Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.2009, Síða 50

Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.2009, Síða 50
föstudagur 23. janúar 200950 Helgarblað HIN HLIÐIN Löghlýðinn plönturaðmorðingi Nafn og aldur? „Guðný Helga Herbertsdóttir, 30 ára.“ Atvinna? „Fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2.“ Hjúskaparstaða? „Minn betri helmingur býr innra með mér, enn sem komið er að minnsta kosti.“ Fjöldi barna? „Ási Goði, 6 ára, besta barn í heimi (hlutlaust mat móð- ur).“ Hefur þú átt gæludýr? „Já, hef átt fjöldann allan af dýrum. Ég átti til dæmis einu sinni páfagauk sem fékk hjartaáfall og dó þegar mamma ryksugaði búrið hans. Ég fékk alla línuna í Barbie daginn eftir.“ Hvaða tónleika fórst þú á síðast? „Man ekki hvort það var Beyoncé eða Depeche Mode. Ég er klofinn persónuleiki þegar það kemur að tónlist. “ Hefur þú komist í kast við lögin? „Nei, er mjög löghlýðin. Ég hef af einhverjum ástæð- um alltaf verið hrædd við lögguna. Hef örugglega verið síbrotamaður í fyrra lífi.“ Hver er uppáhaldsflíkin þín og af hverju? „Það er 40 ára gamall kjóll sem amma gaf mér. Hann er úr Parísartískunni og er ógurlega fallegur. Hann er eina flíkin mín sem hefur tilfinningalegt gildi.“ Hefur þú farið í megrun? „Já, eða aðhald öllu heldur. Það hefur sjaldnast enst út daginn.“ Hefur þú tekið þátt í skipulögðum mótmælum? „Ég hef flutt fréttir af mótmælum og fylgist að sjálf- sögðu með því sem er að gerast en hef ekki verið þátt- takandi að öðru leyti.“ Trúir þú á framhaldslíf? „Því miður. Vildi óska að ég gerði það, finnst hugmynd- in um eilíft líf bæði sanngjörn og falleg en ekki rökrétt.“ Hvaða lag skammast þú þín mest fyrir að hafa haldið upp á? „Ég kann textann við Clouds across the moon og hef það á tilfinningunni að það sé ekki eitthvað til að monta sig af. (Lagið þar sem konan nær sambandi við manninn sinn P.R. Johnson, sem er flugstjóri á flugi 2- 4-7 til Mars).“ Hvaða lag kveikir í þér? „Eiginlega allt með Bowie.“ Til hvers hlakkar þú núna? „Ég hlakka til að fara í vinnuna á morgun sem eru forréttindi. Svo læt ég mig dreyma um að rúnta um Evr- ópu í nánustu framtíð.“ Hvaða mynd getur þú horft á aftur og aftur? „Godfather I og II, III en hún var ekki alveg jafn vel heppnuð og tvær fyrstu.“ Afrek vikunnar? „Þolinmæði við lestrarkennslu sonar míns. V er stafur- inn hennar Völu, hann er búinn að læra það núna.“ Hefur þú látið spá fyrir þér? „Ég borga glöð fúlgur fjár til að láta segja mér að ég eigi eftir að ferðast um allan heim, eiga yndislegt líf og deyja háöldruð en óviðjafnanlega glæsileg kona. Besta spákonan er tvímælalaust Jóka frænka.“ Spilar þú á hljóðfæri? „Nei, kann ekki einu sinni að flauta.“ Hvað er mikilvægast í lífinu? „Heilsan, fjölskyldan og vinir.“ Hvaða íslenska ráðamann mundir þú vilja hella fullan og fara á trúnó með? „Davíð Oddsson. Ég myndi spyrja hann hvaða upplýs- ingar hann hefur um það hvers vegna eignir íslensku bankanna voru frystar í Bretlandi. Ég á 25 ára gamalt viskí í vínskápnum. Honum er hér með boðið.