Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.2009, Page 14
Nýja stjórnarskráin fyrir Ís-lendinga gæti orðið upphafið að meiri hörmungum fyrir þjóðina en nú þegar hafa
orðið. Hún ber þegar merki um að vera
sprottin úr verstu eiginleikum þjóð-
arinnar, þeim hinum sömu og komu
henni á kaldan klaka.
Höfundar nýju stjórnarskrár-innar verða yfir fjörutíu talsins. Kostnaðurinn við hana á að verða allt
að 2,2 milljarðar króna. Miðað
við að nýja stjórnarskráin verði um
3.800 orð eins og sú gamla mun hvert
orð kosta um það bil 600.000 krónur.
Og verkefnið er svo erfitt og fordæmis-
laust að Íslendingarnir fjörutíu þurfa
18 mánuði til að skrifa skrána.
Lands-feður Banda-ríkj-
anna tóku sér
eitt sum-
ar í að klára
mikilvægustu
stjórnarskrá
heimsins. Það
var í maí 1787
sem fulltrú-
ar nýlendn-
anna hittust
á ráðstefnu og
rigguðu upp nýju
stjórnarskránni.
Þeir sátu við rökræður
og skriftir út það sumar,
þar til stjórnarskráin var
tilbúin og samþykkt 17.
september sama ár. En
þarna var ekkert internet
eða símar til að hægja á
vinnunni.
Stjórn-
arskráin hefur
frá þeirri stundu
undirgengist þó
nokkrar viðbætur.
Fyrir utan smávægi-
lega tvíræðni, eins og
að „the right to bear arms“
eigi við um réttinn til að ganga
í T-bol, er þessi stjórnarskrá
vel heppnaður grunnur að
lýðræðisríki.
Stjórnarskráin er bara leiðbein-ingabæklingur um hvenær eigi að grípa í taumana og hvenær stjórnvöld hafi gengið of langt.
Þegar eftirlitið virkar ekki skiptir engu
máli hversu ítarlegar leiðbeiningarn-
ar eru.
Það verður ekki komist hjá því að vantreysta áformunum um
nýja stjórnarskrá. Í
þessu landi okkar,
sem telur svipað
margt fólk og Wupp-
ertal í Þýskalandi, hafa
flestar tilraunir til sjálf-
sprottinnar nýbreytni
brugðist harkalega. Sag-
an sýnir að Íslending-
ar eru illfærir um
að stjórna
eigin málum og allra verstir þegar þeir
þykjast vera bestir. Það kæmi Svart-
höfða ekki á óvart ef þetta málþing
fjörutíu sérfróðra Íslendinga um nýja
stjórnskipan myndi óforvarandis leiða
til alræðisstjórnar.
Það kæmi ekki heldur á óvart ef allt færi í bál og brand strax við gerð stjórnarskrárinnar. Íslendingar eru þekktir fyrir
óraunsæjan ofmetnað og slæma fram-
komu við náungann. Ekkert útilokar
að undarleg ákvæði gætu sprottið upp
úr þeim jarðvegi, eins og að Færeyjar
séu „óaðskiljanlegur hluti Íslands“. Eitt
er víst að byggingarefni nýja Íslands
er hið sama og þess gamla: óhóf og
ofmetnaður.
Öruggast og ódýrast væri að þýða stjórnarskrá frá vel heppnuðu lýðræðisríki eins og Svíþjóð. En „öruggast og
ódýrast“ er ekki á færi Íslendinga. Þvert
á móti er hið gagnstæða eitt helsta ein-
kennismerki þjóðarinnar: hættulegt og
rándýrt. Og helst með dassi af gamal-
dags heimsku.
Íslendingar eru, þegar allt kemur til alls,
efnahagsleg-
ir hryðjuverka-
menn, sérhæfðir í
sjálfseyðingu.
ÞRIÐJUDAGUR 24. MARS 200914 Umræða
svarthöfði
spurningin
„Já, það ætla ég
rétt að vona,“
svaraði Ólafur D.
