Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.2009, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.2009, Blaðsíða 4
föstudagur 23. janúar 20094 Fréttir Sandkorn n Raddir um endurnýjun í stjórnmálaflokkunum verða hærri með hverjum deginum sem líður. Sjálfstæðisflokkur- inn fer ekki varhluta af þeirri umræðu en eins og fram hef- ur kom- ið verður landsfund- ur flokks- ins um næstu helgi. Þær sögur ganga fjöll- um hærra að Bjarni Benediktsson muni bjóða sig fram gegn Geir H. Haarde for- manni en einnig hefur nafn Hönnu Birnu Kristjánsdóttur og Guðlaugs Þórs Þórðarsson- ar borið á góma þegar rætt er um framtíðarleiðtoga flokksins. n Í fjölmiðlum síðustu vikur hefur komið fram að margir þingmenn Sjálfstæðisflokks- ins eru opnir fyrir aðildarvið- ræðum um inngöngu í Evrópu- sambandið. Sjálfstæðis- flokkurinn hefur und- anfarnar vikur staðið fyrir opn- um fundum um ýmis álitaefni Evrópusambandsins. Hjá þeim almennu félagsmönnum, sem þar hafa mælt, hefur fram kom- ið mikil og afgerandi andstaða við aðildarviðræður. Kunnug- ir segja að frjálshyggjuarmur flokksins, undir forystu Styrmis Gunnarssonar, sé mun öflugri en almennt er talið. n Ef frjálshyggjuarmur Sjálf- stæðisflokksins fellir tillögur um ESB á landsfundi sínum um næstu helgi fæst ekki séð að flokkurinn geti átt samleið með Samfylkingu í ríkisstjórn. Þetta er að því gefnu að samstarfið haldi fram að landsfundi. Talið er að rauðgrænt bandalag sé í myndun. Ekki er víst að slíkt hugnist öllum flokksmönn- um VG. Fulltrúi VG í banka- ráði Seðlabankans er Ragnar Arnalds, formaður Heimssýn- ar. Talið er að honum hugnist frekar samstarf við Sjálfstæðis- flokkinn. Þar myndi hann hitta fyrir fyrrverandi bekkjarfélaga sinn úr Laugarnesskóla, Styrmi Gunnarsson. Græða á daginn – grenja á kvöldin kristján hreinsson skáld skrifar. „En núna er Réttlætisbyltingin hafin.“ Það er þannig, mín kæra þjóð, mitt í því sem Réttlætisbyltingin er að hefj-ast, að menn nefna það við mig að ýmsar stjórnir, ráð og nefndir á veg- um hins opinbera hafi lengi haft þann háttinn á að úthluta sér jólagjöfum – mér er sagt að þetta hafi menn gert árum og áratugum sam- an. Þeir sem sitja í slíkum fyrirbærum þurfa ekki að fara í röð og betla mat fyrir jólin því allt kjötmeti sem í jólamatinn fer fá þeir að gjöf. Fræðsluráð, hafnarstjórn, skipulags- og bygg- ingarnefnd, stjórn Sambands íslenskra sveit- arfélaga og Hafnasambands sveitarfélaga geyma víst ágæta sögu gjafa af slíkum toga. Sveitarstjórnarmenn, þingmenn okkar og ráðherrar hafa úr ýmsum bitlingum að moða á meðan þeir þykjast vera að gera þjóðinni greiða með því að lækka laun sín. Bankaráð og stjórnendur bankanna hafa víst aldrei far- ið varhluta af sukkinu, ekki frekar en ýmsir aðrir embættismenn. Bíræfnustu glæpamenn hafa þann háttinn á að þeir láta ekki staðar numið þegar þeim hefur tekist að mergsjúga fórnarlömbin. Menn skammta sér laun, setjast að kjötkötl- um, ýta vinum og vandamönnum í valdastöð- ur, stunda alla þá sjálftöku sem hugsast getur og svo neyðast þeir til að stela jólasteikinni. Já, þetta gera þeir svona til að sanna fyrir sér og sín- um hve algjör aumingjadómurinn þarf að vera. En núna er Réttlætisbyltingin hafin. Við munum ekki lengur leyfa yfirstétt þessa lands að leiða okkur einsog lömb til slátrunar eða um- gangast okkur einsog grísi í stíu. Nú er komið að því sem er óumflýjanlegt – ofáti íhaldsins skal linna í eitt skipti fyrir öll. Þeir sem hér ganga enn um götur og hreykja sér á kostnað okkar hinna, lofa eigið ágæti og dásama það að hafa fengið að græða á daginn og grilla á kvöldin. Já, þessi skríll kann ekki að skammast sín. Nú hanga þessir menn einsog hundar á roði, hræddir um að missa allt góssið sem þeir hafa náð að stela. Sá sem tekur þátt í því að fela glæpinn getur aldrei talist hetja – ekki frekar en dusilmennið sem fagnar þjófagóssi í skjóli frelsis. Að græða á daginn og grenja á kvöldin er hlutskipti þeirra sem eyddu öllu sem þjóðin átti. Í stjórnmálum menn stunda það að stela, ljúga og svíkja og fólki landsins finnst nú að þeir fái brátt að víkja. Skáldið Skrifar Varahlutir og viðgerðir 511 2222 Norðurhella 8 l 221 Hafnarfirði S: 511 2222 l Fax: 511 2223 varahlutir@varahlutir.is www.varahlutir.is Orkuveita Reykjavíkur seldi Frumherja orkusölumæla fyrir 260 milljónir í