Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.2009, Blaðsíða 12
mánudagur 19. janúar 200912 Fréttir
Skaut að drengnum
Kúlunni, sem banaði hinum
fimmtán ára Alexis Grigoropoulos,
var skotið að honum af lögreglu-
manni, en ekki upp í loftið eins og
lögreglumaðurinn hefur haldið
fram. Dauði drengsins leysti úr
læðingi verstu óeirðir í Grikklandi
um áratugaskeið.
Núna, sex vikum eftir atvikið, hafa
sérfræðingar skorið úr um að lög-
reglumaðurinn, Epameinondas
Korkoneas, hafi skotið í áttina að
Alexis Grigoropoulos. Korkoneas
hefur fullyrt að hann hafi skotið
viðvörunarskoti upp í loftið.
Vísindamenn hafa komist að því að
ánægja kvenna af kynmökum er í
beinu samhengi við stærð banka-
innistæðu rekkjunautarins.
Því ríkari sem maðurinn er því oft-
ar fá konur kynferðislega fullnægju.
„Tíðni fullnægingar konunnar eykst
með tekjum rekkjunautar hennar,“
sagði doktor Thomas Pollet, sálfræð-
ingur við Newcastle-háskólann, sem
stendur að baki rannsókninni.
Hann telur að um sé að ræða „þró-
unaraðlögun“ sem valdi því að konur
byggi val sitt á karlmönnum á skynj-
un á gæðum þeirra.
Það er talið ljóst að niðurstöður
rannsóknarinnar verða umdeildar
því þær gefa í skyn að konur séu for-
ritaðar til að vera gullgrafarar.
Niðurstöðurnar falla hins vegar
að öðrum rannsóknum sem snúa að
þróunarsálfræði, en samkvæmt þeim
er bæði karlmönnum og kvenmönn-
um erfðafræðilega eðlilegt að nytja
hvort annað með það fyrir augum að
auka líkurnar á því að eigið erfðaefni
lifi af.
Kynferðisleg fullnæging kvenna
hefur verið efni fjölda rannsókna
því hún virðist ekki hafa nokkurn til-
gang með tilliti til fjölgunar. Konur
geta orðið barnshafandi þó þær njóti
engrar ánægju í kynlífi.
Í dýraríkinu er kynferðisleg full-
næging á borð við þá sem konur upp-
lifa nánast með öllu óþekkt fyrirbæri.
Svipaða upplifun, upp að einhverju
marki, er þó að finna á meðal nokk-
urra tegunda prímata, og eftir stend-
ur spurningin af hverju maðurinn
hafi þróað með sér þessa ánægju.
Pollet og Nettle hafa velt spurn-
ingunni fyrir sér um árabil. Þeir eru
þeirrar skoðunar að allt sem maður-
inn gerir, hvernig hann daðrar, stund-
ar kynlíf, elur upp börn sín, sé und-
ir sterkum áhrifum af erfðafræðilegri
sögu mannsins.
Niðurstöðurnar gefa ástæðu til
endurmats á ástæðum þess að ungt
kvenfólk laðast að Hugh Hefner, Ron
Wood og fleiri öldungum.
Kynferðisleg ánægja kvenna beintengd auði makans:
Eftirsóknarverðir rekkjunautar
Þykkt veski Ekki
bara gott í verslun-
arleiðangra.
Sérfræðingar í málefnum Austur-Evr-
ópu eru ekki bjartsýnir á þróun mála
í þeim heimshluta. Að þeirra mati
er líklegt að óeirðir og götubardagar
setji svip sinn á Búlgaríu, Rúmeníu og
Eystrasaltslöndin, samfara verðbólgu,
auknu atvinnuleysi og kynþátta-
spennu. Austur-Evrópa stefnir að of-
beldisfullu „óánægjuvori“ samkvæmt
sérfræðingunum sem óttast að nið-
ursveiflan í efnahagsmálum muni or-
saka mikla ólgu á götum borga í áður-
nefndum löndum.
Þjóðir sem hafa orðið sérstaklega
illa úti vegna efnahagskreppunnar
standa frammi fyrir pólitískum óstöð-
ugleika og samfélagsþrengingum, sem
og aukinni spennu á milli kynþátta.