Jóhannesson,
landsliðsþjálfari
íslenska
karlalandsliðsins í
knattspyrnu, um
hvort 2-1 tap
íslenska
landsliðsins í
knattspyrnu gegn Færeyjum á
laugardag væri það fyrsta og jafnframt
það síðasta. Íslenska landsliðið tapaði á
sunnudag fyrir Færeyjum 2-1 í landsleik
sem fram fór í Kórnum í Kópavogi.
Er þEtta fyrsta og
síðasta tapið?
sandkorn
n Úrslitin í prófkjöri Sjálf-
stæðisflokksins í Norðvestur-
kjördæmi eru sem reiðarslag
fyrir Einar K. Guðfinnsson,
fyrrverandi
ráðherra
sjávarút-
vegsmála,
sem í raun
var hafnað.
Víst er að
pólitískur
frami hans
liggur hér
eftir niður á við. Pressan segir
frá því að stuðningsmenn Ein-
ars kenni Sturlu Böðvarssyni,
fráfarandi oddvita sjalla, um
þar sem stuðningsmenn hans
hafi margir stutt nýliðann Ás-
björn Óttarsson gegn Einari.
n Frami Eyrúnar Sigþórsdótt-
ur, sveitarstjóra á Tálknafirði,
vekur ekki síður athygli en hún
náði þriðja sæti á listanum.
Stuðningsmenn Eyrúnar eru
þó ekki ánægðir með fram-
göngu Birnu Lárusdóttur á
Ísafirði sem hreppti fjórða sæt-
ið. Telja Eyrúnarmenn að sam-
komulag hafi verið milli þeirra
stallsystra um að Birna byði
sig ekki fram að þessu sinni til
að dreifa ekki atkvæðunum.
Það gekk ekki eftir og kostaði
framboð Birnu sveitarstjórann
líklega oddvitasætið í kjör-
dæminu.
n Sú ákvörðun Kristjáns Þórs
Júlíussonar alþingismanns að
bjóða sig fram til formanns í
samkeppni við Bjarna Bene-
diktsson
veldur mikl-
um titringi
í Sjálfstæð-
isflokknum.
Kristján gaf
Bjarna létta
pillu með
því að segj-
ast ekki vera
fæddur inn í ríkidæmi. Því er
spáð að það verði á brattann
að sækja fyrir Kristján Þór en
hann hefur þó mikil tengsl við
flokksmenn um allt land eftir
að hafa haldið Evrópufundi
um allar trissur. Það getur því
allt gerst á landsfundinum um
komandi helgi.
n Sú aðgerð stjórnenda Frétta-
blaðsins að gera 10 ára samn-
ing við prentsmiðjuna Ísafold
setur strik
í reikn-
ing Óskars
Magnús-
sonar
athafna-
manns og
félaga sem
samið hafa
um kaup
á Árvakri.
Þyngsti bagginn í Árvakri er
prentsmiðjan sem er rekin á
afköstum langt undir getu.
Reiknað var með að prentun
Fréttablaðsins færi undir Ár-
vakur og þannig gæti hallinn
á rekstrinum minnkað. Nú er
það búið spil og fyrirsjáan-
legt er að nýir hluthafar þurfa
að borga með klabbinu inn í
framtíðina, ef þeir ná að kljúfa
kaupin.
LynGháLS 5, 110 ReyKJAvÍK
Útgáfufélag: Útgáfufélagið Birtíngur ehf.
Stjórnarformaður: hreinn Loftsson
framkvæmdaStjóri: elín Ragnarsdóttir
ritStjórar:
Jón Trausti Reynisson, jontrausti@dv.is
og Reynir Traustason, rt@dv.is
fréttaStjórar:
Brynjólfur Þór Guðmundsson, brynjolfur@dv.is
og Þórarinn Þórarinsson, toti@dv.is
auglýSingaStjóri:
ásmundur helgason, asi@birtingur.is
dv á netinu: Dv.IS
aðalnÚmer: 512 7000, ritStjórn: 512 7010,
áSkriftarSími: 512 7080, auglýSingar: 512 7050.
