Dagblaðið Vísir - DV - 11.02.2009, Side 16
miðvikudagur 11. febrúar 200916 Ættfræði
Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir
félagsmálaráðherra
Ásta Ragnheiður fæddist í Reykjavík
16.10. 1949. Hún lauk stúdentsprófi
frá MR 1969, stundaði nám í félags-
vísindum og ensku við HÍ 1969-73,
þýskunám í Lindau í Þýskalandi
1967, leiðsögunám 1972 og 1979 og
stjórnunarnám við Endurmenntun-
arstofnun HÍ og Iðntæknistofnun
1987, 1990 og 1993-94.
Ásta Ragnheiður var flugfreyja
hjá Loftleiðum 1969-72, plötu-
snúður í Glaumbæ og víðar 1969-
74, kennari við Gagnfræðaskólann
á Hellu 1974-76 og við Fiskvinnslu-
skólann 1976-79, starfsmaður
barnaársnefndar vegna barnaárs
Sþ. 1979, var dagskrárgerðarmaður
hjá RÚV 1971-90 og umsjónarmað-
ur fjölda útvarps- og sjónvarpsþátta
RÚV og þáttarins Reykjavík síðdegis
á Bylgjunni 1983, fararstjóri erlendis
fyrir Ferðaskrifstofu Kjartans Helga-
sonar, Útsýn, Veröld, Heimsklúbb
Ingólfs og Úrval-Útsýn 1980-90,
deildarstjóri hjá Tryggingastofnun
ríkisins 1990-95, var alþm. Reykvík-
inga fyrir Þjóðvaka, Jafnaðarmenn
og Samfylkingu 1995-2003 og hefur
verið alþm. Reykjavíkur suðurkjör-
dæmis fyrir Samfylkingu frá 1999.
Ásta Ragnheiður sat í Útvarps-
ráði 1987-95, í starfshópi um end-
urskoðun heilbrigðislöggjafar 1988,
í nefnd um eflingu heimilisiðnaðar
1991-93, í stjórn Landssambands
framsóknarkvenna 1983-89, í stjórn
Framsóknarfélags Reykjavíkur
1983-94, í miðstjórn Framsóknar-
flokksins 1984-95, og framkvæmda-
stjórn flokksins 1986-95, í stjórn
Friðarhreyfingar kvenna 1985-88, í
undirbúningsnefnd fyrir alþjóðlegu
kvennaráðstefnuna Global Forum
for Women í Dublin 1992, í full-
trúaráði Sólheima frá 1993, í stjórn
Heilsugæslustöðvar Vesturbæj-
ar, Miðbæjar og Hlíðahverfis 1994,
í stjórn Regnbogans, félags um
Reykjavíkurlista 1994, sat í stjórn
Félags dagskrárgerðarmanna, í
nefnd um endurskoðun almanna-
tryggingalaga 1995. Í nefnd um for-
gangsröðun í heilbrigðisþjónustu
1995-98, sat í stýrihópi geðræktar-
verkefnis landlæknisembættisins,
Geðjálpar og Landspítala - háskóla-
sjúkrahúss 2000-2003, í ráðgjafa-
hópi samgönguráðherra um stefnu-
mótun í ferðamálum 2003-2004, í
verkefnisstjórn um heilsufar kvenna
á vegum heilbrigðisráðuneytis-
ins 2001-2007, var formaður verk-
efnisstjórnar Straumhvarfa, átaks-
verkefnis fyrir geðfatlaða, á vegum
félagsmálaráðuneytisins 2007.
Varaformaður nefndar á vegum
heilbrigðisráðherra um greiðslu-
þátttöku almennings í heilbrigð-
iskerfinu frá 2007 og á sæti í fram-
kvæmdanefnd hennar, í stjórn
kvennahreyfingar Samfylkingarinn-
ar frá 2007, varaformaður nefndar
þingmannasamtaka NATO um mál-
efni Miðjarðarhafsríkja og Miðaust-
urlanda frá 2008.
