Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.2009, Blaðsíða 9
ÞRIÐJUDAGUR 24. MARS 2009 9Fréttir
Kunningjar leysa
frá skjóðunni
Fyrrverandi vinir og kunningjar
Austurríkismannsins Josefs Fritzl
munu tjá sig um hann í sérstök-
um sjónvarpsþætti sem sýndur
verður á Sky-sjónvarpsstöðinni
á næstunni. Meðal þeirra sem
tjá sig er múrarinn Walter Lang
en hann hjálpaði Fritzl að byggja
kjallarann alræmda sem notað-
ur var sem geymsla fyrir dóttur
hans, Elizabeth, í 24 ár.
Fritzl, sem er 73 ára, var í
síðustu viku dæmdur í lífstíð-
arfangelsi fyrir brot sín eftir að
hafa játað á sig alla ákæruliðina.
Hann gat sjö börn með dóttur
sinni á þeim 24 árum sem hann
hélt henni innilokaðri í kjallara-
holunni.
Vasapeningurinn
fór í hundinn
Kona ein í Norður-Karólínu í
Bandaríkjunum var gráti næst
þegar það rann upp fyrir henni
á föstudaginn að hundur fjöl-
skyldunnar hafði gætt sér á
vasapeningi sem hún hafði lagt
til hliðar sem varasjóð.
Upphæðin sem hundurinn
lagði sér til munns samsvaraði
um átta þúsundum króna, en
konan var ekki á því að telja féð
glatað heldur dró hvutta með sér
í langan göngutúr, og viti menn,
á meðan á göngunni stóð gekk
hluti peningaseðlanna niður af
hundinum.
Vonir konunnar standa til að
næsti göngutúr verði jafn gef-
andi þannig að hún geti púslað
seðlunum saman og lagt þá í
banka. Að loknum þrifum.
Dauðvona játar
morð og batnar
Bandaríkjamaður sem hélt að
hann lægi fyrir dauðanum játaði
að hafa drepið nágranna sinn
árið 1977. Það hefði allt verið
gott og blessað hefði maðurinn
ekki náð sér að fullu. Hinn áður
deyjandi James Brewer hefur
nú verið ákærður og gæti þurft
að horfast í augu við dauðarefs-
ingu vegna þessa áður óupplýsta
morðs í Tennessee.
Brewer var þess fullviss að
hann væri að deyja í kjölfar
hjartaáfalls og játaði á sig morð á
nágranna sínum Jimmy Carroll.
Brewer grunaði að Carroll héldi
við eiginkonu hans. Brewer
stakk af frá Tennessee og hóf
nýtt líf sem Michael Anderson,
ásamt eiginkonu sinni, í Okla-
homa. Brewer gaf sig fram við
yfirvöld í Tennessee eftir að búið
var að upplýsa þau um fram-
vindu mála í Oklahoma.
Obinberunarbókin Facebook leik-
ur sífellt stærra hlutverk í daglegu
lífi fólks. Stjórnendur sumra fyrir-
tækja hafa neyðst til að láta loka á að-
gang að netsamfélaginu og fólk hefur
misst vinnuna vegna einhvers sem
það skrifaði á Facebook.
Í janúar var fangavörður við fang-
elsi hennar hátignar í Leicester á
Englandi rekinn eftir að í ljós kom að
félagsskapur hans á Facebook var af
slæmu sauðahúsi.
Á meðal vina fangavarðarins,
Nathans Singh, voru fangar fangels-
isins og fyrrverandi fangar. Talsmað-
ur fangelsisins sagði að óviðeigandi
samband við fangana væri litið afar
alvarlegum augum, en flestir starfs-
manna fangelsisins væru „heiðarleg-
ir, duglegir og fagmannlegir“.
Talsmaður fangelsisins sagði enn-
fremur að athuganir væru gerðar
reglulega og við eina slíka hefði kom-
ist upp um í hvaða félagsskap Nath-
an Singh var á Facebook.
„Við framkvæmum ítarlega athug-
un þegar við ráðum fangaverði, leit-
um upplýsinga um persónuleika og
sakaskrá sem og þjóðerni og aðrar
persónuupplýsingar,“ sagði talsmað-
ur fangelsisins í Leicester.
Í frétt í breska blaðinu The Sun
segir að rannsókn fangelsisyfirvalda
í Leicester-fangelsinu hafi leitt í ljós
að þrettán vina Nathans Sing á Face-
book voru glæpamenn, þeirra á
meðal svikahrappar, innbrotsþjófar
og jafnvel einn sem stakk mann til
bana fyrir utan næturklúbb.
Þess má geta að nýleg könnun á
meðal vinnuveitenda leiddi í ljós að
stór hluti þeirra athugaði umsækj-
endur á Facebook og Myspace áður
en ákvörðun var tekin um ráðningu.
Af hverju að leita langt yfir skammt í leit að Facebook-vinum?
Safnaði vinum í fangelsi
Fangelsið í Leicester Fangavörður leitaði vina á meðal fanganna.
Enn eina ferðina gustar um Nicol-
as Sarkozy Frakklandsforseta. Uppi
varð fjöður og fit á meðal stjórn-
málamanna á bæði vinstri væng og
hægri vegna fyrirætlana Sarkozys
um að taka á málefnum sem varða
kynþáttamál. Ástæðan er sú uppá-
stunga ráðgjafa forsetans að lögleiða
manntal á meðal minnihlutaþjóðar-
brota landsins.
