Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.2009, Síða 22
föstudagur 20. mars 200922 Fókus
um helgina
Ljósmyndasýning d´ambrosi
Myrkur sannleikur nefnist ljósmyndasýning ítalska blaðaljósmynd-
arans Cinziu D´Ambrosi sem verður opnuð á morgun, laugardag-
inn 21. mars í Menningarmiðstöðinni í Gerðubergi. Sýningin er
fréttamyndasería og sýnir líf og harðindi kolanámumanna í Kína.
Myndir D´Ambrosi varpa ljósi á vinnuaðstæður þessara manna í
stærsta kolaiðnaði heims. Sýningin verður opnuð klukkan 14.
guðrún daLía í
saLnum
Píanóleikarinn Guðrún Dalía Saló-
monsdóttir heldur sína fyrstu ein-
leikstónleika í Salnum á morgun, 21.
mars. Á efnisskrá eru tvær sónötur
eftir Beethoven, verk eftir Rameau,
Schumann og Debussy. Guðrún
Dalía stundaði píanónám í Tón-
menntaskólanum í Reykjavík og
síðar í Tónlistarskóla Reykjavíkur.
Fyrir sex árum hélt hún til Stuttgart
í áframhaldandi nám. Tónleikarnir
hefjast klukkan 17 og miðaverð er
2.500 krónur.
TiLnefnd TiL
Ljósmynda-
verðLauna
Bjargey Ólafsdóttir ljósmyndari
hefur verið tilnefnd til hinna virtu
Leopold Godowsky, Jr. Color-
ljósmyndaverðlauna fyrir sýning-
una sína TÍRU sem nú stendur
yfir í Ljósmyndasafni Reykjavíkur.
Tilgangurinn með verðlaununum
er að verðlauna framúrskarandi
framlag á sviði samtíma litljós-
myndunar. Verðlaunin voru fyrst
veitt árið 1987. Sýning Bjarg-
eyjar TÍRA stendur til 10. maí í
Ljósmyndasafni Reykjavíkur og
er opið alla virka daga frá 12 til
19 og frá 13 til 17 um helgar. Að-
gangur er ókeypis.
gus gus
snýr afTur
Hljómsveitin Gus Gus heldur sína
fyrstu tónleika á þessu ári í kvöld
á NASA. Aðdáendur sveitarinnar
hafa beðið með eftirvæntingu eftir
breiðskífunni 24/7 sem er væntanleg
í júlí næstkomandi, en síðasta breið-
skífa sveitarinnar, Gus Gus Forever,
naut þvílíkra vinsælda fyrir tveimur
árum. Það er þýska raf- og danstón-
listarmerkið Kompakt sem gefur
út plötuna. Kompakt er afar virkt á
sínu sviði og gefur meðal annars út
tónlistarmenn á borð við DJ Koze,
The Field og Orb. Tónleikar Gus Gus
hefjast á miðnætti á NASA og kostar
2.500 kr. inn.
Við upphaf myndarinnar velti ég
fyrir mér hvaða engilsaxneska smá-
borgarahelvíti ég hefði villst inn
á. En fyrstu setningar myndarinn-
ar gáfu strax góð fyrirheit. Harvey
Shine (Dustin Hoffman) hefur lagt
allt undir til að verða djasspíanisti. Í
því ferli tapar hann frá sér fjölskyld-
unni en situr uppi í ævistarfi við gerð
stefja fyrir auglýsingar. Þegar hann
mætir síðan til Englands í brúð-
kaup hinnar vanræktu dóttur sinn-
ar er honum tilkynnt að fósturpabbi
hennar muni gefa hönd hennar við
athöfnina. Algjör vonbrigði.
Harvey er vel hannaður og frá-
bærlega leikinn karakter. Hann hef-
ur valið sér leið í lífinu sem veld-
ur honum ekki ánægju og hann
þumbast áfram utanveltu. Það skín
af honum óöryggið við brúðkaup
dóttur hans. Hann er sérstaklega
vandræðalegur og þjáist sem fórn-
arlambið sem getur sennilega kennt
sjálfu sér um sína stöðu.
Þegar vonbrigðin keyra um þver-
bak kynnist hann breskri kynn-
ingardömu á Heathrow sem hann
tengir snögglega við. Kate (Emma
Thompson) er ekki í öfundsverðum
sporum. Hún á sér tæpast líf og er
þar að auki með aldraða bitra móð-
ur sína á bakinu, spælda eftir hjóna-
band við föður Kate. Hún hefur ekki
skapað sér sitt víti sjálf en er að
sama skapi utanveltu og að mörgu
leyti í sömu sporum og Harvey.
Myndin hefur engan „Disney-
brag“ á sér og maður veit ekkert
hvort þau nái að finna sameigin-
lega leið út úr sínum persónulegu
kreppum. Myndin er öll mjög hvers-
dagsleg og það tilheyrir hversdeg-
inum að hamingjusamur endir er
ekkert endilega hinum megin við
hornið. Last Chance Harvey hef-
ur enga tilgerðarlega yfirbyggingu
eða stíliseringu. Hvorki í leikara-
vali, fatnaði né umgjörð. Bara raun-
verulega „ljótar“ breskar konur með
skakkar tennur vafrandi um í lífinu
og feita plebbalega larfa dansandi
raunverulega hallærislega dansa í
brúðkaupsfylliríi. Það er frábært.