Ásta Ragnheiður sat í heil-
brigðis- og trygginganefnd Alþing-
is 1995-2003 og 2004-2007, sam-
göngunefnd 1995-99 og 2003-2004,
iðnaðarnefnd 1999-2000 og 2003-
2005, félagsmálanefnd 2000-2003
og 2007, félags- og tryggingamála-
nefnd 2007-2009, umhverfisnefnd
2005-2007, kjörbréfanefnd 2007-,
utanríkismálanefnd 2007-2009, sat
í Íslandsdeild Vestnorræna ráðs-
ins 1995-99, sat í Íslandsdeild ÖSE-
þingsins 1999-2003, Íslandsdeild
Norðurlandaráðs 2003-2007 og í Ís-
landsdeild NATO-þingsins frá 2007.
Hún var varaforseti Alþingis
2007-2009.
Fjölskylda
Ásta Ragnheiður giftist 29.12. 1973,
Einari Erni Stefánssyni, f. 24.7. 1949,
félagsfræðingi og framkvæmda-
stjóra. Hann er sonur Stefáns Þórð-
ar Guðjohnsen, f. 29.11. 1926, d.
24.9. 1969, lögfræðings, og Guðrún-
ar Grétu Runólfsdóttur, f. 5.12. 1928,
fyrrv. skrifstofumanns hjá Þjóðhags-
stofnun.
Börn Ástu Ragnheiðar og Ein-
ars Arnar eru Ragna Björt, f. 11.12.
1972; Ingvi Snær, f. 10.3. 1976.
Systkini Ástu Ragnheiðar eru
Guðrún, f. 22.12. 1959, félagsfræð-
ingur; Ragnar, f. 9.10. 1956, efna-
verkfræðingur; Bjarni, f. 9.12. 1960,
viðskiptafræðingur.
Foreldrar Ástu Ragnheiðar: Jó-
hannes Bjarnason, f. 18.7. 1920, d.
8.6. 1995, verkfræðingur, og k. h.,
Margrét Sigrún Ragnarsdóttir, f.
7.11. 1924, húsmóðir.
Ætt
Jóhannes var sonur Bjarna, alþm.
og ráðherra á Reykjum í Mos-
fellssveit, bróður Þórdísar, móður
Gunnars Bjarnasonar ráðunautar.
Bjarni var sonur Ásgeirs, b. í Knarra-
nesi Bjarnasonar, b. þar Benedikts-
sonar. Móðir Bjarna ráðherra var
Ragnheiður, systir Sigríðar, ömmu
Hallgríms Helgasonar tónskálds.
Ragnheiður var dóttir Helga, b. í
Vogi, bróður Ingibjargar, langömmu
Kristjáns Eldjárn forseta. Helgi var
sonur Helga, alþm. á Vogi Helga-
sonar.
Móðir Jóhannesar var Ásta, systir
Láru, ömmu Láru Margrétar Ragn-
arsdóttur, fyrrv. alþm. Ásta var dóttir
Jóns, skipstjóra í Reykjavík Þórðar-
sonar, skipasmiðs í Engey og vita-
varðar í Gróttu Jónssonar. Móðir
Jóns var Guðrún Guðmundsdóttir
frá Hlíðarhúsum í Reykjavík. Móðir
Ástu var Vigdís, systir Þóru, ömmu
Bergs Jónssonar rafmagnseftirlits-
stjóra. Vigdís var dóttir Magnúsar,
b. í Miðseli í Reykjavík Vigfússon-
ar, b. á Grund í Skorradal Gunnars-
sonar, bróður Jóns á Eyri, afa Jóns
Baldvinssonar, alþm., og formanns
Alþýðuflokksins og ASÍ, og afa Jóns
Auðuns alþm. afa Auðar Auðuns,
ráðherra og borgarstjóra. Móðir
Magnúsar var Vigdís Auðunsdótt-
ir, pr. á Stóru-Völlum Jónssonar,
bróður Arnórs í Vatnsfirði, langafa
Hannibals Valdimarssonar, ráð-
herra og formanns Alþýðuflokksins,
Alþýðubandalagsins og Samtaka
frjálslyndra og vinstri manna, föður
Jóns Baldvins, fyrrv. ráðherra og for-
manns Alþýðuflokksins.
