Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.2009, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.2009, Blaðsíða 14
mánudagur 19. janúar 200914 Umræða Spurningin „Nei, hann var svo upptekinn í meðferðinni að hann hefur örugglega gleymt því,“ segir Friðrik Ómar söngvari sem er nýkominn úr detoxi hjá jónínu Ben ásamt gunnari Þorsteinssyni í Krossinum. Reyndi GunnaR að afhomma þiG? Sandkorn n Enn situr allt varðandi sölu Árvakurs til „áhugasamra fjár- festa“ undir handleiðslu Einars Sigurðssonar forstjóra. Hermt er að það sé ekki síst vegna þess hve daglegur rekstur fyrir- tækisins er þungur og fjárfest- arnir hafi áhyggjur af því að fé þeirra brenni upp jafnvel þótt stór hluti skulda upp á 5 millj- arða króna verði felldur niður. Meðal þeirra sem sagðir eru vera áhugasamir er Guðbjörg Matthíasdóttir, ekkja Sigurðar Einarssonar útgerðarmanns í Vestmannaeyjum, en hún var svo stálheppin að selja í Glitni korteri áður en bankinn var þjóðnýttur. n Það er Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson sem er helsti hvatamaður þess að Guðbjörg Matthías- dóttir gerist fjárfestir í Mogganum. Gunnlaug- ur þykir einnig vera handgeng- inn Davíð Oddssyni seðlabankastjóra sem er einkar áhugasamur um að hans fólk, Evrópuandstæðingar, komist yfir blaðið. Það skemmir svo ekki fyrir að formaður banka- ráðs Glitnis er Valur Vals- son sem er nátengdur Styrmi Gunnarssyni og þar með Dav- íð. Vandinn er sá að skuldanið- urfelling er snúin við ríkjandi aðstæður. Vefsíðan Orðið á götunni telur sig hafa vissu fyr- ir því að unnið sé að því flytja stóran hluta skulda Árvakurs yfir á prentsmiðjuna sem yrði í sjálfstæðri eigu, líklega ríkisins. n Guðni Ágústsson og Valgerð- ur Sverrisdóttir, fyrrverandi formenn Framsóknarflokksins, þykja hafa axlað sína ábyrgð á hruni Íslands með því að víkja og hleypa að nýrri forystu. Þar með eykst krafan á aðra hruna- flokka að gera slíkt hið sama. Þykir mörgum eðlilegt að Geir H. Haarde forsætisráðherra og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra taki hatt sinn og staf og gefi eftir forystuhlut- verk sitt. n Samfylkingin bókstaflega logar af kröfum um að flokk- urinn taki frumkvæði um að hreinsa til í kerfinu og byggja upp traust milli stjórn- valda og almenn- ings í landinu. Vandinn liggur í því að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir glímir við sín alvar- legu veikindi og flokksmenn eru hikandi. En jafnvel þótt hún vildi stíga til hliðar eru fáir sem trúa á handleiðslu Ágúst- ar Ólafs Ágústssonar varafor- manns. Því er talið nauðsynlegt að efna til landsfundar og kjósa nýja forystu ef Ingibjörg Sólrún ákveður að víkja til hliðar á meðan hún berst við veikindi sín. LyngháLs 5, 110 Reykjavík Útgáfufélag: Útgáfufélagið Birtíngur ehf. Stjórnarformaður: hreinn Loftsson framkvæmdaStjóri: elín Ragnarsdóttir ritStjórar: jón Trausti Reynisson, jontrausti@dv.is og Reynir Traustason, rt@dv.is fréttaStjórar: Brynjólfur Þór guðmundsson, brynjolfur@dv.is og Þórarinn Þórarinsson, toti@dv.is auglýSingaStjóri: ásmundur helgason, asi@birtingur.is dv á netinu: dv.is aðalnúmer: 512 7000, ritstjórn: 512 7010, ásKriftarsími: 512 7080, auglýsingar: 515 70 50. Umbrot: dv. Prentvinnsla: landsprent. Dreifing: árvakur. dv áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. „Ég hef fremur kosið að mæta með börnin mín á mótmælin heldur en að fá pössun.“ n Þórarinn Einarsson mótmælandi mætir á hver einustu mótmæli með ýmist sex mánaða dóttir sína í fanginu eða tveggja ára son í kerru. - DV „Ég ætla að láta gamlan draum rætast.“ n Björn Ingi Hrafnsson fyrrverandi ritstjóri Markaðarins, viðskiptablaðs Fréttablaðsins, um starfslok sín á blaðinu. - mbl.is „Það ætti hvergi annars staðar að vera betra að hreinsa sig en á Íslandi þar sem mengunin er minnst.“ n Jónína Benediktsdóttir um detox-meðferðir sínar í Póllandi og góðan árangur íslendinga þar undanfarið. - visir.is „Ég hef meira að segja sagt að nágrannar mínir í Árbænum, sem ekki komast með lopann sinn til Landflutninga, megi koma honum heim til mín og ég komi honum til skila.“ n Metnaðarfull Kolbrún Björnsdóttir um söfnun á íslenskum lopa fyrir breska eldri borgara. - DV „Já, það er rétt. Fólk var að tala um að við höfum ekki verið nógu hátíðlegar í klæðnaði.