Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.2009, Qupperneq 6
föstudagur 20. mars 20096 Fréttir
Sandkorn
n Samfylkingarfólk varpar önd-
inni léttar nú þegar Jóhanna
Sigurðardóttir forsætisráð-
herra hefur gefið út að hún sé
reiðubúin að gerast formaður
flokksins um skeið. Jóhanna
hefur þar
með látið
undan mikl-
um þrýst-
ingi sam-
herja sinna
sem ótt-
uðust for-
ystukreppu
tæki hún
ekki við af Ingibjörgu Sólrúnu
Gísladóttur. Jóhanna verður
þar með þriðji formaðurinn í
tæplega tíu ára sögu Samfylk-
ingarinnar. Við stofnun flokks-
ins vildu margir fá Jóhönnu
sem formann en aðrir sögðu
hana of þvera og ákveðna til að
gegna slíku embætti. Nú eru
hins vegar breyttir tímar og
það sem eitt sinn var álitið galli
er nú metið sem hinn mesti
kostur.
n Félagar í Samfylkingunni
höfðu ekki bara ástæðu til
að fagna formannsframboði
Jóhönnu
Sigurðar-
dóttur á
fimmtudag
heldur líka
niðurstöð-
um nýrrar
skoðana-
könnunar
sem sýndi
flokkinn með 31 prósents
fylgi og vinstriflokkana með
drjúgan meirihluta þingsæta.
Guðjón Arnar Kristjáns-
son og aðrir forystumenn og
stuðningsmenn Frjálslynda
flokksins hljóta hins vegar að
fara að örvænta um fram-
tíð flokksins sem nú mælist
með minna fylgi en öll önnur
framboð, þar á meðal nýju
framboðin. Flokkurinn hefur
oft mælst með lítið fylgi en
sennilega aldrei jafnlítið og
nú.
n Sérstaki saksóknarinn Ólaf-
ur Þór Hauksson hefur ekki átt
sjö dagana sæla að undan-
förnu. Bæði er að hans bíður
erfitt starf og svo hitt að fjöl-
margir eru þeirrar skoðunar að
hann sé afskaplega lítið farinn
að gera. Og ekki kætast menn
þegar í ljós kemur að hann
hefur ekki haft frumkvæði að
neinni rannsókn heldur beðið
eftir ábendingum frá öðrum.
Þetta fer mjög fyrir brjóstið á
Páli Ásgeiri Ásgeirssyni sem
skrifar á bloggi sínu: „Ég hlýt
náttúrulega að spyrja eins
og afgangurinn af þjóðinni:
Hvern andskotann er þessi
sveitasýslumaður eiginlega að
þvælast upp á dekk?“
STRAUM
BLIK
Raflagnir, dyrasími,
töfluskipti.
Bjóðum upp á
ástandsskoðun á
raflögnum í eldra húsnæði
með tillögum um úrbætur
án skuldbindinga.
Löggiltur rafverktaki
S.: 663 0746
fridhelgi@internet.is
Yfir tvö þúsund og þrjú hundruð manns vilja lögleiða og skattleggja kannabisefni á Ís-
landi en hópur þess efnis var stofnaður á Facebook fyrir fjórum dögum. Ólafur Skorrdal
skáld stofnaði hópinn en hann hefur lengi talað fyrir lögleiðingu kannabiss. Kleópatra
Mjöll Guðmundsdóttir, fjölmiðlafulltrúi hópsins, segir lögleiðingu tímaspursmál.
ÚT ÚR KREPPU MEÐ
KANNABISEFNUM
Kannabisefni voru bönnuð hér á
landi með lögum sem tóku gildi
11. júní árið 1974. Lítið hefur verið
rætt um lögleiðingu efnanna fyrr en
nú. Yfir tvö þúsund og þrjú hundr-
uð manns hafa nú lýst því yfir á
hinni vinsælu Facebook-síðu, á að-
eins fjórum dögum, að þau vilji lög-
leiða kannabisefni og skattleggja
neysluna. Þannig mætti bjarga fjár-
hag heilbrigðiskerfisins, lögregl-
unnar og Fangelsismálastofnunar.
Þetta segir Kleópatra Mjöll Guð-
mundsdótir, fjölmiðlafulltrúi hóps-
ins, en hún segir gríðarlega fjár-
muni fara framhjá ríkissjóði.
„Markmið hópsins er að vekja
athygli á því ómælda fé sem fer
fram hjá ríkissjóði. Þetta fé er hægt
að nota til margra þarfra hluta,“ seg-
ir Kleópatra Mjöll.
Vilja frjálsa umræðu
Kleópatra Mjöll segir upplýsinga-
flæði um kosti og galla kannabiss
hafa staðnað og að það hafi verið
þannig í mörg ár.
„Skoðanir fólks eru margar
hverjar byggðar á bábiljum sem
eiga engar stoðir í raunveruleik-
anum og þar af leiðandi brýnt að
opna fyrir frjálsa umræðu og án
áróðurs. Einnig viljum við vekja
athygli á því að fíkn ætti að með-
höndla af læknum og hjúkrunar-
fólki en ekki með lögregluaðgerð-
um,“ segir Kleópatra Mjöll sem vill
undirstrika að það sé fullt af fólki
sem notar kannabis án þess þó að
vera ánetjað því.
