Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.2009, Qupperneq 48

Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.2009, Qupperneq 48
föstudagur 23. janúar 200948 Ættfræði umsjón: Kjartan gunnar Kjartansson, kgk@dv.is Jón Hermann Karlsson viðsKiptafræðingur í reyKjavíK Jón Hermann fæddist í Neskaup- stað en ólst upp í Reykjavík. Hann lauk stúdentsprófi frá MR 1969 og viðskiptafræðiprófi frá HÍ 1975. Jón Hermann var framkvæmda- stjóri hjá Víði Finnbogasyni hf., Teppalandi, 1975-88, var fram- kvæmdastjóri og síðan forstjóri GLV ehf., sem starfrækir Teppa- búðina og Litaver 1988-2005 og síð- an forstjóri Flugger 2007-2008. Þá var Jón Hermann aðstoðarmaður heilbrigðisráðherra og síðar félags- málaráðherra 1993-95. Jón Hermann lék fimmtíu og níu leiki með meistaraflokki Vík- ings í knattspyrnu á árunum 1959- 68. Þá æfði hann og keppti með Val í handknattleik en hann lék meira en fimm hundruð leiki með meist- araflokki Vals í handknattleik á ár- unum 1960-80 auk þess sem hann lék sextíu og átta landsleiki í hand- knattleik. Hann hefur unnið til ým- issa verðlauna í knattspyrnu og handknattleik með Víkingi og Val og orðið bikar-, Reykjavíkur- og Ís- landsmeistari í nokkur skipti. Jón Hermann sat í stjórn Vals, í stjórn HSÍ, gegndi ýmsum nefndar- störfum fyrir Alþýðuflokkinn 1979 og 1980 og fyrir Félag íslenskra stór- kaupmanna 1989 og 1990, hefur starfað í Karlakór Reykjavíkur frá 1987 og var formaður stjórnar Rík- isspítalanna um skeið. Fjölskylda Eiginkona Jóns Hermanns er Erla Valsdóttir, f. 20.2. 1951, hús- móðir. Hún er dóttir Vals Sigurðs- sonar, f. 14.7. 1926, verslunar- manns, og Þóru Sigurðardóttur, f. 14.2. 1927, skrifstofumanns. Sonur Jóns Hermanns frá því áður er Úlfur Ingi Jónsson, f. 29.6. 1969, lyfjafræðingur í London, en eiginkona hans er Marta Rúnars- dóttir. Börn Jóns Hermanns og Erlu eru Tinna Jónsdóttir, f. 9.3. 1971, hjúkr- unarfræðingur í Reykjavík, en mað- ur hennar er Kári Ellertsson og á hún tvö börn; Sif Jónsdóttir, f. 24.9. 1972, starfsstúlka á leikskóla, bú- sett í Reykjavík, en sambýlismað- ur hennar er Leó Hauksson og eiga þau þrjú börn; Þóra Dögg Jónsdótt- ir, f. 21.10. 1975, starfsmaður við Söngskóla, búsett í Reykjavík, og á hún tvö börn; Ragnhildur Jónsdótt- ir, f. 29.11. 1979, snyrtifræðingur í Reykjavík og á hún tvö börn; Erla Björk Jónsdóttir, f. 4.4. 1981, nemi við HÍ en sambýlismaður hennar er Gísli Valsson og eiga þau einn son. Systkini Jóns Hermanns eru Finnbogi Karlsson, f. 9.6. 1951, verslunarmaður í Reykjavík; Jóna Dóra Karlsdóttir, f. 1.1. 1956, sendi- herrafrú; Karl Heimir Karlsson, f. 18.3. 1961, dagskrárgerðarmaður við Bylgjuna. Foreldrar Jón Hermanns eru Karl D. Finnbogason, f. 25.11. 1928, fyrrv. verslunarmaður í Reykjavík, búsettur í Hafnarfirði, og Ragn- hildur Jónsdóttir, f. 26.2. 1930, fyrrv. starfsstúlka við Sundlaug Hafnar- fjarðar. Jón Hermann verður með léttan þorra fyrir fjölskylduna á afmælis- daginn. 