Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.2009, Síða 2
Piotr Slawomir Latkowski hefur búið á Íslandi í átta
ár. Hann býr með unnustu sinni og tveimur börnum í Grindavík.
Í fyrra sótti hann um íslenskan ríkisborgararétt en var hafnað
þar sem hann ók yfir leyfilegum hámarkshraða á meðan umsókn-
arferlið var enn í gangi. Þetta var í fyrsta skipti sem hann komst í
kast við lögin og finnst of hart að sér gengið.
föstudagur 23. janúar 20092 Fréttir
Þetta helst
- þessar fréttir bar hæst í vikunni
Mótmælendur komu að
Alþingishúsinu þúsund-
um saman á þriðjudag,
þegar þing kom saman
og upphófst mikill hávaði.
Nokkrum mínútum síðar kom
sveit mótmælenda úr Háskóla
Íslands sem ruddi sér leið inn í
Alþingisgarðinn. Upphófust þá
stympingar sem gerðu að verk-
um að skömmu síðar var þing-
fundi frestað og næsta dag var
þingfundur sleginn af. Janúarbyltingin var hafin og ljóst að þúsund-
ir Íslendinga voru reiðubúnar að taka sér stöðu á götum úti og láta
óánægju sína í ljós. Mótmælin hafa að mestu farið friðsamlega fram.
Þó hafa einhverjar skemmdir verið unnar og nokkuð um að bæði
lögreglumenn og mótmælendur hafi meiðst. Afleiðingin var sú að
stjórnmálalíf landsins var í uppnámi og áður en annar dagur janúar-
byltingarinnar var liðinn var ljóst að ríkisstjórnin var að falli komin.
Janúarbyltingin hófst
F r j á l s t , ó h á ð d a g b l a ð
miðvikudagur 21. janúar 2009 dagblaðið vísir 14. tbl. – 99. árg. – verð kr. 347
BjÖrgÓLFur
thor gegn
krÓnunni
ríkissTJÓrNiN
FELLUr
Fréttir
Fréttir
janúarByLting á
austurveLLi
eLLeFu ára
handtekinn
„ég var Líka
að mÓtmæLa“
kona Barin
með kyLFu
ingiBjÖrg
veikari en
taLið var
„geir er
Búinn að
vera“
m
yn
d
b
jö
rn
b
lö
n
d
a
l
DV greindi frá því á þriðju-
dagsmorgun að mikil óánægja
væri innan Samfylkingarinn-
ar með ríkisstjórnarsamstarf-
ið með Sjálfstæðisflokknum.
Sífellt fleiri vildu slíta samband-
inu og einhverjar þreifingar höfðu átt
sér stað við vinstri-græna. Síðar átti eftir
að koma í ljós að ólgan átti enn eftir að
aukast. Á sama tíma og óánægja sam-
fylkingarfólks fór vaxandi lýsti Stein-
grímur J. Sigfússon, formaður vinstri-
grænna, því yfir í DV að flokkur hans
myndi ekki fara í ríkisstjórn með Sjálf-
stæðisflokknum. Sigmundur Davíð
Gunnlaugsson, nýkjörinn formaður
Framsóknarflokksins, lýsti því yfir í
sama tölublaði DV, í fyrsta skipti, að
hans persónulega skoðun væri sú að Framsóknarflokkurinn ætti að
vera reiðubúinn að verja minnihlutastjórn vinstriflokkanna van-
trausti.
stJórn í dauðateygJum
dv.is
F r j á l s t , ó h á ð d a g b
l a ð
ÞRIÐJUdagUR 20. JanúaR 2009 dagblaðið
vísir 13. tbl. – 99. árg. – verð kr. 347
dRaUmURInn
sem RættIst
baRack obama veRÐUR valdamestI m
aÐUR heIms í dag
Samfylking á Suðupunkti vegna StjórnarSamStarfS
:
VILJA STJÓRN
MEÐ VG
hvítlIÐI áttI aÐ
veRJa mótmælanda
fRéttIR
atvInnUlaUs
aÐ hJálpa
böRnUm
leIkskólakennaRI YfIRheYRÐUR fYRIR
aÐ mótmæla. sótt fYRIRvaRalaUst í
vInnUna.
