Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.2009, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.2009, Blaðsíða 16
mánudagur 19. janúar 200916 Sport Enska úrvalsdEildin Blackburn - Newcastle 3–0 1-0 Benni McCarthy (61. víti) 2-0 Jason Roberts (66.) 3-0 Jason Robers (86.) Bolton - Manchester United 0–1 0-1 Dimitar Berbatov (90.) Chelsea - Stoke 2–1 0-1 Rory Delap (60.) 1-1 Juliano Belletti (88.) 2-1 Frank Lampard (90.) Manchester City - Wigan 1–0 1-0 Pablo Zabaleta (52) Sunderland - Aston Villa 1–2 1-0 Danny Collins (11.) 1-1 James Milner (60.) 1-2 Gareth Barry (80. víti) West Brom - Middlesbrough 3–0 1-0 Chris Brunt (4.) 2-0 Marc-Antoine Fortune (54.) 3-0 Robert Koren (67.) Hull - Arsenal 1–3 0-1 Emmanuel Adebayor (30.) 1-1 Daniel Cousin (65.) 1-2 Samir Nasri (82.) 1-3 Nicklas Bendtner (86.) West Ham - Fulham 3–1 Tottenham - Portsmouth 1–1 0-1 David Nugent (59.) 1-1 Jermaine Defoe (70.) Staðan Lið L U J t M St 1. man. utd 21 14 5 2 34:10 47 2. Liverpool 21 13 7 1 35:13 46 3. Chelsea 22 13 6 3 42:13 45 4. aston V. 22 13 5 4 37:24 44 5. arsenal 22 12 5 5 37:24 41 6. Everton 21 10 5 6 29:25 35 7. Wigan 22 9 4 9 25:23 31 8. West H. 22 8 5 9 29:33 29 9. Hull 22 7 6 9 29:42 27 10. Fulham 20 6 8 6 19:17 26 11. man. C. 21 7 4 10 39:30 25 12. Portsm 21 6 6 9 22:34 24 13. Bolton 22 7 2 13 22:30 23 14. newcas. 22 5 8 9 28:37 23 15. Sunderl. 22 6 5 11 23:32 23 16. Tottenh. 22 5 6 11 21:76 21 17. Blackb. 21 5 6 10 25:36 21 18. m.Boro. 22 5 6 11 18:33 21 19. Stoke 22 5 6 11 19:35 21 20. WBa 22 6 3 13 20:37 21 championship Bristol City - Wolves 2–2 Nott. Forest - Plymouth 2–0 Sheff. Wed. - Charlton 4–1 Southampton - Doncaster 2–1 Swansea - Reading 2–0 Ívar Ingimarsson lék allan leikinn fyrir Reading en Brynjar Börn Gunnarsson kom inn á sem varamaður á 61. mínútu. Watford - Sheff. Utd 0–2 Norwich - Barnsley 4–0 Derby - Q.P.R. 0–2 Heiðar Helguson var í byrjunarliði QPR en var tekinn af velli eftir 64 mínútu. Coventry - Blackpool 2–1 Aron Einar Gunnarsson lék allan leikinn í vörn Coventry og nældi sér í gult spjald. Birmingham - Cardiff 1–1 C. Palace - Ipswich 1–4 Preston - Burnley 2–1 Jóhannes Karl Guðjónsson var í byrjunarliði Burnley en var tekinn af velli eftir 66 mínútur. Staðan Lið L U J t M St 1. Wolves 28 18 5 5 57:35 59 2. reading 28 16 6 6 57:26 54 3. Birmingh. 27 15 7 5 35:24 52 4. Sheff. u 28 13 8 7 40:25 47 5. Preston 28 14 5 9 41:34 47 6. Cardiff 28 11 13 4 37:26 46 7. Burnley 28 12 7 9 41:39 43 8. Q.P.r. 28 11 9 8 28:27 42 9. Swansea 28 9 14 5 37:30 41 10. C. Palac 27 11 7 9 39:32 40 11. Ipswich 28 10 9 9 40:30 39 12. Sheff. W 28 10 8 10 30:39 38 13. Coventr. 28 9 10 9 32:33 37 14. Bristol 27 8 11 8 32:34 35 15. Plymth. 27 9 6 12 27:31 33 16. Barnsley 28 9 5 14 28:37 32 17. Blackp. 27 7 10 10 27:35 31 18. nott. F. 28 7 9 12 30:38 30 19. derby 28 7 9 12 28:39 30 20. norwich 28 8 5 15 36:43 29 21. Watford 28 7 6 15 38:50 27 22. doncas. 