Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.2009, Blaðsíða 16
ÞRIÐJUDAGUR 24. MARS 200916 Ættfræði
Dr. Arnór Hannibalsson
prófessor emeritus í heimspeki við hí
Arnór fæddist á Strandseljum í
Ögurhreppi og ólst þar upp og á
Ísafirði. Hann lauk stúdentsprófi
frá MR 1953, MA-prófi í heimspeki
frá Háskólanum í Moskvu 1959 og
Ph.D.-prófi í heimspeki frá Háskól-
anum í Edinborg 1973.
Arnór var ritstjóri vikublaðsins
Útsýnar 1961, forstöðumaður Lista-
safns ASÍ 1962-63, sálfræðingur á
geðverndardeild barna við Heilsu-
verndarstöð Reykjavíkur 1963-68,
kennari við Gagnfræðaskólann á
Brúarlandi 1965-68, forstöðumaður
barnaheimilisins í Tjaldanesi 1968-
69, sálfræðingur á fræðsluskrif-
stofu Norðurlands eystra 1975, lekt-
or í heimspeki við heimspekideild
HÍ 1976-82, dósent þar 1983-89 og
prófessor 1989-2004.
Arnór sat í stjórn Sálfræðingafé-
lags Íslands 1964-65 og 1978-79 og
var formaður þess 1983-89. Hann
var fulltrúi kennara í háskólaráði
1979-82, var formaður Félags dóm-
túlka og skjalaþýðenda 1992-93,
einn af stofnendum Edinborgarfé-
lagsins, er formaður Vináttufélags
Íslands og Lettlands og Íslands og
Króatíu og hefur jafnframt unnið að
menningartengslum Íslands og Lit-
háens.
Meðal rita Arnórs eru Vald-
ið og þjóðin, 1963; Kommúnismi
og vinstri hreyfing á Íslandi, 1964;
Greindarpróf Wechslers handa
börnum, 1971; Um aðferðir raun-
vísinda, 1977; Rökfræðileg aðferða-
fræði, 1978; Um rætur þekking-
ar, 1979; Söguspeki, 1979; Siðfræði
vísinda, staðreyndir og gildi, 1979;
Kaflar um siðfræði heilbrigðis-
stétta, 1982; Friður eða uppgjöf,
1984; Heimspeki félagsvísinda,
1985; Skólastefna, 1986; Fagurfræði,
1987; Hinir óðu, eftir Fjodor Dosto-
évskí, (þýðing) 1998; Vornætur, eft-
ir Fjodor Dostoévskí, (þýðing) 1998;
Moskvulínan, 1999; Þekkingarfræði,
inngangur, 2001. Þá hefur hann
samið bókarkafla og fjölda greina
í innlend og erlend blöð og tímarit
um heimspeki, sálfræði, skólamál,
bókmenntir, utanríkismál og stjórn-
mál.
Fjölskylda
Eiginkona Arnórs var Nína S. Sveins-
dóttir, f. 27.9. 1935, framhaldsskóla-
kennari. Þau skildu 1993. Hún er
dóttir Sveins Sveinssonar bifreiða-
stjóra á Selfossi, og konu hans,
Gunnþórunnar Klöru Karlsdóttur
húsmóður.
Börn Arnórs og Nínu eru Ari, f.
1.4. 1962, leiðsögumaður; Kjart-
an, f. 15.1. 1965, myndlistarmaður í
Tucson í Arizona í Bandaríkjunum;
Auðunn, f. 7.10. 1968, blaðamaður;
Hrafn, f. 5.1. 1971, nemi í verkfræði
við HÍ; Þóra, f. 18.2. 1975, fréttamað-
ur við RÚV.
Systkini Arnórs: Ólafur, f. 6.11.
1935, blaðamaður og fyrrv. vþm. í
Reykjavík; Elín, f. 15.11. 1936, fyrrv.
kennari á Flúðum; Guðríður, f.
15.12. 1937, fyrrv. bankastarfsmað-
ur í Reykjavík; Jón Baldvin, f. 21.2.
1939, fyrrv. alþm. og ráðherra og
fyrrv. formaður Alþýðuflokksins.
Hálfbróðir Arnórs, samfeðra, er
Ingjaldur, f. 17.11. 1951, iðnaðar-
verkfræðingur.
Foreldrar Arnórs voru Hannibal
Valdimarsson, f. 13.1. 1903, d. 1.9.
