Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.2009, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.2009, Blaðsíða 4
mánudagur 19. janúar 20094 Fréttir ritstjorn@dv.is Innlendar FréttIr Lokaði brugg- verksmiðju Lögreglan í Reykjavík lokaði bruggverksmiðju í kjallara á Frakkastíg um hádegisbilið í gær. Að sögn lögreglunnar voru tveir menn teknir í skýrslutöku en þeir voru með öll tæki og tól til framleiðslunnar. Framleiðsl- an var minniháttar og voru ein- hver tæki gerð upptæk. Slasaður vél- sleðamaður Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar fékk um miðjan dag í gær beiðni frá Neyðarlínunni um aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar við að sækja slasaðan vélsleða- mann á Lyngdalsheiði. Einnig var tveimur af björgunarsveit- um Slysavarnafélagsins Lands- bjargar gert viðvart. TF-EIR var á sama tíma á leið í reglubundið gæsluflug og fór strax á vettvang. Ekki er vitað hversu alvarleg meiðsli mannsins eru. Ökumaður dottaði Bíll valt á þjóðveginum skammt vestan við Ólafsfjarðarveg um sexleytið í gærmorgun. Þrír pilt- ar voru í bílnum og slösuðust þeir, en þó ekki alvarlega. Að sögn lögreglunnar valt bíllinn og staðnæmdist aftur á hjólunum um 25 metra frá veginum. Einn þeirra var fluttur með sjúkrabíl á slysadeild, en hinir tveir fóru með lögreglunni. Talið er að ökumaður hafi dottað við akst- urinn. Opið í Bláfjöllum Skíðasvæðið í Bláfjöllum var opið í gær, í fyrsta skiptið á nýju ári. Veður var afar hentugt til skíðaiðkunar, þriggja stiga hiti og frábært skyggni. Í Hlíðar- fjalli á Akureyri var einnig opið og er færið þar með besta móti. Á skíðasvæðinu í Tindastól var nægur snjór og færið verulega gott. Á Siglufirði fór fólk einnig á skíði í blíðskaparveðri. Sophia Hansen missti allt í brunanum Ekki er vitað hvað olli brunanum á Klapparstíg 17 aðfaranótt föstudags: Eldur kom upp í húsi á Klapparstíg 17 aðfaranótt föstudags. Níu manns sluppu naumlega úr brunanum en þrjár stúlkur voru fluttar á slysa- deild vegna gruns um reykeitrun, þær voru útskrifaðar mjög fljótlega. Slökkviliðið fékk tilkynningu um eld- inn klukkan hálf fjögur og var húsið alelda þegar það kom á staðinn. Allt vakthafandi slökkvilið á höfuðborg- arsvæðinu var sent á staðinn og allir slökkviliðsmenn á frívakt voru ræstir út. Í heildina barðist 70 manna lið við að slökkva eldinn og verja nálæg hús. Rúður í nálægum húsum voru farn- ar að springa og eldtungur voru ná- lægt húsunum um tíma, en slökkvi- lið kom í veg fyrir að eldurinn næði að breiða úr sér. Strætisvagn kom frá slökkviliðinu til að hýsa íbúa hússins um tíma en starfsmenn Rauða kross- ins tóku á móti fólkinu í vagninum sem ók því til vina og vandamanna. Sophia Hansen bjó á neðstu hæð hússins og í samtali við Stöð 2 sagði hún að hún hefði misst allt sitt í brunanum og eina sem hún ætti eftir væru bolurinn og buxurnar sem hún var í þegar hún fór út úr húsinu.Hún tapaði einnig persónulegum mun- um frá dætrum sínum Dagbjörtu og Rúnu. Húsið sem brann er gjörónýtt og er verið að vinna í því að rífa það niður. Lögreglan rannsakar upptök eldsins og samkvæmt rannsókn- ardeild lögreglunnar er ekki vitað hvort um íkveikju sé að ræða. bodi@dv.is Heimilið brunnið Þrjár stúlkur voru fluttar á slysa- deild vegna gruns um reykeitrun eftir brunann á Klapparstíg en níu manns sluppu naumlega. Mynd: Kristinn Magnússon Óvissa er uppi um hvaða verklagsreglum starfsmenn nýju bankanna fylgja segir Bogi guðmundsson lögfræðingur. Hann segir að starfsmenn nýju bankanna fari eftir reglu- verki gömlu bankanna en ekki þeirra nýju við meðferð á skuldsettum fyrirtækjum. Bogi hefur sent ábendingu þess efnis til umboðsmanns Alþingis. SkuLdSett veL rekin fyrirtæki fái að Lifa „Starfsmenn bankanna virðast oft á tíðum ekki átta sig á því að reglu- verkið sem þeir þurfa að fylgja eftir ríkisvæðingu bankanna er annað en það sem gilti þegar bankarnir voru einkareknir,“ segir Bogi Guðmunds- son, lögfræðingur hjá Opus lög- mönnum, sem sent hefur ábendingu til umboðsmanns Alþingis þar sem hann gagnrýnir hvernig tekið er á skuldsettum fyrirtækjum innan nýju bankanna. Að sögn Boga sýna starfsmenn bankanna sumum fyrirtækjum í greiðsluerfðileikum meiri