Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.2009, Page 4
föstudagur 20. mars 20094 Fréttir
Sandkorn
n Þorvaldur Gylfason hag-
fræðingur og Anna Karitas
Bjarnadóttir, kona hans, lögðu
101 Skugga að velli í Hæstarétti
á fimmtudag. Fasteignafélagið
var dæmt til að greiða hjón-
unum 5,3
milljónir
króna vegna
galla og
skemmda á
íbúð þeirra í
einum turn-
anna við
Lindargötu
í Skugga-
hverfi. Hæstiréttur hækkaði
bæturnar um rúma milljón frá
því sem Héraðsdómur Reykja-
víkur ákvað í sínum úrskurði.
Bæturnar eru þó sýnu lægri en
þær rúmu tólf milljónir sem
Þorvaldur og Anna Karitas
kröfðu félagið um.
n Franklin Kristinn Stiner, sem
varð þekktur undir nafninu
Franklin Steiner, þegar hann
var talinn meðal umsvifa-
mestu fíkniefnasala lands-
ins tapaði meiðyrðamáli sínu
gegn Sigurjóni M. Egilssyni og
Trausta Hafsteinssyni vegna
skrifa Blaðsins um feril Stein-
ers. Franklin taldi vegið að æru
sinni með umfjöllun um fíkni-
efnaviðskipti og náin tengsl við
lögregluna og krafðist þess að
fá milljón í bætur frá báðum
aðilum. Hæstiréttur komst að
sömu niðurstöðu og Héraðs-
dómur Reykjavíkur um að ekk-
ert væri út á umfjöllunina að
setja. Þess vegna varð Franklin
að sætta sig við að greiða þeim
Sigurjóni og Trausta tæpa millj-
ón króna til að standa straum af
lögfræðikostnaði þeirra vegna
málshöfðunar Franklins.
n Bjarni Harðarson, þingfram-
bjóðandi og fyrrverandi þing-
maður, heldur áfram baráttu
sinni gegn
Fréttablað-
inu og nú
síðast með
því að birta
á bloggsíðu
sinni sam-
skipti sín
við Berg-
stein Sig-
urðsson, blaðamann Frétta-
blaðsins, um hvaða greinar
fáist birtar og hverjar ekki.
Bjarni er ekkert að skafa utan
af því og fullyrðir að meira að
segja gömlu flokksblöðin hafi
ekki stundað álíka ritskoðun
og Fréttablaðið geri nú. Hefur
eftir það upprifist hin fjörug-
asta ritdeila Bjarna annars
vegar og Bergsteins og Kol-
beins Óttarssonar Proppé,
blaðamanns á Fréttablaðinu,
hins vegar og ljóst að himinn
og haf skilja að upplifun þeirra
á blaðinu.
Stakir
ljósatímar
Verð frá
450. –
Selásbraut 98 - 110 Reykjavík
Sími: 577 3737
inu. Gísli Árni Eggertsson, skrif-
stofustjóri Íþrótta- og tómstunda-
„Við lítum svo á að börnin séu
að taka þátt í formlegu frístunda-
starfi á frístundaheimilunum en
þar fer fram margs konar starf-
semi sem er sniðin að aldri þeirra
og þörfum. Þá taka ekki öll börn
sem sækja frístundaheimilin þátt
í öðru frístundastarfi og þótti
ástæða til að gefa foreldrum þeirra
möguleika á að nýta kortið til að
greiða niður dægradvölina. Það
skal þó tekið fram að full vistun á
frístundaheimili kostar um 8.000
Nethyl 2, sími 587-0600, www.tomstundahusid.is
Fjarstýrðir rafmagns- og
bensínbílar í úrvali
Séra gunnar bíður
dómS kirkjunnar
Séra Gunnar Björnsson hefur verið
sýknaður í Hæstarétti af ákærum fyrir
kynferðisbrot gegn tveimur stúlkum
fæddum árið 1991 og 1992. Héraðs-
dómur Suðurlands hafði áður sýknað
Gunnar af ákærunum. Séra Gunnar
var ákærður í tveimur liðum. Í fyrsta
lið fyrir að hafa framið kynferðisbrot
og brot gegn barnaverndarlögum
með því að hafa faðmað aðra stúlk-
una og strokið henni um bakið utan-
klæða og látið þau orð falla að honum
liði illa og að straumarnir streymdu
úr líkama hans við það faðma hana.
Gunnar hefur ekki sagst hafa látið
þessi orð falla heldur hafi hann sagt:
„Gefðu mér kraft.“ Hæstiréttur taldi
að þarna stæði orð gegn orði.
