Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.2009, Blaðsíða 10
mánudagur 19. janúar 200910 Neytendur
„Þann dag sem menn verða launa-
lausir eiga þeir að skrá sig á netinu.
Þar fá þeir upplýsingar um þau gögn
og fylgiskjöl sem þeir þurfa að taka
með sér hingað,“ segir Hugrún Jó-
hannesdóttir, forstöðumaður Vinnu-
málastofnunar á höfuðborgarsvæð-
inu, spurð um það hvert atvinnulaus
einstaklingur á að snúa sér.
Hún segir að í flestum tilfellum
þurfi hinn atvinnulausi að taka með
sér skattkort og vottorð frá vinnuveit-
anda, þar sem meðal annars þarf að
koma fram hvenær og hvers vegna
starfstíma lauk. „Það sem menn
þurfa svo að gera er að mæta niður-
eftir innan hálfs mánaðar frá skrán-
ingu og skila inn þessum gögnum,“
útskýrir Hugrún og bætir við: „Í þeirri
heimsókn skrifa þeir inn innsókn um
atvinnuleysisbætur og fá boð á kynn-
ingafund þar sem menn eru upplýstir
um réttindi sín og skyldur.“
Raunverulegar tölur í febrúar
Atvinnulausir á höfuðborgarsvæðinu
eru nú um sjö þúsund en atvinnu-
lausir á landinu öllu eru orðnir yfir tíu
þúsund. Þeim mun að líkindum fjölga
mikið á næstu mánuðum. Ástæðan
er sú að flestir þeir sem misstu vinn-
una eftir bankahrunið voru á þriggja
til sex mánaða uppsagnarfresti. „Þeir
byrja ekki að telja hjá atvinnuleysis-
tryggingasjóði fyrr en í febrúar,“ seg-
ir Friðbert Traustason, formaður Fé-
lags bankamanna, en ekki er hægt að
skrá sig atvinnulausan fyrr en launa-
greiðslum er lokið.
Um 1.200 bankastarfsmenn misstu
vinnuna í október, þegar bankarnir
féllu. Friðbert segir að hluti þeirra hafi
fengið aðra vinnu, einhverjir hafi far-
ið í framhaldsnám, sumir til útlanda
en margir séu þó enn án vinnu. Hann
segir að nú í febrúar og mars harðni
í ári. „Margir voru á fyrirframgreidd-
um launum og fengu þess vegna laun
greidd 1. janúar. Í febrúar munum við
hins vegar sjá raunverulegar tölur um
atvinnuleysi,“ spáir Friðbert
Frí námskeið
Hugrún segir að Vinnumálastofnun
bjóði upp á ótal námskeið sem ým-
ist eru til þess fallin að auka færni
og þekkingu atvinnulausra, sem og
byggja upp einstaklinginn. „Það má
til dæmis nefna sjálfsstyrkingarnám-
skeið og kvíðastjórnunarnámskeið.
Svo má nefna vélavinnu-, fjármála-
og tölvunámskeið og áhugasviðspróf.
Þessa dagana eru 20 námskeið á veg-
um Vinnumálastofnunar að hefjast
en öll námskeið, sem í boði eru hjá
okkur, eru atvinnulausum að kostn-
aðarlausu. Síðan eru önnur námskeið
í boði út í bæ, sem við styrkjum mörg
hver,“ útskýrir Hugrún sem hvetur at-
vinnuleitendur til að nýta tímann til
að styrkja sig eða mennta.
Alltaf von um vinnu
Hugrún segir að eftir kynningarfund-
inn hjá Vinnumálastofnun þurfi sá
sem er á bótum að tilkynna sig í at-
vinnuleit í hverjum mánuði. Það er
gert á netinu á milli 20. og 25. hvers
mánaðar. Hún segir að vikuleg stimpl-
un sé blessunarlega úr sögunni.
Fyrir suma eru skrefin inn um dyr
Vinnumálastofnunar þung. Hugrún
segir að fólk kvíði því helst að mæta á
kynningarfundinn en þar eru að jafn-
aði 15 til 20 manns sem allir standa í
sömu sporum. „Eftir að atvinnuleys-
ið jókst svona mikið erum við hætt að
veita hverjum og einum sjálfkrafa við-
töl hjá ráðgjöfum Vinnumálastofn-
unar. Hins vegar geta allir sem vilja
óskað eftir því að komast í ráðgjafa-
viðtöl,“ en stofnunin hefur til dæmis
sálfræðinga og félagsfræðinga innan
sinna vébanda.
Hugrún segir að þrátt fyrir kreppu-
ástandið hér heima sé alltaf von um
vinnu fyrir einhverja. „Þótt það hljómi
einkennilega fengum við tæplega 50
verkbeiðnir í desember. Það er auð-
vitað dropi í hafið en það er samt ver-
ið að ráða fólk,“ segir hún og bætir við
að þrátt fyrir að okkur þyki atvinnu-
leysið mikið nú, megum við ekki
gleyma því að um 94 prósent þeirra
sem vilja vera á vinnumarkaði, hafi
vinnu. „Erlendir kollegar trúðu okk-
ur varla þegar við gáfum þeim upp
atvinnuleysistölur áður,“ segir hún en
ekki er langt síðan atvinnulausir voru
innan við eitt þúsund talsins.
