Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.2009, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.2009, Blaðsíða 14
föstudagur 20. mars 200914 Fréttir Eirðarlaus á Kanarí Lúðvík segir að þetta eirðarleysi Bjarna hafi komið skemmtilega í ljós þegar fjölskyldur þeirra fóru saman til Kanaríeyja fyrir nokkrum árum. „Þá var Bjarni búinn að gera allt sem hægt var að gera á Kanarí á fjórum dögum. Hann var búinn að kafa, synda, fara út að hlaupa, leigja sér bíl og allan þann pakka og þá var heil vika eftir. Þá sagði Bjarni við okkur að hann væri búinn að gera allt sem hægt væri að gera þarna og því liði honum eins og hann væri fastur á risastóru skemmtiferðaskipi því hann gæti ekki keyrt eða flogið í burtu,“ segir Lúðvík. Lúðvík segir að þessi manía Bjarna sé kannski einnig hans helsti galli því hann hafi stundum færst of mikið í fang. Þingsæti á silfurfati Bjarni var tiltölulega óþekktur og hafði ekki haft mikil afskipti af stjórn- málum þegar honum var stillt upp á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðvest- urkjördæmi í alþingiskosningunum árið 2003. Kjörnefnd Sjálfstæðis- flokksins í kjördæminu hætti við að halda prófkjör sökum þess hversu dýrt prófkjörið þar á undan hafði verið. Kjörnefndin lagði til að Bjarni myndi skipa fimmta sæti á listan- um. Bjarni komst svo inn sem síð- asti þingmaður Sjálfstæðisflokksins í kjördæminu og þótti sumum sem hann hefði lítið þurft að hafa fyrir því að ná þingsæti og að honum hefði nánast verið ýtt inn á þing út af ætt- artengslum. Hlaut eldskírnina í umræðunni um fjölmiðlafrumvarpið Bjarni tók sæti á þingi árið 2003 og segir Einar Mar Þórðarson stjórn- málafræðingur að hann hafi hlotið sína pólitísku eldskírn í umræðunni um fjölmiðlafrumvarpið árið 2004 þegar hann var formaður allsherj- arnefndar. „Mörgum fannst Bjarni standa sig afskaplega vel í þessari umræðu. Það var mikil andstaða við þessi lög í samfélaginu en Bjarni kom fram og var málefnalegur í sín- um málflutningi um þetta frumvarp á meðan margir stjórnarliðar vildu lítið sem ekkert tjá sig um þetta mál og voru nánast í felum. Bjarni stóð þá fyrir máli meirihlutans og þótti mönnum hann gera það vel, hvað svo sem fólki þótti um frumvarpið,“ segir Einar og bætir því við að Bjarni hafi hlotið mjög skjótan frama innan Sjálfstæðisflokksins því í prófkjörinu fyrir alþingiskosningarnar árið 2007 hafi hann lent í öðru sæti í Suðvest- urkjördæmi. Ekki þykir útlitið heldur spilla fyr- ir Bjarna í pólitíkinni því hann þykir myndarlegur og sjarmerandi maður með afbrigðum. „Amma mín hefði sagt um Bjarna að hann væri „af- skaplega myndarlegur ungur mað- ur“,“ segir einn af viðmælendum DV. Einar Mar segir að Bjarni komi vel fyrir og sé málefnalegur þegar hann komi fram í sjónvarpi og á þingi. „Hann hefur mikinn kjörþokka og sjarma.