Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.2009, Side 34
föstudagur 23. janúar 200934 Helgarblað
öxl, norðan við Akrafjall, árið 1955.
Hún er næstyngst sex systkina
og flutti móðir Sigurbjargar með
barnahópinn til Akraness þegar
hún var fjögurra ára eftir að faðir
Sigurbjargar lést. Hún flutti svo til
Reykjavíkur þegar hún hóf nám við
MR, þaðan sem Sigurbjörg útskrif-
aðist árið 1976. Að því loknu fór hún
til Óslóar í Noregi til að læra félags-
ráðgjöf, kom síðan aftur heim, giftist
og vann sem félagsráðgjafi hjá Rík-
isspítölum.
Árið 1982 fluttu þau hjónin til
Reyðarfjarðar þar sem maður Sig-
urbjargar, Sigursteinn Gunnarsson,
hóf tannlækningar. Eftir tveggja ára
dvöl þar fluttu þau aftur til Reykja-
víkur og starfaði Sigurbjörg þar
lengst af sem yfirmaður öldrunar-
mála hjá Reykjavíkurborg.
Eiginmaðurinn svipti sig lífi
Rétt fyrir jólin 1997 urðu straum-
hvörf í lífi Sigurbjargar. Eiginmað-
ur hennar svipti sig lífi. Það var sem
heimurinn hefði hrunið án fyrir-
vara. „Sumir sjá einkenni þung-
lyndis í aðdraganda svona atburða.
En mér fannst ég ekki sjá neitt slíkt,“
segir Sigurbjörg sem þekkt hafði Sig-
urstein í tuttugu og fimm ár. „Þetta
var eitthvað sem ég hafði aldrei lát-
ið hvarfla að mér að gæti hent hann.
Þetta var mjög erfið og martraðar-
kennd upplifun.
Ég hafði áður misst föður minn
og yngri bróður þannig að ég hafði
áður misst nána ástvini. Enginn
missir er eins, en að missa ástvin
á þennan hátt er allt öðruvísi en
nokkur annar missir. Manni gengur
svo illa að byrja að syrgja því maður
lendir í þeirri stöðu að þurfa enda-
laust að reyna að svara spurning-
um sem maður hefur ekki svör við.
Það var alveg eins og ég hefði átt að
vita eitthvað sem ég vissi ekki og því
upplifir maður sig svolítið eins og í
yfirheyrslu, jafnvel í samtali við vini
sína og ættingja. Það endar með því
að maður lokar sig af og byrjar að
verja sig, þann látna og þær minn-
ingar sem við áttum saman.“
Líkamsrækt til að geta borðað
Eftir þetta áfall ákvað Sigurbjörg,
sem þarna var orðin 42 ára, að söðla
algerlega um í lífi sínu. Hún flutti til
Bretlands, hóf nám í stjórnsýslufræð-
um við London School of Economics
og hóf einnig að stunda líkamsrækt
af miklum krafti. Hún hleypur, syndir
og hjólar; hefur til að mynda hlaupið
tvö maraþon, mörg hálfmaraþon og
hjólað tvisvar sinnum langferðir nið-
ur í gegnum Evrópu.
„Ég byrjaði í líkamsræktinni til að
geta sofið og borðað. Ég missti alla
matarlyst og varð að hreyfa mig mik-
ið til að geta borðað og haldið heilsu.
Það veitti mér öryggiskennd að geta
fengist við eitthvað sem mér fannst
vera á mínu valdi, eitthvað sem ég
hafði stjórn á og gat séð árangur af, til
að mynda við að byggja upp líkam-
legan styrk og ná áföngum í náminu.
En ég hafði ekki stjórn á því frekar en
hver annar hversu hratt ég fór í gegn-
um þetta sorgarferli. Maður styttir
sér víst ekki leið í gegnum sorg, hún
virðist þurfa að hafa sinn gang. Og
þetta ferli tók mig heil tíu ár. Þá fyrst
fór ég að kannast við eitthvað í sjálfri
mér á ný, finna sama húmorinn, geta
skemmt mér á sama hátt og áður,
geta sungið og dansað.“
Í fjarbúð með prófessor Wade
Í London kynntist Sigurbjörg Robert
Wade, prófessor í stjórnmálahag-
fræði, sem einnig flutti erindi á borg-
arafundinum síðastliðinn mánudag.
Það var fyrir tæpum sjö árum. „Hann
bara sá mig á skólalóðinni,“ segir hún
sposk á svip. Robert, sem er frá Nýja-
Sjálandi en á ættir að rekja til Dan-
merkur, býr í London en Sigurbjörg
á Íslandi. Sú fjarbúð hefur varað frá
því Sigurbjörg fluttist heim sumarið
2007 en fram að því höfðu þau verið í
sambúð í Bretlandi.
„Við höfum aldrei skilgreint okkur
sem par. Þetta er bara svona frjálslegt
nútímasamband sem kemur ágæt-
lega til móts við þarfir okkar beggja.
