Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.2009, Blaðsíða 2
Sjóður vatnSriSa
GuFar nánaSt upp
ÞRIÐJUDAGUR 24. MARS 20092 Fréttir
Brotist var inn í gáma sem stóðu á
vinnusvæði vatnsverksmiðjunnar
á Rifi nýlega og innsigli á þeim rof-
in. Þar voru þó engir þjófar á ferð
heldur voru það starfsmenn vatns-
verksmiðjunnar sem rufu innsiglin
á gámunum til þess að nálgast bygg-
ingarefni sem nota á til að reisa hús-
næði vatnsverksmiðjunnar. Tolla-
yfirvöld fengu ábendingu um að
innsigli á gámunum hefðu verið
rofin og sendu því fulltrúa á stað-
inn ásamt starfsmanni frá Nesskip-
um sem flutti farminn til Íslands.
Gámarnir höfðu ekki verið tollskoð-
aðir og voru enn óafgreiddir vegna
deilna um greiðslu fyrir byggingar-
efnið sem Stálfélagið sá um að flytja
inn.
Samkvæmt heimildum DV átti
eigandi vatnsverksmiðjunnar, fyr-
irtækið Icelandic Glacier Prod-
ucts, að greiða Stálfélaginu fyr-
ir byggingarefnið fyrir áramót en
enn hefur engin greiðsla borist.
Starfsmenn tollstjóra innsigluðu
því gámana en það stöðvaði þó
ekki byggingu vatnsverksmiðjunn-
ar því innsiglin voru rofin og hluti
efnisins borinn út og notaður. Toll-
stjóri sendi starfsmenn sína á vett-
vang á föstudaginn og innsigluðu
þeir gámana aftur. Samkvæmt lög-
um skal sá sem rýfur eða fjarlægir
tollinnsigli eða önnur tolleinkenni
sæta sektum eða fangelsi allt að
sex mánuðum.
Málið er óheppilegt fyrir vatns-
verksmiðjuna en forsvarsmenn
hennar töldu að hún yrði tekin í
notkun í sumar. Nú virðast þau
plön runnin út í sandinn. Ekki
bætir úr skák að eigandi vatnsverk-
smiðjunnar, Otto Spork, er grun-
aður um stórfellt fjármálamisferli
í heimalandinu sem teygir anga
sína víða - til Íslands og Cayman-
eyja.
Fjárfesti í sjálfum sér
Otto Spork er grunaður um að hafa
setið beggja vegna borðsins í mjög
umdeildum hlutabréfaviðskiptum
og fjárfestingum fyrir hönd fyrir-
tækis síns Sextant Capital Manage-
ment Inc. Fyrirtækið á vogunarsjóð
sem ber nafnið Sextant Strategic
Opportunities Hedge Fund en fjöl-
margir fjárfestar í Kanada höfðu lagt
töluverða fjármuni í sjóðinn. Við
venjubundið eftirlit með fjármála-
fyrirtækinu kom í ljós að Otto Spork
hafði fjárfest, fyrir hönd sjóðsins, í
eigin verkefnum sem snéru að vatns-
verksmiðjum á Íslandi.
Sjóðurinn fjárfesti í tveimur fyrir-
tækjum í Lúxemborg. Verðbréfaeftir-
litið heldur því fram að fyrirtækin séu
í eigu sjóðsins og Ottos Spork. Fyrir-
tækin tvö sem um ræðir eru annars
vegar vatnsverksmiðjan á Rifi og hins
vegar vatnsverksmiðja í Vestmanna-
eyjum.
Susan Kushneryk, lögfræðingur
verðbréfaeftirlitsins í Ontario í Kan-
ada, segir að það hafi vakið mikla
athygli þarlendra eftirlitsstofnana
þegar fyrirtæki í eigu sjóðsins, vatns-
verksmiðjan á Rifi, hafi aukið verð-
mæti sitt um fjórtán hundruð pró-
sent á aðeins rúmu ári, þrátt fyrir að
skila engum hagnaði, hvað þá tappa
vatni á eina einustu flösku.
Otto Spork og fyrirtæki hans lönd-
uðu samt sem áður 95 ára einka-
réttarsamningi við Snæfellsbæ um
vatnsréttindi úr lindum undir Snæ-
fellsjökli. Þá er Snæfellsbær að láta
leggja fimm kílómetra langa vatns-
leiðslu úr Fossárdal og niður í Rif.
8,2 milljarðar horfnir
Við nánari skoðun fjármála- og
verðbréfaeftirlits Kanada á bókhaldi
sjóðsins kom í ljós að það vantaði
níutíu milljónir kanadadollara, eða
Atli Már GylFAson
blaðamaður skrifar atli@dv.is
Gámar með byggingarefni, sem nota átti til að reisa vatnsverk-
smiðju á Rifi, hafa verið innsiglaðir af tollstjóra. Stálfélagið, sem
flutti inn efnið sem nota átti í verksmiðjuhús fyrir Iceland Glaci-
er Products, hefur ekki fengið greitt fyrir það og því mikil óvissa
um framtíð verksmiðjunnar. Þá er vatnsverksmiðjan einnig flækt
í fjármálamisferli í Kanada sem teygir sig til Cayman-eyja. Kan-
adíski auðjöfurinn otto spork er eigandi vatnsverksmiðjunnar
en sverrir H. Pálmarsson sér um daglegan rekstur fyrirtækisins
hér á landi. Sverrir segir framtíð vatnsverksmiðjunnar trygga
þrátt fyrir fjármálamisferlið.
Forsetinn í heimsókn Ólafur Ragnar Grímsson tók í hönd-
ina á Otto Spork á miðvikudaginn í síðustu viku þegar sá
fyrrnefndi kynnti sér verkefnið. Frá vinstri: Ásbjörn Óttarsson,
Kristinn Jónasson, Otto Spork og Ólafur Ragnar Grímsson.
Sverrir Pálmarsson, talsmaður fyrirtækisins, er annar frá hægri.