Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.2009, Page 6
ÞRIÐJUDAGUR 24. MARS 20096 Fréttir
Níu daga í
embætti
Ásgerður Jóna Flosadóttir, sem
kjörin var varaformaður Frjáls-
lynda flokksins fyrir rúmri viku,
hefur ákveðið að segja af sér
öllum trúnaðarstörfum á vegum
flokksins, þar með talið varafor-
mennsku í flokknum. Jafnframt
hefur hún ákveðið að segja sig
úr Frjálslynda flokknum.
Hún segir að Guðjón Arnar
Kristjánsson, formaður flokks-
ins, ætli sér ekki að gera nauð-
synlegar breytingar á starfs-
mannahaldi flokksins. Þá hafi
því verið hafnað að standa lög-
lega að uppstillingu á framboðs-
lista flokksins í Suðvesturkjör-
dæmi en hún segist ítrekað hafa
gert athugasemdir við að upp-
stilling flokksins í því kjördæmi
sé ólögleg þar sem ekki hafi ver-
ið boðað til fundar með lögleg-
um hætti.
Enn fjölgar
atvinnulausum
17.306 eru nú án atvinnu á
landinu samkvæmt tölum frá
Vinnumálastofnun. Það eru
nánast jafn margir og allir íbúar
Akureyrar en samkvæmt tölum
frá Hagstofunni eru íbúar þar
17.355. Þann áttunda janúar
á þessu ári voru atvinnulausir
10.056 og þá jafn margir og íbú-
ar Garðabæjar.
Atvinnuleysi hefur auk-
ist mikið síðastliðna rúma tvo
mánuði. Á höfuðborgarsvæðinu
hefur atvinnulausum fjölgað um
5.366 og eru þar 11.572 skráðir á
atvinnuleysisskrá. Atvinnulaus-
um á Suðurnesjum hefur fjölgað
um 469 og eru nú 1.376 talsins
eða litlu færri en íbúar Garðs.
Skartgripa-
þjófur gripinn
Lögreglan á höfðuðborgar-
svæðinu handtók í gærmorg-
un mann, sem grunaður hef-
ur verið um þjófnaði úr
skartgripaverslunum undan-
farna daga. Ábendingar bár-
ust frá fólki strax eftir að fjöl-
miðlar birtu myndir af
viðkomandi fyrir helgina.
Þegar unnið var úr vís-
bendingum beindist athyglin
að tilteknum manni og kom
það heim og saman við fyrir-
liggjandi upplýsingar. Hann
hefur viðurkennt aðild að
brotunum og gefið skýringu á
tilefni þeirra. Maðurinn verð-
ur yfirheyrður nánar í dag.
Grindvíkingar
vilja ekki Intrum
Bæjarráð Grindavíkur mælir ekki
með að gengið verði til samninga
við Intrum og Lögheimtuna vegna
ástandsins í þjóðfélaginu. Tillaga
frá Intrum þess efnis lá fyrir á síð-
asta fundi ráðsins.
Frá þessu er greint á vef Vík-
urfrétta. „Á þessum tímum þeg-
ar margar fjölskyldur eiga erfitt
með að ná endum saman mun
Grindavíkurbær ekki fara í hertari
innheimtuaðgerðir á sínum gjöld-
um. Við hvert útsent innheimtu-
bréf leggst álag frá innheimtufyr-
irtækinu sem yrði á engan hátt
til bóta fyrir þessar fjölskyldur.
Innheimtan mun því halda sér í
sama formi og hefur verið,“ segir í
fundargerð bæjarráðs.
Úrskurðarnefnd um upplýsingamál
hefur hafnað beiðni DV um aðgang
að minnismiðum Davíðs Oddsson-
ar, fyrrverandi seðlabankastjóra, sem
hann vísaði til í viðtali við Financial
Times 23. október í fyrra. Þar sagð-
ist hann oft hafa varað forsvarsmenn
íslensku viðskiptabankanna við út-
þenslu þeirra.
Arna Schram, formaður Blaða-
mannafélags Íslands, undrast úrskurð
nefndarinnar. „Lykilatriðið er að for-
maður bankastjórnar Seðlabankans
segir opinberlega að hann hafi þessa
minnismiða undir höndum. Samt er
verið að hengja sig í formsatriði til að
koma í veg fyrir afhendingu gagna og
þannig hindra að upplýsingalögin nái
tilgangi sínum,“ segir Arna.
