Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.2009, Side 25

Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.2009, Side 25
föstudagur 23. janúar 2009 25Fókus Hvað er að GERAST? föstudagur n Johnny and the Rest á Dillon Hinir eitursvölu blúsrokkarar í johnny and the rest ætla að hefja gleðina á dillon, Laugavegi, þessa helgina. strákarnir spila frábært blúsrokk og eru staðfest góð byrjun á helginni. Þegar þeir hafa lokið sér af tekur plötusnúðurinn dj Mikkó við og spilar eðalrokk fram á miðja nótt. n Skítamórall á Players sveitaballagoðsagnirnar í skítamóral spila á Players í kvöld. Eins og allir sannir dansleikjaaðdáendur vita er aldrei meira stuð á balli en með skítamóral svo hér verður staðfest dansað fram á morgun. Miðaverð er sautján hundruð krónur og hefst dansleikurinn skömmu eftir miðnætti. n DJ Stef á Hverfis Heimilisköttur Hverfisbarsins, dj stef, ætlar að þeyta skífum í kvöld. dj stef spilar eðaldanstónlist sem ætti að koma öllum dansglöðum einstaklingum í hörkustuð. reimaðu á þig dansskóna og skelltu þér á Hverfisbarinn í kvöld. n Friskó á Prikinu sjálfur friskó sem er lifandi goðsögn í íslensku skemmtistaðalífi snýr aftur eftir langa fjarveru á Prikinu í kvöld. friskó hefur leikinn klukkan tíu en þegar hann er búinn að hita liðið vel upp tekur plötusnúðurinn dj Moonshine við plötuspilaranum og þeytir skífum eins og enginn sé morgun- dagurinn. n Festival á Kringlukránni Það er sannkallað festival og brjálað partí sem bíður gesta Kringlukráarinnar í kvöld. Það er fátt huggulegra en að skella sér í notalegan kvöldverð á gömlu góðu Kringlukránni og taka svo einn góðan snúning á gólfinu í kjölfarið. laugardagur n Stones Tribute á Dillon Hljómsveitin stóns sem spilar lög eftir rolling stones er skipuð meðlimum hljómsveitanna Mínuss, Motion boys, Esju og Lights on the highway, spilar á dillon, Laugavegi, í kvöld. sveitin hóf samstarf í lok síðasta árs og hefur slegið rækilega í gegn. allir sannir stones-aðdáendur ættu að fjölmenna á dillon í kvöld. n Menn ársins í Iðnó Í tilefni af útgáfu sinnar fyrstu plötu heldur hljómsveitin Menn ársins glæsilega útgáfutónleika í Iðnó í kvöld. fjöldi hljóðfæraleikara, strengjasveit, blásarar og slagverksleikarar munu leika með hljómsveitinni. útgáfutónleikarnir hefjast klukkan 21.00 og miðaverð er 1.500 krónur. n Egó á Nasa Egó er mætt til starfa eins og í árdaga þegar farið var um víðan völl og leikið á dansleikjum úti um allt land. Á prógramm- inu eru öll vinsælustu lög Bubba í gegnum tíðina, ekki bara með Egóinu. tónleikarnir hefjast klukkan hálf tólf og er miðaverð nítján hundruð krónur. n Sixties á Players sixties hefur spilað reglulega á Players nánast frá upphafi og er enginn vafi á að strákarnir munu halda uppi gleðinni langt fram eftir nóttu. gleðigosarnir vilja meina að tónleikarnir hefjist einni mínútu fyrir miðnætti og verður spennandi að sjá hvort sveitin standi við það. Miðaverð er fimmtán hundruð krónur. n D-A-D á Nasa d-a-d er ein þekktasta hljómsveit danmerkur fyrr og síðar. Hljómsveitin hefur spilað oftar á stóra sviðinu í roskilde en nokkur önnur hljómsveit og var um ára- bil fengin til þess að loka hátíðinni. nú ætla þeir að bjarga efnahag Íslendinga og rokka þakið af húsinu á aðalsviði nasa í kvöld. Miðaverð er tvö þúsund og níu hundruð krónur og hefjast herlegheitin klukkan hálf níu. SluMDog MIllIoNAIRE auðvelt að skilja af hverju myndin fær verðlaun og frábærar viðtökur