Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.2009, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.2009, Blaðsíða 8
Verðbólgan er 18% og stýrivextir á sama róli. Þúsundir eru án atvinnu og margir að leita fyrir sér um atvinnu er- lendis. Fjöldi fyrirtækja er gjaldþrota og mörg heimili illa stödd fjárhags- lega. Fall bankanna á liðnu hausti markaði straumhvörf í því efnahags- lega undanhaldi sem hófst snemma á síðastliðnu ári, eftir velsæld und- anfarin ár. Ljóst er að verkefnin fram undan við endurreisn efnahagslífsins hér heima eru risavaxin og þrítugan hamar að klífa. Fjallgangan þarf þó ekki að vera svo ýkja erfið ef fordæm- um sögunnar er fylgt, því ástandi eins og að framan er lýst hafa Íslendingar áður þurft að mæta. Það birtir alltaf upp um síðir. Logi um akur Heimskreppan hin fyrri hófst með hruni á mörkuðum vestur í Banda- ríkjunum haustið 1929. Áhrif hennar breiddust út eins og logi um akur og ekki leið á löngu uns áhrifanna tók að gæta hérlendis. Á þriðja tug tuttug- ustu aldarinnar voru aðstæður hér- lendis um margt erfiðar sem kom nið- ur bæði á útgerð og landbúnaði, sem þá voru í raun einu atvinnuvegir þjóð- arinnar. Þetta smitaði út frá sér. Í byrj- un árs 1930, þegar heimskreppan var nýhafin, féllu hlutabréf Íslandsbanka á mörkuðum í Kaupmannahöfn. Einn af umsvifameiri viðskipavinum bank- ans varð gjaldþrota, Landsbankinn neitaði kaupum á víxlum Íslands- bankans sem honum bar þó skylda til. Þetta ásamt ýmsu fleiru leiddi til gjaldþrots bankans í febrúar 1930. „Bankaráðið leitar stuðnings til Al- þingis vegna óróa og orðróms um fjár- kreppu er magnaðist, einkum erlendis, fyrir helgina,“ segir í Morgunblaðinu 4. febrúar 1930. Umleitun um stuðning var rædd fyrir luktum dyrum á næt- urlöngum fundi á sameinuðu Alþingi, en áður hafði stjórn bankans neyðst til að loka fyrir úttektir. Þannig hafði fólk þyrpst að morgni 3. febrúar í bankann til að taka út innistæður sínar en kom að luktum dyrum – því bankastjórnin neyddist til að loka „vegna yfirvofandi fjártöku“ eins og sagði í Morgunblað- inu. Niðurstaða þessa uppþots, sem erf- iðleikar Íslandsbanka ollu, varð sú að úr rústunum var Útvegsbankinn stofn- aður. Búnaðarbankinn um líkt leyti, nokkru fyrr þó. Var þessum tveimur bönkum ætlað að sinna sjávarútvegi og landbúnaði. Landsbankinn varð eins konar banki bankanna. Seinna komu svo einkabankar einstakra at- vinnugreina, Verslunarbanki, Alþýðu- banki og Iðnaðarbanki sem ásamt Iðnaðarbanka sameinuðust í Íslands- banka hinum síðari í ársbyrjun 1990. Síbería og seinna stríð Á kreppuskeiðinu fór hagvöxtur á mann úr tæpum sex prósentustigum í 0,4% á skömmum tíma og árið 1930 varð atvinnuleysi meðal verkamanna í Reykjavík allt að 20%. Gripið var til ýmissa ráðstafana gegn áhrifum þessa harðæris og má meðal ann- ars nefna atvinnubótavinnu við gerð veituskurðar austur við Eyrarbakka. Vistin þar þótti giska hörð enda var gjarnan talað um Síberíu, rétt eins og þrælabúðir Sovétríkjanna. Í verslun voru kaupfélögunum tryggð ýmis for- réttindi á sama tíma og víðtæk hafta- stefna var innleidd. Þá var sett á lagg- irnar einkasala ríkisins á viðtækjum, eldspýtum, bifreiðum og raftækjum. Þá var reynt sem kostur var að beina kaupgetu almennings að innlend- um vörum, bæði með tollavernd og með banni á innflutningi. Var þessari haftastefnu fylgt í grundvallaratriðum fram undir 1960, en þá tók Viðreisn- arstjórn Sjálfstæðisflokks og Alþýðu- flokks við völdum. Hún sat frá 1959 til 1971. Áhrifa heimskreppunnar miklu gætti lengi. Í raun losnuðu Íslending- ar fyrst úr tökum hennar með seinni heimsstyrjöldinni; „blessuðu stríð- inu“, eins og var viðkvæðið. 