“ n Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir um rauðu peysurnar sem hún og Eva María Jónsdóttir klæddust í fyrsta þætti Söngvakeppni Sjónvarpsins. Framsókn axlar ábyrgð Leiðari Framsóknarflokkurinn er eini stjórn-málaflokkurinn sem svarað hefur þeirri kröfu almennings að skipta út forystu sinni. Á þingi flokksins í gær höfnuðu fulltrúar flokksins því að kjósa til formanns einstakling sem er innviklað- ur í vafasama fortíð flokksins. Nýr formaður er óflekkaður af spillingu þeirra sem lögðu grunninn að hruni Íslands með einkavæð- ingu ríkisbanka til bandamanna og almennri óráðsíu í rekstri ríkisins. Framsóknarflokk- urinn hefur lengi verið með þá ímynd að vera spilltur og vinavænn í flestum sínum gjörð- um. Ímynd er annað en veruleiki og víst að ekki er hægt að klína öllu því á flokkinn sem aflaga hefur farið í samfélaginu. Sjálfstæðis- flokkurinn ber þar mun stærri sök sem leið- andi í efnahagsmálum þjóðarinnar langt á annan áratug. En þar á bæ hafa menn ver- ið með betri spunameistara á sínum snær- um og því hefur flokkurinn ekki fengið yfir sig eins sterka spillingaráru í umræðunni. Framsókn hefur setið uppi með að hafa lát- ið flokksmenn sína hafa Búnaðarbankann. Færri töluðu um þau helmingaskipti sem áttu sér stað þegar vildarvinir Sjálfstæðis- flokksins fengu Landsbankann og steyptu þjóðinni fram af hömrum eftir að hafa sog- að til sín sparifé útlendinga. Val framsóknar- manna á nýjum formanni, óháðum gömlu valdaklíkunni, felur í sér von um að kannski muni Nýja-Ísland verða betra og óspilltara samfélag. Kannski verður hrunið til þess að siðvæða Ísland að nýju. En Framsóknar- flokkurinn er í raun aðeins lítill hluti vand- ans. Nú verða flokksmenn annarra flokka að gera slíkt hið sama og skipta út því liði sem kom þjóðinni á vonarvöl. Framsóknarflokk- urinn hefur axlað ábyrgð sína. Nú eiga hinir flokkarnir leik. ReyniR TRausTason RiTsTjóRi skRifaR: Nú eiga hinir flokkarnir leik bókStafLega Mótmælaöldunni linnir ekki. Kannski þvert á spár og örugglega þvert á vonir. Sumra. Veruleikinn sí- ast smátt og smátt inn í þjóðina, eitt kurl í dag og annað á morgun. En hverjir eru duglegastir að mæta og hverjir latastir? Flokkur 1. Aðgerðarsinnar. Hópur fólks sem mótmælir valdstjórninni á pólitískum forsendum og beitir til þess ýmsum ráðum, til dæmis borg- aralegri óhlýðni. Þessi aðferð er tor- tryggð en að sama skapi oft árang- ursrík. Mannkynssagan færir okkur sanninn um það. Þessi hópur á sér í senn fyrirlitningu og aðdáun. Flokkur 2. Lambhúshetturn- ar. Öflugur hópur en ótrúverðug- ur vegna felubúningsins. Rökin eru útskúfun annars en málstaður án andlits er ónýtur. Útskúfun er nesti mótmælandans og óumflúið. Hulin andlit minna líka á klanið og stend- ur mörgum stuggur af slíku. Eðli- lega. Flokkur 3. Almenningur. Fjöl- mennasti mótmælendahópurinn og mætir til að láta óánægju sína í ljós. Stjórnarandstæðingar fylla þennan hóp, örgustu kommaafturhaldstitt- ir sem og liðhlaupar stjórnarflokk- anna. Þetta fólk hugsar ráðamönn- um þegjandi þörfina og bíður síns tíma eða gleymir. Flokkur 4. Hinn þögli meirihluti. Megn þjóðarinnar og getur skipt sköpum á hvorn vænginn hann hallast. Þessi hópur er seinþreyttur til vandræða en mun læðast úr híð- um eftir því sem hallærið eykst. Flokkur 5. Samsekir. Ráðamenn, flokksgæðingar og fylgismenn. Þetta fólk metur mótmælin í fjarlægð og bíður þess að linni. Gerist það ekki munu margir yfirgefa skápa sína og ganga til liðs við óvininn. Þegar eru innviðir farnir að bresta. Þessi ríkisstjórnin hefur, eins og sú fyrri, vanvirt lýðveldishugsjón- ina, troðið henni í svaðið og upp- hafið klíkusamfélag fáeinna. Tróna nú á toppnum en ekki sem ígildi lífs heldur dauða. Íslenzkum almenn- ingi líður eins og hræjum undir ásjónu þessara gamma. Mótmæli munu því halda áfram og fari illfygl- in ekki með góðu má eins búast við illu. Flokkarnir fimm kjaLLari LÝÐUR ÁRNASON heilbrigðisstarfsmaður skrifar „Þessi ríkisstjórnin hefur, eins og sú fyrri, vanvirt lýðveldishugsjónina, troðið henni í svaðið og upphafið klíku- samfélag fáeinna.“ Svona er íSLand

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.