DV óskaði fyrst eftir minnismiðun-
um þann 24. október og kærði síðar
sinnuleysi Seðlabankans til úrskurð-
arnefndar um upplýsingamál.
Í neitun Seðlabankans frá 17.
desember segir að bankinn telji
blaðamann ekki hafa sýnt nægilega
fram á um hvaða minnismiða væri
verið að biðja um. Þessu mótmælti
DV og sagði ekki mögulegt að vísa til
miðanna á skýrari hátt en með vís-
an í orð Davíðs Oddssonar. Úrskurð-
arnefnd fellst hins vegar á rök Seðla-
bankans með vísan í upplýsingalög.
Úrskurðarnefndin tekur sömuleið-
is undir með Seðlabankanum um að
minnismiðarnir séu „vinnuskjal sem
stjórnvald hefur ritað til eigin afnota“.
Blaðamaður hélt því fram að minnis-
miðarnir væru ekki lengur vinnuskjöl
í hefðbundnum skilningi þegar seðla-
bankastjóri að eigin frumkvæði vísar
til þeirra í fjölmiðlaviðtali til að styrkja
málflutning sinn. Úrskurðarnefndin
fellst ekki á það.
Blaðamaður brýndi einnig í erindi
sínu til nefndarinnar að hávær krafa
væri uppi um gegnsæi í samfélaginu
og minnismiðarnir ættu fullt erindi til
almennings sem innlegg í umfjöllun
um tildrög bankahrunsins.
Arna Schram segir úrskurðinn
vekja upp spurningar um hvort skoða
þurfi nánar kröfur um skilgreiningu
skjala og hvort þær séu of strang-
ar. „Það segir sig sjálft að stundum
er ekki hægt að vísa nákvæmlega til
umbeðinna skjala,“ segir Arna. „Ferl-
ið má ekki vera það flókið að það
vinni gegn markmiðum laganna,“
segir hún.
Úrskurðarnefndin sneri nýver-
ið við ákvörðun Seðlabankans sem
neitaði Ríkisútvarpinu um aðgang að
skýrslu sem skrifuð var í bankanum
og Davíð vísaði til í ræðu sinni á við-
skiptaþingi í nóvember.
Skjölum Davíðs haldið leyndum
Úrskurðarnefnd hafnar beiðni DV um aðgang að margumbeðnum minnismiðum:
Vísar til minnismiðanna Davíð
Oddsson var í viðtali við Financial Times í
október. Mynd RóbeRt Reynisson
Skilnaðarmáli albönsku ríkisborg-
aranna Petraqs og Mrja Rasha var á
föstudag frestað til næsta mánaðar
í Héraðsdómi Reykjavíkur. Mrja fór
fram á skilnað en Petraq neitar að
veita henni hann. Mrja óttast Pet-
raq og segir hann hafa beitt sig of-
beldi. Petraq vill hins vegar að mál-
inu verði vísað frá þar sem íslenskir
dómstólar hafi ekki lögsögu yfir hjú-
skaparmálum þeirra. Hann vænir
yfirvöld um ofsóknir gegn sér.
bjó í Kvennaathvarfinu
Hjónin komu hingað til lands um
mitt ár 2007 og sóttu um hæli sem
pólitískir flóttamenn. Þau höfðu
yfirgefið Albaníu sjö árum áður
og dvalið á hinum Norðurlöndun-
um þar sem hælisbeiðni þeirra var
hafnað. Hið sama gerðu íslensk yfir-
völd fyrir tveimur árum en þau hafa
áfram sóst eftir hæli hér.
Mrja sótti um skilnað í október á
síðasta ári en þá bjó hún í Kvenna-
athvarfinu ásamt dætrum þeirra
tveimur. Petraq dvaldist þá á Gisti-
heimili Hjálpræðishersins. Þær haf-
ast nú við í athvarfi á vegum Félags-
þjónustunnar í Reykjanesbæ.
Petraq heldur því fram að íslensk
yfirvöld hafi hvatt eiginkonu hans til
að skilja við hann með vilyrðum um
að þá myndi hún fá landvistarleyfi
en honum yrði vísað af landi brott.
„Mér finnst ég vera meðhöndlað-
ur eins og sakamaður,“ segir Petraq
í bréfi sem hann sendi fyrir hálfum
mánuði til fjölmiðla, Félags ábyrgra
feðra og umboðsmanns Alþingis,
auk dómstóla. Petraq fékk aðstoð
við að rita bréfð en hann talar enga
íslensku og takmarkaða ensku.
ekki í jafnvægi
Í úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur frá
18. desember er fallist á þau rök Pet-
raqs að þar sem þau hjónin hafi ekki
íslenskan ríkisborgararétt og hafi ekki
fasta búsetu á Íslandi heyri skilnaðar-
mál þeirra ekki undir lögsögu íslenskra
dómstóla. Málinu var því vísað frá.