27 7 6 14 19:32 27 23. Southa. 28 6 8 14 24:42 26 24. Charlton 28 4 7 17 29:51 19 umSjón: TómaS þór þórðarSon, tomas@dv.is / SVEInn WaagE, swaage@dv.is Stuðningsmenn AC Milan lýstu margir hverjir leik liðsins gegn Fi- orentina á laugardaginn sem langri kveðjustund Kaka. Bæði þegar bras- ilíski snillingurinn gekk inn á völl- inn og þegar honum var lokið veifaði hann til stuðningsmanna og barði sér á brjóst. Hvort hann var að láta stuðningsmenn vita að Milan yrði alltaf í hjarta hans eða einfaldlega að kveðja veit enginn enn sem kom- ið er. Ljóst er að nokkra kafla á eftir að skrifa í Kaka-félagaskiptasöguna áður en hún fer í prent. „Það er erfitt að hafna svona til- boði,“ sagði maðurinn sem tekur stóru ákvarðanirnar hjá Milan, Silvio Berlusconi, opinberlega og fékk að gjalda fyrir það í gær frá ævareiðum stuðningsmönnum. „Þetta er ekki spurning um að tala við leikmann- inn, liðið og klára dæmið á einum til tveimur dögum. Þetta mun taka sinn tíma,“ sagði Mark Hughes, stjóri Manchester City, sem býður yfir 100 milljónir punda í leikmanninn. Á meðan bæði Manchester City og AC Milan unnu 1-0 vinnusigra um helgina tapaði Sheikh Man- sour, eigandi Manchester City, stórt. Saudi-arabíski billjarðamæringur- inn tapaði 440 milljónum punda um helgina á Barclays-bankanum á degi sem starfsmaður bankans kallaði: „dagur frá helvíti“. Mansour hafði sett 3,5 billjónir punda í bankann en auður hans er metinn á 33 billjónir punda. Þrátt fyrir látbrögðin og brjóst- barninginn er Carlo Angelotti, þjálf- ari AC Milan, viss um að þetta var ekki kveðjustund hjá Kaka sem var í fyrra kjörinn besti knattspyrnu- maður heims. „Stuðningsmennirnir sýndu hversu mikið þeim þykir vænt um Kaka. Ég held að þetta hafi ekki verið síðasti leikur hans fyrir Mil- an. Ég vona svo sannarlega ekki því hann er okkur mikilvægur enda frá- bær leikmaður.“ tomas@dv.is Óravegur frá því að samningar náist segir Mark Hughes: kvaddi kaka um hElgina? Bless? Ætlar Kaka sér að taka ævintýralegu tilboði City? Mynd aFP dramatískur sigur hjá guðjóni guðjón þórðarson vann sigur í sínum fyrsta heimaleik með Crewe í League one-deildinni í Englandi, þeirri þriðju efstu, um helgina. Crewe, sem situr á botni deildarinnar, lagði Scunthorpe sem var í fjórða sæti með þremur mörkum gegn tveimur og kom sigurmarkið í uppbótartíma. „þetta var þvílík spenna en það var frá- bært að koma til baka í leiknum eftir að hafa lent undir. Leikmennirnir mínir lögðu hart að sér en þetta er aðeins upphafið að langri ferð. Við keyrðum upp hraðann í seinni hálfleik og frammistaðan og úrslitin gefa okkur vonandi aukið sjálfstraust,“ sagði guð- jón eftir sigurinn. Crewe er sem fyrr í 24. sæti, því neðsta, en nú aðeins fjórum stigum frá Brighton sem er í 20. sæti, einu fyrir ofan fallsvæðið. Dimitar Berbatov var hetja Manchest- er United þegar hann tryggði liði sínu stigin þrjú með því að skora