Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.2009, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.2009, Blaðsíða 2
mánudagur 19. janúar 20092 Fréttir Frumkvæði að framboði Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar til formanns Framsóknarflokksins kom frá fjórum framsóknarmönnum á Austurlandi, þeim Einari Birgi Kristjánssyni og Sig- urði Freyssyni frá Eskifirði og Gunnari Sigbjörnssyni og Jónasi Guðmunds- syni frá Fljótsdalshéraði. Þeir lýsa því svo að þegar Valgerður Sverrisdótt- ir, fráfarandi formaður, hafði ákveðið að gefa ekki kost á sér í formannssæt- ið auk þess sem Guðni Ágústsson var nýstiginn upp úr stólnum, væri tími róttækrar endurnýjunar upp runn- inn. „Við höfðum hlustað á málflutn- ing Sigmundar og leist vel á hann. Við vorum svo galnir að við ákváðum að hafa samband við hann og úr varð að við keyptum flugfar undir hann til Egilsstaða,“ segir Einar Birgir. „Þeg- ar þangað var komið voru það ekki við fjórmenningarnir sem hann hitti heldur um 40 manns, sem byrjuðu að leggja á ráðin um framboð. Eftir fund- inn fórum við með hann til Neskaup- staðar. Hann tók ekkert mark á okkur í fyrstu, hélt að okkur væri ekki alvara og hló bara að okkur. Hann þekkti engan þarna og ég held að honum hafi ekki litist neitt á þetta. Þegar við skiluðum honum aftur í flugvélina á Egilsstöðum sagði hann eitthvað á þá leið að hann yrði líklega að taka mark á okkur,“ segir Sigurður. „Þetta var ótrúlega gaman. Undarlegt að þetta skuli vera hægt, en það eru reyndar óvenjulegar aðstæður í þjóðfélaginu,“ segir Gunnar. Var bara í jólaundirbúningi Lýsing Sigmundar kemur heim og saman við lýsingar fjórmenning- anna á Austurlandi. „Það hringdu í mig menn að austan. Ég var bara í jólaundirbúningi. Þeir vildu kanna við mig hvort ég væri til í formanns- framboð. Gáfu meðal annars upp þá skýringu að þeir kynnu vel við minn málflutning og sýndu þekkingu á því sem ég hefði fram að færa um mikil- væg viðfangsefni samtímans. Ég hafði haldið fyrirlestra um stöðuna í efna- hagsmálunum. Ég var reyndar sam- mála mati þeirra á stöðunni og því mati þeirra að þetta færi vel við gildi Framsóknarflokksins. Ég hélt að ég væri að fara að ræða við þessa fjóra karla um þessa skrítnu hugmynd en hitti fjölda fólks Ég tók dræmt í fram- boðshugmyndina og taldi hana ekki raunhæfa í fyrstu. Þegar ég kom að austan fóru að berast áskoranir víðar að. Síðan þetta gerðist virtust öll vötn hníga til Dýrafjarðar.“ Skuldar engum neitt Gunnlaugur Sigmundsson, faðir Sig- mundar, er fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins en sneri sér að viðskiptum. Vitanlega bar Sigmund- ur málið undir reynsluboltann föð- ur sinn. Gunnlaugur mun hafa ráð- ið Sigmundi frá framboðinu og þótt það óraunhæft. Betra væri að stofna nýtt stjórnmálaafl. Eftir að áskoran- ir fóru að berast úr ýmsum áttum fór Sigmundur að hugsa málið. Hann bar málið aftur undir föður sinn með þeim orðum að Gunnlaugur hefði alltaf sagt að betra væri að endur- reisa illa stödd fyrirtæki með skipulag og tengsl við markaðinn frekar en að stofna ný. Við þessu átti Gunnlaugur ekkert svar. Sigmundur segir sjálfur að það hafi verið fífldirfska að fara af stað með svo skömmum fyrirvara og með svo lítil tengsl við flokkinn og fólkið. „En ég skynjaði að fólk væri til í að fara þessa róttæku leið,“ segir hann. Hið ótrúlega gerðist: Ungur maður án tengsla við flokksvélina og flokks- starfið kom, sá og sigraði. Skyldi vera um að ræða upp- gjör við gamla tíma, einhvers konar flokkseigendafélag? „Þessum úrslit- um er ætlað að eyða öllum vafa í huga fólks, hvort sem það telur að Fram- sóknarflokknum hafi verið stjórnað af einhverju flokkseigendafélagi eða ekki, að nýr formaður hefur ekki haf- ist til metorða í stjórnmálum síðustu ára og skuldar engum neinn greiða. Viljinn er til þess að sýna nýja byrjun,“ segir Sigmundur. Fólk mun sópast að flokknum Þegar kjör Sigmundar var orðið