Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.2009, Page 22

Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.2009, Page 22
ÞRIÐJUDAGUR 24. MARS 200922 Fólkið Egill Gillz Einarsson fann sig knúinn til þess að gefa út frétta- tilkynningu vegna kvenmanns sem gengur laus um bæinn með „órakaða rottu“ eins og hann orðar það sjálfur á mjög penan hátt. „Það er ekki vitað hvað þessum kvenmanni gengur til með þessu en líklegt er talið að hún sé veik á geði og haldi í raun og veru að hún sé Hallgerður Langbrók sem var uppi á 10. öld. Heitir hún í raun og veru „Yrsa“ og talar um snyrtingu kynfæra sem „tísku“ og virðist ekki gera sér grein fyrir því að það er árið 2009,“ skrifar Gillz og er væntan- lega að tala um Yrsu Þöll Gylfa- dóttur sem þræddi sundlaugar bæjarins til að skoða hver skapa- háratíska kvenna í dag er fyrir Stúdentablaðið. „Þetta er geðveik hreyfing og óðgeðslega gaman fyrir þá sem hafa gaman af því að dansa og svitna,“ segir Samúel Jón Sam- úelsson, kenndur við sveitina Jagúar, en hann hefur verið í afródansi síðan í nóvember á síðasta ári. „Ég hef gaman af rythma. Músíkin sem ég er að fást við er byggð á afrískum rythmum þannig að það er mér eðlilegt að kynna mér þennan heim,“ segir Sammi sem féll fyrir afró- dansinum og reynir að mæta þrisvar í viku. Fyrir þremur árum fór Sammi á salsanámskeið með kærustu sinni og að hans sögn gekk það vel. Aðspurður segist Sammi ekki vita hvort hann sé góður dansari en viðurkennir að hann hafi gaman af því að hreyfa sig. Í kjölfarið á salsa- námskeiðinu hélt hann til Kúbu að taka upp plötu ásamt Tómasi R. „Það þýðir ekki að fara með kærustuna til Kúbu og kunna ekki að dansa. Maður á bara að kýla á þetta. Núna er rétti tím- inn. Það er verið að stokka upp í þjóðfélaginu og þá er um að gera að stokka upp í sjálfum sér í leiðinni,“ segir hann og er með heilræði handa alþingismönn- um. „Mér finnst að það eigi að senda alla á Alþingi á dans- námskeið – þá myndi heimur- inn batna.“ hanna@dv.is Sammi í Jagúar vill Senda alþingiSmenn á danSnámSkeið: Helgi Seljan: Sjónvarpskonan Eva María Jóns- dóttir tekur lífsins ólgusjó með stóískri ró ef marka má Face- book-síðu hennar. Þar býður hún upp á yfirskriftina Namyo- horengekyo, japönsku möntruna sem gerð var fræg í myndinni um Tinu Turner, What´s Love Got to Do With It. Tina er sögð hafa kyrjað Namyohorengekyo í miklum mæli eftir skilnað sinn við Ike Turner. Namyohoreng- ekyo kemur úr zen-búddisma og er sagt koma fólki í gegnum erfiða tíma ef notað á réttan hátt. Íslandsvinurinn Yoko Ono samdi einnig lag sem heitir þessu sama nafni. Kyrjar á FacebooK Hallgerður langbróK á líFi? Dansar aFró Kastljós- stjarna á Helgi Seljan leikur ofbeldis- og ógæfumann í mynd- inni rokland sem er byggð á samnefndri bók Hall- gríms Helgasonar. Helgi segir hugmyndina að myndinni og hlutverkinu hafa orðið til á barnum á kaffi láru á Seyðisfirði fyrir nokkrum árum. „Mig hefur nú alltaf langað til þess að vera leikari,“ segir fréttahaukur- inn og fjölmiðlamaðurinn Helgi Selj- an en honum bregður fyrir í stiklu úr myndinni Rokland sem nýlega var sett á netið. Helgi mun leika ofbeld- is- og ógæfumanninn Manna Volgu í myndinni sem er væntanleg seint á árinu eða snemma á því næsta. „Þetta kom til tals þegar ég var á fylleríi með Matta vini mínum,“ seg- ir Helgi og á þar við Martein Þor- steinsson, leikstjóra Roklands. Mart- einn leikstýrði myndinni One Point O á sínum tíma sem skartaði Jeremy Sisto, Udo Kier, Deborah Kara Ung- er og fleiri frægum í aðalhlutverkum. „Hann ákvað að gera þessa mynd þar sem við sátum á barnum á Kaffi Láru á Seyðisfirði. Við fórum svo að djóka með það að ég myndi leika ógæfu- mann sem myndi setja ný viðmið í fantabrögðum og ofbeldi.“ Úr því varð svo persónan Manni. Það hafa eflaust ekki allir tekið eftir Helga í myndbrotinu en honum bregður snöggt fyrir þar sem hann er að gefa einn þéttingsfastan úr norð- urátt, eins og hann orðar það sjálf- ur. Það er Pegasus sem framleiðir myndina sem skartar Ólafi Darra Ól- afssyni í aðalhutverki en myndin er byggð á samnefndri bók Hallgríms Helgasonar. Persónu Manna er ekki að finna í bókinni en hún er hugar- burður þeirra félaga frá því að þeir sátu saman á Lárunni. Framleiðsluferli myndarinnar hef- ur verið nokkuð óhefðbundið fram að þessu því myndbrotið sem um ræðir var búið til til þess að kveikja áhuga fjárfesta. Tökur á myndinni sjálfri eru ekki hafnar en stefnt er að því að þær hefjist í ágúst. Þó svo að það hafi leng- ið verið draumur Helga að leika er það með öllu óvíst hvort hann muni túlka fleiri persónur en tímamótafantinn Manna. „Við skulum sjá hvernig þetta geng- ur fyrst.“ Þetta er samt ekki í fyrsta sinn sem Helgi reynir fyrir sér í leik- list. Helgi gerði góða hluti með Leikfélagi Reyðarfjarð- ar á sínum yngri árum. „Ég lék meðal annars í Hart í bak. Ég lék eitt af aðalhutverkunum þar,“ segir Kastljósstjarnan að lokum. asgeir@dv.is Hvíta tjalDinu Helgi Seljan Hefur alltaf langað til þess að leika. Fanturinn hann Manni Helgi í hlutverki Manna að gefa manni á baukinn með bjórdós. Ólafur Darri Leikur aðalhlutverkið í myndinni Rokland.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.