Erum góðir vinir, finnum það besta
hvort í öðru og eigum margt sam-
eiginlegt,“ segir Sigurbjörg og brosir
breitt. Auk þess að hafa bæði mik-
inn áhuga á heimsmálunum, stjórn-
málum og hagfræði eru þau bæði
jafn „húkkt“ á hlaupum og sundi, en
prófessorinn hefur margoft hlaupið
maraþon. „Það er svona þegar mað-
ur byrjar að taka þetta eitthvað al-
varlega, þá verður þetta eins og hver
önnur stúdía, maður leggst í bækur,
pælir í hlaupastílum, hraðamæling-
um, næringu og þess háttar.“
Þegar blaðamaður spyr hvor sé
betri hlaupari færist bros yfir andlit
Sigurbjargar. „Ég er betri í dag,“ svar-
ar hún hlæjandi. „Það er að segja,
ég hef meira úthald. Hann er betri í
styttri hlaupunum en átti betri tíma
í langhlaupunum þegar hann var
yngri.“ Þess má geta að Robert er
fæddur í Sydney í Ástralíu á íslenska
lýðveldisárinu 1944.
„Fjarbúðin er allt í lagi,“ segir Sig-
urbjörg. „Þetta hentar okkur mjög
vel. Robert vinnur mjög mikið og
er alltaf á fleygiferð um allan heim
með fyrirlestra og á fundum. Oft líða
mánuðir á milli þess sem Sigurbjörg
og Robert hittast. „Það er bara þeim
mun meira gaman að hittast,“ seg-
ir Sigurbjörg og hlær. En hún viður-
kennir að auðvitað sé viss söknuður
sem geri vart við sig þegar langt líður
á milli samverustunda.
Fékk andstyggilega pósta
Robert komst í fréttirnar hér á landi
síðastliðið sumar þegar grein eft-
ir hann birtist í Financial Times þar
sem hann varaði við þróun íslensks
fjármálaheims. Greinin vakti ekki
mikla lukku hér á landi og fékk Ro-
bert marga andstyggilega tölvupósta
frá Íslendingum í framhaldinu. Sig-
urbjörg fór heldur ekki varhluta af
viðbrögðum landans.
„Víða annars staðar, sérstaklega í
Bretlandi og Bandaríkjunum, vakti
greinin hins vegar mikinn áhuga,“
segir Sigurbjörg. „Robert þekkir vel
til hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og
fleiri alþjóðastofnunum. Var honum
til að mynda þakkað sérstaklega fyrir
að fjalla um þetta því þetta var þróun
sem menn víða erlendis höfðu fylgst
með og gátu heldur ekki annað séð
en að sprenging væri í uppsiglingu.
En á þessum tímapunkti varð bara
ekkert aftur snúið.“
Fær kannski enga vinnu
Sigurbjörg telur að óþægilegar upp-
lýsingar séu oft teknar sem gagnrýni
og að Íslendingar taki gagnrýni afar
illa. „Hvað er það annars sem ger-
ir það að verkum að yfirvöld hlusta
ekki? Erum við svona viðkvæm fyr-
ir gagnrýni eða kunnum við ekki að
vinna úr henni? Nú er bara að koma
sá tími að við verðum að vera opnari
fyrir því að læra og takast á við nýja
hluti. Það bíða okkar allra ný og erfið
verkefni. En við getum lært margt af
öðrum. Banka- og fjármálakreppur
hafa jú gerst svo oft áður,“ segir Sig-
urbjörg og setur í brýrnar.
Sigurbjörg hefur ekki fengið vinnu
hér á landi frá því verkefni hennar í
heilbrigðisráðuneytinu lauk í sept-
ember síðastliðnum. „Ég man þeg-
ar ég skrifaði fyrstu greinarnar mínar
um heilbrigðismál í Morgunblaðið
haustið 2005. Einn vinur minn hér
heima á Íslandi sagði við mig: „Það er
greinilegt Sigurbjörg að þú ert ekki á
leiðinni heim.“ Þegar ég spurði hvað
hann ætti við svaraði hann: „Við Ís-
lendingar tökum ekki svona gagn-
rýni. Þú færð aldrei vinnu hér með
svona afstöðu.“ Kannski hefur hann
bara haft rétt fyrir sér.“
kristjanh@dv.is
Davíð til Vanúatú robert sagði að
réttast væri að gera davíð Oddsson
að sendiherra Íslands á Vanúatú í
erindi sínu á borgarafundinum í
Háskólabíói á dögunum.
MYND HEiða HELgaDóttir
„Fyrir mig var annaðhvort að láta undan
þessari ógnun og láta vonleysi ná tökum
á mér eða skora þessar aðstæður á hólm
og berjast með allri þeirri áhættu sem
það heFur í För með sér Fyrir mig.“