Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.2009, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.2009, Blaðsíða 13
mánudagur 19. janúar 2009 13Fréttir Má drekka í vinnunni Hæstiréttur í Perú hefur úrskurðað að ekki sé hægt að reka starfsmenn fyrir að vera ölvaðir í vinnunni, og hefur úr- skurðurinn verið harðlega gagnrýnd- ur af ríkisstjórn landsins. Dómstóllinn kvað upp úr með að húsvörðurinn Pablo Cayo, sem hafði fengið reisu- passann vegna ölvunar, skyldi fá starf sitt aftur. Einn dómaranna sagði að brottrekstur Caou hefði verið of hörð viðbrögð, því hann hefði ekki veist að neinum eða móðgað nokkurn mann þó hann hafi verið ölvaður. Hæstirétt- ur mun ekki endurskoða úrskurðinn þrátt fyrir umkvartanir stjórnarinnar. Ísraelsmenn tilkynntu um vopnahlé og Hamas fylgdi í kjölfarið: Hamas-samtökin lýstu í gær yfir vopnahléi í átökunum við Ísraelsher. Í tilkynningu sem lesin var af tals- manni samtakanna sagði að samtökin myndu halda að sér höndum í viku til að gefa Ísraelsher svigrúm til að draga her sinn af Gaza-svæðinu. Ákvörðun- in var tekin nokkrum klukkutímum eftir að Ísraelsmenn höfðu lýst yfir einhliða vopnahléi. Vopnahléstilkynningunni fylgdi krafa um að herir Ísraelsmanna yfir- gæfu Gaza innan viku og að aðflutn- ingsleiðir yrðu opnaðar svo unnt yrði að koma mannúðaraðstoð, matvæl- um og öðrum nauðsynjum til fólksins á svæðinu. Að sögn Palestínumanna er vopnahléið tímabundið nema Ísra- elsmenn verði við áðurnefndum kröf- um. Talsmaður utanríkisráðuneytis Ís- raels, Yigal Palmor, vildi ekki tjá sig um kröfur Hamas-samtakanna, en hann sagði í viðtali við BBC að her Ís- raels yrði kallaður frá Gaza „þegar að því kæmi“ ef „árásir Hamas hætta að fullu“. Að minnsta kosta 1.300 Palest- ínumenn hafa fallið í átökunum, samkvæmt þarlendum heimildum, og þrettán Ísraelar hafa fallið síð- an aðgerðir Ísraelsmanna hófust 27. desember. Leiðtogar ýmissa Evrópulanda eru samankomnir í Egyptalandi og ræða mögulegar leiðir til að styrkja vopna- hléið og um leiðir til að koma nauð- synlegri aðstoð til Gaza-svæðisins og hefja uppbyggingu á svæðinu. Fréttaritari BBC í Egyptalandi telur áhöld um hve miklum árangri er hægt að ná í viðræðunum í Egyptalandi þar sem hvorki fulltrúi frá Ísrael né Ham- as sé viðstaddur viðræðurnar. Vopnahlé komið á Gaza Fjögur ár til að bjarga heiminum Að mati Jims Hansen, vísindamanns hjá NASA, hefur Barack Obama, verðandi forseti Bandaríkjanna, að- eins fjögur ár til að bjarga plánet- unni frá áhrifum loftslagsbreytinga. „Við getum ekki leyft okkur að fresta breytingum lengur. Við verðum að feta nýja leið með nýrri ríkisstjórn. Við höfum aðeins fjögur ár fyrir Obama til að setja veröldinni nýtt fordæmi. Bandaríkin verða að taka forystuna,“ segir Jim Hansen, en hann telur að Barack Obama verði að hefjast handa strax á fyrsta kjör- tímabili sínu. Palestínsk kona Fyrir framan rústir heimilis síns í jabalia. Sérfræðingar í málefnum Austur-Evr- ópu eru ekki bjartsýnir á þróun mála í þeim heimshluta. Að þeirra mati er líklegt að óeirðir og götubardagar setji svip sinn á Búlgaríu, Rúmeníu og Eystrasaltslöndin, samfara verðbólgu, auknu atvinnuleysi og kynþátta- spennu. Austur-Evrópa stefnir að of- beldisfullu „óánægjuvori“ samkvæmt sérfræðingunum sem óttast að nið- ursveiflan í efnahagsmálum muni or- saka mikla ólgu á götum borga í áður- nefndum löndum. Þjóðir sem hafa orðið sérstaklega illa úti vegna efnahagskreppunnar standa frammi fyrir pólitískum