Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.2009, Qupperneq 39
föstudagur 23. janúar 2009 39Helgarblað
„Ég sá það á Facebook“
inn, halda hins vegar áfram því það
hefur ekkert komið fram sem slær
honum við. Ef eitthvað kemur fram
sem er ennþá sleipara og lipurra en
Facebook þá hverfur það. Hvort það
eigi eftir að gerast þori ég aftur á móti
ekki að spá til um.“
Mikill tímaþjófur
„Facebook er í eðli sínu mjög frjór og
skemmtilegur vettvangur fyrir félags-
netverkið, svo framarlega sem það er
notað innan skynsamlegra marka og
í hófsemi,“ segir Guðberg K. Jónsson,
sálfræðingur hjá Heimili og skóla og
verkefnisstjóri SAFT-verkefnisins.
SAFT er vakningarátak um örugga
tækninotkun barna og unglinga á Ís-
landi.
Að sögn Guðbergs bjóða bæði
Facebook og MySpace upp á ýmsa
möguleika sem geti verið mjög tíma-
frekir. „Bæði tólin geta þannig ver-
ið miklir tímaþjófar. Það myndi ég
segja að sé almenna hættan,“ segir
Guðberg. Ekki verður annað sagt en
að þessi orð Guðbergs eigi við rök að
styðjast og eigi það ekkert síður við
fullorðna en börn og unglinga. Í því
sambandi má til dæmis benda á að
í síðustu viku var lokað fyrir aðgang
stafsmanna Landspítalans að Face-
book og MySpace eins og sagt var frá
í DV í gær. Yfirmaður á upplýsinga-
sviði spítalans sagði þar að lokun-
in væri í samræmi við það sem flest
stærri fyrirtæki hér á landi og víðar
séu að gera eða hafa gert upp á síð-
kastið.
Kynferðisbrotamönnum
vísað burt
Aðrar hættur sem fylgt geta Facebook
er „nettælingin“. „Sú ógn á þó auðvit-
að við um netið almennt. Tölfræði-
lega er nettæling ekki stór á Íslandi
en er samt til staðar og verður því
að hafa hana í huga,“ segir Guðberg.
Hann nefnir í þessu sambandi að árið
2007 hafi stjórnendur MySpace hent
þrjátíu þúsund dæmdum kynferðis-
afbrotamönnum út af MySpace. Þeir
hafi allir verið skráðir inn undir sínu
eigin nafni og fólk geti kannski rétt
ímyndað sér hversu margir séu þá
inni á Myspace undir fölsku flaggi.
„Við vitum að Facebook hefur
sinnt ábendingum um nettælingu
og kynferðisbrotamenn og vísað ein-
hverjum burt. Engar tölur hafa hins
vegar verið gefnar út um það.“
Guðberg veit um dæmi þess að
fólk hafi misst vinnuna vegna upp-
lýsinga um sig sem það setti inn á
netið. Hann hefur aftur á móti ekki
heyrt um að fólk hafi misst vinnu
vegna einhvers sem annar aðili setti
inn á Facebook eða netið.
„Fólk á annars auðvitað alltaf að
vera gætið þegar það setur eitthvað
inn á vefinn. Gott ráð er að spyrja sig
áður en maður setur til dæmis mynd
eða annað inn á vefinn „Á þetta
heima á tölvuskjánum hjá ömmu?“
því ömmur og afar eru á vefnum
líka.“
Fullorðnir verri en krakkarnir
Guðberg bætir við að öfugt við það
sem einhverjir kynnu að halda er
fullorðna fólkið jafnvel verra en unga
fólkið í því að setja eitthvað ljótt á
netið. „Flóran er eins og annars stað-
ar með ungt fólk; flestir eru mjög inn-
an skynsamlegra marka en það sem
ratar í fjölmiðla er þetta neikvæða.
Í rannsókn sem við gerðum í fyrra
og hitteðfyrra um netsiðferði kom
í ljós að grunnskólakrakkar voru
miklu fljótari en fullorðnir að tileinka
sér reglur sem tengjast netsiðferði.
Hinir fullorðnu voru miklu frekar að
tína til hluti eins og hversu löngum
tíma maður ætti að eyða á netinu og
sitthvað í sambandi við vírusvarnir
og fleira. Krakkarnir eru því ekki eins
blautir á bak við eyrun í þessum efn-
um og ætla mætti af umræðunni.“
Ekki á valdi Persónuverndar
Innkomnum erindum hjá Persónu-
vernd fjölgar stöðugt. Á síðustu sex
árum hefur fjöldi mála hjá Persónu-
vernd aukist um 63 prósent og voru
komin upp í 988 ný mál á síðasta ári.
Sigrún Jóhannesdóttir, forstjóri Per-
sónuverndar, segist ekki muna eft-
ir neinu máli sem tengist Facebook.
Aftur á móti sé allnokkuð um erindi
sem tengjast bloggi.
„Einkalífsrétturinn og tjáningar-
frelsið eru nokkurn veginn jafnrétthá
réttindi. Þegar þessi réttindi mætast,
og jafnvel þegar skörun verður, eru
það dómstólar sem einir geta skor-
ið úr um hvort gangi framar, einka-
lífsrétturinn eða tjáningarfrelsið. Við
höfum því nær undantekningalaust
þurft að vísa þeim málum frá okkur
þar sem við höfum einfaldlega ekki
vald til að skera úr um þau,“ segir Sig-
rún.
