Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.2009, Side 8

Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.2009, Side 8
föstudagur 20. mars 20098 Fréttir Á fimmtudaginn var kveðinn upp dómur í einu umtalaðasta máli síð- ari tíma í Evrópu. Jósef Fritzl, sem fengið hefur viðurnefnið „aust- urríska skrímslið“, var sakfelldur vegna allra ákæruatriða og dæmd- ur til ævilangrar vistunar á öryggis- geðsjúkrahúsi vegna tilmæla rétt- arlæknisins. Mál Jósefs Fritzl beindi augum alþjóðasamfélagsins að Amstetten, litlum bæ í Austurríki, en þar hafði Jósef haldið Elísabetu dóttur sinni í prísund í kjallara á heimili fjöl- skyldunnar í tuttugu og fjögur ár, nauðgað henni um 3.000 sinnum og eignast með henni sjö börn. Ákærurnar á hendur Jósef Fritzl hljóðuðu upp á manndráp af gá- leysi, þrælahald, frelsissviptingu, nauðgun, sifjaspell og kúgun. Rétt- arhöldin hófust á mánudaginn og Jósef játaði sekt í öllum ákæruat- riðum nema undirokun og mann- drápi af gáleysi. Manndrápskæran var tilkomin vegna tvíburadrengs sem fæddist 1996, en dó skömmu eftir fæðingu vegna öndunarerfið- leika. Hugarfarsbreyting Jósefs Á miðvikudaginn urðu vatnaskil í málinu eftir að Jósef hafði horft á vitnisburð Elísabetar sem hafði verið tekinn upp. Einhverra hluta vegna ákvað Jósef að játa sig sek- an um bæði undirokun og mann- dráp af gáleysi. Hvað olli þessum sinnaskiptum er ekki gott að segja, en Jósef Fritzl sagði dómaranum að það að sjá Elísabetu hefði vald- ið hugarfarsbreytingu hjá honum. Jósef sagði að eftir að hafa horft á ellefu klukkustunda vitnisburð Elísabetar hefði hann verið niður- brotinn. Eftir að hafa ráðfært sig við skipaðan meðferðarfulltrúa sinn hefði hann síðan ákveðið að gera hreint fyrir sínum dyrum. Nærvera Elísabetar En spurningin sem brann á fólki á miðvikudaginn var hvort fleira hefði komið til en vitnisburður Elísabet- ar. Sá orðrómur hefur verið á kreiki að Elísabet hafi ekki aðeins verið nálæg á risastórum sjónvarpsskjá heldur hafi einnig verið í dómsaln- um í eigin persónu og fylgst með föður sínum íklædd dulargervi. Tvennum sögum fer af nærveru Elísabetar. Á vefsíðu breska dag- blaðsins The Times er sagt að heim- ildarmaður á stofnuninni sem hýs- ir Elísabetu og þeir sem fylgst hafa með réttarhöldunum virtust hafa staðfest að Elísabet hafi verið í eigin persónu í dómsal á miðvikudaginn. Talsmaður réttarins vildi hvorki staðfesta né neita að Elísabet hefði verið viðstödd í eigin persónu á mánudag og þriðjudag þegar vitn- isburður hennar var sýndur. 1984 n 28. ágúst – Jósef fritzl lokkar dóttur sína niður í kjallara heimilis fjölskyld- unnar, byrlaði henni lyf og setti hana í járn áður en hann læsti hana inni. síðar segir Elísabet að faðir hennar hafi beitt hana kynferðislegu ofbeldi fyrir innilokunina. dagsetning ókunn – Jósef fritzl og konu hans berst bréf með rithönd Elísabetar. Í bréfinu segir að þau skuli ekki reyna að finna hana. síðar segir Elísabet lögreglunni að móður hennar hafi ekki verið kunnugt um sannleikann. 1988-89 n fyrsta barnið af sjö fæðist og er það stúlka. Hún verður alin upp í kjallaranum. annað barnið, drengur, fæðist. 1993 n Barn finnst fyrir utan heimili fjölskyldunnar ásamt bréfi þar sem Elísabet, að sögn Jósefs, segir að hún geti ekki alið önn fyrir barninu. fritzl-hjónin taka barnið að sér. annað barn birtist á tröppum heimilisins árið 1994. Bæði börnin eru annaðhvort tekin í fóstur eða ættleidd og alin upp af afa (pabba) og ömmu. 1996 n Elísabet eignast tvíbura en annar deyr skömmu eftir fæðingu. Jósef mun hafa losað sig við lík drengsins með því að brenna það í brennsluofni. 