óstöð- ugleika og samfélagsþrengingum, sem og aukinni spennu á milli kynþátta. Í síðustu viku beitti lögreglan í Vilníus í Litháen táragasi gegn mót- mælendum sem köstuðu grjóti að lög- reglumönnum sem voru á vakt fyr- ir utan þing landsins. Mótmælendur voru að mótmæla sparnaðaraðgerð- um ríkisstjórnarinnar sem meðal ann- ars fela í sér skattahækkanir og lækk- un bóta. Í Sofíu í Búlgaríu voru um eitthundr- að og fimmtíu manns handteknir og að minnsta kosti þrjátíu særðust í heiftarlegum mótmælum. Yfir hundr- að manns voru handteknir í Ríga, höf- uðborg Lettlands, í kjölfar átaka á milli öryggissveita og mótmælenda. Hrun í kjölfar hagvaxtar Samkvæmt nýju mati mun hagvöxtur einhverra Austur-Evrópuríkja verða um fimm prósent á þessu ári sem er fjarri þeim mikla hagvexti sem hef- ur verið undanfarin ár og spáð er að verðbólga fari jafnvel yfir þrettán pró- sent. Margir óttast að Rúmenía, sem fékk aðild að Evrópusambandinu ásamt Búlgaríu árið 2007, muni verða næsta fórnarlamb ólgu í samfélaginu. Luca Niculescu, framkvæmdastjóri fjölmiðlafyrirtækis í Búkarest, sagði í viðtali við breska dagblaðið Guardian að öruggt væri að fólk flykktist út á götur á næstu mánuðum. „Dag hvern heyrum við af enn einni verksmiðjunni sem hef- ur verið lokað eða flutt starfsemi sína til útlanda. Við erum með nýja ríkisstjórn sem virðist ekki hafa mikil áhrif. Við höf- um vanist háum vöxtum. Þetta er eld- fimur kokkteill,“ sagði Niculescu. Uppsagnir í vændum Stór rúmensk fyrirtæki hafa hót- að stórfelldum uppsögnum, þeirra á meðal framleiðandi Dacia-bifreiðar- innar. Þar gætu allt að fjögur þúsund manns misst vinnuna ef ekki tekst að glæða sölu bifreiðarinnar lífi. Bílaframleiðandinn Renault á Dac- ia og framleiðsla hefur nú þegar legið niðri í tvo mánuði eftir að eftirspurn minnkaði um helming. Öryggisráðgjafi rúmensku ríkis- stjórnarinnar, Marius Oprea, sagði að efnahagskreppan myndi valda „alvar- legum vandamálum fyrir miðstéttina“. Að hans sögn munu skatttekjur ríkisins minnka og opinberum starfsmönnum verður fækkað „og laun þeirra munu minnka að raungildi“. Annað vandamál sem Rúmen- ar, líkt og aðrar þjóðir í grenndinni, glíma við er að margir íbúðareigend- ur í miðstéttinni hafa tekið íbúðalán í evrum. Gjaldmiðill þjóðarinnar hef- ur fallið sem gerir að verkum að erf- iðara reynist að greiða af íbúðalán- um. „Við munum reyna viðræður, en ef þær bera ekki árangur munum við berjast fyrir hagsmunum skjólstæð- inga okkar með öllum ráðum. Við vilj- um vera hluti af lausninni, ekki vanda- málinu, en staðan er mjög alvarleg,“ sagði einn rúmenskur verkalýðsfor- kólfur í síðustu viku. Illa í stakk búnar Doktor Jonathan Eyal, sérfræðingur í málefnum Austir-Evrópu hjá hug- myndabankanum Royal United Serv- ices Institute, sagði að austur-evrópsk lönd væru illa í stakk búin til að takast á við áhrif af kreppu af þeirri stærðar- gráðu sem nú er og stæðu frammi fyrir „samfélagslegu hruni“. „Þetta eru gjarna viðkvæm hag- kerfi... með viðkvæma pólitíska byggingu, stjórnmálaflokka sem ekki eru vel upplýstir og veikar stofnanir,“ sagði Eyal. Hann telur að nú sé röðin komin að hinum veik- ari að finna fullan þunga kreppunn- ar, hin sterkari hafi tekið skellinn á síðasta ári. Ástæður ólgunnar í síðustu viku eru af ýmsum toga. Búlgarskir náms- menn mótmæltu vegna dauða félaga síns í tilviljanakenndri líkamsárás og sökuðu ríkisstjórn sósíalista um vangetu til að tryggja öryggi borg- aranna. Í lið með námsmönnunum slógust svo bændur sem eru reið- ir vegna lág verðs fyrir framleiðslu sína. Einnig gætti spennu vegna gasdeilu Rússa og Úkraínumanna sem bitnaði illilega á Búlgaríu. Í yf- irlýsingu sögðu mótmælendur: „Við erum þreytt á að búa í fátækasta og spilltasta landinu.