ÞReIfIngaR Um RaUÐgRænt samstaRf
kRafa Um tafaRlaUst UppgJöR vegna
bankahRUnsIns
fRamsókn gætI vaRIÐ mInnIhlUtastJ
óRn vantRaUstI,
segIR sIgmUndUR davíÐ
fJaRveRa IngIbJaRgaR tRUflaR flokk
sstaRfIÐ
vIlJa aÐ foRmaÐURInn mInnkI vInnUá
lagIÐ
fRéttIR
eRlent
fólk
óskaR vIll
moggann
2
Sigmundur Davíð Gunnlaugs-
son kom flestum á óvart þeg-
ar hann var kjörinn formað-
ur Framsóknarflokksins eftir
að hafa aðeins verið skráður
í flokkinn í um það bil mánuð.
Kosningin gekk þó ekki þrautalaust. Sig-
mundur Davíð fékk flest atkvæði í fyrri
umferð kosninganna en í seinni um-
ferðinni var fyrir mistök tilkynnt um sig-
ur Höskuldar Þórhallssonar. Sigmundur
hafði betur en eini þingmaðurinn í kjöri
og líka betur en Páll Magnússon sem
hafði starfað í tvo áratugi innan flokks-
ins en virðist hafa tapað á því að hafa
starfað með forystumönnum flokksins
um margra ára skeið. Á endanum fór svo að allir helstu forystumenn
flokksins voru nýir í sínum stöðum því auk Sigmundar var kosinn nýr
ritari og nýr varaformaður.
óvænti sigurvegarinn
dv.is
F r j á l s t , ó h á ð d a g b l a ð
mánudagur 19. janúar 2009 dagblaðið vísir 12. tbl. – 99. árg. – verð kr. 347
erlentNýr formaður framsókNar er 33 ára NýgræðiNgur:
leIÐInútúratVInnuleYSItíu ráÐ tIl aÐ bregÐaSt rétt VIÐ atVInnumISSI
neYtendur
fólk
ÆVIntýralegur aÐdragandI aÐ formannSkjörI SIgmundar daVíÐSSIgmundur: Skulda ekkI neInum neItt„fólk mun SópaSt aÐ flokknum“
aftur
tIlla
jackSon meÐ grímu
í heIlSugÆSlu
fólk
ímeÐferÐ VIÐ
StjórnSemI
árnI
85 ára
SIGMUNDUR
KOM, SÁ OG
SIGRAÐI
geIr, daVíÐ, árnI og fme VISSu um hrunIÐ
fréttIrföldu SVarta SkýrSlu– blekktu almennIng
ófrIÐarSký
YfIrauStur-
eVrópu
afmÆlI
3
Sjald-
an hafa
jafnmargir
Bandaríkja-
menn komið
saman og
þegar Bar-
ack Obama
sór embætt-
iseið sem
nýr forseti
Bandaríkj-
anna. Ræðu hans
var beðið af mikilli eftirvæntingu. Forsetinn nýi lagði áherslu á að
Bandaríkjamenn stæðu frammi fyrir miklum áskorunum og að fólk
mætti ekki búast við of miklu of snemma. Hann beindi líka orðum
sínum til umheimsins og lagði áherslu á frið og samstarf. Þrátt fyrir
mikinn mannfjölda og gífurlega öryggisvörslu gekk embættistakan
ekki snurðulaust fyrir sig því Obama þurfti að endurtaka eið sinn.
barack tekur við völdum
4
hitt málið
„Ég stal engu. Ég meiddi engan. Á
þessum átta árum hef ég lagt mig
fram við að vera góður borgari en það
er komið fram við mig eins og glæpa-
mann,“ segir Piotr Slawomir Latkow-
ski, pólskur ríkisborgari sem hefur átt
heima á Íslandi í átta ár. Pólverjar geta
sótt um íslenskan ríkisborgararétt eft-
ir sjö ára búsetu hér og lagði hann því
inn umsókn í fyrra. Piotr var hins vegar
hafnað því hann fékk 50 þúsund króna
sekt fyrir of hraðan akstur á meðan
umsóknarferlið var enn í gangi. Hann
getur aftur sótt um árið 2011.
