Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.2009, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.2009, Blaðsíða 9
land um aldamótin 1900 og settust að á Siglufirði, sem varð höfuðstaður síldveiða. Síðar fóru Íslendingar að reyna fyrir sér í síldveiðum, en afla- brögð voru misjöfn. Stundum gaf síld- in vel í aðra hönd en í annan tíma gat afurðaverð verið svo lágt að útgerð- armenn stóðu uppi gjaldþrota þrátt fyrir metafla. Eigi að síður sá þjóðin – og sér kannski enn – síldveiðarnar í ævintýraljóma, enda gerði gróðinn af þessu silfri hafsins gæfumuninn þeg- ar kreppan svarf að. En þrátt fyrir sveiflur gat síldin stundum bjargað fjárhag þjóðarinnar. Á nokkrum stöðum á landinu standa enn síldarverksmiðjur sem voru reist- ar endur fyrir löngu; á þeim tíma þeg- ar best veiddist. Má hér nefna Eyri við Ingólfsfjörð, Djúpuvík og Hjalteyri við Eyjafjörð. Starfsemi þar var aðeins við lýði í fáein ár en var eigi að síður svo ábatasöm að verksmiðjurnar marg- borguðu sig. Svona gekk þetta í ára- tugi. Flóttinn til Svíþjóðar Árið 1967 brást veiðin hins vegar og árið eftir gerðu menn sér grein fyrir að vandinn væri ekki tímabundinn. Við bættist að verð íslenskra afurða á mörkuðum féll og samdráttur var í þjóðarframleiðslu tvö ár í röð. Rík- isstjórnin felldi gengi krónunnar tví- vegis, 1967 og aftur ári síðar. Á síld- arárunum höfðu allir haft vinnu en skyndilega stóðu Íslendingar frammi fyrir þeim bitra veruleika að þúsund- ir voru án vinnu. Atvinnuleysi hafði verið hverfandi á síldarárunum en nú voru skyndilega þúsundir manna án vinnu. Í ársbyrjun 1969 voru um 6.000 manns án atvinnu á Reykjavíkursvæð- inu. Margir leituðu atvinnu ytra en tal- ið að um nærri þrjú þúsund Íslending- ar hafi flust til Svíþjóðar og allmargir til Ástralíu. Nokkur hluti þessa fólks sneri ekki til baka. „Á þessum tíma var hins vegar mik- ill uppgangur í Svíþjóð og líklega hefur þróttur sænsks atvinnulífs sjaldan eða aldrei verið meiri. Þeir voru að auka framleiðsluna á Volvo-bílum sem allt- af seljast vel. Á þessum tíma var Súez- skurðurinn líka lokaður. Vegna þess þurfti að fara með olíufarma suður fyr- ir Afríku … Þá var farið að smíða 200 og 300 þúsund tonna olíuskip. Svíar smíð- uðu mörg þessara skipa,“ segir Guð- mundur J. Guðmundsson, formaður Dagsbrúnar, í æviminningum sínum. Guðmundur taldi að hefði atvinnu- leysi hér á landi orðið langvinnt hefðu 10 þúsund Íslendingar flust til Svíþjóð- ar. Svo varð ekki. Kreppan stóð ekki lengi. Afurðaverð hækkaði, farið var í mikla uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í Breiðholtinu og samkomulag náðist milli íslenskra stjórnvalda og Aluswiss um byggingu álvers í Straumsvík. Jafn- hliða því var Þjórsá virkjuð við Búrfell vegna orkuöflunar fyrir álverið. Með þessu tókst Íslendingum að komast út úr kreppunni, vonum fyrr. Verðbólgan meginviðfangsefni En þótt kreppan um 1970 yrði ekki langvinn þurftu stjórnvöld að greiða úr ýmsum öðrum flækjum. Á þriggja ára valdatíma vinstri stjórnar Ól- afs Jóhannessonar, sem sat 1971 til 1974, þurfti að takast á við mörg erf- ið viðfangsefni. Vestmannaeyjagos- inu 1973 fylgdu ýmis vandamál sem gætti í efnahagsstjórninni. Árið 1974 mældist verðbólgan á ársgrundvelli 43% og nærri 50% árið eftir. Á því róli voru verðbólgutölurnar mörg næstu árin. Um þverbak sló á valdaskeiði