Margrét Sigrún er dóttir Ragnars,
bryta í Hressingarskálanum Guð-
laugssonar en systir Guðlaugs var
Jóhanna, amma Harðar Sigurgests-
sonar, fyrrv. forstjóra Eimskips. Guð-
laugur var sonur Jóns, b. í Hreiðar-
skoti á Stokkseyri, bróður Þorsteins,
langafa Berthu, móður Markúsar
Arnar Antonssonar sendiherra og
fyrrv. borgarstjóra. Þorsteinn var
einnig langafi Harðar Ágústssonar,
listmálara og húsasagnfræðings, og
Þorsteins, föður Víglundar forstjóra.
Móðir Jóns í Hreiðarskoti var Stein-
unn Jónsdóttir. Móðir Steinunnar
var Halla Gísladóttir. Móðir Höllu
var Sigríður Ólafsdóttir, systir Mar-
grétar, langömmu Ágústs, afa Ól-
afs Skúlasonar biskups. Sigríður var
dóttir Marínar Guðmundsdóttur,
ættföður Kópvatnsættar Þorsteins-
sonar.
Móðir Margétar var Guðrún,
systir Vilhjálms, skálds frá Skáholti.
Guðrún var dóttir Guðmundar, í
Skáholti Guðmundssonar, og Sigur-
veigar Einarsdóttur.
Jón Trausti var skáldanafn Guð-
mundar Magnússonar sem fæddist á
Rifi á Sléttu, sonur Magnúsar Magn-
ússonar, bónda á Hrauntanga, og
k.h., Guðbjargar Guðmundsdóttur
húsfreyju. Jón var fimm ára er hann
missti föður sinn, lenti á sveit og ólst
upp á mestu harðindaárum 19. ald-
ar. Hann naut engrar skólagöngu í
æsku en stundaði almenn störf til
lands og sjávar frá unga aldri. Er Jón
var um tvítugt lærði hann prentverk í
prentsmiðjunni Austra á Seyðisfirði,
var fróðleiksfús og stundaði sjálfs-
nám af miklum kappi, einkum um
söguleg efni. Þá fór hann til Kaup-
mannahafnar og ferðaðist um Mið-
Evrópu til að kynna sér lönd og sögu
álfunnar.
Jón stundaði prentverk á Akureyri
og síðan hjá Ísafoldarprentsmiðju og
Gutenberg í Reykjavík 1904-1914 er
hann snéri sér alfarið að ritstörfum
og skrifstofustörfum.
Jón hóf ungur að yrkja en var fá-
lega tekið og fékk slæma dóma fyr-
ir útgefin ljóð sín. Hann tók sér þá
skáldanafnið Jón Trausti og sendi frá
sér skáldsöguna Halla, sem út kom
1906. Sögunni var vel tekið, seld-
ist vel og fékk góða dóma, jafnvel
frá þeim sem áður höfðu gagnrýnt
hvað harðast skáldskap Guðmundar
Magnússonar. Síðan rak hver sagan
aðra en þekktustu skáldsögur Jóns
eru Halla og heiðarbýlið og Anna frá
Stóruborg. Skáldsögur Jóns Trausta
eru í vissum skilningi fyrirmyndir
sagnfræðilegra skáldverka höfunda
á borð við Halldór Laxnes og Guð-
mund G. Hagalín. Jón Trausti lést úr
spönsku veikinni í Reykjavík 1918.