Fyrsta lögbrotið
Piotr starfaði í mjólkurvinnslu í Pól-
landi þegar frænka hans sem farið
hafði til Íslands til að vinna ráðlagði
honum að koma hingað til að vinna.
Efnahagsástandið í Póllandi var bág-
borið og hann kom hingað tímabund-
ið til að starfa í fiski. Áður en árið var
liðið hafði hann kynnst íslenskri konu
og eiga þau nú saman fimm ára tví-
bura.
„Ég held að við flytjum ekki til Pól-
lands. Mig langar að eyða ævi minni
hér og vildi fá mér ríkisborgararétt fyr-
ir fjölskyldu mína,“ segir Piotr sem tal-
ar prýðilega íslensku.
Hann lagði inn umsókn til dóms-
og kirkjumálaráðuneytisins í febrúar í
fyrra. Í aprílmánuði komst hann síðan
í fyrsta skipti í kast við íslensk lög þeg-
ar hann var stöðvaður á 120 kílómetra
hraða í nágrenni Borgarness þar sem
hámarkshraðinn er 90.
Fyrir brotið fékk Piotr 50 þúsund
króna sekt. Hann greiddi sektina inn-
an tveggja vikna, fékk afslátt vegna
þess og greiddi alls 37.500 krónur.
Sér eftir mistökunum
Piotr þykir miður að hafa brotið um-
ferðarlögin. „Ég sé eftir því. Þetta voru
mistök,“ segir hann og viðurkennir
sekt sína skýlaust. Hann hafi ekið eftir
þjóðveginum og án þess að átta sig á
því farið yfir hraðatakmörkin.
Honum finnst rétt að hafa reglur
um hverjir geta fengið ríkisborgararétt
en telur of hart að sér gengið þar sem
hann hafi í þessi átta ár verið fyrir-
myndarborgari og þetta brot hafi ekki
valdið öðrum skaða.
„Fjölskyldu minni og íslenskum
vinum finnst þetta mjög undarlegt,“
segir hann.
Lög og reglur
Í lögum um íslenskan ríkisborgara-
rétt er gerð sú krafa til umsækjenda að
þeir hafi hvorki hér á landi né erlend-
is sætt sektum eða fangelsisrefsingu,
eða eigi ólokið máli í refsikerfinu þar
sem hann er grunaður eða sakaður
um refsiverða háttsemi samkvæmt ís-
lenskum lögum.
Frá þessu eru hins vegar undan-
tekningar. Til að mynda er leyfilegt
að veita ríkisborgararétt ári eftir að
brot er framið ef sekt vegna þess nem-
ur undir 50 þúsund krónum. Þrjú ár
þurfa hins vegar að líða ef sektin er
50 þúsund eða hærri, eins og í tilviki
Piotrs. Hann verður því búinn að búa
hér í ellefu ár þegar hann getur næst
sótt um íslenskan ríkisborgararétt og
börnin hans verða orðin átta ára.
Ríkisstjórnin hrædd
„Ég held að ríkisstjórnin sé hrædd við
hversu margir Pólverjar hafa komið
hingað á síðustu árum. Sumir þeirra
hafa gerst sekir um alvarlega glæpi en
fólk þarf að átta sig á því að í Póllandi
búa 38 milljónir manna. Ekki halda
að við séum allir glæpamenn,“ segir
Piotr.
Honum sárnar það mun meira að
mæta þessu viðmóti en synjunin sem
slík. „Við erum líka fólk sem getur gert
mistök. Þetta er ekki sanngjarnt. Ég
á fjölskyldu og ég legg hart að mér í
vinnu. Ég er enginn glæpamaður,“
segir hann.