um allan heim. m æ li r m eð ... SKólAbEKK- uRINN frábær mynd um kennara- stéttina og hennar vanmetna og illa launaða starf. C.R.A.Z.Y. ferðast á skemmtilegan hátt í gegnum líf fólks á 7. og 8. áratugnum. REFuRINN og bARNIð falleg mynd sem veltir upp spurningum sem hollar eru ungum sem öldnum. m æ li r eK Ki m eð ... FAlIð FYlgI Ætli megi ekki segja að áhöfn sýningarinnar bjargi því sem bjargað verður. í Zürich í mars, í Hamborg í júlí en ekki fyrr en á næsta ári í Noregi. Við erum að bíða eftir norskum leikara sem er svo upptekinn næstu mán- uði.“ Bjarni sýndi sjálfur fyrstu þrjátíu sýningarnar í Svíþjóð á sænsku en aðrir leikarar munu sjá um að flytja verkið á norsku, þýsku og lettnesku. „Það er annar leikari sem tekur við hlutverkinu í Svíþjóð núna í ár. Ég bý náttúrlega ekkert þar svo ég get ekki verið fastur í Svíþjóð neitt allt of lengi. Svo held ég að það sé nú ekki til eftirbreytni að ég reyni að flytja verkið á þýsku,“ segir hann hlæjandi og bætir við: „Ég held að aðrir séu nú betri í því.“ Verkið skrifað fyrir leikarana Heiður er verk sem Bjarni valdi sjálf- ur að setja upp og valdi að auki alla leikarana í verkið. „Aðalástæðan fyrir því að mig langaði að setja upp þetta verk var að mér finnst leikar- arnir sem ég valdi í þetta eiga að leika þetta. Verkið er eins og skrifað fyrir þau,“ segir Bjarni en leikendur í Heiðri eru þau Anna Kristín Arn- grímsdóttir, Arnar Jónsson, María Ellingsen og Sólveig Arnarsdóttir. Það verður að segjast sem svo að hér eru á ferðinni gamalreynd- ar kempur í íslensku leiklistarlífi og segir Bjarni það sannkallaðan heið- ur að fá að vinna með þessum hópi leikara. „Þetta er búið að vera alveg frábært ferli og sannkallaður heiður að fá að vinna með þeim öllum.“ Ást, þrár og væntingar Heiður er samið af einu þekktasta leikskáldi Ástralíu, Joanna Murray- Smith. Heiður eða Honour var frum- flutt árið 1995 og hefur síðan þá ver- ið sett upp um heim allan. Meðal annars á Broadway og hjá breska þjóðleikhúsinu. „Verkið fjallar um ástina og þrár okkar og væntingar. Svo fjallar það nú ekki síst um það hversu oft við hugsum rökrétt en högum okkur órökrétt. Það er kannski þess vegna sem við erum sífellt að púsla saman lífiinu. Persónur verksins töluðu til mín því þetta eru mjög mannlegar persónur sem segja oft í raun ann- að en þær gera. Svo blandast inn í þetta allt saman grái fiðringurinn og greddan.“ Bjarni lýsir verkinu jafnframt sem dramaverki og hefur trú á því að all- ir sem hafi gaman af góðu leikhúsi eigi eftir að skemmta sér vel á sýn- ingunni. „Þetta er ekkert nýstefnu- leikhús. Það er enginn að leika kart- öflur og velta sér um gólfið. Þetta er stofuleikrit eins og þau gerast best. Það er mikill realismi í þessu verki og smá expressionismi en alls eng- inn súrrealismi.“ Fílamaðurinn situr í hjartanu Spurður um draumahlutverkið segir Bjarni að draumar hans og væntingar hafi breyst töluvert með árunum. „Það sem ég þrái mest í dag er að vinna með pró fólki. Maður er farinn að vega það alltaf meira og meira og meta betur mik- ilvægi þess að læra af eldra fólki.