60 ára á laugardag Sjöfn Gunnarsdóttir sKrifstofuKona hjá eimsKipi Sjöfn fæddist í Gaulverjabæjar- hreppi og ólst þar upp í Hólshús- um. Hún var í Gaulverjaskóla, Sól- vallaskóla á Selfossi, stundaði nám við Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi og lauk þaðan stúdents- prófi. Sjöfn vann í humri á Stokks- eyri á unglingsárunum, afgreiddi í pylsuvagninum á Selfossi með skóla, var flokkstjóri í bæjarvinn- unni á Selfossi, var au pair í Frakk- landi í tæpt ár, hóf síðan störf hjá Eimskipi í árslok 2000 og hefur starfað þar síðan. Sjöfn er áhugasöm um söng, söng með skólahljómsveitinni í Sólvallaskóla, tók þátt í Söngva- keppni framhaldsskólanna og tók þátt í Idol-keppninni 2005. Fjölskylda Maður Sjafnar er Björn Vigfús Met- úsalemsson, f. 15.10. 1974, húsa- smiður. Sonur Sjafnar og Björns Vigfús- ar er Dagur Örn Björnsson, f. 13.2. 2005. Sonur Björns Vigfúsar frá því áður er Metúsalem Björnsson, f. 24.5. 1995. Systkini Sjafnar eru Ævar Gunn- arsson, f. 6.6. 1966, sölumaður í Reykjavík; Guðrún Elísa Gunnars- dóttir, f. 9.6. 1967, bóndi í Hólshús- um og skrifstofumaður; Bjarney Ólöf Gunnarsdóttir, f. 12.8. 1969, skrifstofumaður hjá Eimskipi; Jósef Geir Gunnarsson, f. 14.5. 1972, bif- vélavirki á Selfossi; Þórunn Gunn- arsdóttir, f. 3.2. 1975, húsmóðir á Selfossi; Brynja Gunnarsdóttir, f. 12.9. 1981, dagmóðir í Reykjavík; Linda Mjöll Gunnarsdóttir, f. 3.2. 1989, nemi á Selfossi. Foreldrar Sjafnar eru Gunn- ar Ellert Þórðarson, f. 15.5. 1943, lengst af bóndi í Hólshúsum nú starfsmaður við vélaverkstæði á Selfossi, og Elísabet Zóphónías- dóttir, f. 16.4. 1948, lengst af bóndi en starfar nú við Mjólkurbú Flóa- manna á Selfossi. 30 ára á föstudag 70 ára á föstudag Þóra KriStJánSdóttir listfræðingur hjá Þjóðminjasafni íslands Þóra fæddist í Reykjavík og ólst þar upp. Hún lauk stúdentsprófi frá MR 1959, fil.kand.-prófi í lista- og menn- ingarsögu frá Stokkhólmsháskóla 1971 og MA-prófi í sagnfræði við HÍ 1999. Þóra var starfsmaður Listasafns Íslands 1965-67, fréttamaður RÚV 1968-74, listráðunautur Norræna hússins 1974-79, listráðunautur Kjar- valsstaða 1979-86 og sérfræðingur hjá Þjóðminjasafni Íslands frá 1987. Þóra sat í framkvæmdastjórn Listahátíðar í Reykjavík 1982-84, í stjórn Ásmundarsafns 1983-86, í framkvæmdastjórn Kirkjuhússins/ Skálholtsútgáfunnar frá 1991, hafði umsjón með myndlistarsýningum hjá SPRON, Álfabakka 14, 1987-99, í rekstrarstjórn Íslensks heimilisiðn- aðar 1988-96, í kirkjulistanefnd Þjóð- kirkjunnar 1989-95, í stjórn Listvina- félags Hallgrímskirkju frá 1991 og formaður þar 1995-2000, í úthlutun- arnefnd starfslauna til myndlistar- manna 1992, í dómnefnd um merki Þjóðminjasafns Íslands 1992, í fram- kvæmdastjórn Kirkjulistahátíðar í Reykjavík 1993, 1995, 1997 og 1999, formaður yfirstjórnar Kirkjulistahá- tíðar í Reykjavík 1997, í nefnd á veg- um menntamálaráðuneytisins um listiðnaðar- og hönnunarsafn 1996- 97, var fulltrúi starfsmanna Þjóð- minjasafns í Þjóðminjaráði frá 1997, í dómnefnd um merki Kristnihátíðar árið 