stjórnarfor- mannstíð Alfreðs Þorsteinssonar árið 2001. Tveir þjónustusamningar Orkuveitunnar við Frumherja eru milljarða virði. Í dag á Finnur Ingólfsson Frumherja. Tveimur stjórnarmönnum í Orkuveitunni var ekki kunnugt um samninginn við Frumherja. finnUr fÆr 200 MilljÓnir á ári Frumherji hf., fyrirtæki sem er í eigu Finns Ingólfssonar, fyrrverandi iðn- aðar- og viðskiptaráðherra úr Fram- sóknarflokknum, fær tæpar 200 millj- ónir á ári frá Orkuveitu Reykjavíkur. Þetta er fyrir leigu á hitaveitu-, vatns- og raforkusölumælum á heimilum á starfssvæði Orkuveitunnar og þjón- ustu tengda þeim. Orkuveitan seldi Frumherja mæl- ana árið 2001 fyrir tæpar 260 milljón- ir króna og gerði þá fimm ára þjón- ustusamning við fyrirtækið sem færði Frumherja rúmar 182 milljónir króna á ári. Nýr sjö ára samningur upp á 200 milljónir króna var gerður við Frum- herja árið 2007 – sama ár og Finnur Ingólfsson keypti fyrirtækið. Tveir núverandi stjórnarmenn í Orkuveitu Reykjavíkur, þær Svandís Svavarsdóttir og Sigrún Elsa Smára- dóttir, segjast ekki vita að samning- urinn hafi verið gerður við Frum- herja og því geti þær ekki tjáð sig um hann. Rúmar 180 milljónir á ári Í mars árið 2001 seldi Orkuveita Reykjavíkur Frumherja tvær mæla- prófunarstöðvar fyrir 259 milljónir króna, samkvæmt upplýsingum á vef Kauphallar Íslands. Á þessum tíma var framsóknarmaðurinn Alfreð Þor- steinsson stjórnarformaður Orku- veitunnar og Guðmundur Þórodds- son forstjóri. Á sama tíma gerði Orkuveita Reykjavíkur fimm ára þjónustu- samning við Frumherja um að sjá um rekstur á mælunum og hljóð- aði hann upp á rúmar 182 milljónir króna. Með kaupunum tók Frumherji að sér alla starfsemi prófunarstöðv- anna, eignarhald á rafmagns- og rennslismælum sem og uppsetningu þeirra á veitusvæði Orkuveitunnar. Aukning rekstrartekna Frum- herja um 114 milljónir á milli áranna 2000 og 2001 var fyrst og fremst tal- in vera afleiðing af samningnum við Orkuveituna um orkusölumælana, samkvæmt upplýsingum á vef Kaup- hallar Íslands úr ársuppgjöri Frum- herja. 150 þúsund mælar Orri Vignir Hlöðversson, fram- kvæmdastjóri Frumherja, segir að Orkuveitan hafi tekið þá ákvörðun að losa sig frá öllum mælarekstri árið 2001 og hafi því selt þá með útboði. „Þetta er gríðarlegur fjöldi mæla, um 150 þúsund talsins á heimilum á starfssvæði Orkuveitunnar. Það eru svona mælar á hverju heimili,“ segir Orri. Hann segir að Frumherji hafi tekið þá ákvörðun að kaupa mælana en leigja þá síðan aftur til Orkuveit- unnar. Orri segir að Frumherji sjái ekki um að lesa af mælunum, það geri starfsmenn Orkuveitunnar, en að fyr- irtækið eigi mælana og reki þá og sjái um viðhald og endurnýjun á þeim samkvæmt þjónustusamningnum. 1400 milljóna króna samningur Þegar samningurinn við Frumherja hafði runnið út bauð Orkuveitan þjónustuna aftur út í mars árið 2007 þrátt fyrir að Frumherji væri þá eig- andi mælanna. Frumherji sendi inn tilboð í þjónustusamninginn sem hljóðaði upp á tæpar 200 milljón- ir á ári. Hin tvö tilboðin sem bárust í þjónustuna voru töluvert hærri og var tilboði Frumherja tekið. Þjón- ustusamningurinn við Orkuveituna við Frumherja er til sjö ára og var gerður árið 2007 samkvæmt upplýs- ingum frá Eiríki Hjálmarssyni, upp- lýsingafulltrúa Orkuveitunnar. Finnur kaupir Frumherja Að sögn Orra Vignis keypti Finnur Ingólfsson Frumherja árið 2007 af Óskar Eyjólfssyni. Samkvæmt upplýsingum á vef- síðu Kauphallar Íslands keypti Óskar hluthafa Frumherja út úr fyrirtækinu á árinu 2002 og snemma árs 2003. Hlutabréfin voru afskráð af tilboðs- markaði Kauphallarinnar í febrúar árið 2002 og átti Óskar þá tæplega 97 prósent hluta í Frumherja sem hann rak til sumarsins 2007 þegar Finnur keypti það af honum í útboði með milligöngu Glitnis banka. IngI F. VIlhjálmsson blaðamaður skrifar ingi@dv.is „Þetta er gríðarlegur fjöldi mæla, um 150 þúsund talsins á heim- ilum á starfssvæði Orkuveitunnar. Það eru svona mælar á hverju heimili.“ milljarðasamningar finnur Ingólfsson, eigandi frumherja, fær 200 milljónir á ári fyrir að leigja Orkuveitunni sölumæla fyrir kalt og heitt vatn og rafmagn og selja fyrirtækinu þjónustu tengda þeim. 200 milljónir árlega finnur Ingólfsson eignaðist frumherja árið 2007 en það ár var samningurinn við Orkuveituna endurnýjaður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.