Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.2009, Page 24

Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.2009, Page 24
föstudagur 20. mars 200924 Helgarblað „Ég man að ég hugsaði strax að ég ætlaði að vinna að sportinu og halda áfram að lifa lífinu af krafti ef ég væri lamaður,“ segir Lexi um fyrstu hugs- anirnar sem fóru í gegnum huga hans þegar hann lá á grúfu, fastur undir vélsleða með andlitið á kafi í vatni eftir hörmulegt slys sem hann lenti í árið 2000. Lexi, eins og ég mun kalla hann í þessu viðtali enda er þessi reyndi sleðakappi best þekktur undir því nafni, var að keppa um Íslandmeist- aratitilinn þegar sleðinn hans drap á sér í miðri braut eftir vænt stökk. Lexi var að rembast við að setja sleðann í gang á ný þegar liðsfélagi hans kom brunandi inn brautina, sá hann ekki vegna stökkpallsins og keyrði þar af leiðandi á bakið á Lexa. Lexi kastað- ist fram fyrir sleðann sinn við höggið og dróst áfram með sleðanum sem ók á hann og varð á endanum und- ir honum, fastur með andlitið í polli. „Höggið sem ég fékk á bakið var tal- ið jafngilda sjö hundruð kílóa höggi,“ rifjar hann upp.“ Með herkjum tókst Lexa að teygja úr hálsinum og ná sér í örlítið súrefni á meðan viðstaddir reyndu að ná sleðanum af honum, sem gekk hálf- illa sökum þess hve blautur snjórinn var. „Ég man að í fyrstu fann ég ekki mikinn sársauka en svo þegar verk- irnir fóru að gera vart við sig hugs- aði ég strax hvernig ég myndi reyna að gera það besta úr lífi mínu ef á versta veg færi og að ég ætlaði að vinna fyrir sportið. Ég hef alltaf verið með hausinn á réttum stað og tekist á við það sem yfir mig dynur. Þegar sleðinn var loks farinn af mér kipptu þeir sem þarna stóðu í hendurnar á mér og drógu mig upp úr pollinum. Ég hugsaði með mér að ef ég væri ekki í stórslasaður fyrir væri ég það pottþétt núna, svo mikill var sárs- aukinn þegar þeir drógu mig upp úr.“ Með einhverjum undraverðum hætti tókst Lexa að standa á fætur, veifa til áhorfenda en hneig því næst niður. Beðið eftir skaðanum Við höggið sprakk brjóstkassinn á Lexa eins og hann sjálfur orðar það og bendir á aðra síðuna. „Það fóru í sundur nokkur rifbein og kitlaði eitt þeirra annað lungað á mér. Þar af leiðandi átti ég mjög erfitt með að anda og blánaði fljótt sökum súrefn- isskorts. Lexi var fluttur með sjúkra- bíl til Akureyrar með morfín í æð til að hjálpa honum að slaka á og ná andanum. Þegar ég fékk morfínið fór þetta aðeins að skána,“ rifjar hann upp. Spurningin var ekki hvort heldur hvar innvortis blæðing hefði átt sér stað hjá Lexa og hvenær hún kæmi í ljós. Í fimm daga lá Lexi á gjörgæslu þar sem fylgst var náið með honum en hvergi sást blæðing. Með trega út- skrifuðu læknarnir hann því af spít- alanum. „Ég útskrifaðist á föstudegi, hringdi strax í sjúkraþjálfarann minn og bað hann að teipa mig saman, svo að ég gæti keppt daginn eftir. Það voru dýrmæt stig í pottinum og ég ætlaði ekki að missa af þeim.“ Lexi viðurkennir að honum hafi ekki liðið neitt sérstaklega vel á með- an hann keppti þennan daginn. Þrátt fyrir ótrúlegan baráttuanda og já- kvæðni tapaði Lexi titlinum þetta árið og kennir hann slysinu þar um. Brynj- an skipti sköpum Kraftaverki líkast er að ekki fór verr í þessu hræðilega slysi og getur Lexi þakkað það brynju sem hann var með yfir bak og brjóstkassa, líklega einu brynjuna sem til var á landinu á þessum tíma. „Þetta var brynja sem ég hafði fengið erlendis en það eru sem betur fer breyttir tímar í dag hér á landi. Núna er komið inn í keppnis- reglur að allir þurfi að vera með slík- ar brynjur í keppni.“ Það þykir þó ekki bara einstakt að ekki fór verr heldur náðist upp- taka af sjálfu slysinu sem þykir einn- ig nokkuð merkilegt. Blaðamaður fær að sjá upptökuna sem var meðal annars sýnd í þættinum The Worlds Most Amazing Videos og á vart orð til að lýsa undrun sinni. „Það er í raun ótrúlegt að það hafi náðst myndir af þessu,“ segir Lexi og við- urkennir að það hafi verið skrítið að horfa á þetta eftir slysið. Kunni ekki neitt Lexi fæddist í Reykjavík árið 1975 en fluttist með foreldrum sínum, þeim Kára Þórðarsyni og Rósu V. Guðmundsdóttur, til Akureyrar að- eins tveggja ára gamall. Þar ráku þau prentsmiðju og ólu upp sína þrjá drengi, Þórð, Ólaf og Lexa sem er yngstur þeirra bræðra. Miðað við feril Lexa í snjósleða- Vinsældir sleðasports á Íslandi hafa farið stigvaxandi und- anfarin ár. Veturinn þetta árið hefur reynst sleðamönnum einstaklega vel enda mikið um snjó og veðurblíðu. Kolbrún Pálína Helgadóttir settist niður með einum reyndasta sleðamanni landsins, Alexander Kárasyni, eða Lexa eins og flestir þekkja hann. Lexi rifjar upp slys sem hefði getað breytt lífi hans ef ekki hefði verið fyrir rétta búnaðinn og ítrekar fyrir sleðamönnum að fara sér hægt og vera vel búnir. SÉ EKKI EFTIR NEINU Lexi alexander Kárason eða Lexi eins og flestir kalla hann. mynd Sigtryggur Ari JóHAnnSSon Á flugi glæsileg mynd af Lexa stökkva á sleðanum sínum. mynd úr einKASAfni

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.