Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.2009, Qupperneq 38

Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.2009, Qupperneq 38
Þ ær voru að mörgu leyti ótrúlegar tölurnar sem birtar voru á dögunum yfir notkun Íslendinga á vef- samfélaginu Facebook. Samkvæmt þeim er hátt í helming- ur landsmanna þrettán ára eða eldri með síðu á Facebook, eða yfir hundr- að og tuttugu þúsund manns. Og það sem meira er, nær allir Íslendingar á aldrinum 20 til 29 ára hafa skráð sig á vefinn. Fyrsti vísir að Facebook var vef- samfélag sem Harvard-nemarnir Mark Zuckerberger, Dustin Moskov- itz og Chris Hughes stofnuðu í febrú- ar árið 2004. Upphaflega var það ein- ungis notað af nemum við skólann, meðal annars til að hjálpast að við heimavinnuna, en ekki leið á löngu áður en boltinn byrjaði að rúlla og fólk um allan heim var komið á Face- book. Það var hins vegar ekki fyrr en á síðasta ári sem Facebook-æðið skall á Íslandi með hvelli. Ekki eru tiltækar nákvæmar tölur yfir fjölda Facebook- notenda á heimsvísu en þó virðist vera að vefurinn sé orðinn vinsælli en MySpace. Þess má geta að Time útnefndi Mark Zuckerberger eina af áhrifamestu manneskjum heims á síðasta ári. Tvöföldun á nokkrum mánuðum Elvar Arason starfar við rannsóknir hjá ABS Fjölmiðlahúsi og hefur rýnt svolítið í þann heim sem Facebook er. Hann er sá sem tók saman fjöld- ann um Facebook-notendur og getið er um hér að framan. „Útbreiðslan á Facebook hef- ur verið alveg gríðarleg. Ég tók fyrst saman þessar tölur yfir fjölda ís- lenskra síðna í ágúst. Þá var fjöldinn sextíu þúsund og hefur því tvöfald- ast á þessum stutta tíma,“ segir Elvar sem sjálfur hefur verið á Facebook í tvö ár. Elvar segir nauðsynlegt að hafa í huga að tölurnar eru aðeins ýkt- ar. Tvítalning geti til að mynda átt sér stað þar sem sumir séu með tvo prófíla, stofnaðar eru síður fyr- ir félagasamtök, aðdáendaklúbba og samkomur eins og „ríjúníon“ og þá sé eitthvað um að fólk stofni síð- ur í nafni einhvers í óþökk viðkom- andi. Nýlegt dæmi er þegar síða var stofnuð í nafni Árna Mathiesen fjár- málaráðherra og hafði hann eignast „Facebook-vini“ í tugatali áður en upp komst um athæfið. Fjöldi notenda er langmestur í hópi þeirra sem eru á þrítugsaldri, eða 96 prósent Íslendinga á þeim aldri. Í aldurshópnum þar fyrir neð- an, 13 til 19 ára, er hlutfallið tæplega 84 prósent og af þeim sem eru á milli þrítugs og fertugs eru ríflega sex af hverjum tíu með Facebook-síðu. Um helmingi færri á aldrinum 40 til 49 ára hafa markað sér skika í landi Fés- bókarinnar og eins og nærri má geta fer fjöldinn minnkandi eftir því sem ofar er farið í aldursgreiningunni. Þó er markvert að tæplega 1.600 manns sextíu ára og eldri eru með Face- book-síðu samkvæmt samantekt Elv- ars. DV veit til að mynda um nokkra sem eru komnir á áttræðis- og jafnvel níræðisaldur sem hafa stofnað Face- book-aðgang, þó vissulega séu þeir misvirkir í notkun sinni á því sem þar stendur til boða. Konur virkari Þegar horft er til hinna Norðurlanda- þjóðanna kemur í ljós að Íslendingar eru mest svag fyrir Facebook. Í Dan- mörku, Noregi og Svíþjóð er fjórði hver einstaklingur sem kominn er yfir tólf ára aldurinn með