“ Pólitískir andstæðingar Bjarna bera honum vel söguna Andstæðingar Bjarna á Alþingi bera honum sömuleiðis vel söguna. „Hann var ágætlega liðinn á Alþingi af stjórnarandstöðunni. Hann þótti diplómatískur og góður í samstarfi þegar hann stýrði störfum í nefnd- um þingsins. Hann þótti nokkuð sanngjarn miðað við marga aðra í Sjálfstæðisflokknum. Hann er frek- ar þægilegur í samskiptum og prúð- menni,“ segir þingmaður sem sat í stjórnarandstöðunni fyrir ríkis- stjórnarskiptin á dögunum. Kolbrún Halldórsdóttir, þing- maður vinstri-grænna, sem sat með Bjarna í allsherjarnefnd Alþingis á síðasta kjörtímabili, segir að Bjarni hafi staðið sig mjög vel sem formað- ur nefndarinnar. „Ég get alveg gef- ið Bjarna Bendiktssyni góð með- mæli fyrir þá vinnu sem hann vann í nefndinni. Hann var réttsýnn og vandvirkur og fór djúpt ofan í mál, þó svo við hefðum ekki átt samleið pól- itískt séð,“ segir Kolbrún og bætir því við að hann hafi lagt talsvert á sig til að miðla málum og komast að niður- stöðu. „Hann hefur margt til brunns að bera og ég vona að hann eigi eft- ir að vinna vel úr þeim góðu eigin- leikum og láti pólitíkina ekki eyði- leggja sig. Vonandi fellur hann ekki í þá gryfju sem leiðtogi sjálfstæðis- manna að reyna að stjórna öllum þingmönnum flokksins að ofan líkt og margir stjórnendur flokksins hafa gert hingað til,“ segir Kolbrún. Enginn þorir í Bjarna Um leið og það spurðist út að Bjarni ætlaði að bjóða sig fram til for- mennsku í flokknum hvarf bak- land Þorgerðar Katrínar Gunnars- dóttur í flokknum, en bæði Hanna Birna Kristjánsdóttir og Ásdís Halla Bragadóttir munu hafa verið tveir af helstu stuðningsmönnum Þorgerðar. Hanna og Ásdís Halla munu hins veg- ar hafa kippt að sér hendinni um leið og Bjarni lýsti yfir áhuga á formann- sembættinu og Þorgerður hefur lík- lega gert sér grein fyrir því að hún ætti ekki möguleika á móti Bjarna því all- ir í flokknum flykktust á bak við erfða- prinsinn úr Garðabænum. Guðlaugur Þór Þórðarson var einnig orðaður við formannsfram- boðið í flokknum um tíma en hann hefur gefið það út að hann ætli ekki að bjóða sig fram og þótt Kristján Þór Júlíusson hafi ekki útilokað framboð þykir líklegt að hann bjóði sig frek- ar fram sem varaformaður. Sigurð- ur Kári segir að það sé til marks um sterka stöðu Bjarna innan flokksins að enginn hafi sagst ætla að bjóða sig fram á móti honum. „Þetta sýn- ir hversu margir í flokknum hafa trú á honum í þetta embætti og treysta honum til að sinna því.“ Svo virðist því sem Bjarni muni verða næsti formaður Sjálfstæðis- flokksins án mikillar fyrirhafnar og segir Einar Mar að hann sé nokkuð óumdeildur í þetta embætti innan flokksins og meðal annarra kjósenda í landinu. „Við sjáum það líka í könn- unum meðal almennra kjósenda að Bjarni virðist njóta nokkuð víðtæks stuðnings í þetta embætti.“ Þykir skorta leiðtogahæfileika Þó að Bjarni sé enn sem komið er einn í framboði í formannskjöri Sjálf- stæðisflokksins á komandi flokks- þingi þykir sumum hann skorta leiðtogahæfileika. „Mörgum finnst Bjarna skorta leiðtogahæfileika; að hann sé ekki að sýna neina leiðtoga- takta,“ segir einn af viðmælendum blaðsins. Þessi skortur Bjarna á leiðtoga- hæfileikum þykir hafa komið í ljós á kjördæmaráðsfundi Sjálfstæðis- flokksins í Suðvesturkjördæmi, sem haldinn var fyrir nýliðið