ríkisstjórnar Gunnars Thoroddsen sem sat frá 1980 til 1983 – þegar verð- bólgan komst í rúm 93% og 130% á ársgrundvelli. Raunar má segja að baráttan við verðbólgu og aukaverkanir hennar hafi verið meginviðfangsefni íslenskra stjórnmálamanna í tvo áratugi. Kafla- skil urðu árið 1979 með setningu svo- nefndra Ólafslaga, í tíð seinni ríkis- stjórnar Ólafs Jóhannessonar, en með þeim varð bönkum heimilt að verð- tryggja lán. Þá hækkaði höfuðstóll lána í samræmi við vísitölu sem aftur stjórnaðist af verðbólgu. Þetta fyrir- komulag er enn við lýði og gulltryggir bankana, en leggur á sama hátt byrð- ar á lántakendur. Þjóðarsáttin Barátta launþegahreyfingarinn- ar á verðbólgutímunum var hring- ekju líkust. Félögin „… kröfðust þá ævinlega sem mestra kjarabóta en atvinnurekendur streittust á móti. Eftir víðtæk verkföll var síð- an gjarnan samið um hærri kjara- bætur en fyrirtækin í landinu gátu staðið undir en þau treystu á að- gerðir ríkisvaldsins til að bjarga sér. Gengið var fellt, laun skert og verðbólgan renndi sér fótskriðu yfir samfélagið. Nú höfðu allir fengið nóg af þessum vítahring,“ segir Ill- ugi Jökulsson í bókinni Ísland í ald- anna rás. Og það var einmitt í þessu andrúmi sem Þjóðarsamningarnir voru gerðir. Með þeim tóku aðilar vinnumarkaðarins höndum saman í slökkvistarfi gegn verðbólgubál- inu, enda þótti sýnt að sú aðferða- fræði skilaði mestum launabótum eins og kom á daginn. Verðhækk- anir voru bannorð. Næstu árin var verðbólga gjarnan 2% til 3% og hélst raunar í lægstu gildum fram á allra síðustu misserin. Stöðugleiki síðustu ára og greitt aðgengi að lánsfé hefur verið andlag ævintýralegrar uppbyggingar síðustu ár. Mörg svið þjóðfélagsins sem áður þóttu helg vé voru markaðsvædd með einhverju móti. Fyrirtækjunum óx fiskur um hrygg og útrásin hófst. Möndull þessa spilverks var bank- arnir enda eru peningar afl til þeirra hluta sem gera skal. Heilu hverfin risu í bæjarfélögunum á höfuðborg- arsvæðinu – altjent fyrir lánsfé. Og fyrir slíkar rjómatertur þarf alltaf að borga, þótt síðar verði. Nýrisin hverf- in í borginni minna raunar sumpart á síldarverksmiðjunar sem áður eru nefndar, nema þær borguðu sig fljótt upp en íbúðarhúsin eru öll í skuld. Líkindin með 1930 og 2008 Á síðari hluta árs 2007 og á árinu 2008 fór hins vegar að halla undan fæti. Afföll af undirmálslánum vestur í Bandaríkjunum komu af stað kreppu sem – með fleiri áhrifaþáttum – náði á undraskömmum tíma til heimsins alls. Enda fór svo að kreppan kippti stoðunum undan Glitni, því næst Landsbankanum og loks Kaupþingi. Framhald sögunnar þekkja allir. Saga af hruni gamla Íslandsbanka endurtók sig. Fólk flykktist bæði 1930 og 2008 í bankana til að reyna bjarga innistæð- um sínum. Margir töpuðu gríðar- miklum upphæðum eftir að hafa vog- að hátt. Áhrifin af falli bankanna nú á haustdögum eru fjarri því komin í ljós ennþá. Sú saga er enn að gerast. Rykið er ekki sest. Baráttuaðferðirnar sem stjórn- völd nota í dag eru svipaðar og í fyrri heimskreppu. Innkaupum erlendis frá eru ákveðnar skorður settar, aðhaldi er beitt í gjaldeyrismálum og reynt að beina viðskiptum að innlendri fram- leiðslu. Horfið er til víðtæks hafta- búskapar eins og fyrir sjötíu árum. Stjórnvöld stefndu að því þá að aflétta hömlunum, þegar betur áraði. Sama er uppi á teningnum nú. Ýmiss kon- ar takmarkanir