Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.2009, Qupperneq 36
föstudagur 20. mars 200936 Lífsstíll
KonuKvöld létt Léttbylgjan óskar nú eftir tilnefningum um afrekskonu
ársins inni á heimasíðu útvarpsstöðvarinnar, lettbylgjan.is. dómnefnd sér svo
um að velja afrekskonu ársins og mun hún verða heiðruð á glæsilegu konu-
kvöldi Léttbylgjunnar miðvikudagskvöldið 25. mars 2009. Konukvöldið hefur
verið gríðarlega vinsælt meðal hlustenda Léttbylgjunnar enda ávallt verið
skemmtilegt og glæsilegt kvöld og verður engin undantekning þar á í ár. söng-
konan Hera Björk verður gestgjafi kvöldsins sem hefst með spennandi fordrykk.
umsjón: KoLBrún páLína HeLgadóttir, kolbrun@dv.is
Burstaðu
Kroppinn
Það er ekki langt síðan það var álitið
hálfgerð vitleysa að bursta húðina
með þurrum bursta. nú þykir það
sjálfsagt og lesa má um þess háttar
burstun í öllum tímaritum um
heilsufar og snyrtingu. í bókinni
Hreystin kemur innan frá má finna
einfaldar leiðbeiningar um
þurrburstun.
notaðu þéttan bursta en ekki
harðan. Líka er gott að nota lúfu á
skafti en það eru jurtatrefjar af
samnefndum kúrbít. í verslunum er
lúfa stundum kölluð náttúrusvamp-
ur þótt ekki sé um svamp að ræða.
mikilvægt er að skaftið sé langt svo
auðveldara sé að bursta bakið. ekki
bleyta burstann eða húðina eða
nota mykjandi krem af nokkru tagi
því að þá loðir burstinn við húðina
og það getur orðið sárt.
Best er að bursta líkamann nakinn
að morgni áður en farið er í föt. Þú
ræður hvort þú situr eða stendur en
komdu þér þægilega fyrir. Byrjaðu á
fótleggjunum að framan, svo að
aftan og á hliðunum í átt að hnjám.
Þannig burstar þú nokkrum sinnum
ökkla og kálfa.
Burstaðu líkamann frá hnjám og
upp á mjaðmir og rasskinnar.
Burstaðu síðan handleggina frá
úlnliðum upp á axlir, en farðu mýkri
höndum um handleggi en fótleggi
og mjaðmir. síðan yfir axlirnar, upp
hálsinn að höfðinu.
forðastu að bursta brjóstin, húðin á
þeim er viðkvæm, og hið sama gildir
um húðina á kviðnum, þar á að
strjúka létt. strjúktu kviðinn í mjúka
hringi sólarsinnis til þess að örva
innyflin til dáða eftir nóttina.
Hægt er að þurrbursta andlitið en til
þess þarf mjög mjúkan bursta eða
þurran mjúkan bómullarklút, því
ekki er ætlunin að skaða húðina,
heldur aðeins að örva blóðstreymið.
Þurrburstun er æskileg á hverjum
morgni til að fjarlægja dauðar
húðfrumur sem sest hafa á húðina
síðasta sólahringinn.
allar strokur eiga að vísa að
hjartastað. Hjartað dælir súrefnis-
ríku blóði út í líkamann og þú
hjálpar því í staðinn með því að
beina súrefnissnauðu blóði í átt til
hjartans.
Byrjaði allt
sem Koddahjal
Kreppan virðist ekki eingöngu ætla að hafa slæm áhrif því stöðugt fleiri virðast sjá
tækifæri til að gera nýja hluti í þessu nýja ástandi. Arnbjörg Högnadóttir er ein þeirra
en á dögunum opnaði hún barnafataverslun með notuð barnaföt. Verslunin heitir
Blómabörn og er í Bæjarhrauni í Hafnarfirði og fer vel af stað að sögn Arnbjargar.
