Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.2009, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.2009, Blaðsíða 17
mánudagur 19. janúar 2009 17Sport Dísel-sigur í Dakar Suður-afríski ökuþórinn giniel de Villiers sigraði í hinu feikilega erfiða dakar-ralli. Hann kom fyrstur í mark í Buenos aires í argentínu á fjórtándu sérleið rallsins sem hann sigraði í með tveggja sekúndna mun. Hann vann í rallinu hins vegar með níu mínútna mun en annar var liðsfélagi hans, mark miller, frá Bandaríkjunum. Báðir óku þeir Volkswagen-bílum sem báðir voru knúnir áfram með díselolíu en þetta var í fyrsta skiptið sem díselbíll sigrar í rallinu. mitsubishi sem sigrað hefur í rallinu undanfarin sjö ár mætti einnig í fyrsta skiptið á díselbíl og þurfti að sjá á eftir sigrinum til þýska bílaframleiðand- ans. Í flokki mótorhjóla var lítil spenna en Spánverjinn marc Coma vann þar algjöran yfirburðasigur. 50 stiga Börsungar Barcelona lagði deportivo La Coruna að velli í spænsku úrvalsdeildinni á laugardaginn, 5-0, þar sem Börsungar réðu lögum og lofum frá upphafi til enda. Lionel messi kom heimamönnum á bragðið en Thierry Henry og Samuel Eto´o bættu hvor sínum tveimur mörkunum við. með sigrinum náði Barcelona fimmtíu stigum í deildinni eftir aðeins nítján leiki en það er met í deildinni. Barcelona hefur nú tólf stiga forskot á Sevilla og Villarreal sem eru með þrjátíu og átta stig. að auki hefur Barcelona skorað langmest allra liða í Evrópu en í þessum nítján leikjum hafa Börsungar skorað 59 mörk eða ríflega þrjú að meðaltali í hverjum leik. Til viðbótar státa þeir af bestu vörninni á Spáni en Barcelona hefur aðeins fengið á sig þrettán mörk. Eiður Smári guðjohnsen kom ekkert við sögu hjá Barcelona í leiknum en Lionel messi sem skoraði fyrsta markið gaf lítið fyrir metið aðspurður eftir leik. „Þetta met gefur okkur ekkert. met eru aðeins viðmið sem maður setur sjálfur til þess að bæta aftur. Við verðum að halda áfram svona til þess að ná lokatakmarkinu sem er að vinna titla,“ sagði messi. Haukar misstigu sig í safamýri Efsta lið n1-deildar kvenna, Haukar, þurfti að sætta sig við jafntefli þegar það sótti Fram heim í Safamýrina á laugardaginn. Haukar voru tveimur mörkum yfir í hálfleik, 14-12, en á endanum skiptu liðin stigunum á milli sín með jafntefli, 30-30. Stella Sigurðardóttir var markahæst heimastúlkna með tíu mörk en Sara Sigurðardóttir og Karen Knúts- dóttir skoruðu fjögur hvor. Hanna g. Stefánsdóttir skoraði tíu mörk fyrir Hauka en ramune Pekarskyte sex. Haukar halda toppsætinu með 23 stig en Stjarnan er stigi á eftir og á leik til góða. Casey sigraði í aBu DHaBi Englendingurinn Paul Casey bar sigur úr býtum á meistaramóti golfara í abu dhabi á tuttugu og einu höggi undir pari en í öðru sæti urðu Suður-afríkumað- urinn Louis Oosthuizen og Þjóðverjinn martin Kaymer á tuttugu höggum undir pari. Casey var með sex högga forystu þegar aðeins níu holur voru eftir en vann aðeins með minnsta mun. Casey vann þetta mót einnig 2007 en hann hefur ekki sigrað síðan á Evrópu- mótaröðinni. Hann fékk fyrir sigurinn ríflega 41 milljón króna og lyfti sér með sigrinum upp í 21. sæti heimslistans. Liverpool getur endurheimt efsta sæti ensku úrvalsdeildarinanr í knatt- spyrnu þegar liðið tekur á móti Evert- on í slagnum um Bítlaborgina í kvöld. Englandsmeistarar Manchester Unit- ed skutu sér á toppinn í gær með marki á lokamínútunni gegn Bolton en Rafa- el