Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.2009, Side 61

Dagblaðið Vísir - DV - 23.01.2009, Side 61
föstudagur 23. janúar 2009 61Sviðsljós KOMDU Í ÁSKRIFT ::: Hringdu í síma 515 5555 eða ::: Sendu tölvupóst á askrift@birtingur.is eða ::: Farðu inn á www.birtingur.is Kvikmyndin Valkyrie var frumsýnd í Berlín á þriðjudaginn: Katie Holmes og Tom Cruise voru seiðandi glæsileg þegar þau mættu á forsýningu myndar Cruise, Val- kyrie, í Berlín á dögunum. Katie var vægast sagt glæsileg og tókst vel upp með kynþokkann að þessu sinni. Má sjá á myndum að hún hefur ákveðið að gerast held- ur frakkari en vanalega þegar kom að andlitinu en dökk augu henn- ar gera hana nánast djöfullega. Í svörtum síðkjól með indversku ívafi frá Escada er hún samt sem áður ómótstæðileg og er yfirhöfn hennar ekki síðri. Hinn 46 ára gamli leikari fékk ekki athyglina einn á rauða dregl- inum en stór bleik samkynhneigð kanína birtist upp úr þurru og olli nokkrum usla. Henni var þó fleygt samstundis úr partíinu og gat Tom sæll haldið áfram að spóka sig ásamt frúnni. Það hefur verið vandkvæðum bundið að sjá hjónakornin saman að undanförnu þar sem Katie hef- ur verið upptekin við leik í verkinu All my sons sem sýnt hefur verið á Broadway um tíma. Sýningum lauk fyrir stuttu og hefur Katie strax tekið að sér nýtt hlutverk í New York í The Extra Man. Svo virðist sem þeim mæðg- um líki vel við New York-borg. Svart/hvíta hetjan tom Cruise og Katie Holmes voru samstillt á frumsýningunni í Berlín síðasta þriðjudag. Nánast djöfulleg Katie var heldur frökk í andlitsmálningunni að þessu sinni. En kemur afar vel út. Hent af rauða dreglinum Þessi bleika kanína brosti ekki breitt eftir að hafa fengið reisupass- ann. Ósáttur við truflunina Ætli tom hafi brugðið svona mikið við bleiku kanínuna? StórglæSileg hjónakorn Kate æfir þakkarræðu Kate Winslet, sem tilnefnd er til tveggja verðlauna á Bafta-verðlaunahátíðinni sem fram fer á næstunni þurfti að biðja áhorfendur golden globe-háðíðar- innar afsökunar á hversu léleg þakkarræða hennar var er hún tók við tvennum verðlaunum á hátíðinni fyrr í þessum mánuði. Leikkonan segir að augljóslega hefði hún þurft að æfa þakkarræðu en hún hafi ekki átt von á að fá verðlaun á golden globe-hátíðinni. Það verður því fróðlegt að sjá hvernig Winslet gengur að taka við verðlaunum þann 8. febrúar á Bafta-hátíðinni ef til þess kemur. Amanda Bynes á lausu Leikkonan amanda Bynes úr þáttunum What I Like about You er hætt með kærastanum sínum doug reinhardt en þau höfðu verið saman í þó nokkurn tíma. sagan segir að hann hafi bara verið að reyna að nota hana fyrir frægðina og samkvæmt heimildarmanni vefsíðunnar socialite Life treystu vinir hennar honum ekki og þótti hann ekki nógu góður. sem betur fer uppgötvaði stúlkan það og lét hann róa.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.