1997 n Þriðja barnið birtist við útidyr heimilis fritzl-fjölskyldunnar og verður, líkt og hin tvö fyrri, alið upp af fritzl-hjónunum. 1998 n samkvæmt fréttum fjölmiðla fór Jósef til taílands og dvaldi þar í fjórar vikur. um var að ræða eitt af nokkrum ferðalögum. Þeir sem rannsökuðu mál fritzl sögðu að hann kunni að hafa skilið eftir matarbirgðir handa kjallarafjölskyldunni í slíkum tilfellum. 2003 n Bréf berst frá Elísabetu. Í því segir hún að hún hafi eignast barn í desember 2002. Barnið, drengur, er talið hafa alist upp í kjallaranum ásamt systur sinni og bróður. 2008 n 19. apríl – Lögreglan sendir út tilkynningu þar sem Elísabet er beðin að hafa samband vegna nítján ára dóttur hennar sem lögð hafi verið inn á sjúkrahús í amstetten. Jósef fritzl segir starfsfólki sjúkrahússins að móðir stúlkunnar væri ófær um að sjá um hana og hefði skilið hana eftir fyrir framan heimili fjölskyldunnar. n 19.-26. apríl – Jósef sleppir Elísa- betu og hinum börnunum tveimur úr prísundinni og segir eiginkonu sinni að Elísabet hafi ákveðið að snúa heim. n 26. apríl – Lögreglan tekur Jósef og Elísabetu nálægt sjúkrahúsinu í amstetten. Börn Elísabetar finnast í húsi fjölskyldunnar. n 27. apríl – Lögreglan tilkynnir að Jósef hafi verið handtekinn vegna gruns um sifjaspell og brottnám. Börnunum er komið í umönnun og Elísabet fær læknismeðferð. Jósef gefur lögreglunni upp kóðann sem þarf til að opna leynidyr að kjallara- holunni sem samanstendur af litlum gluggalausum hólfum. öll börnin, nema elsta dóttirin sem liggur veik á sjúkrahúsi, hittast í fyrsta skipti og Elísabet sameinast móður sinni. n 28. apríl – Jósef fritzl viðurkennir að hafa haldið Elísabetu fanginni í kjallaranum í tuttugu og fjögur ár og að hafa eignast með henni sjö börn. Hann staðfestir að eitt barnanna hafi dáið eftir fæðingu. daginn eftir fæst staðfest með lífsýni að Jósef sé faðir allra barnanna. Jósef fritzl er úrskurðaður í varðhald. n 15. október – Jósef fritzl er úrskurðaður sakhæfur. n 13. nóvember – Jósef fritzl er formlega ákærður fyrir morð á einu barnanna sjö sem hann eignaðist með Elísabetu. saksóknari ýjar að því að um sé að ræða manndráp af gáleysi og drengnum kynni að hafa orðið lífs auðið hefði hann fengið læknishjálp. 2009 n 22. janúar – tilkynnt er að réttar- höld yfir Jósef fritz hefjist 16. mars. n 16. mars – Jósef fritzl mætir fyrir rétt í st Pölten. Hann játar sig sekan um nauðgun og sifjaspell, en lýsir sig saklausan af morði og undirokun. n 18. mars – Jósef fritzl breytir yfirlýsingu sinni og lýsir yfir sekt í öllum ákæruatriðum. aðspurður af dómara hvað hefði valdið sinnaskipt- unum hjá honum svaraði Jósef, að sögn fréttastofu afP: „upptakan af vitnisburði dóttur minnar.“ „mér þykir þetta leitt,“ bætti Jósef fritzl við. AtburðArás í máli Jósefs fritzl KolbEiNN þorstEiNssoN blaðamaður skrifar: kolbeinn@dv.is „Mér þykir þetta leitt“ Loks er lokið máli sem hófst fyrir aldarfjórðungi. Fólk víða um lönd var slegið óhug þegar athafnir Austurríkismannsins Jós- efs Fritzl urðu heyrinkunnar. Jósef hélt dóttur sinni í prísund í tuttugu og fjögur ár, nauðgaði henni ítrekað og eignaðist með henni sjö börn. Jósef Fritzl hefur nú hlotið dóm sinn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.