Benitez, knattspyrnustjóri Liverpool, er sallarólegur yfir stöðunni. „Staðan í deildinni núna breytir engu. Hvað sem United gerir þurfum við að fá þrjú stig í hverjum einasta leik og hvað þá í nágrannaslagnum,“ segir Benitez. „Það er mikið talað um stöðu okkar þar sem við höfum verið mikið á toppnum. Það sem fólk þarf að átta sig á er að ég bjóst aldrei við því að vinna meistaratitilinn í janúar,“ seg- ir Benitez sem horfir jákvæðum aug- um á stöðuna. „Ef við verðum ekki á toppnum eft- ir leikinn gegn Everton kemur önn- ur umferð þar sem við reynum að ná í þrjú stig og koma okkur á toppinn þá. Við erum að fá menn úr meiðsl- um og ég hef mikla trú á mínu liði. Það er vissulega smá spenna í okkar hópi vegna stöðunnar í deildinni en við tökumst bara á við einn leik í einu,“ segir Benitez. Everton hefur gengið mun betur undanfarið þó liðið sé ekki með fram- herja í heilu lagi. Sterk vörn Evert- on hefur haldið hreinu æ oftar og má fastlega búast við að þeir bláu leggi allt í sölurnar eftir 2-0 tap á heimavelli í fyrri slag liðanna á tímabilinu. „Þetta er búið að vera erfitt en strák- arnir hafa sýnt mikinn karakter í gegn- um öll þessi meiðsli og vesen á okkur til að byrja með. Við erum tilbúnir í þennan leik held ég en það hefur ver- ið erfitt að halda spennustiginu réttu fyrir þennan merka leik,“ segir knatt- spyrnustjóri Everton, David Moyes. tomas@dv.is Liverpool verður að leggja Everton í kvöld til að endurheimta efsta sætið: grannarnir stanDa í vegi Síginn grásleppa og saltfiskur alla daga Grandagarði 9 • 101 Reykjavík Sími 517 3131 • sjavarbarinn.is sjavarbarinn@gmail.com 50% afsláttur á kvöldinn af sjávarréttahlaðborðinu Kr. 1.300 (áður kr. 2.600) Allt lagt undir Það sjást jafnan skrautlegar tæklingar þegar barist er um Bítlaborg- ina. og vítaspyrna dæmd sem þótti um- deild þar sem brotið var á mörkunum að vera innan teigs. Villa heppið aftur og Gareth Barry negldi vítaspyrnunni í markið. Lokatölur 1-2 og Aston Villa áfram í fjórða sæti. Hollensk himnasending Robin van Persie var allt í öllu hjá Ars- enal þegar liðið vann góðan útisigur á Hull sem áður hafði unnið Byssurnar á Emirates. Kraftar Van Persies nýtt- ust fyrst eftir hálftímaleik þegar horn- spyrna hans rataði á kollinn á Emm- anuel Adebayor og Arsenal komið yfir. En Tígrarnir bitu frá sér í seinni hálfleik og jöfnuðu leikinn með skalla Daniels Cousin á 65. mínútu og heimamenn trylltust af fögnuði. Arsenal-menn voru ekki sáttir við eitt stig og sóttu til sigurs. Þegar tíu mínútur lifðu leiks átti Van Persie góða sendingu á Sam- ir Nasri sem skoraði með góðu skoti. Það var svo danski varamaðurinn Bendtner sem skoraði þriðja mark- ið skömmu síðar eftir frábæran sam- leik við téðan Robin van Persie, mann leiksins. Sigur Arsenal gefur til kynna að Lundúnaliðið ætli ekki að missa toppliðin og Aston Villa frá sér á stiga- töflunni. Sex stig skilja að Arsenal og topplið United. Zaki svefnlaus Trilljónaklúbburinn Manchester City þurfti að hafa mikið fyrir 1-0 heima- sigri sínum gegn Wigan. Pablo Zab- aleta skoraði eina mark leiksins snemma í seinni hálfleik en City get- ur ekki síður þakkað Amr Zaki, leik- manni Wigan, fyrir stigin þrjú. Heima- menn í City spiluðu fínan bolta í fyrri hálfleik og Robinho fór illa að ráði sínu í tvígang í ágætum færum. Wigan kom ákveðnari til leiks í seinni hálfleik en gat ekki stöðvað þrumuskot Zabalet- as af 20 metra færi. City var komið á bragðið sem breyttist