prófkjör, þar sem meðal annars átti að ákveða hvort halda ætti prófkjör eða stilla upp á lista flokksins í kjördæminu. Formaður kjördæmaráðsins, Stefán Pétursson, las þá upp tillögu þess efn- is að halda ætti prófkjör því grasrótin myndi ekki taka annað í mál. Geir H. Haarde, formaður Sjálfstæðisflokks- ins, steig þá í pontu og fór þess á leit að fella ætti tillöguna með þeim rök- um að þingmenn flokksins þyrftu á öllum sínum kröftum að halda þar og að ekki væri við hæfi að fara að etja mönnum saman í kosningabaráttu. „Það var hins vegar alveg aug- ljóst að Geir var bara að verja Þor- gerði sem var á fyrsta sæti listans í síðustu kosningum. Bjarni sat samt bara þarna, opinmynntur, og gerði ekki neitt þrátt fyrir að hann væri að bjóða sig fram í fyrsta sæti í kjördæmi í prófkjörinu. Ragnheiður Ríkharðs- dóttir óð hins vegar upp í pontu og sagði: „Nei, nú er ég ekki sammála formanninum.“ Þetta sló mig alveg rosalega því Bjarni virtist ekki ætla að mótmæla formanninum,“ seg- ir sjálfstæðismaður sem var á fundi kjördæmaráðsins og bætir því við að Bjarni sýni stundum ekki nægilega mikið frumkvæði. Tengsl Bjarna við viðskiptalífið þykja vafasöm Helsta fótakeflið á stjórnmálaferli Bjarna er að tengsl hans við atvinnu- lífið þykja vafasöm; Bjarni er fyrst og fremst gagnrýndur fyrir þessi tengsl af viðmælendum DV. Bjarni sagði af sér stjórnarfor- mennsku í olíufyrirtækinu N1 hf. og BNT hf., sem á N1, í desember í fyrra vegna þess að hann vildi einbeita sér að stjórnmálum auk þess sem hann taldi að ekki væri heppilegt að vera á kafi í viðskiptum samhliða pólit- ísku starfi. „Ég neita því heldur ekki að mér finnst á vissan hátt óheppi- legt að vera mjög virkur þátttakandi í viðskiptalífinu eftir að bankarn- ir komust í hendur ríkisins,“ sagði Bjarni í viðtali við Viðskiptablaðið í desember þegar hann lét af störfum hjá N1. Þingmaður, sem sat í stjórnarand- stöðunni fyrir ríkisstjórnarskiptin á dögunum, segir að það orki tvímælis að vera bæði í viðskiptum og pólitík. „Bjarni vék aldrei sæti við afgreiðslu mála á þingi þar sem N1 átti hags- muna að gæta og hann var bullandi vanhæfur í,“ segir þingmaðurinn. Annar viðmælandi blaðsins segir um Bjarna: „Hann er með mjög víð- tæk tengsl inn í fyrirtæki gamla Ís- lands. Hann er mjög vel tengdur inn í ættarveldið sitt og á mikilla hags- muna að gæta víða í atvinnulífinu. Hann kemur mjög víða við en mað- ur verður ekki mjög var við hann.“ Spurningin sem brennur á mörgum er því hvort Bjarni hafi alveg hætt af- skiptum af rekstri félaganna þó svo að hann hafi gert það formlega. Bjarni átti 1 prósent hlut í BNT Föðurbróðir Bjarna, Einar Sveinsson, tók við sem stjórnarformaður í félög- unum og frændi þeirra, Benedikt Jó- hannesson, framkvæmdastjóri Talna- könnunar, tók sæti í stjórnum N1 og BNT þegar Bjarni hætti. N1 varð til árið 2007 þegar Olíufé- lagið Esso, Bílanaust og fleiri fyrirtæki sameinuðust. Stærsti einstaki hluthaf- inn í BNT er fjárfestingafélagið Máttur sem á rúmlega 29 prósent í félaginu. Einar Sveinsson er einnig stjórnar- formaður í