ERLa HLynSdóttiR
blaðamaður skrifar: erla@dv.is
„Þetta er ekki sanngjarnt. Ég á fjölskyldu og ég
legg hart að mér í vinnu.“
„ÉG ER ENGINN
GLÆPAMAÐUR“
Fjölskyldumaður
Piotr slawomir Latkowski ásamt
íslenskri unnustu sinni og
börnum. Hann hefur búið hér í
átta ár og einu sinni komist í kast
við lögin, þegar hann ók of hratt.
Hafnað
dóms- og kirkjumálaráðu-
neytið sendi Piotr bréf þar
sem honum var tilkynnt að
hann fær ekki ríkisborgara-
rétt, að sinni hið minnsta.
miðvikudagur 21. janúar 2009 13
Fréttir
Nýjar áskoraNir – gömul gildi
spænis hættum sem við getum vart
ímyndað okkur, sömdu stofnskrá
til að tryggja reglur laga og réttindi
manna, stofnskrá sem hefur stækk-
að með blóði kynslóða. Þessar hug-
sjónir lýsa enn upp heiminn og við
munum ekki kasta þeim fyrir róða
fyrir hentugleikasjónarmið. Allar
þjóðir og ríkisstjórnir sem fylgjast
með í dag, frá stórfenglegum höf-
uðborgum til litla þorpsins þar sem
faðir minn fæddist: Þið megið vita
að Bandaríkin eru vinir allra þjóða
og allra karlmanna, kvenna og barna
sem leita framtíðar friðar og virðing-
ar og við erum reiðubúin til að leiða
á ný.
Munið að fyrri kynslóðir sigruð-
ust á fasisma og kommúnisma, ekki
bara með eldflaugum og skriðdrek-
um, heldur með sterkum banda-
lögum og staðfastri sannfæringu.
Þær skildu að valdið eitt getur ekki
verndað okkur, né heimilar það okk-
ur að fara okkar fram. Þess í stað
vissu þær að vald okkar eykst með
skynsamlegri beitingu, öryggi okk-
ar kemur frá réttlæti málefnis okk-
ar, krafti fordæmis okkar, seiglu auð-
mýktar og aðhalds.
Við erum verndarar þessarar arf-
leifðar. Leidd af þessum grundvallar-
atriðum enn og aftur getum við tekist
á við nýjar ógnir sem krefjast jafnvel
meiri viðbragða – jafnvel meiri sam-
vinnu og skilnings milli þjóða. Við
munum hefjast handa með að láta
Írak í hendur þjóðarinnar á ábyrgð-
arfullan hátt og koma á langþráð-
um friði í Afganistan. Í samvinnu
við gamla vini og fyrrverandi fjand-
menn munum við vinna sleitulaust
til að draga úr kjarnorkuógninni og
draga úr líkum á hlýnun jarðar. Við
munum ekki biðjast afsökunar á lífs-
stíl okkar né munum við hvika í vörn
hans og við þá sem vilja ná mark-
miðum sínum með því að vekja ótta
og slátra hinum saklausu, segjum
við að nú þegar ákveðni okkar er
meiri og verður ekki sigruð, þið get-
ið ekki sigrað okkur og við munum
sigra ykkur.
Því við vitum að arfleifð okkar er
samansett úr styrk, ekki veikleika.
Við erum þjóð kristinna, múslíma,
gyðinga og hindúa – og trúlausra.
Við höfum mótast af öllum tungu-
málum og menningu, frá hverju
heimshorni og af því að við höfum
bergt á beisku skólpi borgarastyrj-
aldar og aðskilnaðarstefnu og kom-
ist frá þeim dökka kafla sterkari og
sameinaðri, við getum ekki annað
en trúað því að hið forna hatur muni
líða undir lok, að ættbálkalínur leys-
ist upp, að með minnkandi veröld
muni almenn mannúð okkar opin-
bera sig og að Bandaríkin verði að
leika sitt hlutverk í að koma á nýju
tímabili friðar.