10. maí 1940 hernámu Bretar landið og hóf- ust þá strax handa við umfangsmiklar framkvæmdir í Reykjavík og víðar og kölluðu þar til alla verkfæra menn. Má með því segja að kreppan hafi horfið eins og dögg fyrir sólu og sömuleiðis var Íslandi fortíðar í einni svipan kippt inn í nútímann. Þegar stríðinu lauk var Íslendingum svo boðin aðild að svonefndri Marshall-aðstoð Banda- ríkjamanna sem ætluð var þeim þjóð- um sem höfðu orðið fyrir búsifjum af völdum stríðsins. Íslendingar höfðu að sönnu hagnast vel á heimsstyrjöld- inni en hugsunin sem undir lá af hálfu Bandaríkjamanna var að styrkja stöðu sína hérlendis. Íslendingar bitu á agn- ið og nutu Marshall-aðstoðarinnar í nokkur ár. Frá 1949 til 1953 skipti hún mjög miklu fyrir þjóðarhaginn, nam um 14% af gjaldeyristekjum okkar þegar best lét. Þeir fjármunir nýttust vel meðal annars við byggingu áburð- arverksmiðju í Gufunesi og virkjana í Sogi og Laxá. Þá skiluðu framkvæmd- ir á Keflavíkurflugvelli þjóðinni mikl- um tekjum í erlendri mynt. Síldin kemur – og fer Norðmenn hófu síldveiðar hér við mánudagur 19. janúar 20098 Fréttir Icelandair lækkar olíugjald í dollurum og evrum, en krónan hindrar ábatann: Íslendingar njóta ekki lækkunar „Við lækkuðum eldsneytisálag í byrj- un árs úr 100 dollurum í 71 og úr 43 evrum í 35,“ segir Guðjón Arngríms- son, upplýsingafulltrúi Icelandair. Olíugjald var sett á hvern far- þega vorið 2004. Frá því gjaldið var sett á laggirnar hafði það, þar til nú í janúar, ekki lækkað þrátt fyrir hrun heimsmarkaðsverðs á olíu. Guðjón segir að í upphafi árs 2004 hafi elds- neytisverðið rokið upp og hafi verið komið upp í 370 dollara tonnið. „Það hækkaði enn meira í fyrrasumar en núna kostar tonnið á bilinu 500 til 600 dollara,“ segir hann. Heimsmarkaðsverð á olíu hef- ur hríðfallið frá því í sumar. Það hefur gengi krónunnar einnig gert þannig að lækkunin, sem Guðjón greinir frá, nær ekki til Íslendinga. „Þessi lækkun er í takt við önnur flugfélög. Hennar gætir hins vegar ekki hér heima, vegna þess hve krónan hefur veikst,“ segir Guðjón en bendir á að gjaldið sé aðeins einn hluti af heildarfargjaldi flugfélagsins. Því sé ekki bætt ofan á verðið. Aðspurður hvort íslenskir flug- farþegar séu þá ekki frekar að greiða fyrir gengið en hátt eldsneytisverð, segir hann að svo megi vissulega líta á. Hann segir að ekki hafi verið tekin ákvörðun um frekari lækkun á gjaldinu. Verðið sé hins vegar sífellt til skoðunar. baldur@dv.is Olíugjald lækkaði í janúar gengi krónunnar hefur fallið á sama tíma og olíugjald lækkar á heimsmarkaði Lausnin á kreppu: stríð og fiskur Árið 1930 stóð almenningur í röðum og reyndi að frelsa sparifé sitt úr bönkunum, líkt og 2008. Stríðið bjargaði Íslandi úr þeirri kreppu. Næsta alvarlega kreppa varð 1967 þegar þúsundir þurftu að flýja land. Aukinn útflutningur á fiski leiddi landið úr þeirri kreppu. Eftir tuga prósenta verðbólgu ár eftir ár var komið á verðtryggingu, sem nú kemur í bakið á íslenskum fasteignaeigendum þegar húsnæðislánin hækka. Sigurður Bogi Sævarsson setur yfirstandandi kreppu í samhengi við fyrri kreppur Íslendinga og lausnir þeirra. Kærir lögregluna Ástþór Magnússon hefur í viðtöl- um við fjölmiðla neitað að standa að baki Nýrra radda á Austur- velli sem boðuðu þar til fundar á laugardag á sama tíma og Radd- ir fólksins sem staðið hafa fyrir mótmælum þar allt frá banka- hruninu. Engu að síður vekur Ást- þór athygli á því á vefsíðu sinni að Nýjar raddir hafi lagt fram stjórn- sýslukæru á hendur lögreglunni eftir að pallar hópsins voru fjar- lægðir. Afrit af kærunni er sent til fjölda aðila, þar á meðal alþjóða- skrifstofu Öryggis- og samvinnu- stofnunar Evrópu, eins og Ástþór greinir frá.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.