Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.2009, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.2009, Blaðsíða 19
mánudagur 19. janúar 2009 19Sviðsljós Michael Jackson hefur varla farið út úr húsi nema með grímu fyrir vitum sér undanfarin ár, nú virðist hann hins vegar vera byrjaður að hylja gjörsamlega allt andlit sitt með hvít- um klút. Söngvarinn sást fara inn á einhvers konar heilsugæslu í Beverly Hills á dögunum og ekki nóg með það að hann hyldi á sér allt andlitið heldur var hann líka með klút und- ir hattinum og var engu líkara en hann væri klæddur í kvenmannsdragt. Þegar Jackson sneri svo aftur úti í bíl beið hans fjöldi aðdáenda sem óskuðu eftir eigin- handaráritunum og fá að líta goðið sitt aug- um. Jackson var fús til að gefa nokkrar áritan- ir áður en hann settist aftur upp í svartan bíl sinn með dökku rúðunum og keyrði á brott með snakkpoka í hendinni. Michael Jackson er farinn að hylja á sér allt andlitið með hvítum klút og gengur svo með svartan kvenmanns- klút undir hattinum til að vera sem allra öruggastur. Með gríMu og snakkpoka Beðið eftir goðinu Þegar söngvarinn kom út af heilsugæslunni beið þar hópur aðdáenda. Mættu með gamlar plötur Sumir aðdáendanna hafa eflaust skotist heim og sótt gömlu michael jackson- plöturnar þegar fréttist af söngvaranum í Beverly Hills. Með snakkpoka í annarri michael jackson sást yfirgefa einhvers konar heilsugæslustöð með snakkpoka í hendinni. Með kvenmannsslæðu undir hattinum jackson hefur verið duglegur við að hafa grímu fyrir vitum sér en er nú byrjaður að hylja allt andlitið. Sögur herma að söngvarinn mynd- arlegi John Mayer ætli að biðja Jennifer Aniston á fertugsafmælinu hennar í febrúar næstkomandi. Enn- fremur á hann að vera búinn að láta gera hring sértaklega fyrir hana þar sem hann vill gera þetta sérstakt fyr- ir hana. Star-tímaritið hefur greint frá þessu en ekki hefur komið fram hvernig hann ætlar að fara að þessu. Heimildamaður segir að Jennifer sé hrifinust af grísku brúðkaupi en hún er ættuð þaðan. Kannski John nýti sér það einhvern veginn til að gleðja spúsuna. Bónorð á afMælisdaginn

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.