Íslendingar vinsælir
Friðbert segir að Félag bankamanna
sé í eins góðu sambandi við þá sem
misstu vinnuna og hægt sé. „Við reyn-
um að styðja við bakið á fólkinu. Við
höfum sent frá okkur upplýsingar um
möguleg störf og höfum heilmikið
prógram í gangi um aðstoð á öllum
sviðum. Við erum í góðu sambandi
við ráðningarskrifstofur auk þess sem
stéttarfélagið býður fría aðstoð við at-
vinnuleit,“ segir hann.
Friðbert segir að Íslendingar séu
eftirsóttir starfskraftar erlendis. Það
sé ekki síst vegna tungumálakunn-
áttu okkar og aðlögunarhæfni. „Ís-
lendingar eru vel menntaðir, tala
stundum mörg tungumál og eru fljót-
ir að aðlagast. Þrátt fyrir samdrátt
úti vantar fólk með menntun til að
fást við afleiðuviðskipti, áhættustýr-
ingu og þess háttar. Íslendingar þykja
vænlegur kostur í þessar stöður,“ seg-
ir Friðbert.
Aðdáunarverð biðlund
Bætur til þeirra sem misst hafa vinn-
una eru ýmist greiddar úr atvinnu-
leysistryggingasjóði og ábyrgðasjóði
launa, eftir því hvort einstaklingar
hafi átt inni hjá fyrirtækinu sem þeir
unnu hjá eða ekki. Spurð um stöðu
þessara sjóða segir Hugrún að það
sé álitamál. „Það hefur orðið gríð-
arleg aukning á greiðslum úr þess-
um sjóðum. Þeir standa ágætlega en
það gengur auðvitað á allt sem af er
tekið,“ segir Hugrún sem vill koma
þakklæti á framfæri til þeirra sem
hafa verið í sambandi við Vinnu-
málastofnun undanfarnar vikur og
mánuði. „Það er aðdáunarvert hvað
atvinnuleitendur hafa sýnt mikla
biðlund en vegna annríkis getur
tekið drjúga stund að ná hér inn.
Bæði starfsfólk og þeir sem hingað
leita hafa sýnt ótrúlega þolinmæði
og stillingu. Vonandi gengur þetta
áfram vel, þótt það verði áfram brjál-
að að gera,“ segir hún að lokum.
HAFÐU ÖLL SPJÓT ÚTI
Þeir sem missa vinnuna þurfa að gæta þess að skrá sig á vef Vinnumálastofnunar
daginn sem þeir verða launalausir að sögn Hugrúnar Jóhannesdóttur, forstöðu-
manns stofnunarinnar á höfuðborgarsvæðinu. Í samtali við DV rekur hún hvernig atvinnulausir eiga að bera
sig að en ýmis úrræði eru í boði. Fullar grunnbætur nema nú liðlega 150 þúsund krónum á mánuði. Friðbert
Traustason, formaður Félags bankamanna, telur að atvinnulausum muni fjölga hratt í febrúar. Uppsagnar-
frestur þeirra sem misstu vinnuna í október líði senn á enda.
BALDUR GUÐMUNDSSON
blaðamaður skrifar baldur@dv.is
„Þessa dagana eru 20
námskeið á vegum
Vinnumálastofnunar
að hefjast en öll nám-
skeið, sem í boði eru hjá
okkur, eru atvinnulaus-
um að kostnaðarlausu.“
Tíu ráð í kreppunni
n Skráðu þig á aTvinnuleySiSSkrá (ef Svo ber við)
n SækTu um auglýST STörf
n Semdu við bankann um Skuldir og lengingu lána
n nýTTu þér gjaldfrjálS námSkeið vinnumálaSTofnunar
n Verknáms- eða sjálfsstyrkingarnámskeið
n reiknaðu úT hverju þú máTT eyða efTir að hafa borgað reikninga
n gerðu áæTlun í upphafi hverS mánaðar
n SækTu Tímanlega um að komaST á fjármálanámSkeið
n Fjögurra vikna bið er hjá ráðgjafastofu um fjármál heimilanna
n reyndu að Selja bílinn ef þú geTur
n dragðu úr akstri
n reyndu að komaST í minna og ódýrara húSnæði
n alltaf einhverjir þurfa stækkun
n Stundum möguleiki á skiptum
n verSlaðu þar Sem ódýraST er
Tíu þúsund manns eru atvinnulausir
á Íslandi í dag Bætur hækkuðu um
13.500 krónur um áramót.
„Fullt starf í eitt ár
skapar þeim sem á rétt
á atvinnuleysisbótum
100 prósent bætur.“