“ Hvaða fræga einstakling myndir þú helst vilja hitta og af hverju? „Það væri nú ekki leiðinlegt að spjalla við nýja forseta Bandaríkjanna. Ég væri líka til í að hitta Daniel Craig bara svo ég gæti montað mig við Sólveigu Bergmann.“ Hefur þú ort ljóð? „Já, var stórfurðulegt barn og orti um hamingjuna og Grænfriðunga. Ég læt aðra um að yrkja í dag en á það reyndar til að semja grínlimrur.“ Nýlegt prakkarastrik? „Ég geri prakkarastrik með reglulegu millibili þegar ég bursta Ingibjörgu vinkonu mína í ljótugjafakeppninni okkar.“ Hvaða fræga einstaklingi líkist þú mest? „Pamelu Anderson tvímælalaust. En án gríns þá er ég með nefið hans Barry White heitins.“ Ertu með einhverja leynda hæfileika? „Ég er plönturaðmorðingi. Er það ekki hæfileiki annars að drepa kaktus?“ Á að leyfa önnur vímuefni en áfengi? „Nei, alveg nógu mörg vandamál sem fylgja áfenginu.“ Hver er uppáhaldsstaðurinn þinn? „Djúpárlónssandur er fallegasti staður í heimi. Ég elska reyndar Snæfellsnesið enda góðar minningar tengdar því að vera hjá afa og ömmu.“ Hvað er það síðasta sem þú gerir áður en þú ferð að sofa? „Sný mér á hina hliðina eftir að hafa fengið einhverja stórgóða hugmynd. Ég man sjaldnast þessar hugmynd- ir þegar ég vakna daginn eftir svo það getur verið að ég sé alltaf að fá sömu hugmyndina.“ Hver er leið Íslands út úr kreppunni? „Það væri ekki úr vegi að auka gagnsæið, virkja þær þúsundir manna sem nú eru atvinnulausar, kanna hvað kæmi út úr aðildarviðræðum við ESB, lækka stýri- vexti og ljúka verðmatinu á bönkunum sem fyrst svo þeir viti úr hverju þeir hafa að spila til að aðstoða heim- ili og fyrirtæki í landinu. Almenningur þarf svo að fara að sjá einhverja framtíðarsýn nú rúmlega 100 dögum eftir bankahrunið svo hægt sé að fara að róa í sömu átt. Held að það væri heldur ekki úr vegi að hreinlega biðja æðri mátt um smá aðstoð.“ asdisbjorg@dv.is Guðný HelGa Herbertsdóttir er fréttakona á stöð 2 sem Hefur staðið siG með prýði að undanförnu. Hún Hefur verið í HrinGiðu mótmælanna að undanförnu í fréttaflutninGi oG væri mikið til í að setjast niður með davíði oddssyni oG spyrja Hann spjörunum úr. Kaldur á Krana Geri tilboð í hópa og fyrirtæki Faxafeni 12 l S: 551 3540 Smiðjuvegi 34 - gul gata Kópavogi • Sími 544 5151 • biljofur@biljofur.is SÉRHÆFÐ ÞJÓNUSTA FYRIR BIFREIÐAVERKSTÆÐI LAND-ROVER EIGENDUR ÞAÐ ER ENGINN SKORTUR Á VARAHLUTUM Í LAND-ROVER HJÁ OKKUR Seljum Brakeworld hemlaklossa í margar gerðir bifreiða Varahlutir ehf Smiðjuvegi 4 A Kópavogi Símar: 587-1280 849-5740 NICOLAI Véla- og hjólastillingar Tímareimar - Viðgerðir BIFREIÐASTILLINGAR Faxafeni 12 Sími 588-2455 Málum olíumálverk eftir ljósmyndum Barnamyndir Andlitsmyndir Dýramyndir Fjölskyldumyndir Brúðkaupsmyndir Landslagsmyndir og hvað sem er annað... www.portret.is Sími: 899 0274Mjög góð verð og stuttur afgreiðslutími Olíumálverk Ljósmynd

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.