Ólíkt Bretlandi eða Bandaríkj-
unum þar sem fólk er oft beðið að
merkja við þjóðerni þá hefur verið
bannað með lögum í Frakklandi að
flokka fólk eftir þjóðerni eða leita
upplýsinga um kynþátt eða uppruna
við skráningu.
Eitruð hræsni
Hornsteinn hins veraldlega lýðveld-
is sem Frakkland gefur sig út fyrir að
vera er að allir borgarar skuli vera
jafnir og lausir við skilgreiningar sem
varða stétt, kynþátt eða trúarbrögð.
Nýlega gekk Nicolas Sarkozy
lengra en nokkur annar forseti
Frakklands í að fordæma þá hræsni
sem daglega á sér stað í kynþáttafor-
dómum og mismunun og hefur að
margra mati eitrað hugmyndafræði
lýðveldisins.
Að sögn Sarkozys er skortur á
gögnum og upplýsingum um þjóð-
ernisminnihlutahópa það sem
hamlar getunni til að mæla ójöfnuð
og taka á honum.
Mismunun liggur víða
Baráttumenn fyrir réttindum allra
kynþátta fara ekki í grafgötur með álit
sitt og segja franskt samfélag þjakað af
mismunun, þar sem þeldökkir fransk-
ir ríkisborgarar með „útlendingsleg“
nöfn sæta endurtekinni mismunun
hvað varðar menntun og atvinnu eða
eru fórnarlömb stöðvunar og leitar
af hálfu lögreglunnar. Jafnvel yfirvöld
húsnæðismála hafa gerst sek um að
neita fólki um að fá úthlutað íbúðum
á grundvelli kynþáttar.
Nicolas Sarkozy telur að með ítar-
legri upplýsingum um minnihluta-
hópa í landinu sé hægt að finna leiðir
til að taka á vandamálinu, og skipaði
kaupsýslumanninn Yasid Sageb ráð-
gjafa í baráttunni gegn mismunun í
frönsku samfélagi.
Pólitískt fjaðrafok
Yasid Sageb, sem er af alsírsk-berb-
ískum uppruna, beið ekki boðanna
og stofnaði nefnd sem ætlað er að
finna bestu leiðina til að safna opin-
berlega, og í fyrsta skipti, tölulegum
upplýsingum um þjóðernislega upp-
byggingu Frakklands.
En tillagan hefur valdið slíku póli-
tísku fjaðrafoki að ekki er loku fyrir
það skotið að Sarkozy neyðist til að
kasta hugmyndinni fyrir róða.
Áætlað var að Sabeg afhenti Sark-
ozy skýrslu fyrir helgi, með tillögum
sínum, en því var slegið á frest vegna
óskilgreindra „skuldbindinga“ for-
setans.
Ríki aðskilnaðar
Yasid Sabeg hefur varað við því að
vegna alvarlegrar mismununar væri
Frakkland að verða „ríki aðskilnaðar“.
Yasid sagði að upplýsingar sem
safnað yrði um minnihlutahópa yrðu
gefnar af sjálfvilja og undir nafn-
leynd. Fólki yrði ekki gert að merkja
við í þar til gerðan reit í manntals-
skráningu heldur yrði það beð-
ið í könnunum að skilgreina hvaða
samfélagshóp það teldi sig tilheyra;
samfélagi þeldökkra, hvítra, norður-
afrískra eða asískra.
Ummæli Sabegs ollu mikilli reiði
bæði hægrisinnaðra og vinstrisinn-
aðra stjórnmálamanna, sem og á
meðal franskra menningarvita, en í
landinu er orðið „samfélagshópur“
litið hornauga sem lítilsvirðing við
hugmyndafræði lýðveldisins.
Tilraun Breta til fjölmenningar-
sanfélags er ekki hátt skrifuð og álit-
in valda sundrungu í meira mæli en
hættulaust geti talist.
Engar gular stjörnur
Fadela Amara, í ráðuneyti ríkisstjórn-
arinnar um borgarmál, hugnast ekki
hugmyndir Nicolas Sarkozy eða til-
lögur Yasids Sabeg.
„Þjóð okkar á ekki að verða mósa-
íkmynd af samfélagshópum,“ sagði
hún. Það er ástæða fyrir hitanum
sem málið veldur, en lögin frá 1978
sem bönnuðu söfnun upplýsinga
um þjóðerni ríkisborgara landsins
áttu kannski rætur í skömm Frakka
vegna samvinnu með nasistum í
síðari heimsstyrjöldinni, þegar gyð-
ingar voru merktir með gulri stjörnu
og sendir í einangrunarbúðir.
„Enginn skyldi þurfa að bera gula
stjörnu framar,“ sagði Fadela Amara.
„RíKi aðsKilnaðaR“
KoLbEinn þoRstEinsson
blaðamaður skrifar: kolbeinn@dv.is
Stjórnmálamönnum og menntamönnum í Frakk-
landi hugnast ekki tillögur ráðgjafa nicolas
sarkozy Frakklandsforseta sem miða að því
að taka á mismunun og ójafnrétti tengdu
kynþáttum í landinu. Tillögurnar eru taldar
ganga gegn hornsteini franska lýðveld-
isins; að allir ríkisborgarar skuli vera
jafnir, óháð kynþætti,stétt eða trú.
París í Frakklandi Andstaða er við
söfnun gagna um þjóðernisminni-
hlutahópa í Frakklandi.