Facebook- síðu og einn fimmti allra Finna sam- kvæmt þeim tölum sem Elvar hefur viðað að sér. Af sömu ástæðum og með tölurnar yfir fjölda notenda hér á landi þarf að taka þessum tölum með smá fyrirvara. Kynjaskiptingin hér á landi er 60/40 konum í hag. Ástæðan fyrir því er einfaldlega sú að konur eru meiri félagsverur að mati Elvars. „Kon- ur eiga almennt fleiri vini og rækta vinasambönd í ríkari mæli en karlar. Þær leggja hreinlega meiri áherslu á að vera í samskiptum við vini sína og vinkonur, hvort sem það er í sauma- klúbbum eða á Facebook.“ MySpace-vefsamfélagið varð all- vinsælt hér á landi fyrir nokkrum misserum, sérstaklega hjá ungu fólki. Með tilkomu Facebook kveðst Elvar sjá tilhneigingu hjá yngra fólkinu að nota Myspace minna, jafnvel hætta því alveg, og færa sig þess í stað yfir á Facebook. Sumir mjög persónulegir Notkun fólks á möguleikum Face- book eru afar mismunandi. Sumir nota síðuna fyrst og fremst til að eiga samskipti við ættingja og vini eða skoða myndir á meðan aðrir eru mik- ið í leikjum. Sumir nota Facebook við vinnu sína og möguleikar einhleypra til að daðra og finna sér hugsanlegan lífsförunaut, bólfélaga eða hvaðeina eru svo vitanlega endalausir ef svo má segja. Texti sem sem skrifaður er á „vegg“ (wall) síðueigenda er öllum þeim aðgengilegur sem eru „Face- book-vinir“ þess sem á vegginn eða skrifar á hann, nema viðkomandi hafi takmarkað aðganginn eins og dæmi eru um að fólk geri. Ótrúlegt er stundum að lesa það sem fólk skrifar á vegginn hvert hjá öðru. Yfirleitt er það eitthvað ósköp saklaust, en getur svo farið út í að vera allt frá áminn- ingu annars aðilans í ástarsambandi til makans um að kaupa eitthvað í búðinni til ástarjátningar eða þaðan af persónulegri skilaboða. Eitthvað sem fyrir daga Facebook fór einungis manna á milli í eigin persónu, í sím- tali eða sms. Mörg dæmi eru svo um að fólk frétti af skilnaði, sambands- slitum, óléttu og mörgu fleiru per- sónulegu á Facebook. Atriðið í síð- asta áramótaskaupi sem snerti á þessu kitlaði enda hressilega hlátur- taugar margra landsmanna. Engin grundvallarbylting „Mér þykir það sæta miklum tíðind- um að nánast allt fólk á þrítugsaldri á landinu er komið inn á þennan vettvang, og annar hver maður þeg- ar þjóðin í heild er skoðuð,“ segir Þorbjörn Broddason, prófessor í fjöl- miðlafræði við Háskóla Íslands, þeg- ar blaðamaður innir hann eftir áliti hans á Facebook-fyrirbærinu og vin- sældum þess. Hann tekur þó fram að hann þekki Facebook fyrst og fremst af afspurn. Að mati Þorbjörns er augljóst að Facebook sé feiknarlega öflugt og sveigjanlegt tæki til að skapa ein- hvers konar samfélag. „En ég held samt að þetta sé ekki nein grund- vallarbylting frá því sem þegar var komið, það er þeim vefsíðum fólks og netsambandi sem fór að breiða úr sér fyrir nokkrum árum. Mér sýnist þetta bara vera ennþá sveigjanlegri leið til að gera sömu hluti. Og ég hef það á tilfinningunni, eða virðist alla- vega við fyrstu sýn, að þetta sé tilraun fólks til að koma einhverjum aga á þetta samfélag sem það er að reyna að taka þátt í.