Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.2009, Page 18

Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.2009, Page 18
föstudagur 20. mars 200918 Helgarblað Eva Joly rannsóknardómari kom upp um milljarða svik, mútur og fjárdrátt æðstráðenda hjá virtu frönsku stórfyrirtæki. Spillingin teygði sig inn í raðir ráðherra. Eva Joly hefur fallist á að veita íslenskum stjórnvöld- um ráðgjöf vegna rannsókna á hugsanlegum lögbrotum í tengslum við bankahrunið. Hún segir að spilling valdamanna sé hættuleg lýðræðinu og gagnsæi verði að fylgja athafnafrelsinu. stórlaxar Fransk-norski rannsóknardómarinn Eva Joly er sannkallaður skelfir hinna ríku og valdamiklu í Frakklandi þar sem hún hefur búið og starfað frá tví- tugsaldri. Hún hefur fallist á að vera íslenskum stjórnvöldum til ráðgjafar um rannsókn á hugsanlegum afbrot- um sem tengjast bankahruninu. Að undanförnu hefur hún starfað að þró- unarmálum í þágu norskra stjórnvalda en er á förum aftur til Frakklands. Hún er umhverfissinnuð og hefur ákveðið að bjóða sig fram til Evrópuþingsins í nafni græningja í París. Eva Joly stóð á fimmtugu þegar hún flutti inn í látlausa skrifstofu í Palais de Justise, dómhúsinu í París, og gerðist rannsóknardómari. 1994 fékk Bern- ard Tapie, fyrrverandi ráðherra í ríkis- stjórn Mitterands og eigandi Marseill- es-fótboltaliðsins, að kenna á réttvísi Evu. Hún komst að umfangsmiklum fjársvikum hans og undanskotum frá skatti. Stórlaxar í neti Joly Eftir áralanga rannsókn Evu og sam- starfsfólks hennar voru helstu stjórn- endur ríkisrekna Elf-olíufélagsins sektaðir og dæmdir í fangelsi árið 2003 fyrir fjárdrátt og mútur. Málið fór í hæstu hæðir í fjölmiðlum þegar Joly sýndi fram á að Roland Dumas, fyrr- verandi utanríkisráðherra í ríkisstjórn Mitterands, var bendlaður við málið. Christine Deviers-Joncour, ástkona Dumas, bjó í lúxusíbúð og reyndist vera á launaskrá hjá Elf þegar að var gáð. Þar fékk hún nærri 700 þúsund krónur mánaðarlega fyrir ótilgreinda þjónustu. Elf-hneykslið þykir eitt mesta spill- ingarmál sem dunið hefur á vestrænu lýðræði á síðari áratugum. Sem dæmi um spillinguna sem upp gaus þegar Joly lyfti lokinu má nefna að Fatima Belaid, fyrrverandi eiginkona Löik Le Flock-Pringents stjórnarformanns Elf, þáði um 700 milljóna króna mútu- greiðslur fyrir að þegja um leynilega samninga og greiðslur undir borðið. Um 1,5 milljarðar króna voru greiddir árlega inn á einkareikninga Omars Bongo, forseta Gabon, og gríð- arlegar mútugreiðslur fóru inn á reikn- inga ráðamanna í Angola, Kamerún og Kongó vegna olíuhagsmuna. Mesta hneykslan vöktu þó aðferð- ir sem helstu stjórnendur fyrirtæk- isins notuðu til þess að auðgast per- sónulega í krafti stöðu sinnar. Þannig var áætlað að Le Flock-Pringent hefði dregið sér að minnsta kosti 27 millj- arða króna. Einnig höfðu hundruð milljóna runnið úr sjóðum Elf til þess að kaupa stuðning stærstu stjórnmála- flokkanna í Frakklandi. „Vertu ekki nærri gluggunum!“ Árum saman bjó Eva Joly við ógnan- ir af ýmsum toga. Líflátshótanir í síma voru tíðar. Iðulega var henni veitt eft- irför og menn í bílum með fölsuð bíl- númer snigluðust í kringum heim- ili hennar. Í bók sinni Justice under Siege, eða Réttlæti í herkví, segir Eva frá því hvernig meira að segja hátt- settir embættismenn og stjórnmála- menn og jafnvel dómarar reyndu að trufla rannsóknarvinnuna og gera hana tortryggilega. Hún fékk meira að segja viðvaranir sem sagðar voru koma beint frá ráðherrum. „Vertu ekki nærri gluggunum,“ hljómaði ein við- vörunin. Í bókinni furðar Eva Joly sig mjög á umfjöllun fjölmiðla. Eftir uppslættina um Roland Dumas og ástkonu þótti henni sem gjá væri að myndast milli raunveruleikans og umfjöllunarinnar. Trúverðugleiki hennar var vefengdur og hún var sökuð um að brjóta mann- réttindi á sakborningum. Henni féll- ust hér um bil hendur þegar nánir samstarfsmenn gengu í lið með lög- fræðingum sakborninganna og sök- uðu hana um ólögmætar símhleranir hjá einum sakborninganna. „En all- ir vita það þótt fáir segi það upphátt. Trúnaðarbrot og leki úr rannsókn- arherbergjum á sér oft rætur hjá lög- reglunni sjálfri, í stjórnmálunum og er yfirleitt vandlega skipulagt,“ segir Joly í bók sinni. Þegar verst lét og fjöldi dómara og embættismanna hafði farið form- lega fram á afsögn hennar barst henni bréf frá einum verjanda sakborning- anna. Ef til vill segja eftirfarandi orð bréfritarans flest sem segja þarf um