Í síðustu viku beitti lögreglan í
Vilníus í Litháen táragasi gegn mót-
mælendum sem köstuðu grjóti að lög-
reglumönnum sem voru á vakt fyr-
ir utan þing landsins. Mótmælendur
voru að mótmæla sparnaðaraðgerð-
um ríkisstjórnarinnar sem meðal ann-
ars fela í sér skattahækkanir og lækk-
un bóta.
Í Sofíu í Búlgaríu voru um eitthundr-
að og fimmtíu manns handteknir
og að minnsta kosti þrjátíu særðust í
heiftarlegum mótmælum. Yfir hundr-
að manns voru handteknir í Ríga, höf-
uðborg Lettlands, í kjölfar átaka á milli
öryggissveita og mótmælenda.
Hrun í kjölfar hagvaxtar
Samkvæmt nýju mati mun hagvöxtur
einhverra Austur-Evrópuríkja verða
um fimm prósent á þessu ári sem er
fjarri þeim mikla hagvexti sem hef-
ur verið undanfarin ár og spáð er að
verðbólga fari jafnvel yfir þrettán pró-
sent.
Margir óttast að Rúmenía, sem fékk
aðild að Evrópusambandinu ásamt
Búlgaríu árið 2007, muni verða næsta
fórnarlamb ólgu í samfélaginu.
Luca Niculescu, framkvæmdastjóri
fjölmiðlafyrirtækis í Búkarest, sagði í
viðtali við breska dagblaðið Guardian
að öruggt væri að fólk flykktist út á götur
á næstu mánuðum. „Dag hvern heyrum
við af enn einni verksmiðjunni sem hef-
ur verið lokað eða flutt starfsemi sína til
útlanda. Við erum með nýja ríkisstjórn
sem virðist ekki hafa mikil áhrif. Við höf-
um vanist háum vöxtum. Þetta er eld-
fimur kokkteill,“ sagði Niculescu.
Uppsagnir í vændum
Stór rúmensk fyrirtæki hafa hót-
að stórfelldum uppsögnum, þeirra á
meðal framleiðandi Dacia-bifreiðar-
innar. Þar gætu allt að fjögur þúsund
manns misst vinnuna ef ekki tekst að
glæða sölu bifreiðarinnar lífi.
Bílaframleiðandinn Renault á Dac-
ia og framleiðsla hefur nú þegar legið
niðri í tvo mánuði eftir að eftirspurn
minnkaði um helming.
Öryggisráðgjafi rúmensku ríkis-
stjórnarinnar, Marius Oprea, sagði að
efnahagskreppan myndi valda „alvar-
legum vandamálum fyrir miðstéttina“.
Að hans sögn munu skatttekjur ríkisins
minnka og opinberum starfsmönnum
verður fækkað „og laun þeirra munu
minnka að raungildi“.
Annað vandamál sem Rúmen-
ar, líkt og aðrar þjóðir í grenndinni,
glíma við er að margir íbúðareigend-
ur í miðstéttinni hafa tekið íbúðalán í
evrum. Gjaldmiðill þjóðarinnar hef-
ur fallið sem gerir að verkum að erf-
iðara reynist að greiða af íbúðalán-
um.
„Við munum reyna viðræður, en
ef þær bera ekki árangur munum við
berjast fyrir hagsmunum skjólstæð-
inga okkar með öllum ráðum. Við vilj-
um vera hluti af lausninni, ekki vanda-
málinu, en staðan er mjög alvarleg,“
sagði einn rúmenskur verkalýðsfor-
kólfur í síðustu viku.
Illa í stakk búnar
Doktor Jonathan Eyal, sérfræðingur
í málefnum Austir-Evrópu hjá hug-
myndabankanum Royal United Serv-
ices Institute, sagði að austur-evrópsk
lönd væru illa í stakk búin til að takast
á við áhrif af kreppu af þeirri stærðar-
gráðu sem nú er og stæðu frammi fyrir
„samfélagslegu hruni“.
