Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.2009, Page 22

Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.2009, Page 22
Brottrekstur Sigmundar Ernis Rúnarssonar veitti þjóðinni innsýn í einstaka vídd í ís-lensku samfélagi, sem á eng- an sinn líka í heiminum. Hann leiddi okkur í sannleikann um að við höfum lifað í ofurveruleika. „Ég er loksins laus undan oki auð- jöfra,“ sagði Sigmundur Ernir, feginn brottrekstrinum. Þegar nánar var spurt sagðist Sigmundur alls ekki hafa verið undir oki auðjöfra. Hann hafði bara haldið að fólk trúði því almennt að hann væri fulltrúi auð- valdsins, vegna þess að hann væri starfsmaður Stöðvar 2, sem er í eigu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, sem er tákngervingur auðvaldsins. Sigmundur Ernir er tákn-menni. Hann er það sem fólk trúir að hann sé. Þess vegna gat hann losnað undan ein- hverju sem var ekki til í raun og veru. Þetta var ímyndarlegt ok manns sem losnaði á ofurraunverulegan hátt undan einhverju sem ekki var til. Kenning heimspekingsins Baudrillards um ofurraun-veruleika gefur frábæra lýs-ingu á íslensku þjóðfélagi. Hún lýsir því hvernig mörk raunveru- leika og ofurveruleika afmást í þró- uðum samfélögum, þar sem fólk fær flestar sínar upplýsingar í gegnum fjölmiðla. Við sjáum sjaldnast hvað gerist í raun og veru, heldur fáum það matreitt af fjölmiðlunum. Þess vegna telur landsbyggðar- og úthverfafólk að það sé mun meira of- beldi í miðborg Reykjavíkur, heldur en íbú- ar miðborg- arinnar, sem þekkja það af eigin raun. Margmiðlun- in breytir reynslu okk- ar og skynj- un á raunveruleik- anum, sem breytist þá í téðan ofurveru- leika. Geir Haarde lifir til dæmis í þeim ofurveruleika að hann sé traustur forsætis-ráðherra, á meðan hann lít- ur út fyrir að vera það. Í aðdraganda bankahrunsins hélt hann að bank- arnir væru í fínu lagi á meðan hann gæfi út yfirlýsingar um það. Hann hélt að krónan væri í góðu lagi, svo lengi sem hann segði að hún myndi styrkjast. Þess vegna gerði hann ekk- ert, en talaði bara, þegar þjóðfélagið stefndi í þrot. Geir gefur út yfirlýsing- ar sem brjóta augljóslega í bága við raunveruleikann, af því að hann telur sig geta viðhaldið ofurveruleikanum. Erlendir fjölmiðlamenn fylgdust til dæmis með sallarólegum forsætis- ráðherranum gantast í hægðum sín- um í miðju efnahagshruni, og göptu af undrun. Og stjórnarsamstarfið er traust, sagði Geir síðast. Ingibjörg Sólrún hélt að íslenska efnahagskerfið væri ógurlega sterkt á meðan hún næði að telja fólki trú um það. Þess vegna fór hún með Sigurði Einarssyni Kaup- þingsstjóra til Kaupmannahafnar til að reyna að heilaþvo Dani síðasta vet- ur. Af sömu ástæðu fór hún í forsíðu- viðtal í Viðskiptablaðinu í lok ágúst með orðunum „hér er engin kreppa“. Hver stjórnmálamaðurinn á fætur öðrum gagnrýndi heiðarlegt fólk fyrir að „tala niður“ krónuna og hluta- bréfaverðið. Því þeir voru sannfærð- ir um að á meðan eitthvað liti vel út væri það raunverulega í lagi. Bankamennirnir okk-ar héldu að gríðar-leg hagsæld fylgdi því að láta tölurnar í bókhaldinu líta vel út. Þeir bjuggu til viðskiptavild og notuðu alls kyns kúnstir til að reisa ofurveruleikann um íslenska efnahagsundr- ið. Fjármálaeftirlitið hélt að það hefði ríkari skyldu til að viðhalda ofurveruleika viðskiptalífsins, heldur en raunveruleikanum. Þess vegna höfðu þeir alltaf samband við Danske Bank fimm mínútum eftir gagnrýni Dananna, og fullyrtu að allt væri í himnalagi. Og gáfu svo út álags- skýrslu. Seðlabankinn okkar er há-markið. Hann gefur út reglu-legar efnahagsspár sem gera alltaf ráð fyrir því að hann leysi vandann, allt á grundvelli þess að krónan verði á