Við múslíma segi ég, við leitum
nýrra leiða áfram, byggðum á sam-
eiginlegum hagsmunum og gagn-
kvæmri virðingu. Til þeirra leiðtoga
í heiminum sem vilja sá fræjum
átaka, eða kenna Vesturveldun-
um um erfiðleika þjóða þeirra – þið
megið vita að þjóð ykkar mun meta
ykkur samkvæmt því sem þið bygg-
ið upp, ekki því sem þið eyðileggið.
Við þá sem ríghalda í völd fyrir til-
stilli spillingar og svika og þöggun-
ar óánægjuradda, þið megið vita að
þið eruð á skjön við söguna en við
munum rétta fram hönd ef þið eruð
reiðubúnir til að opna lófann.
Við fátækar þjóðir segi ég, við
heitum að vinna við hlið ykkar svo
býli ykkar megi blómstra og ferskt
vatn megi renna, til að næra hungr-
aða líkama og fæða svanga huga. Og
við þær þjóðir sem njóta þokkalegra
allsnægta, líkt og við, segjum við að
við höfum ekki lengur efni á að láta
þjáningar utan landamæra okkar
okkur í léttu rúmi liggja, við getum
ekki heldur gengið á auðlindir jarð-
ar án tillits til afleiðinga. Því veröld-
in hefur breyst, og við verðum að
breytast með henni.
Þegar við horfum fram veginn
minnumst við með auðmjúku þakk-
læti hinna hugrökku Bandaríkja-
manna sem á þessari stundu eru við
eftirlit í fjarlægum eyðimörkum og
fjöllum. Þeir geta sagt okkur ýmis-
legt, líkt og hinar föllnu hetjur sem
liggja í Arlington hvísla í gegnum
aldirnar. Við heiðrum þær ekki ein-
göngu fyrir að vera gæslumenn lýð-
ræðis okkar, heldur því að þær klæða
anda þess að þjóna [landinu] holdi,
löngunina til að leita tilgangs í ein-
hverju sem er stærra en þær sjálfar.
Og samt, á þessari stundu, andartaki
sem mun skilgreina kynslóð – er það
einmitt sá andi sem við þurfum.
Því þrátt fyrir það sem ríkisstjórn
getur gert og verður að gera er það,
þegar upp er staðið, trú og staðfesta
bandarísku þjóðarinnar sem land-
ið hvílir á. Það er sú gæska að bjóða
til sín ókunnugum þegar stíflurnar
bresta, óeigingirni verkamannsins
sem kýs frekar að fækka vinnustund-
um en að vinur missi starfið, sem
hjálpar okkur á dekkstu tímunum.
Það er hugrekki slökkviliðsmanns-
ins sem brýst inn í reykfylltan stiga-
gang, en einnig vilji foreldris til að
næra barn.
Áskoranirnar kunna að vera nýj-
ar. Verkfærin sem við beitum gegn
þeim kunna að vera ný. En gild-
in sem árangur okkar byggist á –
vinnusemi og heiðarleiki, hugrekki
og sanngirni, umburðarlyndi og for-
vitni, tryggð og föðurlandsást – þess-
ir hlutir eru gamlir. Þessir hlutir eru
sannir. Þeir hafa verið þögull kraftur
framfara í gegnum sögu okkar. Það
sem farið er fram á er afturhvarf til
þessa sannleika. Það sem er krafist af
okkur nú er nýr tími ábyrgðar – við-
urkenningar, af hálfu hvers Banda-
ríkjamanns, á að við höfum skyldur
gagnvart okkur, þjóð okkar, og heim-
inum, skyldur sem við tökumst ekki
á hendur með hálfum hug heldur
grípum með gleði, viss í þeirri sök
að ekkert nærir andann meira, skil-
greinir skapgerð okkar betur en að
gefa allt okkar í erfitt verkefni.