Sigrún hefur ekki á takteinum
fjölda þeirra erinda sem borist hafa
Persónuvernd á síðustu árum og
tengjast netinu með beinum eða
óbeinum hætti. Hún segir þó ljóst að
hlutfall þeirra nái ekki tíu prósent-
um. Málin sem um ræðir hafa fyrst og
fremst með texta að gera, ekki mynd-
ir.
„Þau mál sem við höfum vísað frá
okkur eru fyrst og fremst hlaupandi
texti þar sem fólk er að tjá skoðanir
sínar um menn og málefni. Ef ein-
hver birtir hins vegar nafnalista með
persónuupplýsingum gæti það kom-
ið til okkar meðferðar.“
Aukning í framtíðinni
Líklegt er að mati Sigrúnar að hlut-
fall svona „netmála“ eigi eftir að auk-
ast þegar fram líða stundir. „En það
er eðlilega mjög erfitt að stýra í þess-
um heimi. Kannski ekki ómögulegt
en það verður alltaf erfitt, hvort sem
menn eru að tala um dómstólaleið-
ina eða stjórnsýsluleiðina.“
Hvað fyrirbyggjandi aðgerðir
varðar með stækkandi vefsamfélög-
um eins og Facebook og MySpace
segir Sigrún að Persónuvernd sé þátt-
takandi í vinnuhópi í Brussel sem fær
einu til tvisvar á ári sérfræðinga frá
Google og fleiri aðilum í heimsókn til
að fara yfir málin. Í megindráttum sé
persónuverndarstefnan hér á landi
annars samstiga öðrum evrópskum
stefnum í þá veru.
Hættulegast við vefsamfélög að
mati Sigrúnar er þegar fólk sýnir af sér
hvatvísi. Og margir lesa til dæmis ekki
skilmálana sem settir eru fram á slík-
um síðum heldur haka við hægri og
vinstri að þeir samþykki hitt og þetta.
„Fólk þarf að fara varlega í skrifum
sínum því það sem þú skrifar á Face-
book eða bloggsíðu í dag kann að
vera þar um ókomin ár þótt þú eyð-
ir því. Það eru alls staðar tekin afrit
og þú hefur enga stjórn á því hvernig
með þau er farið. Sérstaklega þarf að
brýna þetta fyrir unglingum sem geta
verið mjög hvatvísir í sínum skrif-
um. Færslur sem þeir skrifa geta elt
þá uppi löngu seinna, þótt þeir hafi
kannski eytt þeim hjá sjálfum sér.
Fólk verður því fyrst og fremst að fara
varlega og bera ábyrgð á sjálfu sér.“
kristjanh@dv.is
Æði facebook var stofnað af
þremur Harvard-nemendum fyrir
fimm árum en varð fyrst verulega
vinsælt á Íslandi á síðasta ári.
Á Facebook Á Áttræðisaldri
„Ég heyrði barnabarn mitt fyrst tala
um þetta og fannst þetta þá eitthvað
fjarrænt. Eitthvað fyrir unglingana.
Svo þegar sonur minn á Siglufirði
var kominn með Facebook fékk ég
barnabarn mitt til að setja þetta inn
fyrir mig og við feðgarnir skrifumst
því núna reglulega á á Facebook,“
segir Viðar Ottesen vörubílstjóri
um kynni sín af Facebook.
Viðar skráð sig inn á þetta vin-
sæla vefsamfélag síðastliðið haust
og varð þar með einn þeirra tug-
þúsunda Íslendinga sem hafa skráð
sig á Facebook undanfarin misseri.
Og hann er líklega á meðal þeirra
elstu sem þar eru, tæplega sjötutíu
og eins árs að aldri.
„Ég er ósköp glaður með þetta.
Ég sendi skeyti við og við, aðallega
á ættingja mína. Þar er ég til dæm-
is að spyrja hvernig fólk hefur það,
hvað það ætli að gera í kvöld og eitt-
hvað svona. En það er algjör óþarfi
að vera að senda of persónulegar
upplýsingar. Ég myndi ráðleggja
fólki að vera ekki að því,“ segir Við-
ar sem kveðst einnig kíkja stundum
á myndir af vinum og ættingjum á
Facebook. Og hann fer svo gott sem
daglega á síðuna.
Viðar er kominn með tæplega
níutíu „Facebook-vini“. Barna-
barn hans gantaðist með nýverið
hversu vinsæll Viðar væri orðinn
hvað vinafjölda varðar. „Hún sendi
mér skeyti og sagði „Afi, þú verð-
ur að hafa inni að þú sért giftur. Þú
ert farinn að fá svo margar beiðnir
um vini.“ Ég setti því inn að ég væri
giftur maður. En beiðnunum hefur
samt ekkert fækkað,“ segir Viðar og
hlær dátt. Hann áréttar að auðvitað
séu þetta þó einungis vinabeiðnir.
Áður en hann skráði sig á Face-
book notaði Viðar tölvu þó nokk-
uð. „Ég fór á tölvunámskeið fyr-
ir nokkrum árum og hef reynt að
halda því við. Ég notaði tölvupóst-
inn til dæmis mikið. En það má
segja að tölvupóstsnotkun mín hafi
minnkað eftir að ég skráði mig á
Facebook.“
Viðar Ottesen skráði sig á facebook
síðastliðið haust og á nú tæplega
níutíu „vini“.