„Þetta eru gjarna viðkvæm hag-
kerfi... með viðkvæma pólitíska
byggingu, stjórnmálaflokka sem
ekki eru vel upplýstir og veikar
stofnanir,“ sagði Eyal. Hann telur að
nú sé röðin komin að hinum veik-
ari að finna fullan þunga kreppunn-
ar, hin sterkari hafi tekið skellinn á
síðasta ári.
Ástæður ólgunnar í síðustu viku
eru af ýmsum toga. Búlgarskir náms-
menn mótmæltu vegna dauða félaga
síns í tilviljanakenndri líkamsárás
og sökuðu ríkisstjórn sósíalista um
vangetu til að tryggja öryggi borg-
aranna. Í lið með námsmönnunum
slógust svo bændur sem eru reið-
ir vegna lág verðs fyrir framleiðslu
sína. Einnig gætti spennu vegna
gasdeilu Rússa og Úkraínumanna
sem bitnaði illilega á Búlgaríu. Í yf-
irlýsingu sögðu mótmælendur: „Við
erum þreytt á að búa í fátækasta og
spilltasta landinu.“
Traust til yfirvalda minnkar
Í Lettlandi hefur ör hagvöxtur und-
anfarinna ára látið undan sam-
drætti, aukinni verðbólgu og auknu
atvinnuleysi. Traust til stjórnvalda
hefur minnkað stórkostlega, að
sögn Valdis Zatlers, forseta lands-
ins, í síðustu viku og hótaði skyndi-
kosningum.
Flestir þeirra sem handteknir voru
í Ríga hafa verið látnir lausir og að
sögn yfirmanns öryggislögreglunn-
ar, Janis Reiniks, tengdist einn þeirra
lettneska lýðræðisflokknum.
Á síðasta ári neyddist Lettland
til að leita á náðir Alþjóðagjaldeyr-
issjóðsins og upplifa margir lands-
manna það sem niðurlægingu þjóð-
arinnar.
Eistlendingar náðu að byggja upp
verulegan gjaldeyrisforða þau ár sem
hagvöxtur var í blóma. „Allir vita að
fram undan er erfitt ár. Í Ríga og Viln–
íus er fólk uppgefið og reitt og hef-
ur glatað trúnni á leiðtoga sína; sú er
ekki raunin hér,“ sagði Raimo Poom,
ritstjóri stjórnmálafrétta hjá Esti Paev-
aleht-dagblaðinu.
Ógn við minnihlutahópa
Eitt áhyggjuefnanna sem hrjá sér-
fræðinga í málefnum Austur-Evrópu
er að árásir á minnihlutahópa færist
í vöxt. Verstu óeirðir um árabil skóku
götur Litvinov í Tékklandi í nóvem-
ber á síðasta ári, en landið hefur orð-
ið illa úti vegna kreppunnar. Í nóv-
ember sló í brýnu á milli sjö hundruð
stuðningsmanna öfgahægriflokks og
eitt þúsund óeirðalögreglumanna eft-
ir að þeim fyrrnefndu var meinað að
fara inn í borgarhluta þar sem sígaun-
ar eru í meirihluta. Hátt á annan tug
slasaðist í átökunum og fimmtán voru
handteknir og í kjölfarið var þrýst á
ríkisstjórn landsins að banna starf-
semi öfgahópa.
KolbeInn ÞorsTeInsson
blaðamaður skrifar: kolbeinn@dv.is
„Dag hvern heyrum við af enn einni verksmiðjunni
sem hefur verið lokað eða flutt starfsemi sína til
útlanda. Við erum með nýja ríkisstjórn sem virðist
ekki hafa mikil áhrif. Við höfum vanist háum vöxt-
um. Þetta er eldfimur kokkteill.“
Spá ólgu í AuStur-Evrópu
Sérfræðingar í málefnum Austur-Evrópu telja sig sjá blikur á lofti um ólgu og óróleika á
svæðinu. Þeir telja hættu á að götubardagar setji svip sinn á samfélag nokkurra landa í
Austur-Evrópu sem eiga erfitt um vik að takast á við áhrif kreppunnar. Einnig vara þeir við
auknu ofbeldi gegn minnihlutahópum og aukinni spennu á milli kynþátta.
Vilníus í litháen mótmælend-
ur beita fyrir sig ruslagámum
gegn lögreglunni.