Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.2009, Page 8
ÞRIÐJUDAGUR 24. MARS 20098 Fréttir
Stríð Bjarna og
KriStjánS ÞórS
Ljóst er að formannsslagur hleypir aukinni spennu í landsfund Sjálfstæðisflokksins sem hefst á fimmtu-
dag. Harðir andstæðingar Evrópusambandsins vígbúast fyrir fundinn og velta því fyrir sér hvor fram-
bjóðendanna, Kristján Þór Júlíusson eða Bjarni Benediktsson, sé vænlegri kostur. Búist er við hörðum
átökum um stefnu flokksins gagnvart aðildarumsókn og upptöku evru.
Framboð Kristjáns Þórs Júlíus-
sonar til formennsku í Sjálfstæðis-
flokknum og ummæli Bjarna Bene-
diktssonar, sem einn hefur verið í
framboði til formanns Sjálfstæðis-
flokksins, hafa komið róti á fylking-
ar innan flokksins aðeins fáeinum
dögum fyrir landsfund hans sem
hefst á fimmtudag.
Kosið verður um formann og
varaformann Sjálfstæðisflokksins
undir lok landsfundarins á sunnu-
daginn.
Kristján Þór segist fylgja þeirri
grundvallarreglu að kjósa skuli um
trúnaðarembætti á lýðræðislegan
hátt og því gefi hann kost á sér í for-
mannskjörinu.
Bjarni Benediktsson hefur því
fengið keppinaut á sama tíma og
ýmis opinber ummæli hans um
evru og hugsanlega umsókn um
aðild að Evrópusambandinu leggj-
ast illa í marga landsfundarfulltrúa.
Þetta á ekki síst við um fulltrúa sem
koma úr landshlutum sem eru háð-
ir landbúnaði og fiskveiðum.
Andstæðingar ESB vígbúast
Sigurður Kári Kristjánsson, þing-
maður Sjálfstæðisflokksins, er
andstæðingur aðildar að Evrópu-
sambandinu en styður Bjarna í
formannsslagnum. „Ég veit hvar
Bjarni stendur í þessum efnum.
Enda vilja menn gleyma því að
hann hefur talið hag þjóðarinn-
ar vera betur borgið utan Evrópu-
sambandsins þar sem hann efast
um að viðunandi samningar ná-
ist á sviði sjávarútvegsmála. Þetta
verður fjörug kosningabarátta milli
Kristjáns og Bjarna og hleypir lífi í
landsfundinn.“
Heimildir eru fyrir því að and-
stæðingar aðildar að Evrópusam-
bandinu og upptöku evru í röð-
um landsfundarfulltrúa undirbúi
sig af kappi fyrir landsfundinn og
telji góðar líkur á að takast megi að
koma í veg fyrir að samþykktar verði
ítrustu tillögur um aðildarumsókn
og upptöku evru sem lausn á gjald-
eyrisvanda þjóðarinnar.
Í skýrslu Endurreisnarnefndar
er sums staðar mjög langt geng-
ið í átt að Evrópusambandsaðild.
„Sækja þarf nú þegar um aðild að
Evrópusambandinu og evrópska
myntbandalaginu (ERM) með það
að markmiði að ganga í sambandið
ef gengið verður að skilgreindum
kröfum okkar Íslendinga í meg-
inatriðum,“ segir á einum stað í
skýrslunni.
Á öðrum stað segir að umsókn
um aðild að Evrópusambandinu
og myntsamstarfi Evrópu sendi
afar sterk skilaboð til alþjóðasam-
félagsins um stefnumótun Íslend-
inga til framtíðar.
