Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.2009, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.2009, Blaðsíða 3
mánudagur 19. janúar 2009 3Fréttir Kom, sá og sigraði „Við vorum svo galnir að við ákváðum að hafa samband við hann og úr varð að við keyptum flugfar undir hann til Egilsstaða...“ „Mér líst vel á nýja formanninn. Það er óhætt að segja að þessi ungi mað- ur kom, sá og sigraði. Hann hefur heillað fólk og komið vel fyrir. Það eru óvenjulegar aðstæður og þetta hefði aldrei gerst nema vegna þess að ástandið er eins og það er í þjóðfé- laginu. Umrótið er mikið. Það skynja það allir og af þeim sökum gaf ég ekki kost á mér til endurkjörs. Það var vilji til breytinga,“ sagði Valgerður Sverr- isdóttir, fráfarandi formaður Fram- sóknarflokksins. Valgerður og Guðni Ágústsson hafa nýverið vikið til hliðar og því má segja að þau hafi skynjað straumana í þjóðfélaginu, gefið nýju fólki svig- rúm og orðið þannig við kröfunni um endurnýjun. „Ég sé engin merki þess að aðrir flokkar séu að bregðast við kalli tímans eins og við höfum nú gert. Þetta er róttæk og óvenjuleg breyting. Undirtektirnar bera vott um bjartsýni,“ segir Valgerður. Páll Magnússon leyndi ekki von- brigðum sínum, en hann féll út í fyrri umferð formannskjörsins á flokks- þingi Framsóknarflokksins í gær með rétt innan við fimmtung atkvæða. „Ég taldi mig eiga meira fylgi. Þetta eru vissulega vonbrigði. En við förum héðan tvíefld og ég vona að ég eigi þar einhvern þátt að máli. Þessi nið- urstaða breytir vissulega áformum mínum. Hefði ég náð kjöri sem for- maður hefði það þýtt framboð til Al- þingis og fleira í þeim dúr. Það kann allt að breytast,“ sagði Páll. Rangur maður kynntur sem nýr formaður Þau óvenjulegu mistök voru gerð af hálfu kjörstjórnar á flokksþinginu í gær að Haukur Ingibergsson, formað- ur hennar, lýsti því að Höskuldur Þór- hallsson væri réttkjörinn formaður. Í miðjum fagnaðarlátum gekk Hauk- ur afsíðis ásamt framkvæmdastjóra flokksins og fundargestir skynjuðu að eitthvað var að. Talnaglöggir menn höfðu þegar reiknað út að Sigmund- ur taldist vera með færri atkvæði en hann hafði fengið í fyrri umferð þegar þrír bitust um atkvæðin en ekki tveir. Það gat ekki passað. Á daginn kom að atkvæðatölur höfðu víxlast. Sig- mundur hafði hlotið 449 atkvæði en Höskuldur 340 en ekki öfugt. Haukur leiðrétti mistökin og baðst afsökunar. Málinu lyktaði með því að kjörstjórn- in axlaði ábyrgð og sagði af sér. Skorað var á Höskuld að bjóða sig fram til varaformanns en hann kvaðst ekki ætla að gera það. Birkir J. Jónsson þingmaður hafði betur í kjöri um embætti varafor- manns gegn Siv Friðleifsdóttur, þing- manni flokksins, en hann náði þó ekki yfir 50 prósenta markið, eins og áskilið er, fyrr en í annarri umferð. Eygló Harðardóttir, sem settist ný- lega á þing, var kjörin ritari og lagði Sæunni Stefánsdóttur, sitjandi ritara flokksins. Framsóknarflokkur stimplaður til leiks Að loknu einu fjölmennasta flokks- þingi Framsóknarlfokksins frá upp- hafi er ljóst að mikil umskipti og end- urnýjun hefur orðið í forystuliðinu. Langvinn innanmein flokksins kunna nú að vera að baki. Sundurlyndi og slakt fylgi flokksins varð til þess á endanum að reyndir stjórnmálafor- ingjar, Guðni Ágústsson og Valgerður Sverrisdóttir, stigu til hliðar og rýmdu fyrir nýju fólki. Á örlagatímum hef- ur flokkurinn endurnýjað forystuna á afgerandi hátt, samþykkt aðildar- umsókn að Evrópusambandinu með um 90 prósentum atkvæða og auk þess samþykkt tillögur sem miða að aukinni samstöðu um forystumenn flokksins. Einn reyndur flokksmaður taldi víst á fundinum í gær, að ef Sjálf- stæðisflokknum tækist ekki að taka afgerandi afstöðu til aðildarumsókn- ar að Evrópusambandinu eftir 10 daga kynni svo að fara að gramir Evr- ópusinnar innan Sjálfstæðisflokksins kæmu til fylgis við Framsóknarflokk- inn en ekki Samfylkinguna. Tíminn Kallar á róTTæK umsKipTi Framsóknarflokkurinn er fyrstur íslenksra stjórnmálaflokka til að endurnýja forystusveit sína með róttækum hætti á örlaga- tímum. Valgerður Sverrisdóttir, fráfarandi formaður flokksins, kveðst engin merki sjá þess að aðrir flokkar ætli að bregðast við kalli tímans eins og Framsóknarflokkurinn hafi nú gert. Páll Magnússon „Hefði ég náð kjöri sem for- maður hefði það þýtt framboð til alþingis og fleira í þeim dúr. Það kann allt að breytast.“ Mynd BRagi ÞóR JóSeFSSon Valgerður Sverrisdóttir Valgerður Sverrisdóttir var marghyllt á flokksþinginu. Hún tók meðal annars við viðurkenningu úr hendi Sæunnar Stefánsdóttur fyrir að leggja baráttunni fyrir jafnrétti kynjanna lið. Mynd BRagi ÞóR JóSeFSSon Höskuldur Þórhallsson Í nokkrar mínútur leit út fyrir að Höskuldur væri réttkjörinn formaður Framsóknarflokksins. Svo reyndist ekki vera og sagði kjörstjórnin af sér vegna mistaka við kynningu á úrslitum í formannskjörinu. Mynd BRagi ÞóR JóSeFSSon JóHann HaukSSon blaðamaður skrifar: johannh@dv.is „Ég sé engin merki þess að aðrir flokkar séu að bregðast við kalli tím- ans eins og við höfum nú gert. Þetta er róttæk og óvenjuleg breyting. Und- irtektirnar bera vott um bjartsýni.“ Tvær kynslóðir Steingrímur Hermannsson og sonur hans guðmundur Stein- grímsson fylgjast með formanns- kjöri á flokksþinginu í gær. Mynd BRagi ÞóR JóSeFSSon

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.