Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.2009, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.2009, Blaðsíða 11
mánudagur 19. janúar 2009 11Neytendur HAFÐU ÖLL SPJÓT ÚTI Í hnotskurn n 20 frí námskeið að hefjast hjá Vinnumálastofnun n grunnatvinnuleysisbætur eru nú 149.523 n Tekjutengdar bætur eru 242.636 n Bætur fyrir hvert barn eru 276 krónur á dag n rúmlega 10 þúsund manns eru atvinnlausir á Íslandi n Bótaþegi skal vera í virkri atvinnuleit n atvinnulausir geta óskað eftir viðtali við sérfræðinga n 50 starfsbeiðnir bárust Vinnumálastofnun í desember n Full vinna í 12 mánuði tryggir fullar bætur Iðnaðarmenn Frestun ýmissa framkvæmda hefur leitt til atvinnu- leysis. mynd HeIða HelgadóttIr Um atvinnuleysisbætur er sótt hjá þjónustuskrifstofu Vinnumálastofn- unar í umdæmi þess sem misst hef- ur vinnuna. Þeir sem ætla að sækja um þurfa að hafa með sér vottorð frá vinnuveitanda en á því skulu vera upplýsingar um starfstíma, starfshlutfall og ástæðu starfsloka. Þá skal hafa með sér skattkort og önnur gögn vegna náms, tekna, fjár- magnstekna, skertrar vinnufærni og fleira ef þörf krefur. Hækkun í janúar Grunnatvinnuleysisbætur hækk- uðu umtalsvert um áramótin en Jó- hanna Sigurðardóttir félagsmála- ráðherra lét flýta þeim hækkunum sem áttu að verða 1. mars á þessu ári. Miðað við 100 prósent bótarétt fást nú 149.523 krónur á mánuði í atvinnuleysisbætur en þær hækk- uðu um áramótin um 13.500 krón- ur á mánuði. Grunnbæturnar nema núna 6.900 krónum alla virka daga. Samhliða hækkun grunnatvinnu- leysisbóta hækkuðu hámarkstekju- tengdar atvinnuleysisbætur um sama hlutfall. Þær eru nú 242.636 krónur á mánuði. Tekjutengdar at- vinnuleysisbætur miðast við 70 pró- sent af meðallaunum bótaþegans á 6 mánaða tímabili, tveimur mánuð- um áður en sótt er um atvinnuleys- isbætur. Grunnatvinnuleysisbætur ráð- ast af meðalstarfshlutfalli síðustu 12 mánaða. Fullt starf í eitt ár skapar þeim sem á rétt á atvinnuleysisbót- um 100 prósent bætur. Sá sem vinn- ur 100 prósent starf í þrjá mánuði hjá fyrirtæki á rétt á 25 prósent bót- um. Vinni hann í hálft ár í fullu starfi hjá fyrirtækinu fær hann 50 prósent af fullum bótum. Hver mánuður skiptir máli. andvirði skyrdósar Grunnatvinnuleysisbætur eru greiddar fyrstu 10 virku dagana. Tekjutengdar atvinnuleysisbætur taka þá við í allt að þrjá mánuði en eftir það eru grunnatvinuleysisbæt- ur greiddar á ný. Bótaþegar sem eiga börn fá hvorki meira né minna en 276 krónur hvern virkan dag fyrir hvert barn sem er yngra en 18 ára, eða um 5.500 krónur á mánuði. Til að setja upphæðirnar í samhengi læt- ur nærri að fyrir 276 krónur fáist ein 500 gramma skyrdós. Klipping fyrir börn kostar, samkvæmt Hagstofu Ís- lands, rúmar 2.500 krónur. Atvinnuleysisbætur eru greidd- ar fyrsta virka dag hvers mánaðar. Tímabilið sem greitt er fyrir er frá 20. til 19. hvers mánaðar. Við útborgun 1. febrúar er því verið að greiða fyr- ir tímabilið 19. desember til 20. jan- úar, svo dæmi sé tekið. ekki hanga heima Hafir þú misst vinnuna þýðir ekki að sitja aðgerðalaus heima. Í lögum er sú krafa gerð á þann sem þiggur atvinnuleysisbætur að hann skuli vera í virkri atvinnuleit. Hann þarf meðal annars að hafa frumkvæði að starfsleit og vera reiðubúinn að taka hvert það starf sem greitt er fyr- ir samkvæmt lögum og kjarasamn- ingum og uppfyllir skilyrði laga á vinnumarkaði. Hann skal vera fær til flestra starfa og vilja taka að sér starf án sérstakra fyrirvara. Hann skal meðal annars hafa vilja og getu til að vinna hvar á Íslandi sem er, óháð því hvort um vaktavinnu eða hlutastarf er að ræða. baldur@dv.is Allt um Atvinnu- leysisbætur landsbankinn Bankarnir sögðu upp 1.200 manns í fyrra. Í febrúar hætta margir fyrrverandi banka- starfsmenn að fá greidd laun.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.