“ Ógilding orðsins „vinur“ Þorbirni sýnist að valið sem Face- book-síður bjóði upp á sé aðalmun- urinn frá venjulegum vefsíðum. „Vefurinn er opinn öllum. Ef þú set- ur eitthvað á vefsíðuna þína er það komið út um allan heim og þú hef- ur enga stjórn á því hvað er gert við það. Ef þú setur það á Facebook fer það einungis til þeirra sem eru þeg- ar í þessu samfélagi sem þú ert bú- inn að skapa í kringum þig. Þú getur hins vegar ekki hindrað það að ein- hver sem er í þessum vinahópi þín- um taki það sem þú setur á Facebook og færi það öllum heiminum með því að flytja það yfir á vefsíðu.“ Facebook er afar einfalt í notkun sem Þorbjörn segir einn aðalstyrk- leika þess. Gildisfelling á orðinu „vin- ur“ er á hinn bóginn nokkuð sem Þorbirni finnst athyglisvert við Face- book. „Þarna er gott og gilt orð tek- ið og gefið algjörlega nýtt inntak. Ég vil frekar kalla Facebook samfélag en vinahóp og þarna ræður þú því dálít- ið hvernig þetta samfélag er sett sam- an. En ef þú ætlar að kalla þetta „vini“ ertu eiginlega búinn að ógilda þetta ágæta orð. Mér finnst óþarfi að taka þetta orð og spilla góðri notkun þess af því að við eigum nóg af orðum sem hægt væri að nota í staðinn.“ Klúbbar innan heimsþorpsins Kanadíski bókmennta- og fjölmiðla- fræðingurinn Marshall McLuhan setti fram ýmsar skýrar hugmyndir um tækni og miðla á sjöunda og átt- unda áratug síðustu aldar og ýmsa spádóma sem rættust um tölvu- heima. Hann er meðal annars höf- undur hugtaksins „heimsþorpið“ sem hann kom fram með löngu áður en internetið varð að veruleika. Að sögn Þorbjörns er vefurinn í sinni klassísku mynd heimsþorp McLuhans. Facebook sé einnig geysi- lega sterk birtingarmynd á heims- þorpinu, en um leið tilraun til að skil- greina það í hólf þar sem það krefst ákveðinnar aðgerðar fólks til að ger- ast þátttakandi. „Þú verður að skrá þig, en svo er hægt að meina þér þátttöku. Á vefn- um getur hins vegar enginn stoppað þig. Facebook er því nokkurs konar klúbbur, eða öllu heldur klúbbar, í heimsþorpinu,“ segir Þorbjörn. Spurður hvort hann telji að Face- book eigi eftir að lifa um ókomna tíð segir Þorbjörn það velta á því hvort eitthvað annað komi fram sem slái þessu vefsamfélagi við. Rétt eins og með faxið sem kom og fór. „Faxið var alveg stórkostlegur hlutur um tíma en er nokkurn veginn úr sög- unni núna. Aðrir hlutir, eins og sím- föstudagur 23. janúar 200938 Helgarblað „Ég sá það á Facebook“ „Ég sá það á Facebook“ er frasi sem heyrist sífellt oftar hér á landi. Fjöldi íslenskra Facebook-notenda fer enda stigvaxandi og nú er svo komið að nánast helmingur Ís- lendinga sem komnir eru af barnaskólaaldri hafa markað sér skika í víðáttum Fés- bókarinnar. Nánast allir á aldrinum 20 til 29 ára eru þátttakendur í þessu vefsamfélagi og dæmi eru um að fólk sem fyllir brátt heila öld í aldri sé komið með Facebook-síðu. DV kannaði hvaða fyrirbæri þetta er, kosti þess og galla og möguleika Facebook á að lifa lengur en hver önnur bóla. Guðberg K. Jónsson, sálfræðingur hjá Heimili og skóla „Við vitum að facebook hefur sinnt ábendingum um nettælingu og kynferðisbrotamenn og vísað einhverjum burt.“ Elvar Arason hjá ABS Fjölmiðla- húsi „útbreiðslan á facebook hefur verið alveg gríðarleg.“ MYND HEiðA HElGADÓTTir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.