“ Traust til yfirvalda minnkar Í Lettlandi hefur ör hagvöxtur und- anfarinna ára látið undan sam- drætti, aukinni verðbólgu og auknu atvinnuleysi. Traust til stjórnvalda hefur minnkað stórkostlega, að sögn Valdis Zatlers, forseta lands- ins, í síðustu viku og hótaði skyndi- kosningum. Flestir þeirra sem handteknir voru í Ríga hafa verið látnir lausir og að sögn yfirmanns öryggislögreglunn- ar, Janis Reiniks, tengdist einn þeirra lettneska lýðræðisflokknum. Á síðasta ári neyddist Lettland til að leita á náðir Alþjóðagjaldeyr- issjóðsins og upplifa margir lands- manna það sem niðurlægingu þjóð- arinnar. Eistlendingar náðu að byggja upp verulegan gjaldeyrisforða þau ár sem hagvöxtur var í blóma. „Allir vita að fram undan er erfitt ár. Í Ríga og Viln– íus er fólk uppgefið og reitt og hef- ur glatað trúnni á leiðtoga sína; sú er ekki raunin hér,“ sagði Raimo Poom, ritstjóri stjórnmálafrétta hjá Esti Paev- aleht-dagblaðinu. Ógn við minnihlutahópa Eitt áhyggjuefnanna sem hrjá sér- fræðinga í málefnum Austur-Evrópu er að árásir á minnihlutahópa færist í vöxt. Verstu óeirðir um árabil skóku götur Litvinov í Tékklandi í nóvem- ber á síðasta ári, en landið hefur orð- ið illa úti vegna kreppunnar. Í nóv- ember sló í brýnu á milli sjö hundruð stuðningsmanna öfgahægriflokks og eitt þúsund óeirðalögreglumanna eft- ir að þeim fyrrnefndu var meinað að fara inn í borgarhluta þar sem sígaun- ar eru í meirihluta. Hátt á annan tug slasaðist í átökunum og fimmtán voru handteknir og í kjölfarið var þrýst á ríkisstjórn landsins að banna starf- semi öfgahópa. „Dag hvern heyrum við af enn einni verksmiðjunni sem hefur verið lokað eða flutt starfsemi sína til útlanda. Við erum með nýja ríkisstjórn sem virðist ekki hafa mikil áhrif. Við höfum vanist háum vöxt- um. Þetta er eldfimur kokkteill.“ Á síðasta ári neyddist Lettland til að leita á náðir Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og upplifa margir lands- manna það sem niðurlægingu þjóðarinnar. Spá ólgu í AuStur-Evrópu Búlgaría Íbúafjöldi 7 milljónir. Landið er þjakað af spillingu og stjórnmála- legum óstöðugleika. Tylftir manna, þeirra á meðal fjórtán lögreglu- menn, slösuðust í óeirðunum í Sofíu í síðustu viku. Lettland Íbúafjöldi 2,2 milljónir. Ekki útilok- að að hægrisinnuð ríkisstjórnin boði til kosninga í kjölfar óeirða vegna harkalegra lífsskilyrða í kjölfar björgunaraðgerða alþjóða- gjaldeyrissjóðsins. Litháen Íbúafjöldi 3,5 milljónir. götuóeirðir og áttatíu og sjö handtökur eftir að 7.000 manns komu saman á fundi sem verkalýðsfélög boðuðu til í Vilníus til að mótmæla lækkun launa, lækkun bóta og hækkun virðisaukaskatts. Eistland Íbúafjöldi 1,4 milljónir. Enn sem komið er gætir rósemdar og ríkisstjórnin býr að stærri varasjóði og meira trausti almennings en í nágrannaríkjunum. En 3,5 prósenta hagvöxtur á þriðja ársfjórðungi síð- asta árs gæti valdið vandræðum. nú þegar er vart minnkandi fylgis við andrus ansip, forsætisráðherra, og ríkisstjórn hans. Ríga í Lettlandi Óeirðasveit leitar vars á bak við bifreiðar í aðgerðum gegn mótmælendum. Sofía í Búlgaríu um eitt hundrað og fimmtíu manns voru hand- teknir í óeirðum í síðustu viku.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.