“ Hann viðurkennir þó að það sé ávallt ein bíómynd sem sitji hon- um í hjartastað og hann væri til í að fara með hlutverk aðalpersónu myndarinnar. „Tíu ára gamall fór ég í blaðberabíóið í Regnbogan- um og sá Fílamanninn. Ég held að ég hafi aldrei orðið jafndjúpt snortinn og eftir þá kvikmynd. Ég var auðvitað svo svakalega sorg- mæddur yfir örlögum Fílamanns- ins. Ætli það sé ekki bara drauma- rullan mín. Ég þyrfti heldur ekkert meik-up til að leika Fílamanninn, ég gæti bara mætt á sviðið eins og ég er klæddur,“ segir hann og glottir. opnar loftkastalann á ný Það er nóg fram undan hjá Bjarna enda vinnur hann nú að því að opn- ar Loftkastalann á ný sem leikhús í sumar og skrifar kvikmyndahandrit að Pabbanum í samstarfi við Saga film. Fyrsta verk Loftkastalans í sumar verður söngleikurinn Grease í leikstjórn Selmu Björnsdóttur. „Svo er bara ætlunin að vera áfram með skemmtilegt leikhús þar,“ segir Bjarni. „Annars erum við líka á fullu að vinna í kvikmyndahandritinu að Pabbanum en Saga film keypti sýn- ingarréttinn að verkinu. Ég veit ekki hvort myndin fari í tökur á þessu ári eða næsta. Stefnan var upphaflega að hún færi í tökur í ár en maður veit ekki alveg hvernig öll fjármögnun og slíkt gengur núna.“ Aðspurður hvort hann komi sjálf- ur til með að fara með aðalhlutverk- ið í kvikmyndinni segir Bjarni ekkert hafa verið ákveðið um slíkt ennþá. „Við ætlum bara að klára að skrifa handritið og sjá hvernig það þróast. Það má vel vera að það fái þannig blæ að einhver annar fari með hlut- verkið og ég er fyrsti maðurinn til að bakka út úr því ef það er einhver betri sem býðst,“ segir Bjarni hóg- vær að lokum. krista@dv.is Grái fiðringurinn og greddan Tónlistarhátíðin Melodica Acoust- ic Festival verður haldin í annað sinn um helgina á Café Rósenberg, Kaffi Hljómalind og Nýlenduvöru- verslun Hemma og Valda. Yfir- skrift hátíðarinnar í þetta skiptið er „Aldrei fór ég á Rex“. Ætlunin er að fagna grasrótinni og alþjóðlegu samstarfi tónlistarmanna þar sem áherslan er lögð á samhjálp og vin- áttu. Fyrsta hátíðin fór fram í ágúst síðastliðnum við góðar undirtektir. Þá var einungis spilað á einum stað en nú duga ekki færri en þrír fyrir þá tæplega fjörutíu listamenn sem koma fram á hátíðinni. Hátíðin hefst á Rósenberg í kvöld, föstudagskvöld, klukkan 20. Á meðal þeirra sem þar koma fram eru Bob Justman, The Friday Night Idols, Beggi Mood, Kettir og Svav- ar Knútur sem jafnframt er skipu- leggjandi hátíðarinnar. Hljómsveit- in Hraun sér um eftirpartí. Á laugardag og sunnudag stend- ur hátíðin yfir á öllum þremur stöð- unum. Á meðal þeirra sem koma fram fyrra kvöldið eru Myrra Rós, Ragnar Sólberg, Helgi Valur, The Friday Night Idols, Sebastian, Seið- læti og breski trúbadorinn Kid Decker. Á lokakvöldinu ætla svo að láta ljós sitt skína, svo einhverjir séu nefndir, Elín Ey, Mysterious Marta, Pikk Nikk, Elíza, Marlon Pollock og hinn breski Shisha PM. Aðgangur á hátíðina er ókeypis, enda koma allir listamenn ókeypis fram og allt starf við hátíðina unnið í sjálfboðavinnu. Endurhæfðir góðærisspaðar eru sérstaklega boðnir velkomnir á há- tíðina, aftur í faðm meðalhófs og hlýju mannlegs samfélags. Tónlistarhátíð í Reykjavík í miðri byltingu: aldrei fór ég á rex Svavar Knútur skipuleggjandi Melodica acoustic festival sem er nú haldin í annað sinn. uPP KoMAST SVIK uM SíðIR Hin fínasta sveitaseturs- morðgáta. „Fólk er ekkert að leika kartöflur og veltast um gólfið“ Bjarni segir Heiður ekki vera neitt nýstefnuleikhús heldur svokallað stofuleikrit af bestu gerð. Verk um ástina, þrár og væntingar „Persónur verksins töluðu til mín því þetta eru mjög mannlegar persónur sem segja oft í raun annað en þær gera,“ segir leikstjórinn Bjarni um verkið Heiður. MYNDIR RAKEl óSK SIguRðARDóTTIR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.