„Þú ert alltaf jafn-
indæl og elskuleg“
Í öðrum ákæruliðnum var honum
gefið að sök að hafa faðmað hina
stúlkuna, kysst hana nokkrum sinn-
um á kinnina, reynt að kyssa hana
á munninn og látið þau orð falla að
hann væri skotinn í henni og hún
væri falleg. Gunnar viðurkenndi að
hafa faðmað hana og kysst hana með
kossi á hvora kinn, kossarnir hafi
hins vegar verið tveir og hann hafi
ekki reynt að kyssa hana á munninn.
Hann hafi hins vegar óskað henni til
hamingju með sigur í söngvakeppni
og sagt: „Þú ert alltaf jafnindæl og
elskuleg.“
Frásögn stúlkunnar var hins vegar
á þá leið að hann hefði haldið mjög
fast utan um hana og ætlað að kyssa
hana á munninn „En hann strauk
varirnar, náði samt ekkert að kyssa
mig alveg af því ég færði mig svona
frá, svo kyssti hann mig nokkrum
sinnum á hina kinnina, og hélt svo
lengur utan um mig og sleppti mér
svo alveg bara,“ sagði hún. Gunnar
hefði svo sagt við hana: „Ég er alveg
ofsalega skotinn í þér, þú ert ofsalega
falleg.“
Biskup metur stöðuna
„Við eigum eftir að fara yfir dóminn
og munum bregðast við í framhaldi
af því. Við viljum því ekkert segja um
þetta fyrr en við erum búnir að skoða
nákvæmlega hvernig þetta liggur,“
segir Árni Svan Daníelsson, upplýs-
ingafulltrúi Biskupsstofu. Árni segist
reikna með að niðurstaða muni liggja
fyrir á allra næstu dögum.
Í dómsorði Hæstaréttar segir
að háttsemi Gunnars sem var talin
sönnuð, að hann hafi faðmað stúlk-
urnar og jafnframt strokið annarri
þeirra á bakið, utan klæða og kysst
hina á sitt hvora kinnina, hafi ekki
verið refsiverð. Hæstiréttur féllst ekki
á að Gunnar hefði sýnt stúlkunum yf-
irgang, ruddalegt eða ósiðlegt athæfi,
sært þær eða móðgað.
Óvíst um endurkomu
„Þetta er algjörlega í höndum bisk-
ups hvað verður,“ segir Eysteinn Ó.
Jónasson, formaður sóknarnefndar
Selfosskirkju, aðspurður hvort séra
Gunnar muni snúa aftur til starfa sem
sóknarprestur.
Eysteinn segist hafa reiknað með
því að málið færi svona en segir
að sóknarnefndin hafi aldrei feng-
ið nein svör frá Biskupsstofu um
hvernig tekið yrði á því færi svo að
Gunnar yrði sýknaður. „Við erum því
í óvissu eins og allir aðrir,“ segir Ey-
steinn.
Aðspurður hvort Eysteinn sé sátt-
ur með að málinu skuli vera lokið seg-
ir hann: „Þetta er búið að vera mjög
þrúgandi að hafa þetta mál í gangi og
maður var alltaf að bíða eftir því að
það kæmi einhver lokaniðurstaða.
Nú bíður maður bara eftir framhald-
inu og sér til hvað gerist.“
Séra Gunnar vildi ekki tjá sig um
niðurstöðu Hæstaréttar þegar DV
hafði samband við hann í gær og vís-
aði á lögmann sinn Kristin Bjarna-
son. Kristinn segir að þessi niður-
staða hafi í raun verið óumflýjanleg.
„Þetta var viðblasandi að mínu mati
að þetta yrði niðurstaðan.“
valGEIR ÖRN RaGNaRSSON
OG EINaR ÞÓR SIGuRðSSON
blaðamenn skrifa: valgeir@dv.is og einar@dv.is
„Þetta var viðblasandi
að mínu mati að þetta
yrði niðurstaðan.“
Hæstiréttur Íslands sýknaði í gær séra Gunnar Björnsson, sóknarprest á Selfossi, af
ákærum um kynferðisbrot gegn tveimur stúlkum úr sókninni. Ekki þótti sýnt að hátt-
semi Gunnars væri refsiverð. Hann klappaði stúlku á bakið og faðmaði hana og kyssti
hina á báðar kinnar. Biskupsstofa metur nú hvort Gunnar snúi aftur til starfa.
Séra Gunnar Björnsson
séra gunnar var ákærður í
tveimur liðum en sýknaður af
báðum í Hæstarétti Íslands.