Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.2009, Page 4

Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.2009, Page 4
miðvikudagur 11. febrúar 20094 Fréttir Vill vera varafor- maður áfram Þorgerður Katrín Gunnarsdótt- ir, fyrrverandi menntamálaráð- herra, ætlar ekki að bjóða sig fram til formennsku í Sjálf- stæðisflokknum. Hún sækist hins vegar eftir áframhaldandi varaformennsku. Geir H. Haar- de hættir sem formaður Sjálf- stæðisflokksins á landsfundi í lok mars og alþingismaðurinn Bjarni Benediktsson hefur þeg- ar tilkynnt að hann muni gefa kost á sér í formannskjöri. RÚV greindi frá ákvörðun Þorgerðar Katrínar fyrir skömmu og þar kemur einnig fram að hún muni sækjast eftir þingsæti í komandi kosningum. Stjórnarformenn haldi áfram Steingrímur J. Sigfússon fjár- málaráðherra hefur beðið for- menn bankastjórna Nýja Glitnis og Nýja Kaupþings, þá Magn- ús Gunnarsson og Val Valsson, um að endurskoða ákvarðanir sínar um að segja upp störfum og gegna störfum sínum áfram í það minnsta fram að aðalfund- um bankanna í apríl. Magnús Gunnarsson hjá Nýja Kaupþingi og Valur Valsson hjá Nýja Glitni sögðu sig úr bankaráðunum í gær og sendu fjármálaráðherra sameiginlegt bréf þess efnis. Þar sögðu þeir að ný ríkisstjórn hafi tekið við völdum og við það verði eðlilega pólitískar áherslu- breytingar og mannabreytingar. Ráðherra brást við með því að biðja þá að sitja áfram. Kafara bjargað Kafari var hætt kominn rétt utan við höfnina í Garði í gærkvöld. Hann var að koma að landi þegar mikill straumur greip hann og bar frá landi. Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjarg- ar voru kallaðar út klukkan 18.30. Slöngubátur björgunarsveitarinn- ar Ægis var fyrstur á staðinn og með í för voru slökkviliðsmenn frá BS. Maðurinn náðist úr sjónum og reyndist í ágætu ásigkomulagi. Hann var fluttur að landi þar sem honum var komið í sjúkrabíl sem fór með hann til skoðunar á Heil- brigðisstofnun Suðurnesja. Organisti í mál Jón Ísleifsson organisti hefur stefnt Biskupsstofu vegna túlkunar á einu ákvæði í kjarasamningi sínum. Að sögn lögfræðings Jóns telur hann sig eiga rétt á að Bisk- upsstofa borgi í lífeyrissjóð eftir starfslok. Biskupsstofa telur sig hins vegar hafa full- efnt samninga og ekki þurfa að greiða Jóni frekar. Héraðsdómur Reykjaness dæmdi á mánudaginn 25 ára karlmann í tveggja ára fang- elsi fyrir að misnota dóttur sína kynferðislega. Misnotkunin byrjaði þegar stúlkan var rúmlega eins árs og stóð yfir í rúmlega tvö ár. Stúlkan er nú þriggja og hálfs árs gömul og er á eftir jafnöldrum sínum í vitsmunaþroska. Sigríður Björnsdóttir hjá Blátt áfram segir stærsta skaðann að búið er að brjóta niður traustið hjá stúlkunni. SMÁBARN EYÐILAGT EFTIR MISNOTKUN Héraðsdómur Reykjaness dæmdi 25 ára karlmann í tveggja ára fangelsi á mánudaginn fyrir kynferðisbrot gegn dóttur sinni. Maðurinn var einnig dæmdur til að greiða stúlk- unni níu hundruð þúsund krónur í miskabætur. Maðurinn hafði sam- ræði og önnur kynferðismök við dóttur sína, meðal annars með því að sleikja kynfæri hennar, frá sumri 2006 fram í nóvember 2008. Brotin áttu sér stað á heimili mannsins og hófst misnotkunin þegar stúlkan var aðeins rúmlega eins árs. Stúlkan er tæplega fjögurra ára