SmáauglýSingar: 515 5550.
umbrot: Dv. Prentvinnsla: Landsprent. dreifing: árvakur.
Dv áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu
formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð.
„Tvö þúsund
fermetrar af fjöri.“
n Einar Bárðarson um
skemmtistaðinn Officeraklúbbinn sem verður
opnaður á gömlu herstöðinni í Keflavík um næstu
helgi. Einar segir að „þýski teknónasistinn“ Micka
Frurry verði á staðnum. - Fréttablaðið
„Flokkurinn er
náttúrulega ekki í
góðu standi.“
n Guðjón Arnar Kristjánsson,
formaður Frjálslynda flokksins,
um brotthvarf Ásgerðar Jónu
Flosadóttur og tveggja þingmanna úr flokknum. -
visir.is
„Við hvert útsent inn-
heimtubréf leggst álag frá
innheimtufyrirtækinu sem
yrði á engan hátt til bóta
fyrir þessar fjölskyldur.“
n Bæjarráð Grindavíkur sem ætlar ekki að leita
til þriðja aðila til að innheimta skuldir íbúa
bæjarins. Eitthvað sem fleiri mættu taka sér til
fyrirmyndar. - Víkurfréttir
„Þetta eiga allir að vita.“
n Jens Guð yfir sig hneykslaður yfir því að rangt
hafi verið farið með ártal á útgáfu plötunnar
Geislavirkir með Utangarðsmönnum í
spurningaþættinum Gettu betur. - DV.is
„Það munar um
allt.“
n Sigurjón M. Egilsson sem er
að fara af stað með nýtt
fréttatímarit. Hann
hvetur almenning til
þess að taka þátt
og senda honum
póst á segilsson-
@gmail.-com. -
DV.is
Stefnt að skattkúgun
Leiðari
Samkoma vinstri-grænna um liðna helgi ber með sér að þar á bæ er lít-ill skilningur á stöðu þjóðarinnar. Æpandi þörf er á því að samfélagið
nái tökum á fjármálum sínum og eyðslu. En
lausnir vinstri-grænna felast í óljósum hug-
myndum um sprotafyrirtæki og stórhækk-
un skatta. Stóriðju er hafnað í samræmi við
stefnu flokksins. Raunhæfar hugmyndir um
sparnað og hagræðingu er ekki að finna í
niðurstöðum flokksþingsins þótt það blasi
við flestum að umsvif ríkis og sveitarfélaga
eru komin út úr öllu korti. Þvert á móti á
að fjölga opinberum starfsmönnum með
því að efna til framkvæmda sem eru frekar
á vinnuafl. Til að ríkið komist undan því að
fækka fólki á að setja enn þyngri þrælaklafa
á þann hluta almennings sem stendur und-
ir opinbera ruglinu. Flokkurinn sem nú fer
með fjármál lýðveldisins ætlar að bjarga
sem mestu með því að hækka skatta og setja
á tvö hátekjuþrep. Algjört skilningsleysi virð-
ist ríkja varðandi það að undirstaða samfé-
lagsins er fyrirtæki og fólk sem skapar út-
flutningstekjur eða vinnur störf sem spara
innflutning. Skattakúgun drepur frumkvæði
og færir þjóðina enn dýpra í fátæktargildr-
una. Margra ára eyðimerkurganga bíður Ís-
lendinga ef sjónarmið VG verða allsráðandi
við landsstjórnina. Nú skiptir mestu að þjóð-
in framleiði sem mest og vinnugleðin hjálpi
fólki út úr kreppunni. Skattfé á sér upp-
sprettu í fyrirtækjum og vinnandi fólki sem
skapar arð. Aðalatriðið nú er að gæta þess að
hrunið rústi ekki atvinnuvegina umfram það
sem orðið er. Þá verður ekkert skattfé til að
eyða og eymdin ein ræður ríkjum.
rEynir traustason ritstjóri skrifar. Skattfé á sér uppsprettu í fyrirtækjum og vinnandi fólki
bókstafLegaLandinn hættuLEgur