Mrja áfrýjaði þeim úrskurði til
Hæstaréttar sem 3. febrúar sneri við
fyrri úrskurði og vísaði málinu aftur
til meðferðar í Héraðsdómi.
Petraq hefur hingað til varið sig
sjálfur en Hjálmar Blöndal hefur nú
tekið mál hans að sér.
„Ég skil ekki reglur lands sem
virðist ásækja mig og vill eyðileggja
fjölskyldu mína og gera að því er
virðist allt til að stugga mér burt
frá dætrum mínum og konu minni.
Fyrir mér er þetta rasismi og skipu-
lögð mismunun sem kemur frá fólki
sem ætti í raun að hjálpa okkur. Og
ég veit að þetta er illska í sparifötum
og brot á mannréttindum,“ segir í
bréfi Petraqs.
Guðmundur Pálsson læknir hef-
ur aðstoðað Petraq og telur hann
íslensk yfirvöld mismuna þeim
hjónum. Þegar blaðamaður spurði
Guðmund út í það ofbeldi sem eig-
inkona Petraqs segir hann hafa beitt
sig segir Guðmundur ekki sann-
gjarnt að kalla Petraq ofbeldismann
þar sem hann hafi verið í ójafnvægi
eftir að fjölskyldunni var hafnað um
hæli hér. „Mér skilst að hann hafi
eitthvað bölvað framan í starfskon-
urnar hjá félagsþjónustunni en það
er ekki hægt að taka mann af lífi fyr-
ir það,“ segir Guðmundur.
Fundu peninga við húsleit
Húsleit var gerð hjá nokkrum hælis-
leitendum í Reykjanesbæ í sept-
embermánuði og þá fundust veru-
legir fjármunir á heimili þeirra
hjóna, að því er kemur fram í úr-
skurði héraðsdóms. Þá ákvað Pet-
raq að draga hælisumsókn sína til
baka og vildi fara strax af landi brott
með fjölskyldu sinni gegn því að fá
aftur féð sem haldlagt var í leitinni.
Hvorki Mrja né dætur þeirra vildu
þó yfirgefa Ísland og deildu þau
hjónin mjög vegna þessa. Mrja seg-
ist hafa búið við alvarlegt og ítrek-
að ofbeldi af hálfu Petraqs í hjóna-
bandinu. Hún hafi hins vegar aldrei
greint frá því fyrr en nú þar sem í Al-
baníu viðurkenni yfirvöld ekki rétt
kvenna til verndar gegn ofbeldi á
heimilinu.
Mrja segir ennfremur að þegar
þau sóttu hér um hæli hafi Petraq
sagt henni hvað hún ætti að segja í
skýrslutökum og telur hún sig jafn-
vel hafa verið í lífshættu ef hún hefði
ekki hlýtt honum.
Eina af ástæðunum fyrir því að
hún sótti um skilnað segir hún vera
þá að hún sé í hættu vegan ofbeld-
is af hálfu Petraqs. Sömuleiðis tel-
ur hún stúlkurnar í hættu „vegna
afstöðu og óstöðuglyndis stefnda“,
eins og segir í úrskurði héraðs-
dóms.
Petraq var í viðtali hjá mbl.is fyrr
í þessum mánuði þar sem hann
sagði Ísland hafa eyðilagt hjóna-
band sitt.
ÍslaNd EyðIlaGðI
EkkI hjóNabaNdIð
Petraq og Mrja Rasha eru albanskir ríkisborgarar sem var neitað um pólitískt hæli
hér á landi. Mrja hefur sótt um skilnað frá Petraq og segir hann ofbeldisfullan. Petraq
telur hins vegar að íslensk yfirvöld hafi hvatt Mrja til að sækja um skilnað gegn loforði
um að þá verði henni hjálpað en hann sendur úr landi.
„Fyrir mér er þetta
rasismi og skipulögð
mismunun.“
eRla HlynsdóttiR
blaðamaður skrifar: erla@dv.is
Fjölskyldan sundruð
Petraq Rasha sakar íslensk
yfirvöld um ofsóknir gegn
sér og segir þau reyna að
stía fjölskyldu hans í sundur.
Mynd sigtRygguR aRi