1991, alþm. og ráðherra, og k.h.,
Sólveig Sigríður Ólafsdóttir, f. 24.2.
1904, d. 11.5. 1997, húsmóðir.
Ætt
Hannibal var bróðir Finnboga, fyrrv.
alþm. og ritstjóra. Faðir Hannibals
var Valdimar, b. í Fremri-Arnardal
Jónsson, b. í Litlu-Ávík Jónssonar,
b. á Melum Guðmundssonar. Móð-
ir Valdimars var Helga Guðmunds-
dóttir, b. á Kjörvogi Jónssonar.
Móðir Hannibals var Elín Hanni-
balsdóttir, b. á Neðribakka Jóhann-
essonar, b. á Kleifum í Skötufirði
Guðmundssonar, sterka á Kleifum
Sigurðssonar, föður Sigurðar, lang-
afa Óskars, afa Magnúsar Óskars-
sonar borgarlögmanns, föður Ósk-
ars framkvæmdastjóra. Móðir Elínar
var Sigríður Arnórsdóttir, prófasts í
Vatnsfirði Jónssonar, bróður Auð-
uns, langafa Jóns, föður Jóns Auð-
uns dómprófasts og Auðar Auðuns,
ráðherra og borgarstjóra. Móðir
Sigríðar var Guðrún Magnúsdóttir,
eymdarskrokks í Tröð Jónssonar og
Guðrúnar Magnúsdóttur, b. í Súða-
vík, bróður Ingibjargar, ömmu Jóns
forseta og Jens rektors, langafa Jó-
hannesar Nordal, fyrrv. seðlabanka-
stjóra, föður Ólafar alþm. Magnús
var sonur Ólafs, ættföður Eyrarættar
Jónssonar.
Sólveig var systir Guðrúnar,
móður Jóns Helgasonar, fyrrv. for-
manns Einingar, og systir Friðfinns,
forstjóra Háskólabíós, föður Björns
ráðuneytisstjóra og Stefáns, fyrrv.
forstjóra. Sólveig var dóttir Ólafs,
b. á Strandseljum Þórðarsonar, b.
á Hjöllum í Skötufirði Gíslasonar.
Móðir Ólafs var Guðrún Ólafsdótt-
ir, b. á Skjaldfönn Jónssonar og Jó-
hönnu, systur Guðmundar, langafa
Jónu, ömmu Ólafs Þ. Þórðarson-
ar alþm. Annar bróðir Jóhönnu var
Sveinbjörn, langafi Alfreðs, föður
Alfreðs Jolson, biskups kaþólskra í
Landakoti.
Móðir Sólveigar var Guðríður
Hafliðadóttir, vegghleðslumanns á
Borg Jóhannessonar, bróður Hanni-
bals, afa Hannibals Valdimarsson-
ar. Móðir Guðríðar var Þóra Rósin-
kransdóttir, b. á Svarthamri, bróður
Sigurðar, afa Jóns Baldvinssonar,
fyrsta formanns Alþýðuflokksins.
Sigurður var einnig langafi Sverris
Hermannssonar, fyrrv. ráðherra og
bankastjóra. Rósinkrans var sonur
Hafliða, b. í Kálfavík Guðmunds-
sonar, bróður Jóhannesar á Kleif-
um. Móðir Þóru var Elísabet Jóns-
dóttir, b. á Svarthamri Jónssonar.
Móðir Elísabetar var Elín, systir Kar-
ítasar, langömmu Ásmundar Guð-
mundssonar biskups. Elín var dótt-
ir Illuga, pr. á Kirkjubóli Jónssonar,
og Sigríðar Magnúsdóttur, prófasts
Teitssonar, bróður Jóns biskups á
Hólum, langafa Katrínar, móður
Einars Benediktssonar skálds.
Skúli fæddist á Akureyri og ólst þar
upp. Hann var í Barnaskóla Akur-
eyrar, Gagnfræðaskóla Akureyrar,
lauk meistaraprófi í skipasmíði við
Iðnskólann á Akureyri, stundaði
guðfræðinám og kristniboðsfræði
við Kristniboðsháskólann Fjell-
haug í Osló og lauk þaðan námi
1966.
Skúli vann við kristniboðsstörf
í Eþíópíu 1967-76, í Keníu 1978-
82 og síðar 1997-99 og aftur 2005-
2007, starfaði hjá Kristniboðssam-
bandinu á Íslandi við kynningu
og ferðastarf en var síðan fram-
kvæmdastjóri sambandsins í átj-
án ár.
