Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.2009, Page 13

Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.2009, Page 13
ÞRIÐJUDAGUR 24. MARS 2009 13Neytendur Landvinningar í þágu hunda guðbjörg Matthíasdóttir, lögfræðingur hjá Húseigendafélaginu, svarar hér þremur fyrirspurnum sem borist hafa DV. Sendið fyrirspurnir á neytendur@dv.is Meðeigendur mínir hafa leyfi fyr- ir hundi en hafa stúkað sameigin- lega lóð okkar af með léttri hunda- girðingu þannig að þeir taka í raun stóran hluta garðsins til einkanota. Mega þeir þetta? Geta þeir fengið einhvern meiri rétt ef við gerum ekk- ert í þessu? „Af fyrirspurn þinni má ráða að ekki sé ágreiningur um hundahald- ið sem slíkt. Samkvæmt lögum um fjöleignarhús er eiganda eignar í fjölbýli skylt að taka sanngjarnt og eðlilegt tillit til meðeigenda sinna við hagnýtinu sameignar og sér- eignar. Eiganda er þannig óheimilt að framkvæma nokkrar breytingar á afmörkun sameignar eða helga sér til einkanota tiltekna hluta hennar nema samþykki allra liggi fyrir. Ekki er óalgengt að eigendur í fjölbýli standi í landvinningum af ýmsu tagi og telji að tiltekinn rétt- ur til sameignar umfram aðra hafi þannig áunnist í tímans rás. Einnig er þekkt að slíkir landvinningar séu í þágu hunda. Í lögum um fjöleignar- hús kemur þó skýrt fram að ekki sé heimilt að helga sér ákveðinn hluta sameignar á grundvelli hefðar. Ein- staka eigandi getur þannig ekki með áralangri notkun einni saman öðlast aukin réttindi umfram aðra, hvorki eignarétt né víðtækari afnotarétt. Sú ráðstöfun sem hér um ræðir þarfn- ast samþykki allra. Engu breytir hér þótt hin ólögmæta nýting hafi við- gengist í langan tíma hvað varð- ar réttindi meðeiganda þar að lút- andi.“ Í blokkinni minni er verið að ræða hvort merkja eigi bílastæðin hverj- um og einum og taka frá nokkur stæði fyrir gesti. Má þetta? „Í lögum um fjöleignarhús er skýrt mælt fyrir um það að sér- merking sameiginlegra bílastæða sé óheimil nema með samþykki allra. Þegar um ræðir sameiginleg og óskipt bílastæði gildir ofangreint fullum fetum. Þar til lögmæt ákvörð- un liggur fyrir um sérmerkingu bíla- stæða er um að ræða óskipta sam- eign en þá gildir sú meginregla að fyrstir koma fyrstir fá. Húsfélagi er þó heimilt að mæla fyrir um nýtingu bílastæða í húsreglum með ýms- um hætti en gæta þarf þess að allir sitji við sama borð og að íbúum sé ekki mismunað. Sé hinsvegar um að ræða einkabílastæði samkvæmt þinglýstum eignaskiptasamningi gilda önnur lögmál um merkingu þess eðli málsins samkvæmt.“ Það var tekin ákvörðun á húsfundi í stigaganginum mínum um að kaupa nýtt dyrasímakerfi með myndbún- aði en það gamla var ónýtt. Mér finnst þetta óþarfa tæknidekur og dýrt framtak. Hvað get ég gert? „Samkvæmt lögum um fjöl- eignarhús dugir samþykki einfalds meirihluta fyrir nær flestum fram- kvæmdum sem miða að venjulegu viðhaldi og endurnýjun. Kaup á mjög óvenjulegum og dýrum bún- aði og öðru sem ekki tíðkast í sam- bærilegum húsum þarfnast hins- vegar samþykkis allra eigenda. Hér ræður tíðarandinn miklu og laga- túlkun breytist í takt við hann og tækniþróun eftir atvikum. Fyrir einhverjum áratugum síðan hefði sá búnaður sem um ræðir ef til vill þótt mjög óvenjulegur og dýr miðað við allt venjulegt. Í dag þykja marg- ir hlutir sjálfsagðir sem áður þóttu fjarlægir og verður að telja að þessi búnaður falli þar undir. Dyrasímar með myndbúnaði eru afar algeng- ir í dag og verður því ekki hægt að komast að annarri niðurstöðu en að um sé að ræða venjulegt viðhald eða endurnýjun. Hér spila einn- ig inn í öryggissjónarmið. Þekkt er að óprúttnir aðilar sem sigla undir fölsku flaggi reyni að fá íbúa til að hleypa sér inn. Ljóst er að þá er voð- inn vís. Allir eigendur eru bundn- ir af lögmætum ákvörðunum hús- félags. Þú ert því skyldugur til að greiða hlutdeild í þessum kostnaði að því gefnu að löglega hafi verið staðið að ákvörðunartöku.“ Þarfnast samþykki allra Hefð nægir ekki til að helga hluta lóðar við fjölbýlishús hundahaldi. Merkingar bílastæða Allir þurfa einnig að samþykkja ef sér- merkja á sameiginleg bílastæði. Smiðjuvegi 34 - gul gata Kópavogi • Sími 544 5151 • biljofur@biljofur.is SÉRHÆFÐ ÞJÓNUSTA FYRIR BIFREIÐAVERKSTÆÐI Oxy tarm Apótekin & Heilsubúðirnar www.leit.is · Smellið á ristilvandamál Á gamla gamla genginu. Oxy tarm Endurnærir og hreinsar ristilinn Allir dásama oxy tarmið Nethyl 2, sími 587-0600, www.tomstundahusid.is Fjarstýrðir rafmagns- og bensínbílar í úrvali 30 days Apótekin & Heilsubúðirnar www.leit.is · Smellið á ristilvandamál Á gamla gamla verðinu. 30 days Losnið við hættulega kviðfitu og komið maganum í lag með því að nota náttúrulyfin Oxytarm og 30 days saman. Smáauglýsingasíminn er 515 5550 smaar@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.