Þetta er verð og verðleiki borg-
araréttar.
Þetta er uppspretta trúar okkar –
vitneskjan um að Guð ætlar okkur að
móta óviss örlög.
Þetta er tilgangur lýðræðis okkar
og trúar – ástæða þess að karlmenn
og konur og börn af öllum kynþátt-
um og trúarbrögðum geta sameinast
í fögnuði á þessum stórkostlega stað
og ástæða þess að hér getur karl-
maður, hvers faðir fékk hugsanlega
ekki afgreiðslu á veitingastað fyrir
sextíu árum, staðið fyrir framan ykk-
ur og svarið hinn heilagasta eið.
Minnumst þess því í dag hver við
erum og hve löng vegferð okkar hef-
ur verið. Á fæðingarári Bandaríkj-
anna, í kaldasta mánuðinum, hýrði
lítil sveit föðurlandsvina við kuln-
andi varðelda við bakka ísilagðrar
ár. Höfuðborgin var yfirgefin. Óvin-
urinn sótti fram. Snjórinn var blóði
drifinn. Á ögurstundu þegar mest-
ur vafi lék á lyktum byltingar okkar,
bauð landsfaðir okkar að þessi orð
yrðu lesin fyrir fólkið:
„Gerið veröldinni heyrinkunn-
ugt... að um miðjan vetur, þegar ekk-
ert nema von og dyggð gátu lifað af...
að borgin og þjóðin, kölluð til vegna
einnar sameiginlegrar ógnar, svör-
uðu kallinu.“
Bandaríkin. Andspænis sameig-
inlegri ógn á þessum harðræðisvetri,
skulum við minnast þessara tíma-
lausu orða. Með von og dyggð, tök-
umst við einu sinni enn á við kalda
strauma, og þá bylji sem kunna að
skella á. Látum barnabörn okk-
ar segja að þegar við vorum prófuð
neituðum við að láta staðar numið,
að við snerum hvorki við né rið-
uðum; með augun á sjóndeildar-
hringnum og blessun Guðs, bárum
við áfram þá miklu frelsisgjöf og lét-
um örugglega í hendur kynslóðum
framtíðarinnar.
„Frá og með deginum
í dag, verðum við að
taka okkur taki, dusta
af okkur rykið, og hefja
endurgerð Bandaríkj-
anna.“
Gífurlegur fólksfjöldi Áætlað
er að um fimm milljónir hafi
safnast saman til að fylgjast með.
miðvikudagur 21. janúar 200912
Fréttir
Ágætu samborgarar.
Ég stend hér í dag auðmjúkur vegna
þess verkefnis sem fram undan er,
þakklátur fyrir traust ykkar, minn-
ugur fórna forfeðra okkar. Ég þakka
Bush forseta fyrir þjónustu sína í
þágu þjóðar okkar, sem og þá velvild
og samstarf sem hann hefur sýnt við
þessi valdaskipti.
Fjörutíu og fjórir Bandaríkja-
menn hafa nú svarið forsetaeiðinn.
Orðin hafa verið töluð á tímum vax-
andi hagsældar og í stillum friðar. En
þó, öðru hverju er eiðurinn svarinn
þegar ský hrannast upp og stormar
geisa. Á þeim tímum hafa Banda-
ríkin haldið stefnu sinni, ekki ein-
göngu fyrir hæfileika eða innsæi
leiðtoganna, heldur vegna þess að
við, fólkið, misstum ekki trú á hug-
sjónir forfeðra okkar, og höfum verið
trú stjórnarskránni. Svo hefur verið.
Þannig verður það að vera hjá þess-
ari kynslóð Bandaríkjamanna.