undraverðan hátt allt í einu í lagi. Seðlabankinn hef- ur í mörg ár spáð því að hann nái verðbólgunni í verðbólgumarkmið bankans. Ríkisstjórnin þvertekur fyr-ir að verið sé að afskrifa hlutabréfalán starfsmanna í Kaupþingi, vegna þess að það er ekki þannig í ofurveru- leikanum. Það er verið að „afnema persónulegar ábyrgðir“, ekki af- skrifa lánin. Raunveruleikinn er sá að bankamennirnir sem tóku lánin þurfa ekki að borga þau, vegna þess að þeir notuðu einkahlutafélög til að kaupa hlutabréfin. Einkahlutafé- lögin voru eins og fjárhagsleg klón af bankamönnunum, og lán þeirra verða afskrifuð. Svona er ofurveru- leikinn skrítinn. föstudagur 23. janúar 200922 Umræða Ofurveruleikinn svarthöfði spurningin „Bara áfram veginn og í átt til gæfuríkari framtíðar fyrir þjóðina,“ segir Hörður Torfason, mótmælandi, söngvaskáld og talsmaður samtakanna radda fólksins sem verið hafa í eldlínunni í mótmælunum á austurvelli á síðustu dögum, og lætur í veðri vaka að mótmælend- ur láti engan bilbug á sér finna þó að lögreglan hafi beitt táragasi gegn þeim í fyrrinótt. Hvað nú, Hörður? sandkorn n Menn bíða nú spenntir eftir að sjá hvernig þingmenn Samfylk- ingarinnar bregðast við orðum formanns síns, Ingibjargar Sól- rúnar Gísladóttur, sem vill kjósa í vor en halda ríkisstjórn- arsamstarf- inu áfram. Mikil ólga hefur verið í þingflokki Samfylkingar undanfar- ið ekki síst eftir að janúarbyltingin hófst með hinum miklu mótmælum gegn ríkisstjórninni. Margir þingmenn vilja kosningar strax og einhverj- ir sáu vinstristjórn sem góðan kost. Óvíst er hvað þeir gera nú, hlýða formanni sínum eða rísa upp gegn honum. Staðan er alla vega erfið nú þegar fylgi flokksins mælist vel innan við 20 prósent. n Skoðanakönnun MMR gefur Framsóknarflokknum mikinn byr í seglin. Bjargræði framsóknar- manna kann einmitt að vera fólg- ið í þeim miklu þrengingum sem flokkurinn hafði ratað í. Gamla sveitin í flokknum virtist rúin trausti meðal almennings og því ein- stakt tækifæri um síðustu helgi til að endurnýja forystusveit- ina. Sú end- urnýjun er svo í takt við þá miklu ólgu sem er í þjóðfélaginu. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson flýtur því áfram á mikilli reiðiöldu í þjóðfélaginu, öldu sem síðustu daga hefur mátt jafna við byltingu. Svo er spurn- ingin hvort það sé eins með þessa byltingu og sumar aðrar, að hún éti börnin sín. n Annars er Sigmund Davíð Gunnlaugsson í ákveðinni klemmu. Hann er kosinn af gras- rótinni í Framsóknarflokknum og verður því að vinna í takt við vilja hennar, í það minnsta fyrst um sinn. En þegar kemur að end- urnýjun á framboðslistum, fyrir kosningar í vor eða haust, þyrfti hann að leita út fyrir raðir flokks- manna. Spurningin er hvort gras- rótin verði sátt ef hreinsun verður í flokknum. Víst er þó að heyrst hefur að Sigmundur Davíð hefur lagt snörur fyrir fólk utanflokks. n Hingað til hefur gengið erfiðlega fyrir ný framboð að ná fótfestu hérlendis. Ef undan eru skildir Kvennalisti og Frjálslyndi flokk- urinn hefur engu nýju framboði tekist að ná kjöri á þing þrjú kjör- tímabil í röð síðan fjór- flokkakerfið festist í sessi og fæstir haft árangur sem erfiði í stökum kosningum. Þetta reyndu Ómar Ragnarsson og félagar í Íslands- hreyfingunni í síðustu kosningum og hafa fleiri gert áður. Spurningin er hvort reiðialdan nú dugi til að fleyta nýjum framboðum á þing. LyngháLs 5, 110 Reykjavík Útgáfufélag: Útgáfufélagið Birtíngur ehf. Stjórnarformaður: hreinn Loftsson framkvæmdaStjóri: elín Ragnarsdóttir ritStjórar: jón Trausti Reynisson, jontrausti@dv.is og Reynir Traustason, rt@dv.is fréttaStjórar: Brynjólfur Þór guðmundsson, brynjolfur@dv.is og Þórarinn Þórarinsson, toti@dv.is auglýSingaStjóri: ásmundur helgason, asi@birtingur.is dv á netinu: dv.is aðalnúmer: 512 7000, ritstjórn: 512 7010, áskriftarsími: 512 7080, auglýsingar: 512 70 50. Umbrot: dv. Prentvinnsla: landsprent. Dreifing: árvakur. dv áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. „Ertu galinn? Ég er Íslendingur fram í fingurgóma.