í óbragð þegar varnartröllið Richard Dunne lét reka sig af velli eftir heimskulegt brot á Amr Zaki. Wigan gekk á lagið, freistaði þess að jafna og næst því komst Zaki þegar hann klúðraði eins góðu færi og hugs- ast getur. Hreinlega með ólíkindum að hann hafi ekki hitt rammann í dauða- dauðafæri fyrir opnu marki. Hann hef- ur þurft eitthvað sterkara en flóaða mjólk til að sofna um nóttina. Tveir sárir 1-0 tapleikir í röð gegn liðum frá Manchester-borg. Banastuð á botninum Botnliðin West Brom og Blackburn voru heldur betur í gírnum og sigruðu í sínum leikjum örugglega 3-0. Black- burn bakaði dauða risann í norðri, Newcastle, með þremur mörkum í seinni hálfleik. Benny McCarthy reið á vaðið á 61. mínútu með marki úr víti, Jason Roberts bætti öðru við skömmu síðar og svo aftur undir lok leiksins. Góður sigur hjá Big Sam sem lyftir lið- inu upp af fallsvæðinu. WBA neitar að gefast upp og hefur girt sig hressilega í brók undanfarið. Liðið sýndi Middl- esbrough enga gestrisni og sigraði ör- ugglega með marki snemma leiks frá Cris Brunt og tveimur mörkum í seinni hálfleik frá Robert Koren. WBA er enn í bullandi fallhættu en er nú með 21 stig eins og fimm önnur lið og aðeins 3 stigum frá 12. sætinu. Botninn hefur sjaldan eða aldrei verið eins þéttur um þetta leyti árs. Hamrar í ham Í gær kom West Ham sér upp úr átt- unda sæti ensku úrvalsdeildarinnar með sigri á Fulham, 3-1, og hefur nú unnið þrjá leiki af síðustu fjórum und- ir stjórn Ítalans smá en knáa. David Di Michele kom heimamönnum yfir snemma leiks en Paul Konchesky jafn- aði fyrir Fulham með glæsimarki stuttu síðar og var jafnt í hálfleik, 1-1. Í seinni hálfleik fór Carlton Cole illa með Ful- ham en hann fiskaði vítaspyrnu á 60. mínútu sem Mark Noble skoraði úr og bætti svo við marki sjálfur áður en yfir lauk. Zola brosti sínu fegursta enda góður sigur hjá West Ham sem er komið með 29 stig en Fulham hefur áfram 26 stig, í 10. sæti. Fulham á þó tvo leiki til góða. Jafnt hjá liðum Harrys Tottenham tók á móti Portsmouth og skildu liðin jöfn, 1-1. David Nugent skoraði mark Portsmouth en Jerma- ine Defoe, sem gekk í raðir Tottenham að nýju frá Portsmouth í mánuðinum, jafnaði metin. Leikurinn var mjög fjör- ugur og mikið af markskotum en það var Portsmouth sem komst yfir þeg- ar David Nugent skoraði eftir tæplega klukkustundar leik. Ellefu mínútum síðar jafnaði Jermaine Defoe metin. Darren Bent fékk kjörið tækifæri til að stela sigrinum undir lokin en skalli hans af metra færi fór framhjá við litla hrifningu Harrys Redknapp sem tryllt- ist á hliðarlínunni. Hermann Hreið- arsson kom inn á í uppbótartíma og kom eðlilega litlu í verk nema að berja Jermaine Defoe lítillega í leikslok, sem er merki um vinarþel hjá Eyjamann- inum vaska. Leikurinn í gær var sá 22. sem Gareth Bale er í byrjunarliði Tott- enham án þess að vinna sigur. Merki- legt met. Ekki vantaði fjörið og dramatíkina í 22. umferð ensku Úrvaldeildarinnar. Manchest- er United tyllti sér á topp eftir nauman sig- ur á Bolton. Chelsea telfdi á tæpasta vað og rændi þremur stigum af Stoke. Robin van Persie sló í gegn í Hull, botnliðin fóru ham- förum og Amr Zaki þarf líklega á svefnlyfj- um að halda. Og ekki er allt búið enn því í kvöld fer fram baráttan um Bítlaborgina þar sem toppsætið er aftur að veði. VISTASKIPTI Á TOPPNUM Þrautgóður Frank Lampard skoraði sigurmark Chelsea í uppbótartíma.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.