Við erum stödd í kreppu, á því
leikur enginn vafi. Þjóð okkar á í
stríði gegn víðfeðmum samtökum
ofbeldis og haturs. Efnahagur okk-
ar er illa haldinn, afleiðing græðgi
og ábyrgðarleysis af hálfu sumra, en
einnig sökum þess að sameiginlega
hefur okkur mistekist að taka erfiðar
ákvarðanir og undirbúa þjóðina fyrir
nýja öld. Heimili hafa glatast, störf-
um hefur fækkað; fyrirtækjum verið
lokað. Heilsugæslan er of kostnað-
arsöm, skólinn bregst of mörgum og
hver dagur færir okkur heim sann-
inn um að við styrkjum óvini okk-
ar og ógnum plánetunni með þeim
máta sem við notum orkugjafa okkar.
Þetta eru vísbendingar um kreppu,
viðfang gagna og tölfræði. Illmæl-
anlegt en engu að síður hyldjúpt
er dvínandi trú í gervöllu landinu –
nagandi ótti að hnignun Bandaríkj-
anna sé óumflýjanleg og að næsta
kynslóð verði að lækka viðmið sín.
Ég segi ykkur í dag að þær áskor-
anir sem við stöndum frammi fyr-
ir eru raunverulegar. Þær eru alvar-
legar og margar. Á þeim verður ekki
sigrast auðveldlega eða á skömmum
tíma. En eitt skuluð þið vita, Banda-
ríki – það mun verða gert.
Í dag komum við saman því við
höfum kosið von fram yfir ótta, ein-
ingu í stað átaka og sundurlyndis.
Í dag lýsum við yfir endi smá-
vægilegrar gremju og falskra lof-
orða, gagnkvæmra ásakana og úr-
eltra kreddna, sem of lengi hafa heft
stjórnmál okkar.
Við erum enn ung þjóð en, eins
og segir í ritningunni, er kominn
tími til að láta af bernskubrekum.
Kominn er tími til að endurstað-
festa óbugandi anda okkar, að velja
okkur betri sögu, að bera áfram þá
dýrmætu gjöf, þá göfugu hugmynd,
sem kynslóð eftir kynslóð hefur fært
okkur: hið guðlega loforð að allir séu
jafnir, allir séu frjálsir, og að allir eigi
skilið tækifæri til að leita fullkom-
innar hamingju.
Með því að endurstaðfesta stór-
fengleika þjóðar okkar öðlumst við
skilning á að stórfengleiki er aldrei
gefinn. Það verður að hafa fyrir hon-
um. Við höfum aldrei á vegferð okk-
ar stytt okkur leið eða sætt okkur við
minna. Hún hefur ekki verið fyrir
hvikula – fyrir þá sem taka makindi
fram yfir vinnu eða leita einung-
is gleði auðlegðar og frægðar. Þess í
stað hefur hún verið leið þeirra sem
taka áhættu, sem framkvæma, sem
skapa hluti – sumir hylltir, en alla-
jafna karlar og konur, ósýnileg við
iðju sína, sem hafa borið okkur upp
hinn langa, torfarna veg í átt að hag-
sæld og frelsi.
Í okkar þágu pökkuðu þau sínum
fáu veraldlegu eigum og ferðuðust
yfir höf í leit að nýju lífi.
Fyrir okkur strituðu þau í sveita
síns andlits og settust að í vestrinu,
lögðu á sig ómælt erfiði og plægðu
harðan svörðinn.
Fyrir okkur börðust þau og dóu, á
stöðum eins og Concord og Gettys-
burg, Normandí og Khe Sahn.
Ítrekað strituðu þessir karlmenn
og konur og færðu fórnir og unnu
sér til blóðs svo við gætum átt betra
líf. Í þeirra augum voru Bandarík-
in stærri en einstaklingsbundinn
metnaður, stærri en skoðanamunur
vegna ættar eða auðs eða klíkna.
Þessari ferð höldum við áfram í
dag. Við verðum áfram hagsælasta
og öflugasta þjóð veraldar. Vinnu-
afl okkar skilar ekki minna en áður
en kreppan skall á. Hugar okkar eru
jafnskarpir, jafnmikil þörf er fyrir
framleiðslu okkar og þjónustu og var
í síðustu viku eða í síðasta mánuði
eða á síðasta ári.