Jón Trausti
f. 12. febrúar 1873, d. 18. nóvember 1918
„Konan verður einnig fertug á árinu
og þar af leiðandi sláum við veislu-
höldunum aðeins á frest og sam-
einum þau svo með einni glæsilegri
garðveislu í sumar,“ segir afmælisbarn
dagsins, Ragnar Þór Valdimarsson,
þegar spurt er um plön dagsins. „Þá
verður grillaður heill skrokkur, tekið
vel á móti vinum og vandamönnum
og kannski spilað á einn kassagítar
eða svo, við hlökkum mikið til.“
Ragnar sem fagnar fergugsafmæli
sínu í dag segist samt sem áður ætla
að taka sér frí í tilefni dagsins til að
dytta að húsinu og njóta þess að vera
heima með fjölskyldunni en Ragnar
státar af góðri eiginkonu og fjórum
börnum.
Hann segir tilfinninguna sem fylgi
því að eldast ekkert vera nema góða.
„Þetta er allt hið besta mál.“ Ragnar
segist þó ekki vera mjög mikið af-
mælisbarn í eðli sínu og ekki hafa
lagt það í vana sinn að halda stórar
veislur. „Vissulega hef ég átt góðar
stundir með mínum nánustu á þess-
um góðu dögum en það hefur ekki
farið mikið fyrir stórum partíum.“
Þegar blaðamaður spyr Ragn-
ar hvers hann óski sér í afmælisgjöf
kemur örlítið hik á hann en svo við-
urkennir hann loks að draumur-
inn sé að eignast góðan Gipson-raf-
magnsgítar. „Mig langar aðeins að
rifja upp gömlu taktana í bílskúrn-
um þar sem við strákarnir spiluð-
um stundum saman. Aldrei að vita
nema að bílskúrsbandið verði bara
endurvakið í kjölfarið,“ segir Ragnar
og hlær.
Ragnar starfar sem tölvunar-
fræðingur en viðurkennir að eins og
flestir smástrákar hafi hann átt stóra
drauma. „Ég ætlaði lengi vel að verða
vísindamaður og ætli sá draumur
hafi ekki bara þróast út í tölvurnar.
Einnig sá ég atvinnumennskuna í
knattspyrnu í hillingum eins og flest-
ir aðrir guttar. Eitt stendur samt upp
úr, þegar ég hugsa til baka, og það er
draumurinn um að gerast geimfari.
Ég viðurkenni þó að áhuginn á því
hefur dvínað með árunum og ég læt
mér nægja að horfa upp í stjörnu-
bjartan himininn af og til,“ segir af-
mælisbarnið að lokum.
Merkir Íslendingar
Ragnar Þór Valdimarsson er fertugur í dag:
dreymir um rafmagnsgítar
30 ára
n Hákon Arason Laugavegi 19, Reykjavík
n Carlos Naya de Luis Strandgötu 21, Eskifjörður
n Amir Mulamuhic Spóahólum 20, Reykjavík
n Hanna Guðrún Stefánsdóttir Hverfisgötu 17,
Hafnarfjörður
n Már Valþórsson Klausturstíg 1, Reykjavík
n Dögg Guðmundsdóttir Drekavogi 4, Reykjavík
n Sigurður Örn Sigurbjörnsson Eyjahrauni 32,
Þorlákshöfn
n Hemerson Jose Silva Da Luz Skipholti 45, Rey-
kjavík
n Marcin Arkadiusz Kwapisz Samtúni 38, Reykjavík
n Bergþóra Ragnarsdóttir Stífluseli 9, Reykjavík
n Berglind Hauksdóttir Fossvegi 8, Selfoss
n Indriði Þór Einarsson Grettisgötu 80, Reykjavík
n Kristján Ketill Stefánsson Eggertsgötu 18, Rey-