Mætti. Framkvæmdastjóri Máttar er Gunnlaugur M. Sigmunds- son, faðir Sigmundar Davíðs Gunn- laugssonar, formanns Framsóknar- flokksins. Gunnlaugur situr einnig í stjórn BNT og er stjórnarformaður Ice- landair. Því hefur meðal annars verið haldið fram að þessi viðskiptatengsl fjölskyldna Bjarna og Sigmundar gætu hjálpað til við að liðka fyrir mögulegu stjórnarsamstarfi Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins í framtíðinni ef Bjarni verður kjörinn formaður. Bjarni átti 1 prósent hlut í BNT þar til fyrir um ári, en þá hafði hann átt hlutinn frá því N1 varð til. Þá seldi Bjarni hlutinn, að því er talið er til Ein- ars Sveinssonar frænda síns. Ástæð- an fyrir því mun hafa verið sú að hann vildi ávaxta sitt pund á annan hátt en með hlutabréfaeign. Fyrir þann tíma hafði hann einnig átt hlutabréf í fyr- irtækjum sem skráð voru á íslenska hlutabréfamarkaðnum, en ekki er vit- að í hvaða fyrirtækjum það var. Sam- kvæmt heimildum DV mun Bjarni ekki lengur eiga hlutabréf í neinum fyrirtækjum. N1 ekki fótakefli fyrir Bjarna Reikna má með að Bjarni hafi fengið dágóða upphæð fyrir eignarhlut sinn í BNT en félagið var rekið með rúmlega fimm milljarða króna hagnaði sam- kvæmt ársreikningi fyrir 2007. Eigið fé félagsins var þá rúmlega 13 milljarðar króna og þótti staða fyrirtækisins vera góð um þetta leyti því N1 hefur alla tíð verið vel rekið, samkvæmt heimildum. Samkvæmt heimildum DV mun hins vegar hafa harðnað á dalnum hjá BNT árið 2008, líkt og hjá mörgum fyrir- tækjum í landinu. Ársreikningur BNT er ekki aðgengilegur hjá Lánstrausti en talið er að skuldir félagsins hlaupi nú á tugum milljarða króna, samkvæmt heimildum. Þessi tengsl Bjarna við viðskiptalíf- ið munu þó sennilega ekki verða hon- um fjötur um fót, að sögn Einars Mars. Af vinsældum Bjarna og sterkri stöðu hans innan flokksins að dæma virðist því ekki sem þessi skuggi olíurisans og viðskiptaveldis Engeyjarættarinnar, sem hvílir yfir annars flekklausum ferli hans, muni koma í veg fyrir að hann feti í fótspor frænda síns og alnafna og komist til æðstu metorða innan Sjálf- stæðisflokksins þrátt fyrir ungan aldur og tiltölulega skamman feril í stjórn- málum. „Það er alltaf hægt að treysta því að Bjarni geri það sem hann segir.“ Enginn þorir í Bjarna talið var líklegt að Þorgerður Katrín gunnarsdóttir byði sig fram gegn Bjarna Benedikts- syni í formannskjöri flokksins á komandi landsfundi en enn sem komið er hefur enginn annar gefið kost á sér í embættið. Það er samdóma álit viðmælenda dV að þetta sýni sterka stöðu hans innan flokksins. MyNd Bragi JósEfssoN Manískur Bjarni Bjarni er mikill íþróttaáhugamaður og segir vinur hans að hann verði alltaf að hafa eitthvað fyrir stafni og sé manískur. Þingmaðurinn lék meðal annars knattspyrnu á sínum yngri árum auk þess sem hann spilar golf í frítíma sínum. Bjarni á auk þess mótorhjól en hann ferðaðist um Bandaríkin á einu slíku í fyrra. MyNd guNNar guNNarssoN „Hann nýtur þess að láta athyglina vera á sér og hefur alltaf gert.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.