„Þetta byrjaði sem svona koddahjal
hjá mér og manninum mínum eitt
kvöld í lok janúar,“ segir Arnbjörg
Högnadóttir aðspurð hvernig hug-
myndin að versluninni Blómabörn-
um varð til en verslunin selur notuð
barnaföt fyrir lítið.
„Ég fór eitthvað að segja við
manninn minn að ég þyrfti að fara
að kaupa nýja úlpu á son okkar þeg-
ar hann spurði af hverju það væri
ekki til einhvers konar skiptimarkað-
ur á barnafötum. Þarna varð ekki aft-
ur snúið. Ég skellti mér á fætur, byrj-
aði hugmyndavinnuna og skreið ekki
í rúmið fyrr en undir morgun aftur,“
segir Arnbjörg og hlær.
Eitt leiddi af öðru, Arnbjörg aug-
lýsti eftir notuðum fötum á hin-
um ýmsu stöðum gegn vægu gjaldi,
fann húsnæði og ásamt mikilli hjálp
frá manninum sínum, Orra Blön-
dal, tókst henni að opna verslunina
Blómabörn síðastliðinn laugardag.
Aðspurð hvernig þessir fyrstu
dagar hafi farið af stað segir Arn-
björg viðtökurnar hafa verið frábær-
ar. „Það er búið að vera miklu meira
að gera en ég gerði ráð fyrir.“
Arnbjörg og Orri eiga sjö mánaða
son og er óhætt að segja að Arnbjörg
hafi ekki horft fram á spennandi tíma
áður en hún lét þennan draum sem
fæddist á koddanum verða að veru-
leika.
„Ég hef ekkert verið að vinna í tölu-
verðan tíma og sá ekki fram á að mín
biði nein vinna. Hugmyndin með búð
af þessu tagi var þar af leiðandi ekki
eingöngu sú að skapa mér atvinnu
heldur líka sú að ég gæti haft þann
stutta með mér á daginn.“ Arnbjörg
segir hann una sér ljómandi vel í búð-
inni. „Hann hleypur um í göngugrind
hérna á gólfinu á milli þess sem hann
sefur hérna bak við og sýgur pelann
sinn.“ Arnbjörg segir viðskiptavinina
sýna honum mikla athygli og sé hann
meðal annars farinn að taka að sér
að máta föt fyrir mömmurnar sem
eru að kaupa á börnin sín.
Verslunin er opin á virkum dög-
um frá klukkan 10 til 16 eins og er
en Arnbjörg leggur áherslu á það að
ef þannig liggi við muni hún jafnvel
reyna að hafa opið einn og einn laug-
ardag. „Fólk getur fylgst með okkur á
Facebook og ef eftirspurnin er mikil
er aldrei að vita nema að ég hafi opið
einhvern laugardaginn.“
Arnbjörg segir þetta verkefni svo-
litla hugsjón þar sem hún borgi fyrir
fötin sem inn í búðina koma og selji
þau mjög ódýrt. „Ég er ekki að þessu
til að græða peninga. Það liggja heil
barnaföt í bunkum á háaloftinu hjá
fólki og í geymslunni. Núna eru erf-
iðir tímar og mjög dýrt að kaupa ný
barnaföt og lít ég því á þetta sem kjör-
ið tækifæri fyrir fólk að létta á plássinu
heima, fá smá pening fyrir og barna-
fólk að geta keypt ódýr barnaföt.“
Áður en fötin eru hengd fram í búð
þvær Arnbjörg hverja einustu flík og
straujar. „Ég fer líka gætilega í gegn-
um allt sem ég kaupi og vel eingöngu
vel með farin föt,“ segir Arnbjörg að
lokum.
Saman í vinnunni sonur
arnbjargar unir sér vel í
vinnunni með mömmu.
Íslensk ull arnbjörg
selur íslenskan
ullarfatnað á vægu
verði.
Eins og nýtt Það er ekki að
sjá að flíkurnar sem hanga
uppi í versluninni séu notaðar.
Töluvert til fjölbreytt
úrval er í versluninni