ljóst bar hann lof á keppinauta sína, þá Höskuld Þórhallsson, sem fyrir mis- tök kjörstjórnar var í fyrstu sagður hafa borið sigur úr býtum, og sömu- leiðis Pál Magnússon sem féll úr leik í fyrri umferð. Sigmundur bað þá að koma upp á svið til sín til að innsigla samstöðuna og uppskar mikið lófa- tak. Hann kvaðst vona að aðrir fram- bjóðendur yrðu áfram í forystuhópi Framsóknarflokksins. „Þetta snýst um nýtt upphaf og viljann til að taka þátt í slíku upphafi. Ég veit að þetta var stórt stökk fyrir marga... Þjóðin mun í framhaldi af þessu treysta Fram- sóknarflokknum... Gildi Framsókn- arflokksins eru þau gildi sem vant- að hefur í þjóðlífið að undanförnu... Hann er búinn að sanna það að hið eina sem skipta mun máli hjá Fram- sóknarflokknum núna er að vinna að gildum og markmiðum flokksins... Ég er viss um að fólk mun sópast að flokknum,“ sagði Sigmundur og hvatti fundargesti til þess að fá fólk til liðs við flokkinn um allt land. Ætlar að efla tengslin við flokkinn Sigmundur sagði að Framsóknar- fokkurinn væri til þess fallinn að taka erfiðar ákvarðanir og kvaðst þeg- ar í dag ætla að ráðfæra sig við hæfa menn um lausnir á vanda þjóðarinn- ar í kjölfar bankahrunsins. Brýnt væri að leysa vanda þjóðarinnar og Fram- sóknarflokkurinnn ætti að leggja því lið á næstunni. „Með því að leita ráða út fyrir flokkinn munum við ávinna okkur traust... Framsóknarflokkur- inn er til þess fallinn að fylkja sér um skynsamlegustu leiðirnar og fylgja þeim eftir.“ Sigmundur kvaðst ætla að heimsækja á næstunni hvert einasta Framsóknarfélag á landinu og vinna að því að stilla saman strengi. „Nýja Ísland byrjar í Framsóknarflokknum og við munum leiða þá vegferð,“ sagði Sigmundur er hann þakkaði stuðn- inginn. Til í kosningar en svigrúm væri ágætt Í samtali við blaðamann DV sagði Sig- mundur að hann ætlaði að leita til sérfræðinga til að finna bestu lausn- irnar á neyðarástandinu sem blasi við heimilum og fyrirtækjum í landinu eftir bankahrunið. „Við höfum skýrar tillögur um þetta. Við ætlum að bjóða stjórnarflokkunum, öðrum þeirra eða báðum, samstarf með því að veita til- teknum tillögum stuðning. Við erum ekki að biðja um að komast í ríkis- stjórn. Þetta verða erfiðar ákvarðanir. Við ætlum að sýna þá ábyrgð að styðja ríkisstjórnina í að koma ákveðnum til- lögum í gegn.“ Sigmundur kveðst vilja hraða þing- kosningum. „Ástæðan fyrir því að við förum þessa leið er að við getum ekki beðið með að leysa bráðavandann. Það mundi henta okkur ágætlega að hafa smávegis svigrúm til þess að stilla saman strengi og byggja upp flokksstarfið áður en kemur að kosn- ingum. En við erum tilbúin í kosning- ar strax ef svo ber undir.“ Sigurganga Sigmundar Davíðs Gunn- laugssonar til æðstu metorða í Framsókn- arflokknum er stutt en ævintýraleg. Lang- þreyttur flokkur á innri átökum og stjórnmál á heljarþröm í kjölfar bankahruns hrundu af stað atburðarás sem endaði með rót- tækri endurnýjun forystunnar og óvæntri samstöðu um aðildarumsókn að Evrópu- sambandinu. DV segir söguna um hugmynd sem fæddist austur á landi sem endaði með sigri Sigmundar í formannskjöri. Kom, sá og sigraði Jóhann haukSSon blaðamaður skrifar: johannh@dv.is Sigmundur Davíð Var lokkaður til framboðs af fjórmenningum fyrir austan með skömmum fyrirvara og stóð uppi sem sigurvegari. Tveir þeirra fagna við hlið hans á myndinni. mynD BraGi Þór JóSeFSSon Fagna sigrinum Sigmundur gunnlaugsson og gunnar Sigbjörnsson. gunnar, einn af arkitektunum að sigri Sigmundar, fagnar með nýjum foringja. mynD BraGi Þór JóSeFSSon arkitektarnir arkitektarnir að sigrinum: Einar Birgir Kristjánsson (til vinstri), Sigurður Freysson og gunnar Sigbjörnsson (til hægri) keyptu flugfar undir Sigmund til Egilsstaða. Þeir höfðu ástæðu til að fagna þegar úrslit voru endanlega kunn. á myndina vantar jónas guðmundsson frá Fljótsdalshéraði. mynD BraGi Þór JóSeFSSon

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.