Bjarni Benediktsson sagði
meðal annars í heilsíðuviðtali við
Fréttablaðið um helgina að gjald-
miðilsmálin væru grundvallarvið-
fangsefni og lýsir því yfir að ganga
eigi hreint til verks; óþarft sé að
leika marga biðleiki. „Ég er tals-
maður þess að við tökum afstöðu
til Evrópusambandsaðildar. Ég vil
að þjóðin öll komi að því að taka
afstöðu til þess hvort sá efnahags-
legi stöðugleiki sem fengist með
evru, sé eftirsóknarverður kostur
með tilliti til þeirra fórna sem færa
þarf.“
Nokkurt fylgi yfir til Kristjáns
Unnur Brá Konráðsdóttir, fráfar-
andi sveitarstjóri í Rangárþingi,
hafnaði í þriðja sæti í prófkjöri
flokksins í Suðurkjördæmi. Hún
sagði í samtali við DV í gær að ýmis
mál hefðu verið rædd á fulltrúa-
ráðsfundi síðastliðinn laugardag
þar sem framboðslisti flokksins í
kjördæminu hefði verið staðfest-
ur. Aðspurð sagðist hún ekki telja
að aðildarumsókn að Evrópusam-
bandinu ætti miklu fylgi að fagna í
kjördæminu. Hún vildi ekkert segja
um hugsanlegan formannsslag um
næstu helgi.
Ætla má að stuðningur við
aðildarumræður innan Sjálf-
stæðisflokksins sé mestur á höf-
uðborgarsvæðinu en minni á
landsbyggðinni, þar sem sjávarút-
vegur og landbúnaður eru undir-
stöður atvinnulífsins. Líklegt má
telja að Kristján Þór njóti mikils
fylgis meðal landsfundarfulltrúa
í Norðausturkjördæmi. Jafnframt
telja margir að Bjarni eigi meira
fylgi í Norðvesturkjördæmi, en sú
skoðun á meðal annars rætur að
rekja til náinnar samvinnu hans
og Illuga Gunnarssonar sem er vel
kynntur á Vestfjörðum.
Vaxandi spenna
milli fylkinga
Kristján Þór Júlíusson var ásamt
Árna Sigfússyni fenginn til þess að
undirbúa jarðveginn í Evrópumál-
um fyrir landsfundinn sem upp-
haflega átti að halda í lok janúar.
Hann og Árni héldu fundi vítt og
breitt um landið. Um miðjan jan-
úar töldu menn sem gerst þekkja
að landsfundarfylkingar með og
á móti ESB væru nokkuð jafnar á
sama tíma og stuðningur við að-
ildarumsókn virtist mun almenn-
ari og ríkari innan 25 manna þing-
flokks Sjálfstæðisflokksins.
Harðir andstæðingar Evrópu-
sambandsins velta því nú fyrir sér
hvort vænlegra sé fyrir málstaðinn
að gera Kristján Þór að næsta for-
manni flokksins eða Bjarna. Víst
þykir að þeir ætli sér ekki að gefast
upp fyrir Evrópuhneigðum fjölda
forystumanna fyrr en í fulla hnef-
ana. Jafn ljóst er að harðir aðild-
ar- og evrusinnar, ekki síst úr við-
skiptalífinu, iðnaði og verslun, ætli
sér ekkert minna en að stefna þeirra
verði ofan á, það er, að sótt verði
um aðild að Evrópusambandinu
og niðurstöður samningaviðræðna
verði bornar undir þjóðaratkvæði.
Hugmyndin um að kosið verði
um hvort sækja eigi um aðild
að ESB á hins vegar litlu fylgi að
fagna.
JóhANN hAuKSSoN
blaðamaður skrifar: johannh@dv.is
Aðspurð sagðist hún
ekki telja að aðildar-
umsókn að Evrópu-
sambandinu ætti
miklu fylgi að fagna í
kjördæminu.
Áskorandinn Framboð Kristjáns
Þórs Júlíussonar hleypir lífi í lands-
fund Sjálfstæðisflokksins og skipar
stuðningsmönnum í fylkingar.
Ekki lengur einn í framboði
Yfirlýsingar Bjarna Benediktssonar í
fjölmiðlum um aðildarumsókn að ESB
og mögulega upptöku evru eru ekki
öllum landsfundarfulltrúum að skapi.
Sigurður Kári Kristjánsson „Þetta
verður fjörug kosningabarátta milli
Kristjáns og Bjarna og hleypir lífi í
landsfundinn.“