skilning en öðrum þegar tekin er ákvörðun um hvort keyra eigi fyrirtækin í þrot og selja þau eða hvort leyfa eigi fyr- irtækjunum að starfa áfram. Bogi hefur á síðustu mánuðum átt í við- ræðum við nýju bankana fyrir hönd ýmissa skuldsettra fyrirtækja sem tóku lán af gömlu bönkunum og eiga nú í greiðsluerfiðleikum. stefnuleysi innan bankanna Bogi segir að setning neyðarlag- anna í haust og ákvörðun Fjármála- eftirlitsins (FME) um framsal eigna og skulda frá gömlu bönkunum til nýju bankanna leiði af sér að mjög sterk málefnaleg rök þurfi að vera fyrir hendi til að ríkisbankarnir keyri fyrirtæki í þrot og selji þau til þriðja aðila. „Fyrir ríkisvæðingu bankanna giltu almennar reglur einkaréttarins og því þurfti ekki að taka tillit til þess- ara sjónarmiða,“ segir Bogi. Bogi segist hafa tekið eftir því í vinnu sinni eftir ríkisvæðingu bank- anna að hingað til hafi ríkt nokk- urt stefnuleysi innan bankanna um hvernig taka eigi á málum skuldsettra fyrirtækja. „Mér finnst stundum eins og starfsmenn bankanna móti þess- ar verklagsreglur en ekki æðstu ráða- menn bankanna,“ segir Bogi. Hann segir að í neyðarlögunum og ákvörð- un FME felist að nýju bankarnir hafi einkarétt á þeim skuldakröfum ís- lenskra fyrirtækja sem stofnað var til í gömlu bönkunum og að þeir hafi þar af leiðandi gríðarlegt vald yfir framtíð fyrirtækja í landinu. „Bank- arnir geta því ekki farið með þessar kröfur eins og þeim sýnist: gengið hart fram gegn sumum fyrirtækjum en ekki gegn öðrum sem eru í sam- bærilegri stöðu. Það þurfa að gilda mjög skýrar og afdráttarlausar regl- ur um það í bönkunum hvernig á að taka á málum þessara skuldsettu fyr- irtækja svo allir fái tilsvarandi með- ferð,“ segir Bogi. Vel rekin fyrirtæki fái að lifa Bogi segir að ef fyrirtækin séu vel rekin og hafi góða rekstrarsögu séu meiri líkur á að þau geti búið til góð- an tekjugrundvöll fyrir bankana og þjóðarbúið til lengri tíma litið en ef fyrirtækið er selt til þriðja aðila á út- söluverði. „Þetta er einmitt vandamál- ið því ef vel rekið fyrirtæki er selt eru hagsmunir bankans og þjóðarbúsins ekki hafðir að leiðarljósi til lengri tíma litið því bankinn verður af þeim tekj- um sem skapast í vel reknu fyrirtæki. Það má ekki bara horfa á skammtíma- hagsmuni bankans: að fá peninga inn í bankann sem fyrst,“ segir Bogi og bætir því við af vel rekið fyrirtæki sé sett í þrot glatist mannauðurinn í fyr- irtækinu og þau verðmæti sem felist í reynslu eigenda fyrirtækisins. Hann segir þó að þetta eigi ein- göngu við um vel rekin fyrirtæki með góða rekstrarsögu því ef fyrirtæki séu illa rekin neyðist bankarnir hreinlega til að taka til sín eignir fyrirtækisins og koma þeim í hendur þriðja aðila til að reyna að hámarka verðmæti fyrirtæk- isins. Bogi segir að það sé gagnrýnivert ef nýju bankarnir eru reiðubúnir að afskrifa skuldir fyrirtækja fyrir þriðja aðila sem kaupir skuldsett fyrirtæki en séu ekki reiðubúnir að gera það fyr- ir núverandi eigendur fyrirtækja sem eru vel rekin. En mörg fyrirtækjanna sem Bogi vinnur fyrir hafa óskað eft- ir slíkum lánaafskriftum frá bönkun- um svo þau geti haldið áfram rekstri og greitt afborganir og vexti af eftir- stöðvum lána sinna. Óvissunni verði eytt Bogi segir að það sé því mikilvægt að yfirmenn bankanna kynni nýju verklagsreglurnar fyrir starfsmönn- um sínum svo óvissunni um hvaða reglum þeir eigi að fara eftir verði eytt. „Öll skuldsett fyrirtæki þurfa að sitja við sama borð og þurfa verk- lagsreglur bankanna að kveða skýrt á um það,“ segir Bogi og bætir því við að það sé jákvætt að einn bankanna hafi nú þegar gefið út nýjar verklags- reglur og að hinir bankarnir hafi gef- ið út að þeir muni birta sínar reglur bráðlega. „Þetta er einmitt vandamálið því ef vel rekið fyrirtæki er selt eru hagsmunir bankans og þjóðarbúsins ekki hafðir að leiðarljósi til lengri tíma litið því bankinn verður af þeim tekjum sem skapast í vel reknu fyrirtæki.“ Bogi guðmundsson Segir að óvissa ríki meðal starfs- manna nýju bankanna um hvaða verklagsreglum þeir eigi að fylgja: reglum gömlu bankanna eða þeirra nýju. mynd: róbert reynisson ingi F. VilHjálMsson blaðamaður skrifar ingi@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.