kjavík
40 ára
n Ragnar Þór Valdimarsson Grenimel 10, Reykjavík
n Arna Ósk Harðardóttir Sandbakka 15, Höfn
n Olga Guðrún B Sigfúsdóttir Úthlíð 9, Reykjavík
n Kjartan Glúmur Kjartansson Stekkjarbrekku 11,
Reyðarfjörður
n Gullveig Unnur Einarsdóttir Frostaþingi 7, Kópa-
vogur
n Katrín Elva Karlsdóttir Snægili 4, Akureyri
n Aldís Ingimarsdóttir Vættaborgum 69, Reykjavík
n Björn Stefán Hilmarsson Ásabraut 10, Grindavík
n Hermann Hermannsson Gnitakór 12, Kópavogur
n Ingibjörg Pétursdóttir Bakkastöðum 159, Rey-
kjavík
n Guðbjörg F Guðmundsdóttir Heiðarbóli 17, Rey-
kjanesbær
n Margrét Hallgrímsdóttir Urðarbraut 13, Garður
50 ára
n Mendanita Eyrún Cruz Fjólugötu 14, Akureyri
n Bjarki Bjarnason Seljalandsvegi 4, Ísafjörður
n Berglind Björk Jónasdóttir Þorláksgeisla 35,
Reykjavík
n Sigríður Nanna Sveinsdóttir Huldubraut 34,
Kópavogur
n Anna Atladóttir Baugstjörn 23, Selfoss
n Sigurjón Gunnarsson Klapparholti 5, Hafnar-
fjörður
n Kári Guðmundsson Akraseli 7, Reykjavík
n Esther Birgisdóttir Áshamri 46, Vestmannaeyjar
n Þórhildur Guðmundsdóttir Áshamri 13, Vest-
mannaeyjar
n Unnur Ósk Kristjónsdóttir Mýrdal 3, Borgarnes
n Halldór Jónasson Heiðarvegi 33, Reyðarfjörður
n Jón Erlingur Jónasson Fornhaga 23, Reykjavík
n Sólveig Brynjarsdóttir Stafholti 12, Akureyri
n Sigrún Halldórsdóttir Hraunbæ 196, Reykjavík
n Sigurður Kristjánsson Faxabraut 41d, Reykjanes-
bær
60 ára
n Haukur Gunnarsson Norðurbrún 22, Reykjavík
n Ásta Sigurðardóttir Böðvarsgötu 6, Borgarnes
n Óli Björn Gunnarsson Garðhúsum 8, Reykjavík
n Ólafur Jakobsson Keilusíðu 7f, Akureyri
n Þórir Jakobsson Álftamýri 58, Reykjavík
n Björgvin Björgvinsson Gerðhömrum 40, Reykjavík
n Elís Björn Klemensson Stafnesvegi 4, Sandgerði
n Elín Pálsdóttir Álfkonuhvarfi 9, Kópavogur
n Guðrún Osvaldsdóttir Traðarbergi 1, Hafnarfjörður
n Sigurlín Jóhannsdóttir Langagerði 27, Reykjavík
n Bent Frisbæk Kristnibraut 6, Reykjavík
70 ára
n Ragnhildur Steinbach Háaleitisbraut 29, Rey-
kjavík
n Sigurrós Jónsdóttir Víðilundi 20, Akureyri
n Karl Ketill Arason Hringbraut 55, Reykjanesbær
n Anna Aðalsteinsdóttir Arnarhrauni 22, Hafnar-
fjörður
n Viggó A Jónsson Álfheimum 9, Reykjavík
n Ragnheiður Stephensen Brekkutanga 23, Mos-
fellsbær
75 ára
n Ingibjörg Eiríksdóttir Nielsen Víkurströnd 1,
Seltjarnarnes
n Elísa Dagmar Benediktsdóttir Hjallavegi 5b,
Njarðvík
n Sólbjört Gestsdóttir Grenilundi 12, Garðabær
80 ára
n Auðunn Bergsveinsson Gullsmára 11, Kópavogur
n Steinunn Stephensen Sautjándajúnítorgi 7,
Garðabær
n Sigríður Margrét Eiríksdóttir Fróðasundi 9,
Akureyri
85 ára
n Rósa Kemp Þórlindsdóttir Barrholti 7, Mos-
fellsbær
Til
haMingju
Með
afMælið!
fólk Í fréTTuM
Heima í dag ragnar
ætlar að dytta að húsinu
í dag.