2000, 1997 og formaður Félags íslenskra safnamanna 1997-2000, er álitsgjafi fyrir Norræna menningar- sjóðinn frá 2006, er formaður Félags um átjándualdarfræði frá 2007. Þá hefur Þóra verið að skrifa í ritröðina Kirkjur Íslands, ýmis bindi hennar að undanförnu og er nú að skrifa um kirkjugripi í Rangárvallasýslu.Hún skrifaði bókina Mynd á þili, íslenskir myndlistarmenn á 16., 17. og átjándu öld, útg. 2005, og hefur skrifað fjölda greina og gert útvarps- og sjónvarps- þætti um listir og listamenn á Íslandi. Þóra var sæmd Hinni íslensku fálkaorðu 2006. Fjölskylda Eiginmaður Þóru er Sveinn Einars- son, f. 18.9. 1934, leikstjóri, leikhús- fræðingur og rithöfundur. Hann er sonur Einars Ólafs Sveinssonar, f. 12.12. 1899, d. 18.4. 1984, prófessors, og Kristjönu Þorsteinsdóttur, f. 1.7. 1903, d. 19.10. 1981, píanókennara. Dóttir Þóru og Sveins er Ásta Kristjana Sveinsdóttir, f. 5.10. 1969, dr. í heimspeki frá MIT og kennari við San Francisco State University. Systkini Þóru eru Garðar Gísla- son, f. 29.10. 1942, hæstaréttardóm- ari; Jón Kristjánsson, f. 24.9. 1944, lögfræðingur og stórkaupmaður. Foreldrar Þóru voru Kristján Garðarsson Gíslason, f. 5.3. 1909, d. 12.12. 1993, stórkaupmaður og Ing- unn Jónsdóttir, f. 25.12. 1917, d. 1.3. 2005, húsmóðir. Ætt Systir Kristjáns var Margrét, móðir Garðars Halldórssonar, fyrrv. húsa- meistara ríkisins. Kristján var son- ur Garðars stórkaupmanns, bróður Auðar, ömmu Ármanns Kristinsson- ar sakadómara og Þórs Vilhjálms- sonar, fyrrv. hæstaréttardómara en bróðir Garðars var Ásmundur, próf- astur að Hálsi, faðir Einars, hrl. og Morgunblaðsritstjóra. Garðar var sonur Gísla, hreppstjóra að Þverá í Dalsmynni, bróður Einars, alþm. í Nesi, langafa Gunnars J. Friðriks- sonar, formanns VSÍ en hálfsystir Gísla var Halldóra, langamma Krist- ínar Halldórsdóttur, fyrrv. alþm. Gísli var sonur Ásmundar, ættfróða á Þverá Gíslasonar, í Nesi Ásmunds- sonar, bróður Páls, föður Þórðar, ættföður Kjarnaættar og langafa Friðriks Friðrikssonar æskulýðsleið- toga. Móðir Garðars stórkaupmanns var Þorbjörg Olgeirsdóttir, b. í Garði í Fnjóskadal Árnasonar. Móðir Kristjáns stórkaupmanns var Þóra Sigfúsdóttir, b. á Syðri-Varð- gjá við Eyjafjörð Guðmundssonar. Bróðir Ingunnar var Hermann hrl. en systir hennar, Gyða, móð- ir Jóns Thors, fyrrv. fulltrúa í dóms- málaráðuneytinu. Ingunn er dóttir Jóns, lögreglustjóra og síðar tollstjóra í Reykjavík, bróður Guðbjargar, ömmu Jóns H. Bergs forstjóra. Jón tollstjóri var sonur Hermanniusar Elíasar Johnson, sýslumanns í Rang- árvallasýslu Jónssonar, verslunar- stjóra á Ísafirði Jónssonar. Móðir Hermanniusar var Guðbjörg, systir Jóns Hjaltalín landlæknis og Guð- rúnar, langömmu Óskars Thoraren- sen, forstjóra BSR, föður Þorsteins, rithöfundar og bókaútgefanda, föð- ur Bjargar lagaprófessors. Guðbjörg var dóttir Jóns Hjaltlíns, pr. og skálds á Breiðabólstað á Skógarströnd Oddssonar Hjaltalín, lrm. á Reyðará Jónssonar Hjaltalín, sýslumanns í Reykjavík og ættföður