kjark og einurð Evu þegar andbyrinn var mestur: „En það sem ég vil leggja mesta áherslu á er gagnsæi athafna þinna. Þú gerðir ávallt grein fyrir því hvað þú ætlaðist fyrir og gerðir alltaf það sem þú sagðist ætla að gera. Mig hryllir við þeirri ógeðfelldu atburða- rás og persónulegu árásum sem beint hefur verið gegn þér. Þær eru óréttlát- ar og óbærilegar. Staða okkar sem verjanda og rann- sóknardómara krefst ákveðinnar fjar- lægðar og aðgæslu, bæði af nauðsyn og skyldu. En þessi fjarlægð og að- gæsla ætti ekki að jafngilda tómlæti. Sem lögfræðingur við áfrýjunardóm- stólinn í París tjái ég þér djúpstæða virðingu mína fyrir gjörðum þínum í fortíð, nútíð og framtíð.“ Blaðamenn ekki barnanna bestir Eva Joly viðurkennir að fjölmiðlar lúti sínum eigin lögmálum. Hún veit að margvísleg tengsl eru ræktuð. „Í skipt- um fyrir upplýsingar úr yfirheyrslu- herbergjum láta blaðamenn heimild- armenn sína úr röðum lögfræðinga fá aðgang að tölvum sínum eða koma á framfæri röksemdum á réttu augna- bliki sem þjóna skjólstæðingum þeirra. Þessi tengsl koma sér yfirleitt vel fyrir lögfræðingana; þau eru liður í hernaðaráætlun þeirra, tylla undir orðspor þeirra og halda mönnum við efnið. Fjölmiðlarnir fá í staðinn upp- lýsingar frá fyrstu hendi sem birtar eru sem slíkar og með tilvísun til op- inberrar rannsóknar.“ Þræðir spillingarinnar liggja víða. Í rannsóknum sínum fann hún með- al annars sannanir fyrir því að þekkt- um frönskum blaðamanni höfðu ver- ið greiddar álitlegar upphæðir inn á reikning í hans nafni. Slíkar upplýs- ingar láku ekki út. Spillingarhugarfar Reynsla Evu Joly er einstök og sá lær- dómur sem hún dregur af glímu sinni við spillingu í röðum æðstráðenda í stórfyrirtækjum og stjórnmálum í Frakklandi er afdráttarlaus. Hún vitn- ar til Baltasars Garzón, spænska rann- sóknardómarans sem reyndi meðal annars að draga Pinocet, fyrrum ein- ræðisherra í Chile, fyrir rétt á Spáni. Garzón segir að undanlátssemi við stórfellda spillingu veki pólitíska, vits- munalega og siðferðilega tómleika- kennd. Hann jafnar „kunningjakap- ítalisma“ við leikreglurnar sem farið er eftir í Suður-Kóreu. Með þegjandi samþykki og yfirhylmingu fer þar lok- aður klúbbur ráðamanna á svig við lög- in. Samkeppni er vikið til hliðar með leynilegu samkomulagi sem stutt er ríkulegum umboðslaunum. Eva Joly telur að gegn þessu dugi engin vettlingatök. Hún sér æ skýrar fyrir sér veikleika lýðræðisins gagnvart hnattvæddum viðskiptum sem hefja sig upp yfir lög og reglur þjóðríkjanna án þess að þeim sé skapaður alþjóðleg- ur lagarammi. Skattaskjól á aflandseyj- um eru dæmi um alvarlegar brotalamir sem á endanum ógna sjálfu lýðræðinu. Almenningur á Íslandi, sem þolir nú miklar búsifjar eftir kerfishrun bank- anna í landinu, á varla erfitt með að skilja þennan þátt málsins. Í upphafi bókar sinnar Réttlæti í herkví segir Eva eitthvað á þá leið að orðin spilling eða siðleysi í viðskiptum endurspegli vart reynslu sína. Betra sé að nota orðið „refsileysi“ þeirra sem lifa ofar lögunum og eru þar af leið- andi sterkari en lögin eins og málum sé háttað. Hún neitar að ganga slíkum skilningi á hönd: „Við getum komið í veg fyrir að börn alist upp í heimi þar sem hinum valdamiklu er aldrei hegnt fyrir brot og aðeins venjulegt fólk hefur skyldur.“ Aðhald valdsins Sjálf hefur Joly sett fram þrjár grund- vallarreglur um réttlátt réttarkerfi. Hin fyrsta er sú að gagnsæi er eðlileg fylgiregla frelsis; gagnsæi án frelsis brýtur í bága við mannréttindi. Frelsi og ógagnsæi greiðir leið til lögbrota. Önnur reglan er sú að hnattvæð- ing í lagalegum skilningi er lífsnauð- synleg hnattvæðingu viðskiptanna. Löndum sem verja lögbrot og fjársvik ætti að úthýsa og meina þeim um for- réttindi í bankastarfsemi. Þriðja regla Evu Joly hljóðar svo: „Lögbrot valdamanna skaða mikil- væga hagsmuni þjóða. Hert viðurlög, heimild til eignaupptöku og aðgætni í bankastarfsemi eru varnir sem grípa verður til gegn slíkri samfélagsógn.“ í neti evu joly „Við getum komið í veg fyrir að börn alist upp í heimi þar sem hinum valdamiklu er aldrei hegnt fyrir brot og að- eins venjulegt fólk hef- ur skyldur.“ JóhAnn hAukSSon blaðamaður skrifar: johannh@dv.is Eva Joly „með þegjandi samþykki og yfirhylmingu fer þar lokaður klúbbur ráðamanna á svig við lögin. samkeppni er vikið til hliðar með leynilegu samkomulagi sem stutt er ríkulegum umboðslaunum.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.