“ n Guðni Ágústsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins, aðspurður hvort hann sé að flytja til útlanda eftir að hafa sett hús sitt á Selfossi á sölu. - Fréttablaðið „Ég neita alfarið sök og er saklaus.“ Þorsteinn Kragh sem hefur setið mánuðum saman í gæsluvarðhaldi vegna gruns um smygl á tæplega 200 kílóum af eiturlyfjum. - DV „Við lítum ekki á það sem eitthvað til afþreyingar.“ Björn Jónsson, framkvæmdarstjóri á Landspítalanum, um netið en lokað hefur verið fyrir aðgang að Facebook og MySpace hjá starfsmönnum. - DV „Það er mikill vilji fyrir því í Framsóknar- flokknum að Sjálfstæðisflokkurinn fái frí frá ríkisstjórnarsetu.“ Sigmundur D. Gunnlaugsson, nýkjörinn formaður Framsóknarflokksins. - DV „Þetta hefði getað farið svo miklu verr.“ Jóhann Gunnar Jónsson sem klemmdist á milli tveggja bíla og kastaðist með þeim um 40 metra í nóvember. - Morgunblaðið Steingrímur lausnalausi Leiðari Steingrímur J. Sigfússon, verðandi forsætisráðherra okkar miðað við skoðanakannanir, hefur lagt lítið til málanna síðustu mánuði annað en mikilvægi eigin valdatöku. Boðskapur hans felst í því sem ekki má, en ekki því sem skal gera. Það má ekki skera niður í heilbrigðis- kerfinu, ekki taka lán hjá Alþjóðagjaldeyris- sjóðnum, ekki ganga í Evrópusambandið og ekki skapa störf með virkjunum. Hið ótrúlega við ástandið á Íslandi er að hann er samt skársti kosturinn í stöðunni. Ástæðan er tvíþætt. Hann hefur yfirlýstan vilja til að framfylgja lýðræðinu og hann ber litla ábyrgð á kollsteypu þjóðfélagsins. Þess- ar grundvallarkröfur til stjórnmálamanns uppfyllir Steingrímur J., ólíkt Ingibjörgu Sól- rúnu Gísladóttur og Geir H. Haarde. Það er til marks um hversu illa er komið fyrir okk- ur. Aðrir sem uppfylla þessar lágmarkskröf- ur eru Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Guðjón Arnar Kristjánsson frjálslyndur. Við skulum gefa Sigmundi færi á að útskýra hug- myndir sínar áður en hann fær valdataum- ana upp í hendurnar, en Frjálslyndi flokk- urinn virðist eiga sér litla von í núverandi mynd. Steingrímur J. hefur flotið ofan á rétt- mætri reiðiöldunni gegn ríkisstjórninni, án þess að þurfa að bjóða lausnir. Í Kastljósinu var Steingrímur tvíspurður út í yfirvofandi aðgerðir hans eftir valdatökuna. Hann sagð- ist vilja hætta við lánið frá Alþjóðagjaldeyr- issjóðnum. „Það er enginn vafi að í okkar huga, þingflokks vinstri grænna, væri æski- legast að komast út úr því aftur, skila lán- unum, ef við getum, til þess að losna undan þessum þvingunarskilmálum sem á okkur eru settir, til dæmis um þennan sársauka- fulla niðurskurð í heilbrigðiskerfinu.“ Hvernig Steingrímur J. ætlar að bjarga Íslandi með því að svipta það neyðarsjóðn- um er óljóst. Hvernig hann ætlar að takast á við tekjuhrun með því að skera ekki niður er líka óljóst. En það er ljóst hvernig hann ætlar að komast til valda. Hann ríður á öldu auð- sýndrar vanhæfni núverandi ríkisstjórnar. Nú ríður á að hann nái ekki landi fljótandi á froðunni einni. Hann hefur haft 100 daga til að móta hugmyndir um endurreisn Íslands og ef eina svar hans er „ekki“ er hætt við því að hann geri ekki neitt. Jón TrausTi reynissOn riTsTJóri skrifar. Nú ríður á að hann nái ekki landi fljótandi á froðunni einni. bókstafLega

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.