Þetta er nefnilega „kellingamynd“ í
jákvæðri merkingu orðsins og alveg
laus við hefðbundinn heiladauða
slíkra mynda. Last Chance Harvey
er full af vel skrifuðum samræðum,
stórkostlega leikin og mögnuð í lát-
leysi sínu.
Erpur Eyvindarson
góð kellingamynd fyrir kalla
Last ChanCe harvey
Leikstjóri: Joel Hopkins
Aðalhlutverk: dustin Hoffman, Emma
thompson, Kathy Baker, James Brolin.
kvikmyndir
Last Chance Harvey
dustin Hoffman og
Emma thompson leika
aðalhlutverkin.
DV090319874
Þórir Sæmundsson
Lærði leiklist úti í Noregi
Eterinn
„Hátækniárás á stóru spurningarnar.“
„Ég hef alltaf verið glaðvær og bjartur
piltur en ég fann fyrir einhverri óút-
skýranlegri ókyrrð síðustu árin mín
í Noregi,“ segir Þórir Sæmundsson
leikari en verk hans Eterinn verður
frumsýnt í Þjóðleikhúsinu í kvöld.
Þórir ræðst ekki á garðinn þar sem
hann er lægstur í þessum einleik sín-
um en hann segir markmiðið að gera
atlögu að stóru spurningum alheims-
ins og fanga leikhús augnabliksins.
Til þess notar Þórir stafræna tækni
en engin sýning af Eternum verður
eins og sú sem á undan kom.
Sýning en ekki leikrit
„Þetta er ekki leikrit en þetta er sýn-
ing,“ segir Þórir um hinn æði sérstaka
einleik Eterinn. „Það er ekkert hand-
rit þannig séð. Þetta eru í raun bara
minnispunktar og smásögur, vís-
indalegar upplýsingar og rannsóknir
á allskyns hlutum, tímaflakk og end-
urholdgun,“ heldur Þórir áfram um
þessa hugarsmíð sína. „Þetta eru í
raun djúsí stórar spurningar um lífið,
lífið eftir dauðann og þennan gríðar-
stóra alheim sem við lifum í en vitum
svo óskaplega lítið um.“
Til þess að örva áhorfendur og
varpa fram spurningum sínum og
pælingum notar Þórir nýjustu mynd-
og hljóðtækni. „Ég notast við algjör-
lega nýjustu háskerputækni. Flotta
og nýstárlega vídeótækni og einhvers
konar rafmagnaða skúlptúra sem
samanstanda af hlutum sem passa
ekki endilega saman. Hlutir sem hafa
ekkert að gera saman en ég er búinn
að tengja. Þeir fara svo að mynda ein-
hverja heild.“ Þórir segir að í Eternum
séu áhorfendum gefnar algjörlega
frjálsar hendur í túlkun á verkinu.
„Það er ekkert hlutverk á sviðinu. Ég
stend bara þarna sem Þórir.“
Þórir segist ræða bæði hluti sem
hafa gerst í hans lífi sem og ýmsar
dæmisögur sem tengist honum ekki
beint. „Þetta er alls ekki hefðbund-
ið leikhús og ég vona að þetta verði
mjög persónuleg sýning sem er ólík
öllu öðru sem er hér í gangi.“
Súrefnisskortur eða sálnaflakk?
Þórir hefur alla tíða verið upptek-
inn af stórum spurningum og pæl-
ingum sem tengjast þeim. „Við virð-
umst vera svo meðvituð um allt sem
er að gerast á jörðinni og í þessu sól-
kerfi okkar. Hvar þessi veruleiki okk-
ar hefst og hvar hann endar. Það eru
365 dagar í ári, árstíðirnar eru fjórar
og náttúran einhvern veginn andar
með okkur eða við með henni. Við
erum mjög kammó gagnvart plá-
netum eins og Venusi, Mars og Sat-
úrnusi því þær eru svo nálægt okkur
og við þykjumst þekkja þær svo vel.
En því meira sem maður pælir í því
kemur í ljós að við höfum mjög lítinn
grun um hvernig þetta er og af hverju
þetta er hérna.“
Þórir segir því efnivið Etersins
vera frá honum sjálfum kominn úr
hugleiðingum hans um alheiminn.
„Ég tekst líka á við þessa togstreitu
milli vísinda og trúar. Ekki hefbund-
Þjóðleikhúsið frumsýnir Eterinn, einleik Þóris Sæmundsson-
ar, í Smíðakassanum í kvöld. Þórir lýsir sýningunni sem há-
tækniárás á stóru spurningar alheimsins en þar blandar hann
saman smásögum, minnispunktum, vísindalegum upplýsingum
og umræðu við myndbrot, tónlist og ýmsa gjörninga. Þórir bjó í
Noregi í mörg ár og gekk vel í leiklistinni en hann fann sig ekki
fyrr en hann snéri aftur til Íslands árið 2007.
Fann sig aftur
á Íslandi
Þórir Sæmundsson Lærði leiklist úti í Noregi
MYND KRISTINN