Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.2009, Page 34
föstudagur 20. mars 200934 Helgarblað
HIN HLIÐIN
Útlit Umu Thurman,
skap Hemma Gunn
Nafn og aldur?
„Lilja Nótt Þórarinsdóttir, 29 ára.“
Atvinna?
„Leikaranemi í smástund enn allavega.“
Hjúskaparstaða?
„Í sambúð.“
Fjöldi barna?
„Núll.“
Hefur þú átt gæludýr?
„Já, fullt af þeim. Hunda, ketti, lömb og
fólk.“
Hvaða tónleika fórst þú á síðast?
„Kroistanz á Grand rokk.“
Hefur þú komist í kast við lögin?
„Nei.“
Hver er uppáhaldsflíkin þín og af hverju?
„Mér þykir vænt um svo margt sem ég á
að ég vil ekki velja á milli. Ekki sann-
gjarnt.“
Hefur þú farið í megrun?
„Já, það er sérstakt áhugamál hjá mér.“
Hefur þú tekið þátt í skipulögðum mót-
mælum?
„Já, alltaf þegar mér misbýður framferði
yfirvalda og ráðamanna. Þá finnst mér
það skylda okkar að láta í okkur heyra.
Nú síðast búsáhaldabyltingin. Ég er ekk-
ert smá ánægð með Íslendinga.“
Trúir þú á framhaldslíf?
„Já.“
Hvaða lag skammast þú þín mest fyrir að
hafa haldið upp á?
„Eitt Scooter-lag þegar ég var 16 ára.
Man ekki alveg hvað það heitir. ...It is
nice to be important but it is more imp-
ortant to be nice...“
Hvaða lag kveikir í þér?
„Mörg, mörg, mörg. Ég hlusta núna á
Yelle og MGMT en finnst eighties-tónlist
alltaf hress.“
Til hvers hlakkar þú núna?
„Að sýna. Þrettándakvöld í Þjóðleikhús-
inu, klára BfA-ritgerðina og útskrifast svo
úr Listaháskóla Íslands í vor.“
Hvaða mynd getur þú horft á aftur og
aftur?
„Þær eru nokkrar. Sumar eru svona feel
good myndir ef maður er leiður eða bara
ef þær eru mjög áhugaverðar og halda
í mann. Bridget Jones´s Diary af því ég
sofna alltaf yfir henni.“
Afrek vikunnar?
„Frumsýning á Þrettándakvöldi eftir Shake-
speare á Stóra sviðinu í Þjóðleikhúsinu.“
Hefur þú látið spá fyrir þér?
„Já, oft en aldrei fengið sömu svörin.“
Spilar þú á hljóðfæri?
„Klarinett, píanó (smá) og svo syng ég.“
Viltu að Ísland gangi í Evrópusambandið?
„Hef ekki kynnt mér málið nógu vel til að taka
alveg afstöðu en er á „to do“-listanum.“
Hvað er mikilvægast í lífinu?
„Gleði, hlátur og ást.“
Hvaða íslenska ráðamann mundir þú vilja
hella fullan og fara á trúnó með?
„Herra Ólaf Ragnar forseta og helst ef Dorrit
væri líka með.“
Hvaða fræga einstakling myndir þú helst vilja
hitta og af hverju?
„Það er ekkert einfalt svar til við þessu Það fer
eftir því hvaða dagur er. Akkúrat núna væri
það Will Shakespeare til að fá botn í hvort
hann hafi í alvöru skrifað þetta allt einn.“
Hefur þú ort ljóð?
„Já, sérhæfi mig í oddhendum og haikum.“
Nýlegt prakkarastrik?
„Ég elska prakkarastrik. Ég skvetti fullu glasi
af ísköldu vatni á manninn minn þegar hann
var í sturtu.“
Hvaða fræga einstaklingi líkist þú mest?
„Mér hefur mjög oft verið líkt við Umu Thur-
man og stundum Cameron Diaz en skap-
gerðin held ég að sé líkari Hemma Gunn eða
David Brent.“
Ertu með einhverja leynda hæfileika?
„Ef ég kjafta frá verða þeir ekki leyndir...“
Á að leyfa önnur vímuefni en áfengi?
„Veit ekki með það sko.“
Hver er uppáhaldsstaðurinn þinn?
„Úti í íslenskri náttúru um hásumar.“
Hvað er það síðasta sem þú gerir áður en þú
ferð að sofa?
„Loka augunum.“
Hver er leið Íslands út úr kreppunni?
„Áfram og upp, upp, upp. Ég vil fá Evu Joly
í vinnu fyrir Íslendinga til að hreinsa upp
ruslið.“
LiLja Nótt ÞórariNsdóttir er að kLára Nám í LeikList í ListaháskóLa ísLaNds.
LiLja hefur Þó fyrir LöNgu skapað sér NafN í LeikListiNNi og sLó meðaL aNN-
ars í gegN í myNdiNNi reykjavík rotterdam sem sýNd var í fyrra. LiLja sofNar
aLLtaf yfir Bridget joNes´s diary og eLskar prakkarastrik.
myNd xxx30 days
Apótekin & Heilsubúðirnar
www.leit.is · Smellið á ristilvandamál
Á gamla gamla verðinu.
30 days
Losnið við hættulega kviðfitu og
komið maganum í lag með því
að nota náttúrulyfin Oxytarm og 30
days saman.
Smiðjuvegi 34 - gul gata Kópavogi • Sími 544 5151 • biljofur@biljofur.is
SÉRHÆFÐ ÞJÓNUSTA FYRIR
BIFREIÐAVERKSTÆÐI
Oxy tarm
Apótekin & Heilsubúðirnar
www.leit.is · Smellið á ristilvandamál
Á gamla gamla genginu.
Oxy tarm
Endurnærir og hreinsar ristilinn
Allir dásama oxy tarmið
Sími 565-4440 & 616-3078 smurning@smurning.is
www.smurning.is
Land Cruiser 100 -WW Bora - Mazda 2
Engin skipti