Fjölskylda
Eiginkona Skúla er Kjellrun Lang-
dal, f. 22.11. 1943, hjúkrunarfræð-
ingur.
Börn Kjellrunar og Skúla eru
Kristín Skúladóttir, f. 1966, hjúkr-
unarfræðingur í Reykjavík; Inga
Margrét Skúladóttir, f. 1968, hjúkr-
unarfræðingur á Akureyri; Arnar
Skúlason, f. 1969, flugvirki í Hafn-
arfirði; Edda Björk Skúladóttir, f.
1972, iðjuþjálfi í Hafnarfirði; Egill
Skúlason, f. 1973, nemi í rafvirkj-
un, búsettur í Hafnarfirði.
Foreldrar Skúla voru Svavar
Björnsson, f. 14.12. 1910, d. 4.5.
1994, vélstjóri og verkstjóri við
Slippstöðina á Akureyri, og k.h.,
Emilía Kristjánsdóttir, f. 26.10.
1913, d. 27.3. 1974, húsmóðir.
Skúli tekur á móti gestum í
Kristniboðssalnum á Háaleitis-
braut í dag frá kl. 16–19. Afmælis-
barnið vill ekki gjafir, en þeir sem
vilja gleðja hann geta í veislunni
látið Kristniboðið njóta þess.
Heiðar fæddist á Ísafirði og ólst þar
upp. Hann var í Grunnskóla Ísa-
fjarðar, stundaði nám í píanóleik
við Tónlistarskóla Ísafjarðar frá sex
ára aldri og síðan við Listaskóla
Rögnvaldar Ólafssonar á Ísafirði frá
tólf ára aldri og til tvítugs, stundaði
nám við MÍ, við Fjölbrautaskóla
Norðurlands vestra á Sauðárkróki
og við Tónlistarskóla FÍH. Þá lauk
hann UEFA-þjálfararéttindaprófi
frá KSÍ 2006.
Heiðar vann í fiski á Ísafirði á
unglingsárunum. Hann var áfeng-
is- og fjölskylduráðgjafi hjá SÁÁ
2000-2003 og var sölumaður hjá
Eignamiðlun 2007-2008. Hann
hóf að þjálfa yngri flokka BÍ á Ísa-
firði 1996 og þjálfaði þar til 1998,
þjálfari meistaraflokk kvenna hjá
Tindastóli 1998-99, yngri flokka
Vals 1999-2001, yngri flokka hjá
Breiðabliki 2003-2004, var yfir-
þjálfari yngri flokka hjá KR 2004-
2007, þjálfaði II. flokk karla hjá
Fylki 2007-2008 og er nú yfirþjálfari
yngri flokka Þróttar í Reykjavík.
Fjölskylda
Eiginkona Heiðars er Inga María
Gunnarsdóttir, f. 5.12. 1979, nemi
við Iðnskólann í Hafnarfirði.
Dætur Heiðars og Ingu Maríu
eru Thelma María Heiðarsdóttir, f.
9.1. 2002; Sara Katrín Heiðarsdótt-
ir, f. 14.5. 2006.
Foreldrar Heiðars eru Torfleif
Söreide, f. 12.5. 1957, fyrrv. hótel-
stjóri í Noregi, og Ingibjörg Guðrún
Heiðarsdóttir, f. 12.4. 1957, leik-
skólakennari á Ísafirði.