eina mark leiksins undir lokin. Carlos Tevez átti fyrirgjöf sem Berbatov skallaði í netið af stuttu færi framhjá Jussi Jaaskelain- en sem hafði áður átt stórleik í mark- inu. Leikurinn fór rólega af stað og lítið um sóknartilburði framan af. Ronaldo reyndi sig í tvígang úr aukaspyrnum en Jaaskelainen sá við honum. Hart var barist um allan völl en færin létu á sér standa þar til Kevin Davies fékk gullið tækifæri til að koma heimaliðinu Bolt- on yfir stuttu áður en Berbatov kláraði leikinn. Sir Alex Ferguson var sáttur og feginn í leikslok. „Mér fannst við leika vel í dag. Það er mjög erfitt að spila við Bolton og í nágrannaslag er maður alltaf ánægður að sigra en við vorum mjög, mjög seinir í þetta sinn.“ Grétar Rafn Steinsson spilaði allan leikinn í hægri bakverðinum hjá Bolton og átti ágæta spretti fram á við í leiknum. Rán á Brúnni Ef sigurinn var tæpur hjá United þá var hann hreint lygilegur hjá Chelsea á Brúnni sem lenti undir á móti Stoke. Beletti jafnaði á 88. mínútu og á 4. mínútu uppbótartíma skoraði Frank Lampard sigurmarkið með hörkuskoti sem hafnaði í nærhorninu og það án viðkomu í öðrum leikmanni. Heima- menn höfðu yfirhöndina í fyrri hálfleik án þess að skapa sér opin færi. Gest- irnir frá Stoke gengu á lagið og eftir klukkutíma leik vippaði Rory Delap yfir Peter Cech eftir stungusendingu frá James Beattie. Stoke komið yfir og allt leit út fyrir að það yrðu úrslit- in en Chelsea átti tvo ása í erminni sem kláruðu leikinn og björguðu lík- lega starfi Scolaris í leiðinni. „Það sem mann vantar lætur Frank [Lampard] mann fá. Áður var pressa á mér en núna er ekki pressa. Þetta voru mikil- væg þrjú stig í dag og við fengum ekki á okkur mark úr föstu leikatriði,“ sagði Scolari brattur. Tony Pulis var miður sín. „Þegar við skoruðum héldum við að þetta gæti orðið dagurinn okkar. En strákarnir voru frábærir í dag og ég get ekki sakað þá um tapið.“ Heppnin með Villa Leikmenn Aston Villa sýndu mik- inn karakter þegar þeir náðu að sigra Sunderland 1-2 eftir að hafa lent und- ir og misst mann út af í seinni hálf- leik. Danny Collins kom heimamönn- um yfir á 11. mínútu með góðu marki og staðan 1-0 í hálfleik. Í seinni hálf- leik komu gestirnir til baka og maður leiksins, James Milner, jafnaði leikinn á 60. mínútu en allt leit út fyrir að bolt- inn hafi hafnað í hönd Milners áður en hann skaut. Milner heppinn og mark- ið stóð. Heppnin var aftur á móti ekki með Villa þegar Ashley Young fékk rauða spjaldið á 72. mínútu eftir brot á Dean Whitehead. En mótlætið efldi gestina sem sóttu til sigurs einum færri og á 80. mínútu bar það árangur þegar brotið var á Gabriel Agbonlahor dV-berbatov bolton.jpg (Stór) dV-lampard stoke.jpg (minni) SVeinn waage blaðamaður skrifar: swaage@dv.is VISTASKIPTI Á TOPPNUM Hetjan Berbatov var þyngdar sinnar virði í gulli þegar hann skaut united á toppinn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.