Geta okkar hefur ekki minnkað.
En tími pattstöðu, verndar þröngra
hagsmuna og frestunar á erfiðum
ákvörðunum – sá tími er liðinn. Frá
og með deginum í dag verðum við
að taka okkur taki, dusta af okkur
rykið og hefja endurgerð Bandaríkj-
anna. Hvert sem við lítum er ærinn
starfi. Efnahagurinn krefst aðgerða,
hugumstórra og skjótra, og við mun-
um hefjast handa – ekki eingöngu til
að skapa ný störf, heldur til að leggja
nýjan grunn að vexti. Við munum
byggja vegi og brýr, rafmagnsnet og
stafrænar taugar sem ala verslun
okkar og tengja okkur saman. Við
munum veita vísindum sinn rétta
sess og beita undrum tækninnar til
að auka gæði heilsugæslu og lækka
kostnað við hana.
Við munum beisla sólina og
vindinn og jarðveginn til að knýja
bifreiðar okkar og verksmiðjur. Og
við munum breyta skólum okkar og
miðskólum og háskólum svo þeir
svari kröfum nýrrar aldar. Allt þetta
getum við gert. Og við munum gera
þetta allt.
Þeir eru til sem vefengja umfang
metnaðar okkar – sem ýja að því að
kerfi okkar þoli ekki of mörg stór
áform. Minni þeirra er stutt. Því þeir
hafa gleymt því sem þessi þjóð hefur
nú þegar afrekað, hverju frjálsir karl-
menn og konur geta fengið áorkað
þegar hugmyndaauðgi sameinast al-
mannaþágu og nauðsyn sameinast
hugrekki.
Það sem efasemdamennirnir
skilja ekki er að jarðvegurinn undir
fótum þeirra er annar – að hið staðna
pólitíska þras sem hefur nærst á okk-
ur svo lengi á ekki lengur við. Spurn-
ingin sem við spyrjum er ekki hvort
ríkisstjórn okkar sé of stór eða of lít-
il, heldur hvort hún virki – hvort hún
hjálpi fjölskyldum að finna sóma-
samlega launað starf, umönnun sem
þær hafi efni á, tryggi starfslok með
virðingu.
Þar sem svarið er já munum við
stefna fram á við. Þar sem svarið er
nei verður staðar numið. Og þeim
okkar sem fara með almannafé verð-
ur gert að standa skil – að eyða vit-
urlega, breyta slæmum siðum og
aðhafast fyrir opnum tjöldum – því
aðeins með því getum við endur-
byggt nauðsynlegt traust á milli al-
mennings og ríkisstjórnar.
Spurningin snýst ekki um hvort
markaðurinn sé afl góðs eða ills.
Geta hans til að búa til auð og breiða
út frelsi á ekki sinn líka, en kreppan
hefur minnt okkur á að án eftirlits
getur hann orðið stjórnlaus – og að
þjóð getur ekki dafnað þegar aðeins
hinum velmegandi er umbunað.
Árangur hagkerfis okkar hefur ekki
eingöngu hvílt á mikilli framleiðslu
okkar, heldur á víðfeðmi hagsæld-
ar, á getu okkar til að gefa viljugum
tækifæri – ekki sökum gæsku, heldur
sökum þess að sú leið er öruggust til
sameiginlegs hags.
Hvað varðar varnir okkar höfnum
við að velja á milli öryggis okkar og
hugsjóna. Stofnendur okkar, and-
„Ég segi ykkur í dag að
þær áskoranir sem við
stöndum frammi fyr-
ir eru raunverulegar.
Þær eru alvarlegar og
margar. Á þeim verður
ekki sigrast auðveld-
lega eða á skömmum
tíma. En eitt skuluð þið
vita, Bandaríki – það
mun verða gert.“
Forseti Bandaríkjanna Barack
Obama
Sigldi snyrtilega á milli skers og báru,
en lagði áherslu á einingu þjóðarinnar.