Hjaltalínsætt- ar. Móðir Jóns tollstjóra var Ingunn Halldórsdóttir, b. á Álfhólshjáleigu Þorvaldssonar. Móðir Ingunnar Jónsdóttur var Ásta, systir Muggs myndlistarmanns en meðal systra Ástu voru Katrín Briem, móðir Péturs Thorsteinsson- ar sendiherra og Borghildur, amma Ólafs Thors, fyrrv. forstjóra Sjóvár- Almennra. Ásta var dóttir Péturs Jens Thorsteinssonar, útgerðarmanns á Bíldudal, og Ásthildar, systur Theo- dóru Thoroddsen skáldkonu. Áshild- ur var dóttir Guðmundar, prófasts á Kvennabrekku Einarssonar, bróður Guðrúnar, ömmu Herdísar og Ólínu Andrésdætra en Guðmundur var einnig bróðir Þóru, móður Matthías- ar Jochumssonar skálds. Móðir Ást- hildar var Katrín Ólafsdóttir Síverts- en, pr. í Flatey. Móðir Katrínar var Jóhanna Friðrika Eyjólfsdóttir, pr. að Eyri í Skutulsfirði Kolbeinssonar, pr. og skálds í Miðdal, þess er orti Gils- bakkaþulu Þorsteinssonar. Þóra heldur upp á daginn með nánustu fjölskyldu í dag en tekur á móti vinum og samstarfsmönnum með hækkandi sól. Guðmundur J. Guðmundsson verkalýðsleiðtogi fæddist í Reykja- vík og ólst upp í gömlu verka- mannabústöðum við Hringbraut. Hann var í barnaskóla og stund- aði nám í gagnfræðaskóla í tvö ár. Honum hefði einhvern tíma líkað lífið á Austurvelli síðustu dagana enda þótti hann herskár verkalýðs- sinni á sínum yngri árum, rammur að afli og oft vel liðtækur í hörðum og löngum verkföllum á miðri síð- ustu öld, kallaður Gvendur jaki. Hann átti síðar eftir að verða helsti málsvari verkalýðshreyfingarinn- ar í Reykjavík sem formaður Dags- brúnar um langt árabil. Þá sópaði að honum í fjölmiðlum, þéttum á velli og brúnaþungum þegar mik- ið lá við, hafði sterka bassarödd, talaði hægt, kvað fast að orði og tók mikið í nefið. Guðmundur var stjórnarmað- ur og starfsmaður verkamanna- félagsins Dagsbrúnar 1953-96, varaformaður félagsins 1961-82 og formaður þess 1982-96. Þá var hann formaður Verkamannasam- bands Íslands 1975-92, sat í mið- stjórn ASÍ og í stjórn verkamanna- bústaða í Reykjavík. Guðmundur var borgarfulltrúi 1958-62 og var þingmaður Reyk- víkinga fyrir Alþýðubandalagið 1979-87. Á þeim árum átti hann það til að láta menningarvita og háskólaborgara flokksins fara svo- lítið í taugarnar á sér. Guðmundur og Albert Guð- mundsson, sem einnig hafði verið borgarfulltrúi en auk þess alþing- ismaður, ráðherra og stórkaup- maður, voru miklir mátar, enda báðir góðmenni sem ekkert aumt máttu sjá og sem fóru sínar eigin leiðir og rákust oft illa í eigin flokk- um. Ómar Valdimarsson skráði tvær viðtalsbækur við Guðmund sem lýsa vel þessum litríka stjórn- málamanni og verkalýðsleiðtoga. Kjartan Gunnar Kjartansson rekur ættir þjóðþekktra íslendinga sem hafa verið í fréttum í vikunni, rifjar upp fréttnæma viðburði liðinna ára og minnist horfinna merkra íslendinga. lesendur geta sent inn tilkynningar um stórafmæli á netfangið kgk@dv.is Merkir Íslendingar Guðmundur J. Guðmundsson f. 22. janúar 1927, d. 12. júní 1997
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.