eru við lýði en „... ein- angrun og einhæfni í atvinnulífi leið- ir til varanlegrar stöðnunar, vonleysis og um síðir til uppgjafar,“ sagði Geir H. Haarde forsætisráðherra í áramóta- ávarpi sínu. Má því ætla að þegar sár- asta kreppuástandið hverfur frá verði þær margvíslegu takmarkanir sem nú gilda í verslun og viðskiptum teknar úr gildi rétt eins og áður var. mánudagur 19. janúar 2009 9Fréttir Icelandair lækkar olíugjald í dollurum og evrum, en krónan hindrar ábatann: Íslendingar njóta ekki lækkunar „Við vonumst til að svo verði ekki, en það er möguleiki á því, já,“ segir Þor- valdur Jónsson, framkvæmdastjóri Extra.is ehf. sem rekur sjónvarpsstöð- ina N4 á Norðurlandi, aðspurður hvort stöðin muni hætta vegna ástandsins í efnahagslífinu. Þorvaldur segir að nú þegar hafi tveimur starfsmönnum verið sagt upp. „Við reiknum með að taka ákvörðun um framhaldið á stöð- inni á næstunni,“ segir Þorvaldur og bendir á að reksturinn hafi þyngst gríðarlega mikið undanfarið enda séu einu tekjur stöðvarinnar auglýsingar. „Þetta er svo sem eins og hjá mörgum öðrum, það eru ekki vaxandi tekjur og menn vilja bara skoða stöðuna alla- vega tímanlega.“ Þorvaldur segir að á stöðinni starfi fimm manns sem myndu missa vinnuna auk verktaka sem starfa í kringum stöðina. „Þetta er eitthvað sem gerðist á Skjá einum á sínum tíma og þeim virðist hafa tekist að halda áfram, við erum í raun í sömu stöðu og þeir voru. Við erum að fara í gegnum hlutina og sjá hvaða mögu- leikar eru í stöðunni og svo gefum við okkur tíma. Fræðilega gætum við lokað nú um mánaðamótin en von- andi náum við að gefa okkur lengri tíma,“ segir Þorvaldur og býst við því að hlutirnir verði komnir á hreint í vikunni. N4 rekur framleiðsludeild þar sem framleitt er innlent sjónvarpsefni, kynninga- og auglýsingaefni, en að auki sér framleiðsludeild um upptök- ur og beinar útsendingar á viðburðum víða um land. Stöð 2 hefur aðsetur í sama húsnæði og N4. bodi@dv.is Rekstur sjónvarpsstöðvarinnar N4 hefur þyngst verulega að undanförnu: möguleiki á að n4 hætti Fimm starfsmenn Fimm manns auk verktaka á norðurlandi missa vinnuna ef sjónvarpsstöðin n4 leggur upp laupana. Lausnin á kreppu: stríð og fiskur Tónlistarhúsið í Austurhöfn Framkvæmdir við byggingu þess eru nú stopp og lausn málsins ekki ljós. Þjóðleikhúsið var byggt í miðri fyrri heimskreppu – og tók smíði þess rúmlega tuttugu ár. mynd HeiðA HeLgAdóTTir Við Úlfarsfell mikið hefur verið byggt í velsæld síðustu ára á Íslandi. Framkvæmdum er þó víða ólokið og sums staðar hafa myndast nokkurs konar draugabyggðir í miðri borg. Síldarverksmiðjan á eyri við ingólfs- fjörð Síldin gat skilað þjóðinni gríðarmikl- um tekjum en horfið jafnskyndilega og hún kom. Verksmiðjan á Ströndum var við lýði í aðeins fá ár en margborgarði sig. Fyrsta barn árs- ins á Ísafirði Fyrsta barn ársins á Ísafirði kom í heiminn 14. janúar. Foreldr- ar drengsins eru Hálfdán Bjarki Hálfdánsson og Dóra Hlín Gísla- dóttir á Ísafirði og er hann fyrsta barn þeirra. Frá þessu er greint á vef Bæjarins besta. Á síðasta ári fæddust 73 börn á Fjórðungs- sjúkrahúsinu á Ísafirði og höfðu þá ekki verið fleiri fæðingar í tíu ár. Hálfdán starfaði lengi sem blaða- maður á Bæjarins besta en hóf störf sem upplýsingafulltrúi Ísa- fjarðarbæjar í fyrra.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.