„Ekki má gleyma að til eru marg-
ir sjúklingar sem gætu notið góðs af
þessari plöntu. Til að mynda gigt-
ar- og krabbameinssjúklingar.“
Auðfáanlegt kannabis
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu
hefur tekið ótrúlegt magn af kanna-
bisplöntum á ýmsum stigum rækt-
unar að undanförnu. Plönturnar
skipta hundruðum og því ljóst að
gríðarlegt magn af kannabisefnum
er nú þegar í umferð hér á landi.
Kleópatra Mjöll segir aðgengið að
slíkum efnum mjög gott – eiginlega
of gott.
„Já, það er eiginlega of auðvelt
að redda sér kannabisefnum hér
á Íslandi miðað við til dæmis Hol-
land. Í Hollandi er mun erfiðara fyr-
ir unglinga yngri en 18 ára að nálg-
ast kannabis en á Íslandi. Þá eru líka
harðar refsingar fyrir þau kaffihús
sem brjóta lögin, þeim er hreinlega
lokað án fyrirvara,“ segir Kleópatra
Mjöll og bendir á að með lögleið-
ingu sé hægt að hafa eftirlit.
„Með því að lögleiða efnið get-
um við verið með eftirlit á sölunni
líkt og gert er með áfengi og tóbak.“
Áfengi hættulegra
Kleópatra bendir einnig á að rann-
sóknir hafi sýnt fram á að áfengi sé
hættulegasta vímuefnið sem notað
er í dag.
„Hegðun manna undir áhrif-
um áfengis er oft á tíðum til mikilla
vandræða á móti mun afslappaðri
hegðun kannabisneytanda. Um
hverja helgi sjáum við skýrt dæmi
um það hvernig fólk missir stjórn á
hegðun sinni undir áhrifum áfeng-
is. Ár hvert eru hundruð þúsunda
dauðsfalla tengd áfengi á móti eng-
um staðfestum dauða af völdum
kannabiss,“ segir Kleópatra.
En hefur hún fundið fyrir for-
dómum frá því hún tók að sér starf
fjölmiðlafulltrúa?
„Nei, þvert á móti. Stuðningur-
inn sem ég og aðrir hafa fengið hef-
ur verið hvetjandi. Það litla mótlæti
sem við fáum einkennist ávallt af
sömu endurtekningum af huldu-
sögum sem rannsóknir sýna fram á
að eiga engar stoðir í raunveruleik-
anum.“
Óréttlátar sviptingar
En Kleópatra og hennar fólk vill
vekja athygli á fleiri hlutum en lög-
leiðingu á kannabisefnum. Hún vill
líka vekja athygli á þeirri staðreynd
að fólk er að missa ökuleyfi sín í
hrönnum fyrir það eitt af hafa reykt
aðeins endrum og eins. Kleópatra
vitnar þá til þeirra fjölda ökumanna
sem hafa verið og eiga von á því
að vera sviptir vegna aksturs und-
ir áhrifum kannabisefna en þeir
skipta hundruðum hér á landi.
„Þetta fólk getur átt þá hættu
að missa ökuréttindi sín dögum og
jafnvel vikum eftir inntöku jafnvel
þótt vímuáhrif vari aðeins í örfáar
klukkustundir.
Samkvæmt rannsóknum er
THC í þvagi allt upp í sex vikur eft-
ir neyslu efnisins. Þetta þýðir að sá
sem neytir einu sinni kannabisefna
á það á hættu að falla á þvagprufu
í allt að einn og hálfan mánuð eftir
inntöku.
Bjartsýn á framhaldið
Kleópatra segir söguna ávallt
endurtaka sig reglulega og því sé
það á hreinu að bann við kanna-
bisefnum líði undir lok rétt eins
og áfengisbannið hér um árið.
„Áfengisbannið gerði lítið
annað en að framleiða glæpa-
menn. Þessu mun verða aflétt,
það er bara spurning um tíma.
Þetta er stoð sem mikilvægt er að
taka frá fíkniefnaheiminum ef við
ætlum að eiga séns á móti skipu-
lagðri glæpastarfsemi og þá nota
fjármunina í uppbyggingu á sam-
félaginu okkar. Mér finnst líka
mikilvægt að það komi fram að
það eru ekki allir fíklar sem neyta
kannabiss frekar en það eru all-
ir alkóhólistar sem neyta áfeng-
is. Þeir aftur á móti stimplast sem
glæpamenn sökum lagaramm-
ans,“ segir Kleópatra Mjöll sem
vill í lokin benda fólki á að kynna
sér vefsíðuna kannabis.net.
„Ætlunin er að vera með fræðslu-
efni, greinar, skýrslur og rannsóknir
á kannabis. Þá einnig upplýsingar
um afleiðingar af núverandi stefnu
í vímuefnamálum. Þetta gerum við
svo almenningur geti kynnt sér mál-
efnið af eigin rammleik og myndað
sér sjálfstæða skoðun á baráttumál-
um okkar.“
Atli MÁr GylfASon
blaðamaður skrifar atli@dv.is
Kannabis Lögreglan
hefur lagt hald á mikið magn
kannabisefna að undanförnu
enda ólögleg framleiðsla
mjög mikil.
Vill leyfa kannabis Kleó-
patra mjöll guðmundsdóttir
mælir fyrir hóp fólks sem vill
lögleiða kannabis.