í dag og hefur hlotið gífurlegan skaða af misnotk- uninni. Seinþroska miðað við jafnaldra Í mati sálfræðinga í nóvember á síð- asta ári kemur fram að málskiln- ingur stúlkunnar virðist vera slakur. Máltjáning hennar hafi verið tak- mörkuð og hún eigi erfitt með að skilja fyrirmæli og spurningar. Nið- urstöður prófa sýndu að vitsmuna- þroski stúlkunnar væri seinni en hjá jafnöldrum hennar. Barnið minnt- ist nánast ekkert á kynforeldra sína og föðurömmu í þessu sálfræðimati en þau höfðu áður verið henni náin. Tengslin eru ennfremur hömlulaus sem erfitt er að setja í samhengi við raunverulegar aðstæður. Slíkt gæti bent til misnotkunar eða vanrækslu að sögn sálfræðinga. Stúlkan sýndi einnig ótta sem kom fram í svefni þannig að hún fékk martraðir. Hún fróaði sér, sýndi kyn- færum annarra óeðlilegan áhuga, lék kynferðislega leiki með dúkkum og notaði eigin orð yfir kynferðisleg- ar athafnir. Hristi bangsa við kynfærin Á tímabilinu 24. október til 18. nóv- ember fóru fram tvö könnunarviðtöl og tvær dómsyfirheyrslur yfir barn- inu í Barnahúsi. Í einu viðtali sagð- ist hún „tyggja“ með pabba sínum og sýndi hvað hún ætti við með því að leggja tússpenna und- ir rassinn og notaði annan tússpenna til að sýna hvern- ig hann fór fram og aftur hjá kynfærum hennar. Í öðru viðtali vildi hún teikna typpi og þegar hún var spurð hver ætti typp- ið sagði hún að pabbi sinn „gera það“. Þá var hún spurð hvernig hún „tyggði“ með pabba sínum og vildi stúlk- an sýna það. Hún fór úr öllum fötum nema nærfötum og fékk viðtalandann niður á fjóra fætur og ætlaði því næst að afklæða við- talandann en var stöðvuð. Hún var þá spurð hvernig hún „tyggði“. Þá tók stúlkan niður nærbuxurnar, sett- ist á gólfið og ætlaði að stinga fingr- um í kynfæri sín en var stoppuð. Í dómsyfirheyrslu var stúlk- an spurð hvort hún ætti frænda og sagði hún að hann væri að „tyggja“ hana og amma hennar hefði einnig verið að „tyggja“ hana. Í annarri dómsyfirheyrslu var stúlkan spurð hvað pabbi hennar gerði og þá sagði hún „svona“ og hristi bangsa við kynfæri sín. „Pabbi hennar er að tyggja hana“ Stúlkan var tekin í neyðarvist frá 23. október til 3. nóvember á síðasta ári. Þar fróaði hún sér mörgum sinnum á dag með fingrunum og þefaði síð- an af þeim. Stúlkan fór í fóstur frá 3. til 18. nóvember sama ár. Fóstur- foreldrarnir sögðu barnið hafa ver- ið eirðarlaust og mikið á flökti. Hún hafi talað mikið um typpi þegar hún hafi farið í sturtu og sundlaugar. Fósturmóður stúlkunnar virtist sem barnið þekkti ekki hugtakið mamma og pabbi því að hún hefði kallað fólk úti í búð þessum nöfnum. Núverandi fósturforeldrar stúlk- unnar hafa verið með hana í fóstri síðan 17. nóvember. Fósturforeldrar hennar segjast þurfa að standa yfir henni þegar hún fari í sturtu því hún vilji troða öllu lauslegu inn í kynfæri sín. Eitt sinn fór fósturfaðir henn- ar með hana á snyrtistofu. Þar hékk uppi á vegg mynd af nakinni konu sem lá út af með óræðan svip. Þá sagði stúlkan: „Pabbi hennar er að tyggja hana.