegnum þessa mynd.“ Afrek vikunnar? „Þykjast vera gáfu- legur í vinnunni.“ Hefur þú látið spá fyrir þér? „Eitt sinn spáði ein dama fyrir mér og sagðist sjá allt fullt af peningum. Hvernig það á að gerast í dag veit ég svo sannarlega ekki. Kannski var hún bara að plata.“ Spilar þú á hljóðfæri? „Já. Ég spila á gítar og eigin raddbönd.“ Viltu að Ísland gangi í Evrópusam- bandið? „Ekki hugmynd. Ég hef ekki kynnt mér kosti og galla svo það er best að ég tjái mig sem minnst um það.“ Hvað er mikilvægast í lífinu? „Satt best að segja veit ég það ekki. Eflaust á maður að elta drauma sína.“ Hvaða íslenska ráðamann mundir þú vilja hella fullan og fara á trúnó með? „Guðni Ágústsson væri eflaust góður í glasi. Þá fyrst mundi ég skilja hvað hann væri að segja.“ Hvaða fræga einstakling myndir þú helst vilja hitta og af hverju? „Nick Drake er sá einstaklingur sem ég hef rýnt hvað mest í af látnu fólki. Væri gaman að fá að hitta hann og athuga hvort hann var svona furðulegur.“ Hefur þú ort ljóð? „Bara texta við þau lög sem ég hef samið.“ Nýlegt prakkarastrik? „Hef gaman af því að bregða fólki. Veit ekki hvort það flokkist undir prakkarastrik eða bara hreina illsku. Í gær í vinnunni til dæmis vissi ég af einni ungri mær sem var á leiðinni að hitta mig á skrifstofunni minni svo ég faldi mig bak við hurðina og barði svo í hana þegar hún kom inn. Ég hló en hún ekki.“ Hvaða fræga einstaklingi líkist þú mest? „Mér fyndist kjánalegt ef ég vissi það.“ Ertu með einhverja leynda hæfi- leika? „Já, en ég á eftir að komast að því hverjir þeir eru.“ Á að leyfa önnur vímuefni en áfengi? „Hef ekki myndað mér skoðun á því en ef við myndum leyfa öll fíkniefni væri lítill markaður fyrir undirheima og ríkið gæti tekið gróðann af söl- unni. Vandamálin hrúguðust eflaust upp einhvers staðar annars staðar í staðinn eins og í aukinni neyslu.“ Hver er uppáhaldsstaðurinn þinn? „Gamla góða stúdentaíbúðin mín á Eggertsgötunni á alltaf stað í hjarta mínu.“ Hvað er það síðasta sem þú gerir áður en þú ferð að sofa? „Tel kindur að stökkva yfir girðingu.“ Hver er leið Íslands út úr kreppunni? „Ef ég bara vissi. Kannski við byrjum á því að sleppa því að borga Icesave.“ Daníel auðunsson er annar tveggja söngvara í hljómsveitinni Kuroi sem nýverið gaf út plötuna ep by Kuroi. sveitin floKKast unDir að vera inDie-sveit sem spilar KassagítarroKK af bestu gerð. útgáfutónleiKar munu fara fram á granD roKK næsta laugarDag. NICOLAI Véla- og hjólastillingar Tímareimar - Viðgerðir BIFREIÐASTILLINGAR Faxafeni 12 Sími 588-2455 Málum olíumálverk eftir ljósmyndum Barnamyndir Andlitsmyndir Dýramyndir Fjölskyldumyndir Brúðkaupsmyndir Landslagsmyndir og hvað sem er annað... www.portret.is Sími: 899 0274Mjög góð verð og stuttur afgreiðslutími Olíumálverk Ljósmynd ROPE YOGA KATRÍN SIGURÐARDÓTTIR NÝ NÁMSKEIÐ HEFJAST 05. JAN. MORGUN, HÁDEGIS OG KVÖLDTÍMAR. LEIÐBEINANDI ER KATRÍN SIGURÐARDÓTTIR ROPEYOGA OG HATHAYOGAKENNARI. ROPE YOGA Í BAÐHÚSINU BRAUTARHOLTI 20 UPPLÝSINGAR OG SKRÁNING Í SÍMA 821-1399 www.kata.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.