Heiðar Birnir Torleifsson
yfirþjálfari yngri flokka þróttar
70 ára í dag 30 ára í dag
30 ára
n Homero Manzi Gutierrez Suðurholti 13,
Hafnarfjörður
n Roman Cerven Eskihlíð 8, Reykjavík
n Rafal Domanski Nýbýlavegi Lundi 3, Kópavogur
n Tomasz Tomalak Hörgsholti 31, Hafnarfjörður
n Halla Hafbergsdóttir Sólvöllum 15a, Egilsstaðir
n Eyrún Sigurðardóttir Lambaseli 34, Reykjavík
n Hallgrímur Jóhannsson Túngötu 54, Eyrarbakki
n Sigurður Þór Haraldsson Háengi 2, Selfoss
n Ásthildur Valtýsdóttir Rafstöðvarvegi 35,
Reykjavík
n Ása Ingólfsdóttir Þinghólsbraut 24, Kópavogur
n Atli Már Erlingsson Smyrlahrauni 34,
Hafnarfjörður
40 ára
n Marilou Pialan Villacorta Bæjartúni 11, Ólafsvík
n Yean Fee Quay Hraunkambi 5, Hafnarfjörður
n Marlon Espana Valendez Bakkagerði 9, Reykjavík
n Raul Aliosha Romero Kristnibraut 101, Reykjavík
n Daði Hreinsson Safamýri 27, Reykjavík
n Anna Benediktsdóttir Einholti 4d, Akureyri
n Jóhann Rúnar Guðmundsson Hafnargötu 41,
Reykjanesbær
n Stefán Þór Stefánsson Laugalind 6, Kópavogur
n Guðmundur Þór Pétursson Leirutanga 9,
Mosfellsbær
n Ingibjörg Pálsdóttir Ofanleiti 13, Reykjavík
n Haraldur Eyjar Grétarsson Laugalind 5,
Kópavogur
n Gunnar Thomas Guðnason Vættaborgum 2,
Reykjavík
n Helgi Samúel Guðnason Vættaborgum 2,
Reykjavík
n María Bjarney Leifsdóttir Bylgjubyggð 22,
Ólafsfjörður
n Sigurður Ingi Hermannsson Mánatúni 4,
Reykjavík
n Gunnar Viðar Gunnarsson Borgarbraut 30,
Borgarnes
n Sjöfn Bragadóttir Lækjasmára 56, Kópavogur
n Jóhann Kristján Birgisson Tröllaborgum 23,
Reykjavík
50 ára
n Björn Þ Kristjánsson Ólafsgeisla 2, Reykjavík
n Hrafn Stefánsson Reykjabyggð 43, Mosfellsbær
n Örn Stefánsson Grundarhvarfi 19, Kópavogur
n Arna Hulda Jensdóttir Garðsstöðum 5, Reykjavík
n Albert Einarsson Háabergi 15, Hafnarfjörður
n Ólína Margrét Ásgeirsdóttir Hvammi, Hella
n Páll Halldór Sigvaldason Vogabraut 18, Akranes
n Davíð Björnsson Norðurbyggð 6, Akureyri
n Oddur Helgi Halldórsson Höfðahlíð 10, Akureyri
n Guðrún Richardsdóttir Stallaseli 4, Reykjavík
n Kristín Jóna Þórarinsdóttir Sindragötu 4,
Ísafjörður
n Ragna Margrét Bergþórsdóttir Grenigrund 8,
Kópavogur
n Björg Elsa Sigfúsdóttir Jötunsölum 2, Kópavogur
60 ára
n Guðný Svavarsdóttir Smárabraut 7, Höfn
n Matthías Garðarsson Kjarrmóum 4, Garðabær
n Helga Margrét Reinhardsdóttir Sæbólsbraut 59,
Kópavogur
n Sigtryggur Jónsson Fornhaga 13, Reykjavík
n Guðmundur Elíasson Pétursey 2, Vík
n Hafliði Aðalsteinsson Fífuhjalla 6, Kópavogur
n Elínbjörg Magnúsdóttir Hagamel 16, Reykjavík
70 ára
n Ingibjörg Jónína Björnsdóttir Smáravegi 8,
Dalvík
75 ára
n Ágúst Valfells Hrauntungu 46, Kópavogur
n Hörður Jónsson Akurgerði 9, Vogar
n Margrét Jensdóttir Rauðavaði 17, Reykjavík
n Ragnhildur Kristjánsdóttir Steinholtsvegi 7,
Eskifjörður
n Sigrún Arnórsdóttir Álfaskeiði 73, Hafnarfjörður
n Guðríður Valdimarsdóttir Bleiksárhlíð 44,
Eskifjörður
n Ásgeir Ásgeirsson Suðurhlíð 38a, Reykjavík
80 ára
n Vigdís Jack Gullsmára 11, Kópavogur
n Jón Kristjánsson Borgarbraut 8, Grundarfjörður
n Magnea Finnbogadóttir Hæðargarði 35,
Reykjavík
85 ára
n Laufey Guðbrandsdóttir Kirkjubraut 5,
Seltjarnarnes
Til
hamingju
með
afmælið!
75 ára í dag
Skúli Svavarsson
kristniboði