“ Allt traust brotið niður Sigríður Björnsdóttir hjá Blátt áfram telur stúlkuna eiga eftir að eiga við gríðarlega erfiðleika að stríða allt sitt líf þar sem traust stúlkunnar hefur verið brotið niður. „Það er búið að rífa og brjóta nið- ur allt sem segir henni að hún eigi að treysta. Hún á eftir að eiga erfitt það sem eftir er lífsins með að mynda traust við einstaklinga. Það er stærsti skaðinn. Hún veit ekki muninn á réttu og röngu og henni er kennt að þetta sé eðlilegt. Í flestum tilvikum er það einhver sem börnin þekkja og treysta vel sem brýtur á þeim. Stúlk- an á eftir að lifa við þetta það sem eftir er. Þetta er ekki eitthvað sem klárast,“ segir Sigríður sem vill brýna fyrir foreldrum að fræða börnin sín. „Börn sem verða fyrir ofbeldi staðna í þroska. Þetta hefur gríðarleg áhrif á andlegt líf og líðan. Við erum ekki bara ábyrg fyrir okkar börnum heldur öllum börnum í kringum okkur. Við eigum að byrja fræðsl- una þegar börnin eru ung og halda henni áfram.“ Barnaverndarnefnd náði ekki barninu Allt frá því að stúlkan fæddist árið 2005 voru foreldrar hennar skjól- stæðingar félagsmálayfirvalda en þau eru bæði öryrkjar og hafa ekki stundað vinnu. Strax eftir fæðingu barnsins var talin ástæða til þess að hafa eftirlit með því hvernig barn- inu vegnaði sökum þess að báðir foreldrar höfðu átt við mikil vanda- mál að stríða um margra ára skeið. Sálfræðingur var fenginn til að meta forsjárhæfni þeirra í júní 2005. Meg- inniðurstöður hans voru þær að hann taldi stefnuleysi, geðsjúkdóma og ýmsa andlega bresti einkenna líf þeirra og hugsun þeirra væri of óskýr og dómgreind slök, ekki síst í tengslum við framtíð barnsins og uppeldi þess. Barnaverndarnefnd höfðaði mál í febrúar 2007 á hendur foreldrun- um þar sem gerð var sú krafa að þau yrðu svipt forsjá yfir barninu en kraf- an náði ekki fram að ganga. Foreldr- ar stúlkunnar skildu í maí árið 2007 og fékk faðir stúlkunnar forsjá yfir henni Amman andlega búin á því Faðir stúlkunnar sagði við yfirheyrsl- ur að hálfbróðir hans og föðuramma stúlkunnar hefðu hugsanlega mis- notað hana. Hann taldi það síðar af og frá en hálfbróðir hans er barn- aníðingur og er búsettur í Bangkok. Föðuramma barnsins hefur gætt stúlkunnar mikið undanfarin ár. Faðir stúlkunnar var handtekinn í nóvember á síðasta ári. Við hús- leit á heimili hans fundust kynlífs- hjálpartæki. Við húsleit á heimili föðurömmu barnsins fundust kyn- lífshjálpartæki og tveir geisladisk- ar með klámefni. Í stofu hennar fannst myndbandsspóla sem sýnir hinn son hennar í kynmökum við óþekkta konu. Amma stúlkunnar neitaði staðfastlega að hafa brotið gegn stúlkunni. DV hafði samband við ömmu stúlkunnar en hún vildi sem minnst segja um dóminn. „Mér hefur hvorki liðið vel né líð- ur vel núna. Ég er andlega búin og ég kæri mig ekki um að ræða þetta.“ liljA KAtrín gunnArSdóttir blaðamaður skrifar liljakatrin@dv.is „Stúlkan á eftir að lifa við þetta það sem eftir er. Þetta er ekki eitt- hvað sem klárast.“ Brotin sjálfsmynd Stúlkan hefur beðið varanlegan skaða eftir grófa misnotkun föður hennar sem hófst þegar hún var rétt rúmlega eins ár. brot föðurins á henni hafa hamlað þroska hennar en þar stendur hún jafnöldrum sínum að baki. Sviðsett mynd. myndin er SviðSett Sigríður Björnsdóttir hjá Blátt áfram Telur stúlkuna eiga eftir að eiga við gríðarlega erfiðleika að stríða allt sitt líf þar sem traust hennar hefur verið brotið niður.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.